Morgunblaðið - 04.02.1982, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1982
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ri.tstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, simi 10100. Auglýsingar: Aö-
alsiræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 100 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 6 kr. eintakiö.
Islenzk hagsmunagæzla
- eða hið gagnstæða?
Tvö atriði hafa öðrum fremur verið í almannaumræðu varðandi
íslenzka framtíðarhagsmuni — í tengslum við álverið í
Straumsvík:
• Breyting á aðalsamningi, sem m.a tryggi betur en nú er sölu-
hagsmuni okkar á raforku til fyrirtækisins.
• Stækkun áiversins, sem hefur hagsmunaþýðingu fyrir okkur á
mörgum sviðum, en ekki sízt sem forsenda orkuafsetningar og
arðsemi nýrra ráðgerðra stórvirkjana.
Svissneska álféiagið hefur tjáð sig reiðubúið til viðræðna við
íslenzku ríkisstjórnina um þessi atriði, að því tilskyldu, að fyrst
verði leyst þau deilumál milli álfélagsins og íslenzkra stjórnvalda,
sem nú eru uppi. Það hlýtur að vera kappsmál íslenzku ríkisstjórn-
arinnar, ekkert síður en álfélagsins, að deiluefnin verði upplýst.
Varla getur það talizt eðlilegt keppikefli einnar ríkisstjórnar að
efna til viðamikilla samninga eða hagsmunatengsla við aðila, sem
liggur undir hástemmdum ásökunum viðkomandi fagráðherra um
sviksamlegt athæfi. Þessvegna þarf að komast fyrir endann á
ágreiningsefnunum.
Álfélagið hefur sett fram kröfu um að iðnaðarráðherra dragi til
baka ásakanir sínar, sem það telur ekki á rökum reistar. Olíklegt
má telja, að iðnaðarráðherra fallist á það. Að öðrum kosti leggur
álfélagið til að deilan verði sett í gjörð, samkvæmt ákvæðum gild-
andi samnings. Þá verður um alþjóðlegan gerðardóm að ræða, sem,
ef að líkum lætur, verður bæði tíma- og kostnaðarfrekur. Þess-
vegna vaknar spurning um það, hvort aðilar geti komið sér saman
um fyrirkomulag gjörðar, sem er fljótvirkari og kostnaðarminni.
Þá hefur álverið lýst sig reiðubúið til að leggja ágreining um
afskriftir af gengismismun undir íslenzkan gerðardóm og taka upp
viðræður um hagkvæmni þess að reisa rafskautaverksmiðju við
Straumsvík.
Svissneska álfélagið hefur einnig lýst sig reiðubúið til að ræða
hugsanlega eignaraðild Islendinga að álverinu, sem ríkisstjórnin
mun hafa nefnt í viðræðum við fulltrúa þess. Það er matsatriði,
hvort slík eignaraðild er tímabær nú. Hún þýddi hvort tveggja: 1)
að við þyrftum að binda verulega fjármuni í fyrirtækinu, sem aðrar
þarfir kalla ekkert síður eftir, — og 2) að við öxluðum verulega
fjármagnsáhættu, en rekstrarafkoma álverksmiðja hefur verið lak-
leg undanfarið. Ýmsir telja hyggilegra, að við tökum okkar á þurru
enn um sinn: í formi orkusölu, skattheimtu og vinnulauna.
Endurskoðun raforkuverðs og skattákvæða, og jafnframt stækk-
un álversins sjálfs, eru allt hagsmunaatriði, sem flýta þarf í örugga
höfn. Þessvegna er brýnt að upplýsa þau ágreiningsefni, sem nú eru
þröskuldar í vegi þess að ná þeim hagsmunamarkmiðum. Við þurf-
um að halda þann veg á málum, að ekki verði gengið á hagsmuna-
legan rétt okkar, sem sanngirni og rök hníga til, en jafnframt og
ekki síður svo, að við fórnum ekki þessum sömu hagsmunum til
lengri tíma vegna offors eða klaufaskapar í málsmeðferð.
