Morgunblaðið - 04.02.1982, Side 37

Morgunblaðið - 04.02.1982, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1982 3 7 íris Sigmarsdótt- ir - Minningarorð Fædd 23. september 1964. Dáin 26. janúar 1982. Skammdegið á Islandi var að þessu sinni með bjartara móti, staðviðrasamt en kalt. Hver árstíð hefur sinn hugþekka svip ef grannt er skoðað. Ekki fer fram- hjá neinum að umferðarslysin eru orðin óhugnanlega mörg og skammdegið eykur á slysahættu í okkar norðlæga landi með breyti- leg veður og slæm akstursskilyrði. Við lesum daglega um þessi slys og óhöpp, en finnst það allt svo fjarlægt okkur þegar við lesum um það og þekkjum ekki viðkom- andi. Svo gerist það allt í einu að við erum rifin inn í atburðarásina og verðum þátttakendur í hildar- leiknum. Nýlega lést vinkona mín, bekkj- arsystir og sessunautur, Iris Sig; marsdóttir, í umferðaróhappi. í gær glöð og kát en í dag ekki leng- ur á meðal okkar. Mig skortir orð til þess að lýsa tilfinningum mín- um, enda eru þær varla í jafnvægi þessa stundina. Minningarnar hrannast upp, þær eru allar á einn Fædd 1. ágúst 1902 Dáin 24. januar 1982 Sunnudaginn 24. janúar síðast- liðinn, undir morgun, lést í sjúkra- húsi í Reykjavík, Gyða Jónsdóttir, Laufásvegi 9, þá orðin 79 ára að aldri. Gyða Jónsdóttir var fædd á Þverfelli 1. ágúst árið 1902, dóttir hjónanna Elisar Jóns Jónssonar, (1869—1922) bónda, og Elinar Þórðardóttur frá Stóra-Fjarðar- horni, Sigurðssonar. Elis Jón Jónsson var sonur Jóns Jónssonar frá Keldudal í Skaga- firði (alþingism., Samsonarsonar) og Elisabetar Hansdóttur frá Syðra Seli á Stokkseyri, síðar í Reykjavík. Elis Jón bjó fyrst í Þrúðardal í Kollafirði og í Dagverðarnesi, en seinast á Ballará á Skarðsströnd, eða frá 1914 til æviloka. Börn þeirra Jóns Jónssonar bónda og Elínar Þórðardóttur eru nú öll látin, en þau voru: Sigríður Guðbjörg er átti Stefán skáld frá Hvítadal, Þórður, smiður, er dó ókvæntur, Magnús bóndi á Ball- ará, Guðrún Hersilía, er átti Sig- urð Eiríksson á Lundi í Mos- fellssveit, Gyða, átti Einar Dag- bjartsson, Elísabet, er átti Odd Jónasson, forstjóra í Glæsi, Ólafía f. k. sama Odds Jónassonar. Þau Elísabet og Magnús bróðir hennar létust bæði á síðasta ári. Elísabet 2. júní, en Magnús síðar á árinu. Lifði því Gyða systkini sín öll, sem er viss reynsla. Sem áður greinir, var Gyða Jónsdóttir fædd á Þverfelli og ólst hún upp í foreldrahúsum með systkinum sínum, en hélt síðar suður til Reykjavíkur, eins og systur hennar gjörðu. Vann hún við ýms störf, og kvæntist ung Einari Dagbjartssyni, sjómanni. Þau áttu ekki börn en einn kjörson átti Gyða, Matthías Einarsson, framkvæmdastjóra í Reykjavík. Hans kona er Kristín Axelsdóttir frá Isafirði. Sambúð þeirra Gyðu og Einars Dagbjartssonar varði ekki lengi. Þau skildu og eftir það bjó Gyða ein. Ég kynntist Gyðu Jónsdóttur, þegar ég var barn að aldri, en El- ísabet systir hennar var kona Odds Jónssonar í Glæsi, sem var móðurbróður minn. Einnig kynnt- ist ég sumu af hennar fólki og féll vel. veg, ljúfar og hlýjar. Við lát henn- ar kemur mér í hug að „þeir sem guðirnir elska deyja ungir". Jónas Hallgrímsson segir í erfi- ljóði um Tómas Sæmundsson við vin sinn „En ég veit að látinn lifir, það er huggun harmi gegn". Ég kveð elskulega skólasystur og bið henni blessunar og votta öllum aðstandendum samúð mína. Kristín Hulda Þegar við heyrðum þá hörmu- legu fregn að elskuleg vinkona okkar, íris Sigmarsdóttir, hefði látist í umferðarslysi, reyndist erfitt að sætta sig við orðinn hlut. Við hefðum viljað getað sagt nokkur huggunarorð við foreldra hennar og systur og Gumma, vin okkar, en þau orð finnast ekki. Við sitjum hér og hugsum til hennar sem ávallt var svo full af lífsgleði og ánægju. Okkur leið alltaf vel í návist hennar