Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1982 u Fjáröflun til sjúkrastöðvar SÁÁ: Stendur eða fell ur með viðtok- um almennings - segir framkvæmdastjóri samtakanna Happdrættismiðar sendir til 72 þús. kvenna „í ÞESSU mikilvæga máli verðum við algjörlega að treysta á góðar viðtökur almennings, ríki og sveitarfélög verða að vísu einnig vin- samleg að því að við vonum, en það sem gera mun útslagið er hvaða móttökur happdrættið fær hjá öllum almenningi,“ sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri SAA, í samtali við Morgunblað- ið í gær. En samtökin efna nú þessa dagana til landshappdrættis tii fjáröflunar fyrir nýja sjúkrastöð SÁÁ, sem rísa á í Grafarvogi í Reykjavík á þessu ári. Auk þess sem Vilhjálmur kvaðst vona að almenningur tæki erindi samtakanna vel málstaðarins vegna, sagði hann vinninga í happdrættinu vera óvenju glæsilega, níu fólksbif- reiðar, að heildarverðmæti 1,3 milljónir nýkróna, stærsta bílahapp- drætti sem sögur fara af hérlendis, sagði Vilhjálmur. hjálmur ennfremur. Sjúklingar dvelja yfirleitt 7 til 10 daga á sjúkrastöð Samtakanna, og nauðsynlegt er talið að hafa hana í námunda við heilbrigðis- kerfi Reykjavíkur, en eftirmeð- ferðarstöðvar verða áfram á Sogni í Ölfusi og Hjarðarfelli í Dölum, sagði Vilhjálmur. Sagði hann langa biðlista vera að sjúkrastöð- inni, ný 60 rúma stöð myndi varla bæta þar endanlega úr, en þó bæta ástandið verulega frá því sem nú er. Að sögn Hendriks Berndsen eru að meðaltali milli 30 og 140 manns á biðlista eftir meðferð hjá Samtökunum. Áætlaður bygging- arkostnaður við hina nýju sjúkra- stöð er um 10 milljónir nýkróna. Ingimar Haukur Ingimarsson arkitekt mun teikna húsið. „Þessi söfnun er að mínu mati prófsteinn á mátt frjálsra félaga- samtaka í landinu," sagði Vil- hjálmur að lokum. „Gífurleg þörf er fyrir starfsemi af þessu tagi hér á landi, og má t.d. benda á að á undanförnum árum hafa um 4000 manns farið í gegnum sjúkrastöð okkar. Starfsemi þessi hefur vakið athygli erlendis, t.d. hjá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni, og slíkt er okkur hvatning. Við vitum hins vegar einnig að mun meira þarf að gera, og það stefnir til dæmis í þörf fyrir sérstaka með- ferðarstöð fyrir fólk á aldrinum 12 til 18 ára, enda eru mörg dæmi þess að fólk hér á landi á við áfengisvandamál að stríða allt frá 12,13 ára aldri.“ Alls hafa nú verið póstlagðir um 72 þúsund happdrættismiðar, og eru viðtakendur konur um allt land. „Ástæða þess að við sendum konum þessa miða er sú,“ sagði Hendrik Berndsen í stjórn SÁÁ, „að við teljum líklegt að þær taki erindi okkar betur en karlar, og að staðreynd er að konur fá mun færri bréf í pósti en karlar. — Happdrættismiðarnir ættu því síður að týnast í flóði gluggabréfa, sem körlum berast," sagði Hend- rik í samtali við Mbl. í gær. Hver miði kostar 45 krónur, en vinn- ingarnir, sem samtals eru að verð- mæti 1.275.500 krónur, eru sjö Mitsubishi Colt, Saab Turbo og ein Opel Ascona-bifreið. Auk hinna 72 þúsund kvenna sem fá heimsenda miða, er ætlunin að selja miða til fyrirtækja og um 30 