Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1982 Laufey Lilliendahl Selfossi - Minning Fædd 31. maí 1902 I)áin 21. febrúar 1982 Það fer ekki hjá því þegar mað- ur fær að lifa lengi, að frá manni hverfi, yfir móðuna miklu, vinir og vinnufélagar, sem eftirsjá er að, Laufey Lilliendahl er ein af þeim. flún andaðist 21. febrúar sl. í mínu minni var hún athyglis- verð kona, enda kynnin löng og góð. Frá því að foreldrar hennar, Agústa og Carl Lilliendahl, fluttu frá Vopnafirði hingað til Akureyr- ar með öll börnin, þá ung, og þar til Laufey giftist sínum ágæta manni, Einari Pálssyni, síðar úti- bússtjóra Landsbanka Islands á Selfossi, vorum við nágrannar. Síðar vorum við saman í Gagn- fræðaskólanum hér á Akureyri, þó ekki í sama bekk, og svo unnum við báðar sem talsímakonur við Landsímastöðina hér, á sama tíma. Þegar ég lít um öxl, get ég ekki komið auga á nokkurn skugga í samveru okkar Laufeyjar, þvert á móti finnst mér ég hafa margt að þakka henni og reyndar allri fjöl- skyldu hennar. Allir bræður henn- ar þrír, þeir Theodór, Jónas og Alfred, voru símritarar við Land- símastöðina hér. Það voru engin vandræði að lynda við allt þetta fólk. Þeir eru nú allir látnir. Á mínum unglingsárum vann ég verslunar- og skrifstofustörf þar sem Carl Lilliendahl, faðir Lauf- eyjar, var húsbóndi minn. Betri húsbónda var vart hægt að hugsa sér. Alltaf kurteis, tillitssamur og ljúfur. Þá má ég ekki gleyma Ágústu, móður Laufeyjar, sem oft kom og stytti mér stundir þegar ég lá veik í nokkrar vikur á yngri árum. Hún var svo skemmtileg, að ég veltist um af hlátri í rúmi mínu. Þegar ég hóf vinnu á símstöð- inni var Laufey þar fyrir. Hún tók mér sem vænta mátti yndislega vel. Þegar ég var búin að vera þar í mánuði sagði einhver við mig: „Ætlar þú ekki að fara að læra morse-stafrófið, svo þú getir sent símskeytin til smástöðvanna í um- dæminu?" „Hvernig á ég að fara að því?“ spurði ég. Þá var það Laufey, sem svaraði mér, sagðist skyldi kenna mér að lesa úr morse-letrinu. Hún kenndi mér svo vel, að það urðu engin vand- ræði úr þessu. Guðrún Þórðar- dóttir - Minning Laufey var gæfukona, það heyrði ég oft á henni. Hún átti indælan mann, sem hún kunni vel að meta, börnin hennar reyndust henni mjög vel. Þau eru: Gestur, ljósmyndari, Ágústa, stúdent og kennari, gift Guðjóni Styrkársyni, hrl. og Páll, vélstjóri. Við hjónin sendum börnum hennar, tengdasyni og barnabörn- um innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Laufeyjar. Fanney Guðmundsdóttir Fædd 8. apríl 1908 Dáin 2. marz 1982 Við andlát Guðrúnar Þórðar- dóttur finn ég mig knúna til að festa á blað nokkur orð, sem þakklætisvott til hennar og manns hennar, Jóns Matthíassonar, sem lést fyrir um það bil ári. Guðrún var fædd í Holti á Barðaströnd, 8. apríl 1908, dóttir hjónanna Ingibjargar Elíasdóttur og Þórðar Marteinssonar. Ung giftist Guðrún Marteini Gíslasyni frá Siglunesi, en missti hann af slysförum árið 1941. Fjögur af fimm börnum þeirra komust til fullorðins ára, en þau eru: Hall- dóra, nú látin, Þórdís, Þórður og Nói. Árið 1953 giftist Guðrún seinni manni sínum, Jóni Matthíassyni, og bjuggu þau um tíma í Flatey á Breiðafirði þar sem dóttir þeirra, Lilja, fæddist. I Flatey kynntist ég þeim hjónum og var Lilja leiksyst- ir dætra minna. Atvikin höguðu því þannig til að undanfarin 20 ár hef ég búið í nágrenni við þau hjónin, en þar höfðu þau búið sér notalegt heimili í litlu húsi við + Kona mín. FJÓLA DAHL, fasdd SIGURJÓNSDÓTTIR, Elbagade 10, 2. I.V., Kaupmannahöfn, 2300, lézt 5. marz. Jaröarförin fer fram 9. marz. Paul Dahl. + SIGURVEIG BJORNSDÓTTIR frá Grjótnesi, lézt á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, laugardaginn 6. marz. Jaröarförin ákveöin siöar. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Svanhvít Friöriksdóttir, Stefán Björnsson. 