Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1982 39 Fræðsluráð: Vogaskóli rekinn áfram með öllum aldursárgöngum FRÆÐSLURÁÐ Reykjavíkur sam- þykkti í gær tillögu, sem Kristján J. Gunnarsson, fræðslustjóri og Guð- mundur Guðbrandsson, skólastjóri, höfðu unnið um rekstur skólans á næsta ári, sem er meira í samræmi við fjárveitingar til hans lögum sam- kvæmt en verið hefur. í þeirri tillögu er gert ráð fyrir því að aldursflokkur verði í einni bekkjardeild, ef nem- endur eru ekki fleiri en 30. Vegna óhagstæðrar skiftingar í aldurs- flokka má húast við að í bekkjum verði allt frá 16 nemendum í 4 bekkjum og upp í 30 í einum. Var tillagan samþykkt með 6 atkvæðum gegn I atkvæði. Verða þannig allir nemendur úr hverfinu áfram í skól- anum næsta vetur. Bragi Jósepsson, fulltrúi Al- þýðuflokksins, gerði svo grein fyrir mótatkvæði sínu: Ég tel mik- ilvægt að íbúar einstakra borg- arhverfa fái að ráða miklu um þróun og skipulag viðkomandi skóla. Ég er mótfallinn þvíað nem- endum í grunnskólum Reykjavík- ur sé stokkað upp vegna fjölgunar eða fækkunar í hverfunum, en tel aftur á móti að eðlilegt sé, að gera nauðsynlegar breytingar á rekstri einstakra skóla án þess að færa nemendur milli hverfa eða með því að leggja niður heila bekki eða jafnvel heila skóla. Ég tel því ekki rétt að samþykkja breytingu sem lögð er til. Ég tel að kostur A sé aðgengilegri. Vegna orða Braga, bókuðu aðrir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Al- þýðubandalags og Framsóknar- flokks: Vegna bókunar Braga Jós- epssonar viljum við taka fram að með þeirri samþykkt, sem við höf- um gert um skipulagningu skóla- starfs í Vogaskóla fyrir næsta skólaár, er ekki gert ráð fyrir að „færa nemendur milli hverfa", og því síður .. leggja niður ... heila skóla". Meginefni samþykktarinn- ar er að Vogaskóli starfi áfram með öllum aldursárgöngum, með skipan sem gerir unnt að reka hann innan ramma núgildandi laga og reglugerða um skólakostn- að. Við viljum leggja áherslu á að þær reglur gera erfitt að skipu- leggja skólastarf í grunnskólum Reykjavíkur þannig að æskilegur nemendafjöldi verði í bekkjum. Brýnast væri í því sambandi að gera unnt að fækka í fjölmennustu deildunum, þannig að hver skóli verði gerður sjálfstæð rekstrar- eining. V ogaskólamálinu er ekki lokið - segir í yfirlýsingu foreldra- og kennarafélagsins Á samkomunum í Akrancskirkju verður sagl frá kristniboði í Afríku. Myndin er af börnum í Afríku. Samkomur á Akranesi /KSKULÝÐS- og kristniboðsvika hófst í Akraneskirkju síðastliðið sunnudagskvöld, á æskulýðsdaginn. KFUM og KFUK á Akranesi standa fyrir samkomum í kirkjunni alla þessa viku og fram á næsta sunnu- dag. Ræðumenn eru margir og flytja þeir hugvekjur og kynna íslenzka kristniboðið í Eþíópíu og Kenýa. Ungt fólk er meðal þeirra sem taka til máls og mikið er um söng. Meginefni vikunnar er „Guð kall- ar enn“, og verður þetta efni rætt frá ýmsum hliðum á samkomun- um. Þá er samkomugestum gefinn kostur á að leggja eitthvað af mörkum til kristniboðsstarfsins. í kvöld, þriðjudag, syngja og tala tveir ungir guðfræðingar, Gunnar J. Gunnarsson og Hilmar Baldursson. Auk þess verður al- mennur söngur. Allir eru velkomnir á samkom- urnar í Akraneskirkju, yngri jafnt sem eldri. Þær hefjast dag- lega kl. 20.30. MORGUNBLAÐINU hefur borizt eft- irfarandi yfirlýsing frá foreldra- og kennarafélagi Vogaskóla: „Baráttunni um framtíð Vogaskóla er ekki lokið. Eins og fram hefur komið í frétt- um, hefur fræðsluráð samþykkt að halda áfram grunnskólarekstri í Vogahverfi, þó með vissum skilyrð- um, sem fram koma í nýgerðri til- lögu fræðslustjóra og skólastjóra Vogaskóla. Skilyrðin eru, að bekkj- ardeildum verði fækkað úr 17 í 14 þannig, að fleiri nemendur verði í hverri bekkjardeild en nú er. En Vogaskóli hefur um tíma verið rekinn með 19 nemendur að meðal- tali í bekkjardeild en opinber staðall er 24 nemendur í bekkjardeild. Þessu fylgja uppsagnir 3—4 kenn- ara og 4—5 kennslustofur myndu losna, sem gætu nýst borginni til annars reksturs. Hvað hefir þessi sparnaður í för með sér fyrir íbúa Vogahverfis? 