og við vorum vinir og skólafélagar í mörg ár. Á þessum tíma kynnt- umst við góðmennsku hennar og samviskusemi, og ef hægt væri að skilgreina hvað er að vera góð Gyða Jónsdóttir byrjaði snemma að vinna fyrir sér. Vann daglaunavinnu og það sem til féll. Hún var vel verki farin, eins og flestir er læra verk í sveitum. Lengstan starfsdag vann hún þó í Efnalauginni Glæsi, mun hafa byrjað þar snemma eftir að Oddur mágur hennar keypti fyrirtækið, og þar vann hún meðan heilsa leyfði. Gyða hafði góða skapgerð. Hafði létta Iund og rétta alvöru. stúlka þá kemur íris efst í huga okkar allra. Við sem erum ung og eigum lífið framundan höfum ekki fyrr en nú skilið hve dýrmætt það líf er. Og ekki vitum við í hvaða röð við kveðjum þennan heim, en einhver verður að vera fyrstur. Þeir sem guðirnir elska deyja ungir. „F.g veit þú fékkst engu. vinur, ráúid um þad, en vissulega hefdi það komid sér betur, að lát þitt hefði ekki borið svo bráðan að. Við bjuggumst við að hitta þig oft í vetur. <)g nú var um seinan að sýna þér allt það traust, sem samferðafólki þínu hingað til láðist að votta þér. I*að virtist svo áslæðulaust að vera að slíku fvrst daglega til þín náðist." (Tómas (iuðmundsson) Við vottum fjölskyldu hennar og unnusta, Guðmundi Rafni, okkar dýpstu samúð. Pía, Ollý, Kata, Soffía, Linda, Kata og Þórunn. Það er svo erfitt að trúa því, að hún íris sé dáin, hún sem alltaf var svo kát og hress. Maður spyr sjálfan sig aftur og aftur: Hvers vegna? En því getur auðvitað eng- inn svarað. Það er þó mikil hugg- un að vita, að henni líður vel þar sem hún nú er. Ég hef þekkt írisi allt mitt líf. Flestar minningar mínar frá því ég var lítil eru tengdar henni. Eins og allir krakkar hugsuðum við mikið um framtíðina og áttum Hún hélt vináttu við heimili mitt meðan foreldrar mínir lifðu og við okkur börnin, þótt fundum bæri nú sjaldnar saman seinustu árin. Það er nú einu sinni svo, að alltof margir hverfa manni í gráa mynd daganna, þegar leiðir hætta að skerast í daglegu lífi. Menn fara með ýmsum hætti gegnum þessa veröld. Og hljóðlát var ganga Gyðu Jónsdóttur gegn- um heimin, þótt eigi væri hún skaplaus manneskja. Og drauma sína tekur hún nú með sér annað, eins og svo margir af hennar kynslóð verða að gjöra. Hún kom í heiminn, þegar ný öld var að ganga í garð; ný von var að opna augun, og nú kveður hún okkur í byrjun árs í tveggja bakka veðri. Þegar við kveðjum vini okkar, rifjast oft upp góðir tímar, ekki síst nú, þegar allar klukkur heims- ins virðast ganga hraðar en þær gjörðu áður. Allir eiga ferð fyrir höndum, en sá sem vel er kvaddur, og eigi skilur eftir mikla skugga mun leiðin greið. Þegar Gyða Jónsdóttir er kvödd, koma mér í hug orð skáldsins, sem sagði: ..Kg á pkki neitt, og oft brestur mig hið daglega brauð. Kn ef ég stend hér um stund á ströndinni, í solskini, eða í skugga skógarins, «‘ða fjallsins veðraða vígi á ég allt, <>g enginn getur tekið það frá mér; mér hefur verið miðlað allri þessari jorð að gjöf.“ Aðstandendum hennar votta ég samúð, en jarðarför hennar verð- ur gjörð frá Dómkirkjunni í dag kl. 10.30. Jónas Guðmundsson okkur stóra drauma. Ég man, að niðri í kjallara hjá Irisi var ófull- gert herbergi, sem kallað var „svarta kompa". Alltaf var niða- myrkur þar inni og okkur fannst herbergið mjög stórt og spenn- andi. Þar ætluðum við Iris að búa þegar við værum orðnar stórar. Vð ætluðum að biðja pabba henn- ar Irisar að gera þar íbúð handa okkur, en einhvern veginn fórst það fyrir. Þegar herbergið loks var frágengið urðum við fyrir gífur- legum vonbrigðum, það var svo miklu minna en við höfðum hald- ið. Það var alltaf gaman að leika sér í kjallaranum hjá Irisi og vor- um við þar mjög oft. Einu sinni datt okkur í hug, að við værum ef til vill