1 Bróöir minn, GUÐMUNDUR MAGNÚSSON, Háageröi 27, andaöist i Borgarspítalanum, föstudaginn 5. mars. Fyrir hönd vandamanna, Rannveig Magnúadóttir. + Systir okkar, SIGRÍÐUR BRYNJÓLFSDÓTTIR, fyrrv. bankafulltrúi, Rauöarárstíg 7, andaöist 7. marz. Katrín S. Brynjólfsdóttir, Gísli Brynjólfsaon. + t ELSA GUÐMUNDSSON, til heimilis að Grettisgötu 96, lést sunnudaginn 7. mars. Kristinn Guómundsson, Eiginkona mín, móöir, tengdamóöir, amma og langamma, METTA EINARSDÓTTIR, Huldulandi 18, andaöist í Landspitalanum 5. þ.m. Jóhannes Guömundsson, Helgi Scheving Jóhannesson, Lára Kristinsdóttir, Nína Oddsdóttir, Guöni Vilmundarson, Vilhjálmur Arnarson, Brynhildur Björnsdóttir, Anni Hedemark Pedersen. r T Móöir okkar og tengdamóöir. + Eiginmaöur, sonur og faöir okkar, GUÐNI KRISTINN HÁKONARSON, Otrateigi 42, iþróttakennari, Espigeröi 2, andaöist aöfaranótt 6. marz sl. Fyrir hönd aöstandenda, Jóna Elfa Jónsdóttir, Grótar Tryggvason, Brynjólfur Jónsson, Sigríður Guömundsdóttir. lést 8. marz. Edda Kaaber, Helga Guónadóttir, Garöar Guönason, Kristín Guðnadóttir. + Þökkum öllum þeim fjölmörgu sem auösýndu okkur samúö og hluttekningu viö andlát og útför mannsins mins, fööur og tengda- sonar, PÁLS JÓNSSONAR, Hverfisgötu 13, Siglufiröi. Sigurlaug Sveinsdóttir frá Steinaflötum, Rannveig Pálsdóttir, Siguröur Fanndal. + GUDRÍOUR BJÖRNSDÓTTIR, Háaleitisbraut 81, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju á morgun, þriöjudaginn 10. mars kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Ólafur H. Jónsson, Steinunn Pálsdóttir, Guðrún B. Ólafsdóttir, Anna M. Ólafsdóttir, Herþrúöur Ólafsdóttir, Steinunn Þ. Ólafsdóttir, Siguröur Geirsson, Ásta Jenný Siguröardóttir. + Innilega þökkum viö auösýnda samúö við andlát og jaröarför VILBORGAR ODDSDÓTTUR frá Nýjabœ, Bólstaöarhlíö 46. Fyrir hönd allra vandamanna, Sigurbjörg Benediktsdóttir, Ingvaldur Benediktsson. Bjarnhólastíg í Kópavogi. Það sannaðist á þeim að þar sem hjartarýmið er nóg skortir ekki húsplássið. Um það get ég vitnað af eigin raun. Mér voru þau sannir vinir. En eins og svo oft sannaðist það hér að það er marklaust að minnast þess nú þegar moldin er yfir þig breidd. — „Eg átti þér ógoldna skuld, aldrei verður hún greidd." Að leiðarlokum bið ég þessum látnu vinum mínum góðrar heim- komu og blessunar Guðs. B.Á. Birting afmœlis- og minningar- greina ATIIYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendi- bréfsformi. Þess skal einnig get- ið, af marggefnu tilefni, að frum- ort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Mosfellssveit: Samkoma í Lágafells- kirkju í kvöld KIRKJUVIKA hófst í Mosfells- sveit á sunnudaginn með æsku- lýðsguðsþjónustu í Lágafells- kirkju. Þar komu fram félagar úr æskulýðsfélagi sóknarinnar og sungu æskusöngva. Tvær stúlkur lásu ritgerðir sínar um málefni aldraðra, en það var einmitt efni þessa æskulýðsdags. Fjölmenni var við athöfnina. I kvöld verður samkoma í Lágafellskirkju sem hefst kl. 20.30. Þar verður á boðstólum fjölbreytt tónlist. John Spade, enskur baritónsöngvari syngur, Kirkjukór Lágafellssóknar flyt- ur nokkur verk undir stjórn Smára Ólasonar og lúðrasveit mun leika undir stjórn Birgis D. Sveinssonar. Ræðu kvöldsins flytur Egill J. Stardal sagnfræð- ingur. Öldruðu fólki er sérstak- lega boðið til þessarar samkomu og er vænst góðrar aðsóknar. Þetta kvöld ber það einnig til tíðinda, að Lágafellskirkju verð- ur fært að gjöf listaverk eftir frú Vigdísi Kristjánsdóttur, en hún er látin, eins og kunnugt er. Listaverkið er ofið veggteppi, er ber nafnið „Vetrarbrautin", en hún lét svo fyrir mælt, áður en hún lést, að þetta teppi skyldi fært Lágafellskirkju að gjöf. Aðstandendur Vigdísar munu afhenda gjöfina á kirkjukvöld- inu, en mikill fengur er að hinu fagra listaverki og verður ugg- laust mikið augnayndi fyrir kirkjugesti í framtíðinni. Á fimmtudagskvöld mun svo dagskráin verða endurtekin að Reykjalundi með þeirri breyt- ingu að þar mun Elísabet Erl- ingsdóttir syngja. Er það ný- breytni varðandi hina árlegu kirkjuviku í Mosfellssveit að fara með dagskrána út fyrir hinn venjulega vettvang og varð Reykjalundur fyrir valinu. (l'rétutilkynning.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.