Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 52. tbl. 69. árg. ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Leynifundur æðstu manna Samstöðu í síðustu viku Varsjá, 8. mars. AP. ÞEIR ædstu manna Samstöðu, sem enn ganga lausir, komu saman til fundar utan Varsjár í síðustu viku að því áreiðanlegar heimildir herma. Ekki var hægt að fá upplýst hvar fundurinn var haldinn, eða hverjir sóttu hann, utan hvað tekið var fram, að fundarmenn hefðu verið 107 talsins. Starfsemi Samstöðu hefur að mestu verið lömuð frá því herlög gengu í gildi í landinu. Á fundin- um var m.a. rætt um það að efna til fundar með yfirvöldum með því skilyrði þó, að Lech Walesa, sem enn er í stofufangelsi, sæti hann. Hópur 100 stúdenta efndi í dag til minningarathafnar í Varsjá. Lögðu þeir blómsveig að minn- ingarskildi um stúdentaóeirðirnar 1968. Þau mótmæli urðu vegna þess að sýningum á leikriti frægs pólsks skálds, Adam Mickiewicz, var hætt þar sem stúdentarnir höfðu fagnað andsovéskum að- gerðum. Stúdentahópar í Kraká, Gdansk, Lodz, Lublin og Wroclaw sýndu síðar samstöðu sína í verki. Að sögn dómsmálaráðherrans, Sylwester Zawadzki, eru enn 3953 í haldi í 25 fangelsum. Hefur föng- um fækkað um rúmlega hundrað síðan í febrúarlok. Ráðherrann upplýsti ennfremur, að 17 um- sóknir hefðu borist frá föngum um leyfi til að fara úr landi. Hafa yf- irvöld boðið þeim, sem vilja yfir- gefa landið, vegabréf. Boð þetta kemur til af því að yfirvöld telja það vera „mannúðlegustu leiðina til að einangra hlutaðeigandi og verja hagsmuni ríkisins“. Jóhannes Páll páfi II þakkaði í dag sendinefnd 20 bandarískra þingmanna fyrir samstöðu þeirra með pólskum almenningi. Sagði páfi sendiför þeirra hafa verið af- ar mikilvæga og þjóð þeirra til sóma. I bréfi, sem páfi sendi af þessu tilefni, sagði hann m.a. að sendinefndin myndi vafalítið hafa orðið margs vísari og gæti frætt þjóð sína um raunverulegt ástand mála í Póllandi. Nú er talið að fyrirhuguð heim- sókn páfa til heimalandsins geti seinkað. Ætlaði hann að fara til Póllands í ágúst, en eftir því, sem fregnir herma vilja yfirmenn pólsku kirkjunnar fresta heim- sókninni þar til herlögum verður aflétt. Eiginkona Lech Walesa hefur skýrt frá því að hann muni fá leyfi til að vera viðstaddur skírn yngsta barns þeirra eftir tvær vikur. „Við munum dvelja saman í Gdansk um páskana," sagði hún í samtali við fréttamann AP. Hún lét þess ekki getið hvort Walesa yrði sleppt lausum um stundarsakir eða fyrir fullt og allt. Viðbrögð yfirvalda við þessum ummælum eru óljós, en hingað til hefur ekki verið vitað til þess að Walesa yrði sleppt. Laker stofnar nýtt flugfélag London, 8. marz. Al*. SIR FREDDIE Laker greindi frá því um helgina, að hann hefði í hyggju að stofna nýtt flugfélag í stað þess sem varð gjaldþrota. Sir Freddie sagði að nýja fé- lagið myndi aðeins hafa í þjón- ustu sinni fimm vélar, að minnsta kosti til að byrja með og 770 starfsmenn, samanbor- ið við 13 vélar og 2795 í hinu fyrra fyrirtæki. Times skýrði frá því að Lak- er væri með öllu horfinn frá þeirri fargjaldastefnu sem hann fylgdi og myndi hann jafnvel sækja um IÁTA-aðild. Frá kosningunum í Guatemala. Myndin er tekin á sunnudagsmorgun og sýnir hvar þúsundir kjósenda bíða eftir því að komast að kjörborðinu til að greiða frambjóðendunum fjórum í forsetakosningunum atkvæði sitt. Hershöfðingi efstur í kosningum í Guatemala (>uat(‘mala, 8. mar.s. AP. ÍIRSLIT í forsetakosningunum í Guatemala lágu enn ekki fyrir seint í gærkvöldi, en frambjóðandi ríkj- andi herforingjastjórnar hafði for ystuna. Af þeim atkvæðum, sem talin höfðu verið, hafði Angel Anibal Guevara, hershöfðingi, hlotið 37%. Sá, sem næstur honum kom var Mario Sandoval Alarcon, með 27% atkvæða. Guevara nýtur stuðnings herforingjastjórnarinn- ar í landinu. Hinir frambjóðendurnir hafa allir lýst því yfir, að þeir muni kæra kosningarnar á grundvelli kosningasvika og rangra upplýs- inga. Alejandro Maldonado Agu- irre, einn frambjóðendanna fjög- urra, heldur því fram, að yfirvöld haldi leyndum upplýsingum um niðurstöður í öruggustu kjördæm- um hans til þess