Morgunblaðið - 04.02.1982, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1982
Lárus Jónsson:
Er ætlunin að skerða verð-
bætur á laun tvívegis um 5%?
„Þjóðhagsstofnun hefur gert nýja áætlun um niðurgreidda
framfærsluvísitölu, en ógnar fjárhæðum er varið til niður
greiðslna. Þessi spá gerir ráð fyrir 40—42% hækkun fram-
færzluvísitölu, — en 45—\1% hækkun byggingarvísitölu á
árinu, þrátt fyrir allar niðurgreiðslurnar. Þetta er og miðað
við að engar grunnkaupshækkanir verði á árinu, en hvert \%
í grunnkaupshækkun eykur verðbólgu nálægt 1%, þegar frá
líður, við núverandi aðstæður og vísitölukerfi. Raunveruleg
verðbólga er því í svipuðu fari þrátt fyrir allar blekkingarnar
og skollaleikinn.“ Þetta vóru orð Lárusar Jónssonar (S) við
framhaldsumræður á Alþingi sl. miðvikudag um „skýrslu
ríkisstjórnarinnar" um efnahagsmál.
Nú spyr ég ráðherrana, „er
ætlunin að skerða verðbætur á
laun um 5% 1. september og
atfur um 5% 1. desember, en
þess þyrfti, að óbreyttu vísi-
tölukerfi, ef hraði verðbóigu á
að verða 30% á síðari hluta árs-
ins, eins og ríkisstjórnin heitir,
auk þess sem þá þyrftu að nást
samningar um óbreytt grunn-
kaup á árinu?“.
Svar hafði ekki fengizt er
þingflokkafundir hófust síðdeg-
is, en ekki var ljóst, þegar þetta
er skrifað, hvort kvöldfundir
yrðu.
Hættulegt fordæmi:
Matthías Bjarnason
Lárus Jónsson
Fjármálaráðherra:
Tekju- og eignaskattar á banka?
Niðurgreiðslum mætt með bankaskatti, fjárlagafé og sparnaði
Ra|>nar Arnalds, fjármálará(V
herra, sagói í framsögu fyrir
stjórnarfrumvarpi um lækkun tolla
á nokkur heimilistæki, aó ráðgerð-
ar nióurgreiðslur húvöru og tolleft-
irgjöf á heimilistækjum kostaði
ríkissjóð nálægt 350 m.kr. Pessum
útgjöldum og tekjumissi ætti að
mæta með þrennum hætti: 1)
sparnaði sem næmi 120 m.kr., 2)
fjárlagafjármunum 190 m.kr. og 3)
sköttum á banka að fjárhæð 40
m.kr. Aðspurður um útfærslu
hankaskatta sagði ráðherrann, að
talað væri um almenna tekju- og
eignaskatta, en ákvörðun væri
ekki tekin.
Síðan vék ráðherrann að til-
færslu í skattheimtu, sem kæmi
fram í lækkun launaskatts hjá
atvinnurekendum um ca. 35
m.kr. og lækkun stimpilgjalda
um ca. 20 m.kr. Þessum tekju-
missi ætti að mæta með nýju
tollafgreiðslugjaldi, sem ráðgert
væri að gæfi ríkissjóði milli 50
og 60 m.kr.
Erlend lán til inn-
lendra skipakaupa
Hneyksli, sem kanna þarf nánar
sagði Matthfas Bjarnason
I>ingflokksformaður Framsóknar:
„Þá setjum við Hjörleif á mælendaskrá“
(•unnar Thoroddsen, forsætisráð-
herra, sat lengst af einn ráðherra
undir framhaldsumræðu um „skýrslu
ríkisstjórnar“ í Sameinuðu þingi sl.
miðvikudag. Knginn ráðherra Fram-
sóknarflokks var viðstaddur umræð-
una og enginn ráðherra Alþýðu-
handalags, ef undan er skilin
skammtíma heimsókn félagsmála-
ráðherra í þingsal. Á tímabili vóru
allir ráðherrastólar auðir, er skýrsla
þeirra var rædd.
