Morgunblaðið - 04.02.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.02.1982, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1982 „Get <29 skipt ci ]pessu 09 hunolö.mo.'b r>> Ast er... ... að hita upp bílinn fyrir hana á frostköld- um morgni. TM Raa U.S. P«t Off —»• rtgtitf nmd • 1981 Lo> Angotos THna SymNdtt í auf'lýsíngu okkar var reyndar að- eins tekið fram stúdentspróf og vélritunarkunnátta. En brjóstmál upp á 140 sentim. er vissulega at- hugandi! Með , morgunkaninu Ég sat aldrei fyrir hjá honum. Hann hefur bara málað eftir minni! HÖGISTI HREKKVÍSI Fleiri körfu- knattleiks- myndir - og skrifið meira um körfuknattleik Ég skora á Bjarna Felixson að sýna fleiri körfuknattleiksmyndir — bæði íslenzkan, bandarískan og spænskan körfubolta — en ekki alltaf sömu tugguna, fótboltann. Ég vil þakka þér fyrir leikinn Fram—Njarðvík, sem var fyrir stuttu, og einnig leik KR—IR, sem var mjög góður. Hvernig væri að hafa 45 mínútna langan körfu- knattleiksþátt annan hvern laugardag í staðinn fyrir ensku knattspyrnuna. Ég hvet íþróttafréttaritara Morgunblaðsins og DV að skrifa meira um körfuknattleiki t.d. landsleikina, eins og þegar Aust- ur-Þjóðverjar komu og einnig Danir. Ég ætla að biðja Bjarna Felixson að reyna að fá leik frá NBA-deildinni og sýna frá Pétri Guðmundssyni. Bjarni Þór Björgvinsson. Ingjaldur Tómasson skrifar: Slysaalda umferðarinnar rís stöðugt hærra Til Velvakanda. Mér sýnist að nú með nýbyrjuðu ári, hafi stórslysum í umferðinni fjölgað verulega. t Morgunblaðinu 12. janúar er sagt að ölvaður mað- ur hafi ekið á sex bíla — af þeim voru fimm gjörónýtir. í sama blaði 17. júní eru margar hrylli- legar slysafréttir bæði í myndum og máli, og birt hafa verið um- mæli margra sem orðið hafa fyrir barðinu á drukknum bílaþjófum. Tjónið bera ýmist eigendur sjálfir eða almenningur í stórauknum tryggingum. Einhver drykkjuaðdáandi hélt því fram, að það að hindra menn í drykkju og forða þar með stórslys- um og manndrápum í umferðinni, væri brot á mannréttingum!! Það kom fram í útvarpi, að eiturlyfja- salar hafa hótað lífláti þeim sem reyna að stöðva þennan þjóðar- glæp. Og hætt er við að þeir sem vinna gegn þessum óhuggnaði vinni slælega með morðhótanir yf- ir sér. Rannsókn hefur sannað að um 50 prósent umferðarslysa í Danmörku verða beinlinis vegna víndrykkju — þó er vitað að um- ferðarslys eru miklu færri að til- tölu þar en hér. í Svíþjóð gilda mjög ákveðnar aðgerðir til að reyna að draga úr hörmungum bílslysanna. Þeir sem gerast brot- legir eru sektaðir á staðnum. Ef bílstjórinn getur ekki greitt er númerið klippt af og er ekki af- hent fyrr en full skil hafa verið gerð. Hér voru samþykkt lög á AI- þingi með pomp og prakt, að allri ökumenn skuli n.ota bílbelti. Þessi lög eru nú hunzuð af alltof mörg- um. Því ekki að setja sektar- ákvæði í lögin strax og öflugt eft- irlit. Eða hefur Alþingi það helzt til sins ágætis að setja lög sem enginn þarf að fara eftir? Brown Iávarður, fyrrv. utanrík- isráðherra Breta var tekinn ölvað- ur við akstur. Hann var dæmdur í 200 punda sekt og sviptur ökuleyfi í þrjú ár. Hann sagði fyrir réttin- um að hann hefði drukkið vínið til að sefa ókyrrðina í sálinni!! Hvað hefði veirð gert hér ef fyrrverandi íslenzkur þingmaður hefði brotið umferðarlög á líkan hátt? Ég full- yrði ekki neitt. í gangi eru margar fjölmennar stofnanir sem eiga að vinna gegn áfengisneyslu og þar með gegn hinum gífurlega slysafjölda í um- ferðinni, sem orsakast að verulegu leyti af ölvun við akstur. Þessar stofnanir eru geysidýrar og allt greiðir almenningur. Starf þeirra er afvötnun með ýmsum aðferðum og þar með tilkynningar í útvarpi og sjónvarpi, sem fáir gefa gaum eða fara eftir. Til dæmis: Finnst þér drykkjan vera þér að kenna, eða, er ekki betra að hafa það svona góði, hvað heldur þú? Þegar við berum saman varnir við umferðarslysum við aðrar slysavarnir kemur í ljós óhugnan- lega mikill munur. Það er engu líkara en almenningur og yfirvöld álíti hin tíðu umferðarslys eins og sjálfsagt náttúrulögmál, sem hljóti að vara um aldur og ævi. Er lífsgæðagræðgin, skemmtanasýk- in og sjálfselskan orðin svo yfir- þyrmandi að enginn hreyfi hönd til bjargar bræðrum okkar og systrum, sem slysaófreskja um- ferðarinnar er að mala í gini sínu daglega? Ég bendi á nýskeð, frægt björg- unarafrek í Vestmannaeyjum. Þar var allt, þar með sjálft lífið lagt í sölurnar, jafnt hverrar þjóðar sjó- menn voru í lífshættu. Tvö álíka björgunarafrek áttu sér stað fyrir skömmu við strendur Englands. í annað skiptið var Islendingum bjargað af brezkum fullhugum þótt engan veginn væri fyrir- sjáanlegt að björgun heppnaðist. Síðar fórust þar bæði björgun- armenn og skipshöfn þegar björg- un var reynd. Björgunarmennirnir voru frá litlum bæ á suðurströnd- inni svo margir hafa átt um sárt að binda. Ég man ekki eftir að yfirvöld hér hafi sent þessu fólki svo mikið sem samúðarkveðju. Bið afsökunar ef rangt er. Mannlegt hyggjuvit, fjármagn og tæki er til staðar þegar flest önnur slys en umferðarslys gerast. Hefi bent á sjóslysin. Ég nefni líka sem dæmi þegar skotglaðir rjúpnaveiðimenn lenda í „hafvill- um“ í hálendinu, þá er allt hugs- anlegt gert þeim til bjargar. Margoft hefi ég bent á ýmsar raunhæfar aðgerðir sem líklegar eru til að stjórminnka umferðar- slys. Ekki hefir samvizka þjóðar- innar né ráðamanna þó rumskað hið minnsta. Þetta nöldur mitt, eins og flestir kalla það, verður ef ekkert verður að gert ekki annað en „hróp í eyðimörk" þeirri sem umferðaryfirvöld, ráðamenn og því miður stór hluti þjóðarinnar er að villast í. Sterkt afl dáða og drengskapar þarf að myndast í okkar ofneyzluhrjáða þjóðfélagi — afl sem getur rifið upp svefn- drukkin augu ráðamanna okkar. (Sjá hið sígilda snilldarlistaverk Einars Jónssonar „Samvizkubit".) Eða hvernig er það með hið stór- ágæta Slysavarnafélag íslands, voru umferðarslys ekki með á þeim góða bæ. Liggja þau kannski í öskustónni? Ingjaldur Tómasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.