Ekki verður sagt að iðnaðarráðherra hafi ekið á ólöglegum hraða
í ákvarðanatöku varðandi orkuframkvæmdir, enda hefur orku-
skömmtun til orkufreks iðnaðar sagt til sín í minni verðmætaút-
flutningi en framleiðslugeta stóð til. Þvert á móti hefur hann haft
tilhneigingu til að stíga tvö skref aftur á bak í stað hvers eins
áfram. Ef fyrirmæli hans í bréfi til Landsvirkjunar haustið 1978
hefðu náð fram að ganga, en þá vildi hann draga úr framkvæmda-
hraða við Hrauneyjafoss um 1—2 ár, byggjum við á þessum vetri
við hreint neyðarástand, Járnblendiverksmiðjan væri sennilega
stöðvuð, starfsemi álversins verulega skert og allar dieselvara-
stöðvar á fullu — með tilheyrandi kostnaði. Skoðanir eru og mjög
skiptar um, hvern veg hann hefur haldið á málum almennt gagn-
vart álverinu, en á sínum tíma taldi hann það bezta virkjunarkost-
inn, sem íslendingar ættu völ á, að loka þessum fjölmenna vinnu-
og framleiðslustað. Þá vóru bæði Blanda og Fljótsdalsvirkjun, að
ekki sé talað um Sultartangavirkjun, í skugga þessarar bremsu-
hugmyndar iðnaðarráðherrans. Ýmislegt bendir og til, að samráð-
herrar hans í núverandi ríkisstjórn séu ekki samstiga ráðherranum
í málsmeðferð umræddra deiluefna, þó ríkisstjórnin í heild
verði að teljast ábyrg fyrir orðum og gjörðum fagráðherrans.
Þær þrjár stórvirkjanir, sem íslenzkir stjórnmálaflokkar virðast
sammála um að reisa á næstu 10 árum, hafa því aðeins hagsmuna-
gildi fyrir þjóðina, að arðsemi þeirra sé jafnframt tryggð með
eðlilegri orkuafsetningu. Rekstur og stækkun álversins er æski-
legur þáttur í þeirri markaðstryggingu, þótt fleira þurfi til að
koma. Þessvegna er það og verður keppikefli okkar, að ná þeim
samningum við álverið í Straumsvík, að báðir aðilar geti vel við
unað til frambúðar. Forsjá og fyrirhyggja þurfa því að ráða ferð,
þ.e. raunhæf hagsmunagæzla. Við þurfum að standa vel í ístaðinu
gagnvart viðsemjanda okkar, en sambúðin við hann hefur yfirleitt
verið af hinu góða, en svo virðist sem hin ábyrgari öflin verði
einnig að stíga í ístaðið gagnvart lokunarpostulanum í iðnaðarráð-
uneytinu.
Skeiðarárhlaup er nú að ná hámarki. Hið gífurlega vatnsmagn, sem
kemur fram undan Vatnajökli og rennur fram sandana hjá Skaftafelli,
kemur úr skál undir miðjum jökli, svonefndum Grímsvötnum. Þar er
jarðhiti undir jöklinum, sem bræðir og safnar vatninu, og lyftist þá þykk
íshellan ofan á því ár frá ári. Þegar vissri hæð er náð, fær vatnið
framgang um rás undir jöklinum og veldur hlaupi í Skeiðará. I»egar
vatnið er farið í Grímsvötnum, hrynur íshellan á um 30 ferkílómetra
svæði um 80—100 metra. Eru þá mikil umbrot á jöklinum, þar sem
íshellan lendir oft á nibbum á botninum, byltist og brotnar og skerst í
sundur eins og terta. Við það myndast gjár eins og þessi. Eftir stóra
hlaupið, sem varð 1972, tók Elín Pálmadóttir þessa mynd ofan í einni
gjánni í Grímsvötnum.
Hægur vöxtur
í Skeiðará
SKEIÐARÁ óx mjög hægt í gær
og sagði Ragnar Stefánsson í
Skaftafelli, að varla væri hægt
að merkja aukningu í ánni.
Hann sagði ennfremur, að
gangur þessa Grímsvatna-
hlaups virtist vera í samræmi
við það, sem verið hefði síð-
ustu áratugina. Fyrstu viku
hlaupsins eða svo yxi mjög
hægt í ánni, en síðan færi
rennsli hlaupsins ört vaxandi í
nokkra daga áður en toppnum
væri náð.
Sigurjón Rist, vatnamæl-
ingamaður, kom að Skaftafelli
í gær og um helgina er von á
vegagerðarmönnum austur, en
þeir hafa fylgst með gangi
mála undanfarið og verið í
viðbragðsstöðu.
Qánægja hjúkrunarfræði
Leiðír til
ar og fjö
Hjúkrunarfræðingar við sjúkra-
stofnanir Reykjavíkurborgar, rösklega
200 manns, hafa boðað verkfall frá og
með 20. febrúar til að knýja á um gerð
aðalkjarasamnings við Reykjavíkur
borg. Þá hafa hjúkrunarfræðingar við
ríkisspítalana rætt uppsagnir þar sem
ekkert hefur miðað við gerð sérkjara-
samnings og samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins má búast við fjölda-
uppsögnum frá og með miðjum þess-
um mánuði.