að láta svo líta út, sem Guevara hafi örugga forystu. Tölur um kjörsókn liggja ekki fyrir. Talið var að innan við ein milljón þeirra 2,3 milljóna, sem á kjörskrá voru, myndi neyta at- kvæðisréttar síns. Fái enginn frambjóðendanna meira en 50% atkvæða kemur það í hlut þingsins að velja á milli tveggja efstu manna í kosningunum. Segjast hafa verið beittir harðræði Veróna, 8. mars. AP. RÉTTARHÖLI) gegn 16 meðlimum Rauðu herdeildanna hófust í Veróna í dag. Eru þeir sakaðir um hlutdeild í ráninu á James L. Dozier hershöfðingja. Einn hinna fimm sýndi frétta- Aðeins sjö hinna ákærðu voru í réttarsalnum þegar yfirheyrslur hófust. Átta ganga enn lausir, en málsókn gegn þeim fer fram að þeim fjarstöddum. Einn sakborn- inganna, sem var sakaður um að aka bíl sem var notaður í sam- bandi við ránið, nýtti rétt sinn til að vera ekki viðstaddur réttarhöld- in. Hinir ákærðu eiga yfir höfði sér 30 ára fangelsisdóm verði þeir sek- ir fundnir. Tveir sjömenninganna hafa alfarið neitað að ræða við dómarana. mönnum sár á hendi. Segist hann hafa fengið það vegna pyntinga. Kvaðst hann mundu fletta sig klæðum ef hann gæti til að sýna fréttamönnum ör sem hann hafi fengið vegna raflosts. Hinir ákærðu hafa lagt fram sex síðna kæruskjal þar sem þeir segj- ast hafa verið beittir ofbeldi við yfirheyrslur. Var samþykkt að láta þá gangast undir læknisskoðun til að sannreyna hvað rétt væri í stað- hæfingum þeirra. Lægsta gullverð í 2V2 ár í Evrópu London, 8. mars. AP. GIILLVERÐ var la'gra í Evrópu í dag en það hefur verið í tvö og hálft ár. Vcgna mikils samdráttar hjá olíuframleiðsluríkjum að undannirnu hafa þau selt gull í stórum stfl. Þá hafa Sovétmenn einnig selt mikið gull til að fjármagna kaup á korni. Gullúnsan var í dag skráð á 325,63 dollara við lokun í Lundúnum. Er það rúmlega 16 dollara lækkun frá því á föstudag. Verðhrunið var ekki alveg eins mikið í Zurich. Þar lækkaði verð á gulli um 10 dollara únsan frá því á föstudag. Gullverð hefur nú lækkað um 50 dollara undanfarnar fjórar vikur. Staða dollarans var óljós, en hann hafði lækkað gagnvart flestum sterkari gjaldmiðlunum. Jafnvel hafði verið búist við enn meiri lækk- un dollarans, en raun varð á. Gjaldeyrisviðskipti voru með ró- legasta móti í Evrópu. Fundum hætt í Madrid Madrid, 8. mars. AP. EFTIR 57 klukkustunda „kaffihlé" komust fulltrúar landanna 35 á ör yggismálaráðstefnu Evrópu að sam- komulagi í dag um að fresta frekari fundahöldum til 9. nóvember nk. Var sú ákvörðun tekin með hliðsjón af atburðunum í Póllandi. Það voru fulltrúar Vesturlanda sem kröfðust þess að ráðstefnunni yrði frestað þar sem fundahöld hefðu enga þýðingu á meðan her- lög væru í gildi í Póllandi. „Það var nauðsynlegt að koma Sovétmönnum í skilning um að ekki væri hægt að halda ráðstefn- unni áfram eins og ekkert hefði í skorist á sama tíma og herlög giltu í Póllandi," var haft eftir einum talsmanna Vesturlanda á ráðstefn- unni. Öryggismálaráðstefnan hefur ekki komist að nokkurri niður- stöðu frá því hún kom saman á ný. Stirðleiki í samskiptum austurs og vesturs hefur gert það að verkum, að ekki hefur náðst samkomulag um eitt einasta atriði. Því var talið tilgangslaust að halda fundum áfram. Hafréttarrádstefnan: Einhugur rfkja þriðja neimsins New Vork, H.mars. AP. FI'LI.TRI AR ríkja þriðja heimsins héldu því fram í dag, að ef Bandaríkjame, samþvkktu ekki inntak hafréttarsáttmálans myndu ríkisstjórnir þeirra samþykkja hann án Bandaríkjamanna. Voru þetta viðbrögð fulltrúanna við kröfum Bandaríkjamanna um gerbreytt ákvæði í tengslum við auð- lindavinnslu á hafsbotni. Reynt hef- ur verið að komast að samkomulagi um þann þátt hafréttarsáttmálans allt frá árinu 1973, en án árangurs. Forseti ráðstefnunnar, Tommy Koh frá Singapore, tjáði frétta- mönnum að reynt yrði með öllum tiltækum ráðum að fá Bandaríkja- menn til að samþykkja innihald sáttmálans. Tækist það hins vegar ekki myndu fulltrúar ríkja þriðja heimsins, sem eru um 120 talsins, fylgja settum reglum og samþykkja hann þótt Bandaríkjamenn legðu ekki blessun sína yfir hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.