Fjórir þingmenn tóku til máls
fram að þingflokkafundum: Lárus
Jónsson, Birgir ísleifur Gunnars-
son, Eiður Guðnason og Kjartan
Jóhannsson. Birgir Isleifur, sem
beindi ýmsum spurningum til ráð-
herra, varðandi efnahagsaðgerðir,
gerði hlé á ræðu sinni, er allir
ráðherrar vóru viknir úr þingsal,
Biriiir
og óskaði eftir því við forseta, að
þeir yrðu sóttir á fundinn.
Meðan Birgir stóð þannig í
ræðustól, gerandi hlé á máli sínu
og bíðandi komu ráðherra, kallaði
hinn orðheppni formaður þing-
flokks Framsóknarmanna, Páll
l'áll Hjorkifur
Pétursson, til hans: „Ef þú heldur
ekki áfram Birgir setjum við
Hjörleif á mælendaskrá."
Þá hló þingheimur.
Skömmu síðar gekk forsætis-
ráðherra í þingsal og ræðumaður
hélt áfram máli sínu.
Gefnar hafa verið út tvær
heimildir til erlendrar lán-
töku vegna kaupa á fiskiskip-
um innanlands, sagði Tómas
Árnason, viðskiptaráðherra, í
svari um þetta efni á Alþingi
við fyrirspurn frá Sighvati
Björgvinssyni (A) og Matthí-
asi Bjarnasyni (S). Hrað-
frystihús Patreksfjarðar fékk
slíka heimild til kaupa á tog-
skipinu Sigurey SI 71, sem
svarar 22,5% af kaupverði, og
Glettingi hf. í Þorlákshöfn
var veitt heimild til lántöku
að fjárhæð 2,5 milljónir
danskra króna (50% kaup-
verðs) á ísleifi VE 63.
Viðskiptaráðherra sagði að síð-
ara dæmið tengdist kaupum ís-
leifs sf. á skipi frá Færeyjum, en
þá hafi verið samþykkt erlend
lánsheimild, en jafnframt gert að
skilyrði að ms. Sporður RE 16 yrði
tekið af skipaskrá vegna ofan-
greindra viðskipta.
• Sighvatur Björgvinsson (A) taldi
hér farið inn á háskalega braut,
sem ástæða væri til að fordæma,
og gengi þvert á yfirlýsingar
stjórnarsáttmálans um hófsemd í
þessu efni.
• Matthías Hjarnason (S) taldi hér
hættulegt fordæmi á ferð um er-
Áframhaldandi vísitöluleikur:
„Kaupmáttur launa rýrnar
enn að frumkvæði ríkisstjórnar
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í fjárhags- og viðskiptanefnd
neðri deildar Alþingis skiluðu eftirfarandi nefndaráliti
varðandi stjórnafrumvarp um tollalækkanir, sem nú er
orðið að lögum.
„Fjárhags- og viðskiptanefnd
hefur haft þetta frumvarp til
umfjöllunar mjög skamman
tíma. A fundi nefndarinnar
mættu þeir Höskuldur Jónsson
ráðuneytisstjóri, Klemens
Tryggvason hagstofustjóri og
Sigurgeir Jónsson fulltrúi.
A fundi nefndarinnar kom
skýrt fram að ekki er enn hægt
að fá upplýsingar um með hvaða
hætti ríkisstjórnin hyggst fram-
kvæma þær ráðstafanir sem
kynntar hafa verið, þaðan af síð-
ur hægt að fá tölulegar upplýs-
ingar hér að lútandi.
Frumvarpið er flutt til þess að
ná fram nokkurri lækkun fram-
færsluvísitölunnar sem reikna
skal 1. febr., eða um 0,22%. Það
er því liður í áframhaldandi vísi-
töluleik sem núverandi ríkis-
stjórn hefur iðkað á tveggja ára
æviskeiði til þess eins að ná
fram óraunhæfum tölulegum út-
reikningi á verðbólgu frá upp-
hafi árs til loka.
Þetta sést best á því, að aðeins
er um að ræða tillögur um lækk-
un á þeim heimilistækjum, sem
tekin voru með í neysluvöru-
könnun sem gerð var 1964—’65
og lögð var til grundvállar þeim
vísitölugrunni sem samþykktur
var 1968.
