Morgunblaðið - 04.02.1982, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.02.1982, Blaðsíða 48
sw",á 83033 afgreiðslunni er is>r0MiwM®Mfo Sími á ritstjórn H f| 100 og skrifstofu: IUIUU JXlor^ttnXíXtiíiiíi FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1982 Hjúkrunarfræðingar við Borgarspítalann: Verkfall 20. febr. - uppsagnir á ríkisspítölum frá 15. febr. lijúkrunarfræðingar hjá Reykjavíkurborg boðuðu í gaer til verkfalls 20. febrúar nk. Samkvtemt lögum ber þeim að boða verkfall með 15 daga fyrir vara, en sáttasemjari ríkisins getur frestað verkfalli um 15 daga og kemur boðað verkfall þá til framkvæmda 6. marz ef samningar, um aðalkjarasamning við Reykjavíkurborg, takast ekki áður. Sáttasemjara ber að leggja fram sáttatillögu 10 dögum eftir boðun verkfalls og fer hún til atkvæðagreiðslu félagsmanna. Kins og fram hefur komið í fréttum felldu hjúkrunarfræðingar við Rorgarspítalann aðalkjarasamning við borgina og hafa nú boðað verkfall þar sem þeim finnst lítið miða í átt til samkomulags um nýjan samning. Hjúkrunarfræðingar hafa und- anfarið ítrekað lýst óánægju með laun sín. Undanfarið hefur verið unnið að gerð sérkjarasamnings milli Hjúkrunarfélags Islands og ríkisins, en að mati hjúkrunar- fræðinga hefur kröfum þeirra verið tekið fálega. Hafa þeir því rætt um uppsagnir á ríkisspítölunum og samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hyggjast hjúkrunarfræð- ingar segja upp störfum frá miðj- um þessum mánuði. Uppsagnar- fresturinn er þrír mánuðir, en ef til auðnar horfir í starfsgreininni geta stjórnvöld skyldað launþegann til að starfa í þrjá mánuði til viðbótar við nauðsynlegustu störf. Sjá í miðopnu: Oánægja hjúkrun- arfræðinga með kaup og kjör leiðir til verkfallsboðunar og fjöldaupp- sagna. Japan: Loðna og loðnu- hrogn hækka í verði SÖLUHORFUR á loðnu eru nú mun betri í Japan en verið hefur um langt skeið. Norska blaðið Sunnmörsposten skýrir frá því fyrir nokkru að Japanir séu nú reiðubúnir að greiða 1375 dollara fyrir hvert tonn en greiddu 2175 dollara á síðastliðnu ári. I*á segir blaðið, að Japanir séu nú tilbúnir að kaupa 12.000 til 15.000 tonn af frystri loðnu á þessu ári, sem er mikil aukning frá undanförnum árum. Markaður fyrir fryst loðnu- hrogn er ennfremur orðinn góður á ný í Japan og þar er ennfremur rætt um hækkun, sem nemur 100 dollurum á tonn, frá síðasta ári. Hér á landi er ekki reiknað með að mikið verði um loðnufrystingu í vetur, sökum þeirra hamla sem nú eru á veiðunum. Hins vegar er Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson, for- stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna, í Japan þessa dagana til viðræðna við japanska aðila um kaup á frystri loðnu og loðnu- hrognum og fleiri sjávarafurðum frá Islandi. Reykjavík og Hafnarfjörður: Á sjötta hundrað atvinnu- lausir A SJOTTA hundrað manns eru nú at- vinnulausir í Reykjavík og Hafnarfirði. Nýjustu tölur í Reykjavík í gær voru frá því á þriðjudag. l»á voru 332 atvinnulausir, 167 karlar og 165 konur. í Hafnarfirði lágu ekki fyrir nákvæmar tölur í gær, en áællað að þar séu rétt um 200 manns án vinnu. Flestir eru án vinnu vegna þess að stóru togararnir á þessum stöðum eru enn ekki komnir af veiðum eftir að verkfall háseta leystist. Alls voru 77 verkamenn og 99 verkakonur án vinnu í Reykjavík. Þá voru 23 iðn- verkamenn án vinnu, 22 verzlunar- konur, 11 verzlunarmenn og 35 bíl- stjórar. Tillaga álviðræðunefndarinnar: Spurningar til Alusuisse um gerðardóm og viðræður Þakið að lokast Framkvæmdir halda stöðugt áfram við Hallgrímskirkju og fyrir nokkru var lokið við að koma fyrir þaksperrum. Næst er því að ganga frekar frá þakinu að utan og innan og verður kirkjan þá fokheld. i.jósm. r«x. bjóðleikhúsið: Helgi Tómas- son dansar í „Giselle“ en nefndarmenn ekki verið allir á eitt sáttir um það, hvernig bæri að snúa sér í málinu nú. Allir þing- flokkarnir fjölluðu um mál þetta á fundum í gær og meðal stjórnar- sinna kom fram sú hugmynd, hvort