upprennandi málarar. Við tókum heldur betur við okkur, klömbruðum saman málaratrön- um og hófum að mála. Síðan, þeg- ar allt var tilbúið og myndirnar komnar upp á vegg, bjuggum við til auglýsingar, sem við hengdum á nokkra ljósastaura í nágrenninu. Heldur fáir lögðu þó leið^sína á þá „málverkasýningu". Ég get ekki stillt mig um að minnast á leikfélagið, sem við íris stofnuðum ásamt tveim öðrum krökkum í götunni. Það hét „Leik- félagið Lyngbrekkusniglar“. Lék- um við frumsamin leikrit fyrir krakkana í nágrenninu. Þetta fé- lag tókum við mjög alvarlega og héldum því gangandi í langan tíma. íris var búningastjóri fé- lagsins ásamt því að vera leikari. Þetta er aðeins brot af öllum þeim skemmtilegu minningum, sem ég á um írisi og mun geyma um aldur og ævi. Allar eru þær þessu líkar, óvanalega bjartar og skemmtilegar. Þar sem Iris var var alltaf gaman að vera. Ég var heppin sem barn að eignast svo trausta og góða vinkonu sem hana. Elsku Gróa, Grétar, Gummi, Brynhildur og Halla, guð styrki ykkur í þessari miklu sorg ykkar. írisi þakka ég fyrir allt. Sigga t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samuö og vináttu viö andlát og útför móöur minnar, tengdamóöur og ömmu, INGIBJARGAR ODDSDÓTTUR, Litlagerði 2. Þórír Þórðarson, Ingibjörg Þ. Þórisdóttir, Valgeröur Þórisdóttir, Magnús Þ. Þórisson, Gunnar Þ. Þórisson. Stella Magnúsdóttir. t Eiginkona mín, dóttlr, tengdadóttir, móölr, tengdamóölr og amma, MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR, Hjaltabakka 12, Reykjavík, sem lóst 29.janúar, verður Jarösungln frá Dómkirkjunnl, föstudag- inn 5. febrúar kl. 13.30. Fyrir hönd systkína og annarra vandamanna, Guðmundur Guðnason, Ólöf K. Jónsdóttir, Guðmundur K. Arnmundsson, Ólöf K. Arnmundsdóttir, Ingveldur R. Arnmundsdóttir, Jónas Arnmundsson, Ása K. Arnmundsdóttir, Svanhildur Arnmundsdóttir, María Guðmundsdóttir. Erna Sigurjónsdóttir, Marínó Jónsson, t Þökkum auösýnda samúö og vinsemd viö andlát og útför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, MAGNÚSARJÓHANNSSONAR, fyrrum bónda, Uppsölum, Eiðaþinghá. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki Sjúkrahús- inu Egilsstööum. Jóhann Magnússon, Ingveldur Magnúsdóttir, Asmundur Magnússon, Matthildur Magnúsdóttir, Þorsteinn B. Magnússon, Þórleif S. Magnúsdóttir, Jóhanna Magnúsdóttir, Jónas H. Magnússon, Ástráður H. Magnússon Guðlaug Þórhallsdóttir, Ágúst H. Pétursson, Svanhvit Einarsson, Kristján Jónsson, Karitas Bjargmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Gunnar Theodórsson, Ásta Jónsdóttir, Sigrún Einarsdóttir, + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu. SIGRÚNAR ÞÓRDARDÓTTUR, Grænuhlíö 17. Einar Jónsson, Jón Reynir Einarsson. Jóhann Þór Einarsson, Siguröur Einarsson, Sigríður Einarsdóttir, Brandur Einarsson, Einar Einarsson, og barnabörn. Margrét Ólafsdóttir, Hildur Skarphéöinsdóttir, Ágúst Ágústsson, t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og jaröarför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, JÓDÍSAR PÁLSDÓTTUR. Sérstaklega þökkum viö starfsfólki Elliheimilisins Grundar fyrir góöa umönnun síöustu árin. Gunnar Þorsteinsson, Helga Þorsteinsdóttir, Theodór Friöriksson, Hólmfríður Þorsteinsdóttir, Óskar Jónsson, Jódís Þorsteinsdóttir, Jón Nielsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þakka innilega auösýnda samúö viö andlát og útför eiginmanns míns, BERGS HALLGRÍMSSONAR. Fanney Ingjaldsdóttir. Tilkynning frá Grænmetisverzlun landbúnaöarins Vegna jaröarfarar Þorgils Steinþórssonar, fyrrver- andi skrifstofustjóra, verður fyrirtækið lokað föstu- daginn 5. febrúar frá kl. 1 eftir hádegi. Grænmetisverzlun landbúnaðarins Gyða Jónsdóttir Minningarorð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.