Morgunblaðið - 04.02.1982, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 04.02.1982, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1982 39 fclk í fréttum Wajda í faðmi f jölskyldunnar? Kvikmyndaáhugamenn íslenskir segja nú hver í kapp viö annan, aö hinn stórfrægi maöur Andrzej Wajda fari annaðhvort huldu höföi í heima- landi sínu, ellegar hann sitji á bakvið lás og slá. Það kann svo sem rétt aö vera, en hér á borðinu hjá okkur í Fólk í fréttum hefur nú legið í nokkra daga úrklippa úr dönsku blaði frá 25. janúar og þar segir Zanussi, hinn frægi leikstjóri í pólskri kvikmynda- gerð, að hann hafi undir höndum bréf frá vini sínum, Wajda, þar sem hann segist vera laus úr fangelsi og dvelji nú með fjölskyldu sinni á heimili sínu. Þetta er haft eftir Zanussi þann 25. janúar síðastliðinn og ef þetta er rétt, þá var Wajda semsé kominn heim í faðm fjölskyldunnar áður en íslenskir spekingar í kvikmyndalist fóru í sjón- varp og tilkynntu að enginn vissi neitt um Wajda. Zanussi var fyrir til- viljun staddur erlendis, er herinn tók völdin í sínar hendur í Póllandi og ræddi hiö danska blað við hann í Manilla á Filippseyjum. Hann heldur því fram að Jaruzelski hafi ekki viljað gera Wajda að píslarvotti, en nýjasta mynd Wajda, „Járnmaðurinn", er mikil ádeila á kerfið. Hún mun verða sýnd nú á kvikmyndahátíð hér í Reykjavík ... Matvælin * i hendur þurfandi + Utum allan hinn vest- ræna heim er nú safnað til hjálpar þurfandi fólki í Pól- landi: peningum, matvæl- um, hlýjum klæðum o.s.frv. Mynd þessi var tekin í miðj- um janúarmánuði sl. af Pólverja einum takandi við matargjöfum erlendis frá, sem pólski Rauöi krossinn hafði dreift um hverfi Var- sjár... stúlkunum og eftir Ollum sólar- merkjum að dæma verður hann hetjan í næstu stóru ástarsög- unni... + James Ogilvy verður átján vetra nú í febrúar og segir ekki í heimild okkar, hinu breska blaði, hverra manna hann er — nema hann þyk- ir einn hinn laglegasti í konungs- fjölskyldunni. Hann er náinn vin- ur Kdwards prins og er öruggur i fasi og aldrei feiminn en þó hygg- inn. Semsé, allir möguleikar á þvi að honum takist að næla sér i gott + Systir James er Marina og þykir mjög aðlaðandi, en einörð í skapi, þótt hún sé ekki nema tæpra sex- tán vetra. Spekingar segja, að hún verði mjög falleg kona og hún fer oft í útreiðartúra, er sundkona ágæt, og svo er hún mjög list- hneigð. Oftlega situr hún daglangt við píanóið og spilar klassíska tónlist og einnig þykir hún listmál- ari efnilegur. Þá sló hún í gegn í skólaleikritinu fyrir tveimur ár- um, en þar sem hún er ekki sextán ennþá, þá er ekki liklegt að hún ÆTTFRÆÐI + Hér á síðunni á þriðjudag var sagt lítillega af yngri kynslóðinni í konungsfjölskyldunni bresku. Þar var meðal annars minnst á Jam- es og Marinu Ogilvy og tekið fram að oss væri ekki kunnugt um, hvernig þau systkin tengdust konungsfjölskyldunni. Nú hefur kona ein íslensk, sem er vel heima í ætt- fræði konungsfjölskyldunnar, haft samband við okkur og upplýst allt um málið. Konan sagði aö þau systkin væru börn Alexöndru, sem hefði verið systir hertogans af Kent, sem þá var, en hann mun hafa farist í flug- slysi á stríösárunum á leið til íslands. Er þessum fróðleik hér með komið á fram- færi... Ronald Reagan þungt hugsi — enda maður- inn að semja mikil- væga ræðu í sumar- húsi forsetans viö Camp David. Félagsmálaskóli alþýou 1. önn 28. febrúar — 13. mars. Vegna mikillar aösóknar að 1. önn, sem hefst 14. febrú- ar nk. hefur stjórn MFA ákveöiö aö halda 1. önn dagana 28. febrúar — 13. mars nk. Námsefni m.a.: Félags- og fundarstörf, ræðumennska, framsögn, hópefli, vinnu- réttur, vinnuvernd, skipulag, stefna og starfshættir ASÍ, saga verkalýðshreyfingarinnar, vísitölur og kjararann- sóknir. Auk þess menningardagskrár og listkynningar. Aðeins félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eiga rétt á skóla- vist. Hámarksfjöldi á önninni er 24 þátttakendur. Umsókn um skóiavist þarf að berast skrifstofu MFA Grensásvegi 16, s. 84233 fyrir 25. febrúar. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu MFA, sími 84233. Menningar- og fræðslusamband alþýðu. dppkz Apple-tölvu- og forritakynning kl. 4-6 Fimmtud. 4. febrúar: Launaforrit Ótrúlega fullkomið. Föstud. 5. febrúar: Visi Calc — Visiplot Forrit sem reiknar stór dæmi á sekúndum, sem tæki þig daga eða vikur. Tilvalið fyrir áætlanagerð. Mánud. 8. febrúar: Fjárhagsbókhald Rúsínan í þylsuendanum. Þriðjud. 9. febrúar: Visi Calc — Visiplot Forrit sem reiknar stór dæmi á sekúndum, sem tæki þig daga eöa vikur. Tilvalið fyrir áætlanagerð. Miðvikud. 10. febrúar: Lagerbókhald Fyrir þá sem vilja hafa allt á hreinu. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Vinsamlega mætið tímanlega. X

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.