Borgarspítalinn — aðal-
kjarasamningur — verkfall
Samkvæmt lögum um verkfalls-
rétt opinberra starfsmanna þurfa
hjúkrunarfræðingar að boða verk-
fall með 15 daga fyrirvara. Ákvörð-
un um verkfallsboðun á Borgarspít-
alanum var tekin á mánudag og í
gær var ákveðið að boða verkfallið
frá og með 20. þessa mánaðar. Á
sjúkrastofnunum Reykjavíkurborg-
ar starfa um 220 hjúkrunarfræð-
ingar og í atkvæðagreiðslu félaga í
HFI, sem starfa á þessum stofnun-
um, var samningur við Reykjavík-
urborg um aðalkjarasamning felld-
ur á dögunum. Hann var svipaður
og sá samningur, sem samþykktur
var í allsherjaratkvæðagreiðslu
BSRB um samning við ríkið. í því
tilviki greiddu hjúkrunarfræðingar
ekki atkvæði sérstaklega heldur
Frá fundi eigenda loðnuskipa á þriðjudag. Á myi
Eggert Gíslason, Eirík Tómasson, Gunnar Jóns
Ármann Friðriksson og Jón Ölversson.
Hjalti Geir Kristjánsson formaður Verslunarráðs íslands:
Verðbólgan steftiir í
Stjórnvöldum virðist áhugaefni að veita ákveðnum atvinn
„ÞÆR aðgerðir, sem boðaðar
eru í skýrslu ríkisstjórnarinn-
ar eru ekki efnahagsaðgerðir í
þeim skilningi að tekist sé á
við vanda íslenzks efnahags-
lífs. I»ær skjóta vandanum á
frest fram yfir mitt árið, draga
örlítið úr verðbólgu framan af
en í árslok stefnir aftur í 00%
verðbólgu,“ sagði Hjalti Geir
Kristjánsson, formaður Verzl-
unarráðs íslands, er Mbl.
spurði hann álits á efnahags-
aðgerðum ríkisstjórnarinnar
og hver afstaða hans væri til
lækkunar launaskatts úr 3'/2%
í 2'/i% í iðnaði og fiskvinnslu.
Um lækkun iaunaskatts
sagði hann: „Lækkun launa-
skatts fyrirtækja í þessum
tveimur greinum er fagnaðar-
efni. Þessi aðferð við lækkun
skattsins felur hins vegar í
sér áframhaldandi mismun-
un, þar sem landbúnaður og
fiskveiðar greiða ekki launa-
skatt. Iðnaður og fiskvinnsla
munu greiða 2 '/2%, en allur
annar atvinnurekstur 31/2%.
Af þessu tilefni ítreka ég enn
á ný stefnu Verzlunarráðsins,
að allur atvinnurekstur greiði
sömu skatta og eftir sömu
reglum. Akjósanlegt er að
fella niður launaskattinn al-
farið, en reynist svo ekki
unnt, er Verzlunarráðið sömu
skoðunar og Starfsskilyrða-
nefnd, að allur atvinnurekst-
ur verði látinn greiða launa-
skatt eftir sömu reglum."
Um aðra einstaka liði boð-
aðra efnahagsaðgerða sagði
Hjalti Geir: „Mér finnst rétt
að taka undir nauðsyn þess að
stemma stigu við óhóflegri
notkun aðstöðugjalds sem
tekjustofns. Á það einkum við
í Reykjavík þar sem heimildir
til álagningar gjaldsins voru
nýttar til fullnustu á árinu
1978 af núverandi borgar-
stjórnarmeirihluta. Það er
fyllilega tímabært að þessi
rangláti skattur verði afnum-
inn og sveitarfélögum fenginn
eðlilegri tekjustofn.
Með lækkun stimpilgjalds
úr 1% í 0,3% af afurðalánum
er verið að mismuna atvinnu-
vegunum, enn á ný, en það
virðist stjórnvöldum sérstakt
áhugaefni að veita ákveðnum
atvinnuvegum forréttindi.
Auðvitað ber að fagna boð-
aðri stefnubreytingu í verð-
lagsmálum og vonandi að
skammt sé að bíða frjálsrar
verðmyndunar í flestum
greinum iðnaðar, verzlunar og
þjónustu. Ef rétt er á málum