Að okkar dómi er óréttlátt að
gera slíkar aðgerðir sem þessar
rétt um það bil sem reikna skal
út grunn kaupgjaldsvísitölu sem
gilda á frá 1. mars til 1. júní,
þegar umræddar vörur hafa ver-
ið keyptar um tveggja mánaða
skeið á hærra verði. Það er tví-
mælalaust réttur fólks að verð-
bætur á laun séu ekki skertar í
lok tímabilsins. Því væri nær að
þessi lækkun, sem frv. gerir ráð
fyrir, hefði áhrif á kaupgjalds-
vísitölu sem gilda skal frá 1. júní
nk.
Auk þess er Ijóst að fyrirætlun
ríkisstjórnarinnar er að bæta
ríkissjóði tekjutapið og það ríf-
Iega, þannig að kaupmáttur
launa rýrnar enn að frumkvæði
núverandi ríkisstjórnar.
Þrátt fyrir þetta munum við
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í
nefndinni samþykkja þá tólla-
lækkun, sem hér um ræðir, og
stöndum að breytingartillögu á
sérstöku þingskjali til samræm-
ingar og leiðréttingar. Við
áskiljum okkur rétt til þess að
standa að eða samþykkja breyt-
ingartillögur, sem fram kunna
að koma, og með því freista þess
að gerð sé nú eða síðar á þessu
þingi eðlileg og skynsamleg
breyting á lögum um tollskrá, en
ekki breytingar sem þáttur í
vísitöluleik ríkisstjórnarinnar.
Alþingi, 1. febr. 1982.
Matthías Á. Mathiesen,
Matthías Bjarnason,
Albert Guðmundsson.”
lenda lántökur til að fjármagna og
flytja skip milli staða innanlands.
Um seinna atriðið, sem ráðherra
nefndi, þá væri þar um stórt
hneykslismál að ræða. Það er sett
skilyrði fyrir þessari lántöku og
innflutningi á skipi til eigenda ís-
leifs VE, að skipið Sporður sé tek-
ið af skipaskrá. Eigendur þess
voru búnir að sækja um bætur úr
Aldurslagasjóði og Úreldingar-
sjóði vegna þess að skipið væri
ónýtt. Fyrir lágu upplýsingar frá
siglingamálastjóra og stjórnir
þessara sjóða höfðu samþykkt
bætur. Eigendur hafi fengið heim-
ild til að hirða allt nýtilegt úr
skipinu, síðan fá þeir styrk til að
eyða skipsskrokknum. Það þarf
því ekki að nota það sem söluvöru
til þess að fá innflutning á öðru
skipi. Þetta mál þarf að rannsaka
nánar, hæstvirtur viðskiptaráð-
herra, sagði Matthías.
Iðnaðarráðherra:
Ekki fleiri
fjarvarma-
veitur í bili
„Það er nokkuð Ijóst að
Rafmagnsveitur ríkisins telja
ekki forsendur fyrir því, eins
og málum er háttað, og þá
ekki sízt með tilliti til þeirrar
takmörkuðu afgangsorku
sem er að hafa í raforkukerfi
landsmanna nú, þrátt fyrir
tilkomu nýrrar virkjunar, að
mæla með því, að ráðist verði
í fjarvarmaveitur í fleiri
þéttbýlisstöðum, a.m.k. um
sinn ...“, sagði Hjörleifur
Guttormsson, iðnaðarráð-
herra, m.a. í svari við fyrir-
spurn Eiðs Guðnasonar (A),
þess efnis „hver væri stefna
ríkisstjórnarinnar varðandi
raforkuverð til fyrirhugaðra
fjarvarmaveitna í þéttbýlis-
stöðum á norðanverðu Snæ-
fellsnesi“.
Eiður Guðnason (A) harmaði
þessa afstöðu. Vitnaði hann til
bréfs frá iðnaðarráðuneyti, sem
viðkomandi sveitarfélög hefðu
tekið sem samþykki á könnun sem
og undirbúningsfjárfestingu, sem
ýmis sveitarfélög, sem ekki hefðu
hitaveitumöguleika, hefðu stofnað
til með fjarvarmaveitu í huga.
Margir þingmenn tóku til máls.
sn:nr v y|!i.uir',i
t <r