Morgunblaðið - 04.02.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.02.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRUAR 1982 19 margs annars í landinu og hreint aukaatriði, skyldu menn minnast valdakerfisins sem prestarnir hafa tök á í þjóðfélaginu og hafa haft frá alda öðli — m.a. af því að svo margir eru ólæsir og óskrifandi. Prestastéttin hefur getað myndað sér sterkan fjárhagslegan grund- völl gegnum þetta kerfi með inn- heimtunni á „zakat“. Það er skatt- ur og er trúarleg skylda hverjum Múslím (Múhameðstrúarmanni) að greiða hann skilvíslega. I þessu sambandi er það eftir- tektarvert, að Sovétríkin tala mik- ið um það, að þau hafi leyst vandamál þjóðabrotanna þar í landi og visa á tillit það sem tekið er til 50—60 milljóna Múslíma (Múhameðstrúarmanna) í Sovét- ríkjunum. Sovétríkin nota þetta talsvert í áróðursskyni í Araba- ríkjunum, Afganistan, íran og víð- ar. Þeir benda á gömlu moskurnar til að sýna, hversu vel þeim er haldið við og nýjar moskur sem verið er að byggja. Rétt er það, þær eru reyndar ekki notaðar sem moskur lengur — heldur eru þetta söfn. Það er því frekar umhyggja fyrir menningararfi heldur en trúnni Islam. I hinum islamísku héruðum inn- an Sovétríkjanna má lesa greinar, sem einungis eru ætlaðar til notk- unar innanlands. I þessum sov- ésku ritum er kvartað yfir því, hve hinn andtrúarlegi áróður hefur mistekist — skýrt er t.d. frá, að fólk í Tadjikistan sem er gamalt íranskt land, leiti ennþá til sinna „heilögu manna", „pír“ eða „sheik" í „súfi“-reglunum. Súfí-regla er regla trúarlegs eðlis — íslamísk mystik, dulhyggja eða dulspeki. Þar leita menn m.a. lækninga, trúrænna lækninga. Fólk lætur sér ekki nægja borgaralega gift- ingu heldur leitar til Islam líka. Það er seinni giftingin, sem er álitin veigameiri. Til eru prestar sem eru menntaðir við háskóla en þeir njóta minni vinsælda. I fyrr- nefndum ritum er rætt um það, að „hjátrú" þessa ætti að vera búið að uppræta fyrir löngu. Reynsla mín af atburðunum í Afganistan árið 1978, af dvöl minni þar, fréttaflutningi þaðan og yfirleitt túlkun atburða þar í landi þessa viðburðaríku tíma gerði það að verkum, að ég hef kannski lagt of mikla stund á pólitíkina undanfarin ár. Eg mun reyna að takmarka það nokkuð núna að ég held — svo að annað komist að, enda er hin nýja staða mín við Uppsala-háskóla miðuð við fræði- störf og kennslu. íran heimsótt síðastliðið sumar Við snúum okkur nú að síðustu ferð Bo Utas til íran. Eins og nefnt var í upphafi dvaldist Bo Ut- as nokkrar vikur í Iran síðastliðið vor. Bo Utas dósent heldur áfram lýsingu sinni. Síðastliðinn febrúar voru liðin 2 ár frá því stjórnar- skipti urðu. Nú hafði ég ekki verið í íran síðan 1974 — það má ef til vill segja, að ég sé ekki dómbær á breytingarnar sumar hverjar sem ég sá — þ.e.a.s. um það, hvort þær höfðu átt sér stað á síðustu valda- árum keisarans eða þessi síðustu tvö ár. Einnig höfðu orðið margar breytingar frá 1968, þegar ég var í íran, og þar til ég kom aftur árið 1974. Einmitt þá varð ég var við talsverðan hroka hjá starfsbræðr- um mínum við háskólann. Olíu- peningarnir höfðu streymt inn og gert það að verkum að mörgum fannst þeir geta allt. Þeir fundu enga löngun hjá sér að hlusta á samstarfsmenn frá Vesturlöndum eða sýna