Morgunblaðið - 04.02.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.02.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRUAR 1982 Flugfiskbátur af sömu gerð og þeir er Hrafn framleiðir á Flateyri, en bátar af þessar gerð urðu sigursælir I Hrafn Björnsson byggingameistari við vinnu sína í bátasmíðastöðinni Flug- kappsiglingu eða „ralli“ umhverfis landið er Snarfari og Dagblaðið gengust fyrir í hitteðfyrra. fiski. Framleiðir fiski- og skemmtibáta úr trefjaplasti Rætt við Hrafn Björnsson á Flateyri um nýtt fyrirtæki hans, Flugfisk á Flateyri Á Flateyri við Önundarfjörð hefur nýlega tekið til starfa bátasmíðastöð, þar sem Hrafn Björnsson byggingarmeistari hefur hafið framleiðslu og sölu á fiskibátum og skemmtibátum úr trefjaplasti. Fyrirtækið framleiðir bátana undir nafninu Flug- fiskur, Flateyri. Fyrstu bátarnir eru nú um það bil að verða fuílbúnir. Blaðamaður Morgunblaðsins var á ferð um Vestfirði fyrir nokkru, og leit þá meðal annars við hjá Hrafni Björnssyni á Flateyri, til að fræðast nánar um hið nýja fyrirtæki og framleiðslu þess. 22 fet og 3 lestir Flugfiskbátur á fullri ferð í sjóþeysu eða „ralli“ umhverfis landið. „Bátarnir eru steyptir úr sér- stökum mótum, og þau keypti ég fyrr á þessu ári, og flutti hingað vestur," sagði Hrafn, er hann var spurður um hvernig að smíðinni vaeri staðið. „Þeir eru gerðir úr trefjaplasti, raunar tvö efni blönduð saman, plastvökvi og glertrefjar, sem blandað er saman án hitunar, og síðan látin harðna. — Það verða efnabreytingar við þessa blöndun, og útkoman er trefjaplast, afar sterkt, end- ingargott og handhægt efni. Steypuvinnan tekur um hálfan mánuð allt í allt, frá því byrjað er að steypa bátinn og þar til hann er tekinn úr mótinu, að unnt er að setja bátinn saman og byrja vinnu við endanlegan frágang. Bátarnir eru allir sömu stærðar, 22 fet (6,7 metrar) að lengd, og þeir reiknast tæpar 3 lestir. Stærð þessi er talin heppileg til fiskveiða á handfæri og ýmislegt fleira, og á undanförnum árum hafa Flug- fisksbátar getið sér gott orð sem skemmtibátar og „rallbátar". Fiskimenn hafa þegar sýnt bátun- um áhuga, og margar fyrirspurnir hafa borist, en auk heppilegrar stærðar og mikillar endingar, er góður ganghraði þeirra mikilvægt atriði." Húsið er gamall lýsistankur „Já, þa er rétt, að húsnæðið sem Unnið við að losa nýsteyptan bát úr mótunum, en bátarnir eru steyptir úr trefjaplasti í sérstökum mótum. við höfum hér fyrir þessa starf- semi er fremur óvenjulegt," segir Hrafn, er blaðamaður undrast húsnæði bátasmíðastöðvar hans. „Þetta er gamall lýsistankur, sem ekki hafði verið notaður til síns upphaflega brúks í hálfa öld eða tæplega það, og mér datt í hug að vel mætti nýta hann eftir alla þessa hvíld. Ég kannaði hvort tankurinn myndi falur, og svo reyndist vera, og ég keypti hann af Flateyrarhreppi. Er við fluttumst hingað vestur Fyrsti báturinn, sem smíðaður er hjá Flugfiski á Flateyri að verða til. Síðan er það kaupenda að ákveða hvort þeir kaupa hann óinnréttaðan, eða láta innrétta bátinn sem skemmti- eða fiskibát. þarna voru, stóð ekki á sama á meðan á þessum framkvæmdum stóð! Alls er tankurinn um 150 fer- metrar að grunnfleti, og við höf- um innréttað hann á tveimur heil- um hæðum, og þriðju hæðina að auki að hluta til . Hér mun verða framtíðaraðstaða fyrir þessa bátasmíði, bæði steypu bátanna og innréttingu þeirra." Vinna allt árið, arstíðabundin sala Hrafn sagði, að sala bátanna væri árstíðabundin, en hins vegar væri nauðsynlegt að vinna að smíði þeirra allt árið. „Ég stefni að því að vinna verði sem jöfnust allt árið við þetta,“ sagði hann, „enda er hætt við að ekki verði unnt að koma við nægilegri hag- ræðingu við vinnuna án þess, að því ógleymdu að kostnaður verður mun meiri ef þetta er unnið í mik- illi yfirvinnu skamman tíma á ár- inu. Að vísu kemur hér á móti, að fjármagnskostnaður verður meiri með þessu móti, en önnur leið er þó varla fær. Salan verður sjálf- sagt alltaf bundin við vor og sumar að verulegu leyti, en reynsl- an á þó eftir að skera úr um hvert framhaldið verður. Við seljum bátana bæði með öll- um innréttingum, og án þeirra. Allar innréttingar og öll smíði keyptum við húsið Sólvelli, hér í jaðri þorpsins, og talsvert land með, en tankurinn er hér beint fyrir neðan, og því stutt fyrir okkur að fara í vinnuna. Hefðum við sjálfsagt ekki farið út í að inn- rétta tankinn nema vegna þessar- ar hagstæðu legu hans. Nú, við höfum sem sagt verið mest allt þetta ár við að innrétta tankinn, setja á hann þak, sprengja fyrir gluggunum, og múrbrotin þeyttust hér langt út á pollinn. Skipverjum á skipum, sem bátanna er miðuð við þær kröfur er Siglingamálastofnun gerir til fiskibáta, í sérstakri reglugerð. Við leggjum mikið upp úr öryggi bátanna, hvort heldur þeir eiga að notast til fiskveiða, eða til skemmtisiglinga. Þeir eru til dæmis seldir með tækjum á borð við áttavita, talstöð, neyðarblysi og dælubúnað, ogöðrum sjáifsögð- um en nauðsynlegum öryggisbún- aði. Bátarnir eru annars öruggir, plastið er sterkt og endingargott, og alls ekki hætt við brotum, því þótt það hafi hina góðu kosti glers að mörgu leyti, þá hefur það einn- ig sveigjanleika plastsins. Komið hefur fyrir að bátum af þessari gerð hafi verið siglt á hafnargarð, og þeir hafa steitt á skerjum, án þess að brotna. Vilji hins vegar svo ólíklega til að gat komi á bát- ana, eru þeir uppbyggðir úr hólf- um, sem auðveldlega má dæla úr hverju fyrir sig, án þess að allur báturinn fyllist. Skemmtibátur — fiskibátur Bátana má gera hvort heldur sem er, sem fiskibáta eða skemmtibáta, eins og ég hef áður getið um. Bátarnir eru gerðir fyrir 7 manns, og pláss er fyrir 4 kojur. í fiskibátunum eru þær yfirleitt tvær, þó stundum þrjár eða fjórar, og oftast fjórar í skemmtibátum. Sé báturinn notaður sem fiski- bátur, er auðvelt að koma fyrir á honum öllum gerðum rúlla fyrir færi, sem og útbunaði fyrir önnur veiðarfæri er tilheyra litlum bát- um af hvaða gerð sem er. Skemmtibátarnir eru að sjálf- sögðu innréttaður á nokkuð annan hátt, en það færist sífellt í vöxt hér hér á landi að fjölskyldur eigi báta af þessu tagi, og margir nota bátana á svipaðan hátt og aðrir nota hjólhýsi, tjald eða sumar- bústað. Bátana má auðveldlega draga milli staða aftan í fólksbíl- um eða jeppum, og tiltölulega auð- velt er að koma þeim á flot á vötn- um eða á sjó. Síðan má búa um borð og fara í ferðalög. Bestur er báturinn inni á fjörðum og milli eyja, en hann þolir úthafssigl- ingar, og vel má nota hann á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.