þúsund miðar verða seldir í lausasölu. Happdrættið á sem fyrr segir að fjármagna að verulegu leyti nýja sjúkrastöð SÁÁ, sem á að leysa stöðina að Silungapolli af hólmi, en húsnæði er þar gamalt og ófull- nægjandi, auk þess sem nálægð við vatnsból Reykvíkinga gerir mengunarhættu mikla við svo fjölmenna starfsemi, sagði Vil- hjálmur. Við leituðum því eftir nýrri lóð innan borgarlandsins, og fengum hana á síðasta ári, við sunnanverðan Grafarvog. Stefnt er að því að hún taki um 60 manns í einu, og framkvæmdir eiga að hefjast í maí, gangi allt að óskum, og sjúkrastöðin á að verða full- búin í lok þessa árs, sagði Vil- Aðalfundur Félags áhuga- fólks um tölvuendurskoðun Tryggvi Jónsson, formaður fé- lagsins, sagði í samtali við Mbl., að allt áhugafólk um tölvuend- urskoðun væri velkomið á fund- inn, sem væri kjörið tækifæri til að kynnast starfsemi félagsins. AÐALFUNDUR Félags áhuga- manna um tölvuendurskodun verður haldinn miðvikudaginn lO.marz nk. í fundarsal Iðnaðarbanka íslands við Lækjargötu og hefst hann klukk an 20.30. þaö er staöreynd. aö sumir hlutir eru betri en aörir Ö jí4 <V*» *»’»< 'vM’M. ■ i ni m SH ARP iWS) GASSt TTEV fl£CO°0€fi WS g;'ír III I SHARP myndsegulbandið byggir á háþróaðri japanskri örtölvutækni og árangurinn er líka eftir því — myndsegulband sem ekki á sinn líka í myndgæðum og c tækninýjungum. 7-7-7 SKOÐUN: SHARP myndsegulbandið er sjálfvirkt og framhlaöið lárétt, nokkuð sem er stór kostur þegar varna þarf rykf og óhreinindum að setjast á viðkvæman tæknibúnað. UPPTÖKUR/PROGRAMMINNI: Með stillingu getur tækið tekið upp 7 þætti frá 7 mismunandi stöðvum á allt að 7 dögum fram i timann. Tækið kveikir og slekkur á sér sjálft. D Tækið getur fundið strax nákvæmlega það atriði á filmunni sem þú ætlar að skoða, „frystir" filmuna eða sýnir i hægagangi, jafnvel mynd fyrir mynd — eykur hraðann, spólar til baka eða áfram. HLJÓMTÆKJADEILD HLJÓMTÆKJADEILD KARNABÆR HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 Ævintýraleg kjör: Verö aöeins kr. 23.100 m/fjarstýringu. Útborgun kr. 5000,- eftirstöövar á 8 mánuöum 4 Ritsafn Guðmundar Danielssonar Ritsafn Guðmundar Daníelssonar er 10 bækur. Öll verkin eru frá. árunum 1948-1970 og sum þeirra hafa verið ófáanleg um hríð. í ritsafninu eru skáldsögumar Blindingsleikur, Musteri óttans, Hrafnhetta, Húsið, Turninn og teningurinn. Sonur minn Sinfjötli og Spítalasaga, skáldverk utanflokka í bókmenntunum. Einnig ferðasagan Á langferðaleiðum, veiðisagan Lands- hornamenn - sönn saga í há-dúr og smásagnasafnið Tapað stríð. Viðfangsefnin eru margvísleg og tekin fjölbreytilegum tökum, en þróttmikill stíll og hröð og lifandi frásögn eru samkenni á öllum verkum Guðmundar Daníelssonar. Ritsafninu fylgir eliefta bindið með ritgerð dr. Eysteins Sigurðssonar um verk Guðmundar; og skrá um útgáfur, ritdóma og heimildir þeirra, sem Olafur Pálmason hefur tekið saman. Góð bókmenntaverk í vönduðum búningi. Guðmundur Daníelsson, frásagnameistari Í48 ár. lögberg Bókafbrlag Þingholtsstræti 3, simi: 21960

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.