1) Oæskilega stórar bekkjardeildir. 2) Litla möguleika á stækkun skól- ans, þegar þess verður þörf. Spurningin er: Hvað á að gera við nemendur, er bætast við núverandi nemendafjölda. Vísbendingar eru um fjölgun nemenda næstu 5 árin en skv. íbúaskrá árið 1980 voru 167 börn á aldrinum 0—5 ára í hverfinu og þeim hefur fjölgað síðan. í skóla með 10 bekkjardeildum er þessi kjarni efni í 3—400 nemenda skóla. Ennfremur eru fyrirhugaðar íbúðarbyggingar í nágrenni skólans. Stefna fræðsluráðs bendir til þess, að fjölga verði enn nemendum í þessum 14 deildum, sem þegar eru of stórar eða að vísa verði nemend- um í Langholtsskóla. Kjarni máls- ins er þessi: Sveiflum í nemendafjölda er ekki hægt ad mæta með því að binda fjölda nemenda í bekkjardeild við staðal. Surnir skólar verða óhjákvæmilega dýrari en aðrir skamma stund. Þetta vilja fræðsluyfirvöld ekki skilja. Á fundi fulltrúaráðs Foreldra- og kennarafélags Vogaskóla var því fagnað, að fræðsluráð samþykkti framhald grunnskólareksturs í Vogahverfi. Samtímis tók ráðið afstöðu gegn fyrirhugaðri lausn málsins og þeim skilyrðum, sem í raun felast í stefnu yfirvalda. Ráðið telur réttara að halda 17 bekkjardeildum og fækka hvorki kennurum né stofum. Bæta má nýtingu þeirra á ýmsa vegu. Afstaða þessi er ekki endanleg eða bindandi fyrir félagið. 9. mars nk. verður almennur fundur með íbúum hverfisins í heild. Um leið er leitað til Kennarasambands Islands og annarra foreldrafélaga. Fulltrúaráðið mótmælir því, sem Kristján Benediktsson, formaður fræðsluráðs, segir í viðtali við Dagblaðið/Vísi 3. mars sl. Hann túlkar þar samþykkt fræðsluráðs persónulega og segir, að fulltrúar foreldra hafi sætt sig við fyrirhug- aðar breytingar. Hið rétta er, að fulltrúarnir fögnuðu eftirfarandi samþykkt á fundi fræðsluráðs: „Með tilliti til eindreginna óska aðstandenda Vogaskólans telur fræðsluráð rétt að gerð verði áætlun um skólahald í Vogahverfi næsta skólaár, sem miðist við að í Voga- skóla verði starfræktur óskertur grunnskóli, enda fari kostnaður við skólahaldið ekki vcrulcga fram úr þeim fjárveitingum, sem skólinn á rétt á miðað við nemendafjölda." (Okkar undirstrikanir). Foreldra- og kennarafélag Vogaskóla.** Stjörnubíó frum- sýnir Hrægammana STJÖRNUBÍO frumsýnir í dag banda- rísku kvikmyndina Hrægammana með Richard Harris, Ernest Borgnine, Ann Turkel og Art Garney í aðalhlutverk- um. Kvikmyndin gerist árið 1991. Kjarnorkustyrjöld hefur svo til eytt öllu lífi á jörðinni. Ekkert vex á landi og höfin eru sneydd öllu lífi. Aðeins nokkrar hræður hafa lifað af eyðinguna og þær þjást af hungri. I kynningu kvikmyndahússins segir svo um myndina: „Falk og Miriam hafa komið sér fyrir í gam- alli olíustöð. Falk reynir af öllum mætti að finna eitthvað ætilegt og í einni ferðinni koma Hrægammarnir auga á hann. Hrægamntarnir hafa aðeins eitt markmið — að drepa allt, sem á vegi þeirra verður. Þeir ætla sér að ráða lögum og lofum í því viðbjóðslega þjóðfélagi, sem eft- ir stendur." Gerist nú margt æsilegt, en sögu- þráður verður ekki rakinn frekar. Hvers vegna er tvöföld líming 1) Állisti - breidd hans ræður loftrúmi á milli glerja og er hann fylltur með raka- eyðingarefni. 2) Butyllími er sprautað á hliðar állistans. Butyllímið er nýjung sem einungis er í einangrunargleri með tvöfaldri limingu. Butyl er 100% rakaþétt og heldur eigin formi - hvað sem á dynur! 3) Rúðan er samsett. Butylið heldur glerinu frá állistunum og dregur þanniq úr kuldaleiðni. 4) Yfirlíming, Thiocol.gefur glerinu í senn teygjanleika og viðloðun, sem heldur rúðunum saman. Við hvetjum þig til þess að kynna þér í hverju yfirburðir tvöfaldrar límingar eru fólgnir. Þeir leggja grunninn að vandaðra og endingarbetra einangrunargleri, sem sparar þér vinnu og viðhaldskostnað er á líður - tvöföld liming er betri Einangrunargler með tvöfaldri límingu - eini framleiðandinn á Islandi * HF DALSHRAUNI 5 - HAFNARFIRÐI - SÍMI 53333

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.