unnt væri að lýsa því yfir, að Alu- suisse hefði ekkert sviksamlegt at- hæfi haft í frammi og að mismun- andi skilningur aðila yrði lagður fyrir gerðardóm, jafnframt því sem upp yrðu teknar viðræður um endur- skoðun raforkuverðs og stækkun ál- versins. Fulltrúar Alusuisse, sem hingað komu með svarbréf fyrirtækisins, fóru aftur utan í gær. Meðal Alþýðu- bandalagsins ríkir mikil gremja með það, að fulltrúarnir skyldu eiga við- ræður við forsætisráðherra, sem hafi tekið við svarbréfi Alusuisse, og formenn Framsóknarflokks, Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks, en ekki þann ráðherra, sem með iðnaðarmál fer, þ.e. Hjörleif Guttormsson. Full- trúar Alusuisse munu hins vegar hafa gefið þá skýringu, að iðnaðarráðherra hafi ekki séð ástæðu til að tala við Alusuisse fyrst áður en hann gerði fjölmiðlum grein fyrir ásökunum á hendur fyrirtæk- inu. IIKLGI Tómasson ballettdansari í Kandaríkjunum kemur hingað til lands í næsta mánuði til að dansa aðalkarlhlutverkið í ballettinum „Giselle" á fyrstu sýningunum, en ballettinn verður frumsýndur 12. mars í Þjóðleikhúsinu ef allt gengur samkvæmt áætlun. I*á er ákveðið að María Gísladóttir, sem nú er einn af aðaldönsurum við ríkisleikhúsið í Wiesbaden í Þýskalandi, komi og dansi titilhlutverkið á nokkrum sýn- ingum. Knn er ekki fullljóst hver mun taka við hlutverki Helga, en tvær stúlkur úr íslenska dansflokkn- um eru nú að æfa hlutverk Giselle, þær Ásdís Magnúsdóttir og Olafía Bjarnleifsdóttir. Það verður einhver erlendur dansari sem tekur við af Helga, en að öðru leyti verður hér um alíslenska ballettuppfærslu að ræða. ÁLVIÐRÆÐUNKFNDIN samdi í gær tillögu til ráðherranefndarinnar í ál- málinu um það, að til Alusuisse yrði beint spurningum um nánari skýringar á svarbréfi Alusuisse, einkum hvað varðar málefni, sem í gerð yrðu lögð og þá með hvaða hætti það yrði gert, ef sá kostur yrði valinn, og hvort það myndi opna möguleika á samningaviðræðum um hækkun raforkuverðs og stækkun álversins. Samkvæmt upplýsingum Mbl. voru ýmsar hugmyndir ræddar á fundi nefndarinnar síðdegis í gær, Kostnaður vegna umferðar- slysa um 200 milljónir 1980 KOSTNAÐUR íslenzku þjóðarinnar vegna umferðarslysa árið 1980 nam tæplega 200 milljónum króna reiknaður til núvirðis, eða sem nemur 20 milljörðum gkróna. Til samanburðar má geta þess, að rekstrarkostnaður Landspítalans árið 1980 nam 13,3 milljörðum gkróna. Þessara upplýsinga hefur Davíð Á Gunnarsson, framkvæmdastjóri ríkisspítalanna og varafor- maður Félags íslenzkra bifreiðaeigenda, aflað. Meta má tekjutap vegna dauða einstaklings á tæpa eina milljón króna og tekjutap og kostnaður við meðferð þeirra mest slösuðu er að meðaltali 2 milljónir króna, miðað við staðgreiðslu, að talið er. Árið 1980 létust 25 manns í um- ferðarslysum. Þá hlutu 326 manns alvarleg meiðsli. Af þeim hlutu 163 fullan bata, 140 manns hlutu skaða svo þeir eru skertir til starfs og 23 vistast á stofnunum vegna meiðsla. Þá hlutu 360 manns minni háttar meiðsl. Tjón á bifreiðum nam 57 millj- ónum króna, og er þá ekki reiknuð sjálfsáhætta einstaklinga og tjón, sem ekki koma til tryggingarfé- laga. Talið er, að 25% allra tjóna, að minnsta kosti, séu óbætt og því megi reikna með að tjón á bifreið- um nemi 71 milljón króna. „Ég er sannfærður um að mat þetta sýnir okkur, að fyrirbyggj- andi aðgerðir í umferðarmálum eru með arðsömustu verkefnum, sem þjóðin getur ráðist í,“ segir Davíð Á. Gunnarsson. Sjá: Fyrirbyggjandi aðgerðir í umferðarmálum með arðsöm- ustu verkefnum á bls. 32. Nýjar spár: F-vísitala um 40-42% B-vísitala um 45-47% ÞJÓÐHAGSSTOFNUN hefur gert nýja á.Tllun um niðurgreidda fram- fa-rsluvísitnlu og byggingavísitölu á árinu. Þessi spá gerir ráð fyrir að framfærsluvísitala hækki um 40—42%, en byggingavísitala um 45—41%. f spá þessari er gert ráð fyrir, að grunnkaup hækki ekki á árinu. Sjá þingsíður: Kr ætlunin að skerða verðbætur á laun tvívegis um 5%?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.