áhuga á fræðistörfum þeirra. Það gat því verið erfitt að komast að kjarna málsins og varð ég oft fyrir vonbrigðum með það, að enginn áhugi virtist vera á isl- amskri menningu. Keisarinn vildi auðsjáanlega leggja meiri áherslu á menningu Irana fyrir tíma Is- lam. Spurning Fannst þér „ta’aruf" vera þér þrándur í götu? — Ta’ar- uf kallast kurteisisvenjur og siðir, sem talið er nauðsynlegt að hlýða manna á milli — við að heilsast, í samtölum o.s.frv. Öll þessi forms- atriði geta verið býsna tímafrek. Bo Utas: Já, ég er að segja, að það getur verið erfitt að eiga við það. Persar eru mjög kurteisir og háttprúðir — það er ekki alltaf hægt að sjá eða heyra, hvort tekist hefur að ná sambandi. I þessu eru Afganir allt öðruvísi — þeir hafa alltaf verið meira blátt áfram og hugsað minna um kurteisissiði en íranir. Það hefur alltaf verið erf- iðara að ráða í fas írana, hvað búi undir hinu slétta yfirborði. Enda sögðu Persar (Iranir) oft við mig núna í þessari ferð, að þeir notuðu ekki „ta’aruf" lengur — núna væru þeir byltingarmenn og þyrftu ekki á ta’aruf að halda! Það virtist vera gott skipulag á öllu í íran — í bókasöfnum og bókabúðum var t.d. auðvelt að finna það sem ég leitaði að, svo ég nefni dæmi um það sem ég kynnt- ist persónulega. Handrit, sem ég vissi deili á og bað um, fékk ég öll að sjá. Það var auðvelt að vinna á bókasöfnum og manni var vel tek- ið. Það er í rauninni engin samhæf- ing á fjárhagsstjórn landsins. Allt virðist þó ganga sinn gang — rafmagn, vatn, holræsi, vörudreif- ing, allt var þetta í lagi. Sjúkra- samlagið starfar, en það er erfitt að fá lækna út á land. En það er að vísu ekkert nýtt og ekki neitt eins- dæmi fyrir Iran. Það var í raun- inni athygiisvert að sjá, að landið — bæði til sveita og í bæjunum — hefur í mörgu horfið aftur til hefðbundinna stofnana og gamals skipulags. Ólíkir flokkar hafa get- að sameinast undir merkjum trú- arinnar. Það úir og grúir af flokksbrot- um eða smáflokkum innan aðal- flokkanna tveggja. 1 rauninni er hér um að ræða smáhópa með sérhagsmuni og á þetta fólk erfitt með að vinna saman — er mjög skipt, eins og t.d. vinstrisinnað fólk hér í Vestur-Evrópu. En þeir hafa samt myndað margvísleg tengsl sín á milli og reyna að vinna saman. Khomeini: Iman, hinn endurheimti Það er auðvitað enginn efi á því, að Khomeini er „karismatískur" leiðtogi og notfærir sér píslar- vottahugmyndir hjá shíítum til að halda völdum. Hann er álitinn hinn rétti leiðtogi af mörgum ír- önum, m.a. af því að honum tekst að halda trúareldinum lifandi — nefnir sig Imam eða hinn endur- heimti — sá sem lofaður var o.s.frv. Spurningin er bara, hversu lengi er hægt að halda guðmóði manna uppi. Það eru takmörk fyrir því, hve lengi þjóðin getur iifað píslarvottasöguna. Flestir ír- anir hafa hingað til látið sér nægja nokkra daga á ári til að minnast dauða Hoseins við Ker- bela — eins og venja er og þá fundist þeir hafa lifað nóga hreinsunardaga fyrir allt árið. En leiðtoga eins og Khomeini tekst að halda hinum eldlega móði á suðu- marki með því að notfæra sér hugmyndir og hugtök sem eiga sterk ítök í þjóðinni. Vitanlega eru líka margir tæki- færissinnar, sem fylgja Khomeini og hans flokki af því þeir eru við völd sem stendur — þannig mun það ætíð vera. Persi einn sagði við mig, að flestir Persar fylgdu að- eins einum flokki og það væri „Hezb-e-bad“: flokkur vindsins — sem sagt haga seglum eftir vindi! Khomeini og fylgismenn hans eru sjálfsagt einlægir í tilraunum sínum að endurskapa hið eina rétta guðsríki — fyrirmyndin er samfélag það er Múhameð og eft- irmenn hans mótuðu á 7. öld. En bæði er, að Iangt er um liðið síðan það var við lýði og því ekki heigl- um hent að þekkja það til hlítar, en einnig er erfitt að laga margt af því sem þá tíðkaðist að aðstæð- um nú á dögum. Við verðum að bíða og sjá hvað setur — mælir Bo Utas dósent að lokum. * Utvegsbankinn: Ábyrgist innlausn ávfsana ÍITVEGSBANKINN bíður nú viðskiptamönnum sínum sérstök ábvrgðarskírteini, sem sanna rétt þeirra til útgáfu íbyrgðartékka. Abyrgðartékki er að því leyti sérstæður að bankinn ábyrgist innlausn hvers tékka allt að tiltekinni fjárhæð. I þessu tilviki er hámarksupphæð hvers ábyrgðartékka kr. 1000. I fréttatilkynningu frá Útvegs- bankanum segir, að hinn mikli fjöldi tékka, sem er daglega í umferð manna á milli hérlendis valdi því að örðugt sé að tryggja að allir séu góð- ir og gildir, enda viil verða þar nokk- ur misbrestur á. Sá sem tekur við innstæðulausum eða fölsuðum tékka getur orðið fyrir talsverðum óþægindum og jafnvel fjártjóni. Því er ekki óeðlilegt að gæti nokkurrar tortryggni í garð tékkans sem greiðsluforms enda hef- ur kveðið svo rammt að því að til eru þjónustustofnanir þar sem neitað er að taka við tékka sem greiðslu. Handhafi ábyrgðarskírteinisins sannar með framvísun þess að tékki hans sé gildur. Til að öðlast ábyrgðarskírteini tékka þarf viðkomandi að vera eða gerast viðskiptamaður Útvegsbanka Islands. Avísana- og hlaupareikn- ingsdeildir bankans annast útgáfu skírteinisins. Umsækjandi þarf að leggja fram tryggingar, sem bankinn tekur gildar fyrir tékkaviðskiptum sínum. Á ábyrgðarskírteininu er ljós- mynd af rétthafa þess, sýnishorn af undirskrift hans og helstu persónu- legar upplýsingar ásamt áritun þess fulltrúa bankans sem annast útgáf- una. Á bakhlið skírteinisins eru leiðbeiningar um notkun þess. 982 ARGERÐ AF CITROÉN ^ visa Örfáum bílum óráöstafaö á gamla veröinu. Þaö skal fullyrt aö enginn smábíll er elns rúmgóöur og CITROÉN* visa bæði fyrir farþega og farangur. CITROEN* VISA CLUB OTROÉN* VISA CLUB er einkar fallegur og sparneytinn smábíll meö framhjóladrifi og fyrsta flokks aksturseiginleika, eins og allir CITROÉN A bílar. • Loftkæld 652 cc vél meö elektroniskri kveikju. • Ótrúleg snerpa • Benzíneyösla 5,8 Itr. • Nýtízkulegt mælaborö • Niöurfellanleg aftursæti • Hituð afturrúöa • Loftnet og hátalarar • 5 dyra ÓTRULEGT, EN SATT, VERDIÐ ER ADEINS KR. 87.400 KOMIÐ OG REYNSLUAKIÐ G/obusg CITROÉN^ S1LDAR ÆVINTÝR1 $2 A HOTEL X2D> LOFTLEIOUM ICEFOOD íslensk matvæli h.f. Hafnarfirði kynnir framleiðslu sína í samvinnu við Hótel Loftleiðir 4.-14. FEBRÚAR Velkomin á síld. Aftur er síldarævintýri í Blómasalnum. Yfir 30 fiskréttir á hlaöborói: Síld á marga vegu, hröpuskelfiskur, lax, reyktur og grafinn karfi, reykt og grafin grálúóa, reyksoóinn fiskur, salöt og ídýfur. Sannkallaöur ævintýra- málsveróur á aðeins kr. 130.-pr. mann. Pantið borö tímanlega. HOTEL LOFTLEIÐIR Borðapantanir í síma 22322 w

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.