Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1982 45 I Velvakanda fyrir 30 árum Mesti landskjálfti í 23 ár Margir fundu landskjálfta- kippinn, sem hér varð á miðvikudaginn árdegis. Fróðir menn telja, að hann hafi átt upptök sín í Trölladyngju vestan Kleifarvatns. Kippurinn var allsnarpur, sá mesti, sem hér hefir fundizt síðan 1929. Menn spyrja eðlilega, af hverju landskjálftar stafi, og kemur þá í ljós, að vísindamenn- irnir þekkja ástæður þeirra ekki til hlítar. Ýmislegt getur reynt á jarð- skorpuna, og getur áreynslan orðið svo mikil, að hún gefi sig og bresti eða gamlar veilur láti undan við átakið. Þá verður landskjálfti. ungur sást fyrir utan. Svo gekk til þá daga sem við áttum eftir að vera þarna, daglega voru þrír, fjórir að reyna að komast undir þakskeggið, sem ég hafði nú gengið vel frá. Við þekktum ekkert til lifnaðarháttu geitunga fyrr en ég talaði nokkru seinna við son minn í Svíþjóð, en ég sagði honum þá frá atburði þess- um. Fyrsta sem hann sagði var þetta: „Réðust þeir ekki á ykkur? Það er hreiður undir þakskegginu hjá mér og ég þori ekki að koma þar nálægt og ætla ég að fá kunn- áttumann til þess að eyða þessu fyrir mig“. Það væri mjög æskilegt að mað- ur sem þekkingu hefur á þessum flugum upplýsi fólk, á hvern hátt það á að bregðast við vágesti þess- um, verði það fyrir sömu reynslu og við. Þótt við höfum sloppið vel frá þessu, er ekki víst að svo yrði með alla. Við getum alveg eins átt von á að þetta endurtaki sig í sumar hjá okkur og þá væri gott að vita besta ráðið til að útrýma þessum flugum. Bústaðareigandi. Hugdettur á ári aldraðra 1613-0702 skrifar: Gefum öldruðum tækifæri til að láta í Ijós óskir sínar, til úrbóta. Látum fara fram skoðanakönnun meðal þeirra, bæði þeirra sem búa á vistheimilum, svo og þeirra er enn búa á eigin heimil- um. Gætum við ekki rifjað upp orðtækið sem er gulls ígildi: „Styrkjum sjúka til sjálfsbjargar,“ og látið það ná til aldr- aðra einnig. Gæti ekki verið, að margt af þessu aldraða fólki vildi taka þátt í að auka fjölbreytni í tómstundastarfi, t.d. með kennslu, upplestri og hvers konar leið- beiningastarfi, — nokkra tíma á viku. Að lokum: Verum þess minnug, að heimsóknir ættmenna og umhyggja, verður alltaf það bezta sem hægt er að veita öldruðum. Siggi „hækkar“ flugið Ágæti Velvakandi. Því er haldið fram af hálfu að- standenda bókamarkaðarins, að þar sé að finna bækur á gamla verðinu, þar sé gamla krónan í fullu gildi. Ég veit ekki hvernig ber að skilja þetta, og dreg í efa að bækur séu ódýrari á bóka- markaðnum árlega en í bókaverzl- unum. Og þær meir að segja snarhækka milli ára. í fyrra keypti ég eintak af bókinni um Sigga flug, og kostaði það sem svarar 18,50 krónum. Á bóka- markaðnum sem nú stendur yfir keypti ég annað eintak, og kostaði það 62 krónur, sem sagt 335% hækkun á milli ára. Þegar ég kom heim hringdi ég í Skuggsjá, þar sem mér var sagt að bókin um Sigga kostaði krónur 62. Mér sýndist á ao einhverjir halli réttu máli, og að bókamark- aðurinn sé ekki sú „útsala", sem mepdiXÍ|j?lxiíFA.láta. Bókaormur. Hvers vegna er alltaf mokað af tröppunum upp að Ingólfsstyttunni — en aldrei af gangstéttunum Kona hringdi og bar fram eftir- farandi fyrirspurn: „Hvers vegna er alltaf lögð svona mikil áherzla á að moka stéttina upp að Ingólfsstyttunni á Arr.örhólí um ieið og snjókorn koma úr lofti? Það er aldrei mok- að af gangstéttum borgarinnar — hversu mikill snjór sem kemur, en þarna virðist gegna öðru rnáli." * UiUl J t u u^iut. (1 Ulll Er jörðin að dragast saman? Þegar menn velta því fyrir sér, hvað reyni svona ægi- lega á jarðskorjiuna, má ýmis- legt til taka. Ýmsir halda því fram, að jörðin sé heldur að dragast saman og jarðskorpan leggist í fellingar. Landskjálfta hefir orðið vart, þar sem ísald- arjöklar hafa legið. Lyftist þá jarðskorpan smám saman í nokkrar árþúsundir eftir að fargi jöklanna hefir létt af. Eftir smíði Boulder Dam í Bandaríkjunum myndaðist heill hafsjór, þar sem áður hafði ver- ið árfarvegur. Ekki leið á löngu áður en menn urðu varir lítil- lega hræringa kringum þetta nýja vatn, og hefir jarðskorpan þá að Hkindum haggazt vegna þess mikla fargs, sem á hana hafði lagzt. Má af þessu ráða, að ástæðurnar geti verið margs konar. Sigyn med skálina Eiginlega er skýring fornra fræða okkar á landskjálft- unum miklu aðgengilegri. Loki lá í fjötrum sem æsir hnepptu hann í. Hékk eiturnaðra yfir, og var svo til ætlast, að eitrið drypi úr henni og í andlit honum. Sig- yn kona hans var tryggðin sjálf. Hún stóð við hlið hans og brá mundlaug undir lekann. „En þá full er mundlaugin, þá gengur hún og slær út eitrinu, en meðan drýpur eitrið í andlit honum. Þá kippist hann svo hart við, að jörð öll skelfur. Það kallið þér landskjálfta," segir í Snorra- Eddu. Mikið manntjón Margir landskjálftar eru kunnir úr veraldarsög- unni, enda eru þeir óhugnanlega stórbrotnir. Landskjálftinn í Lissabon 1755 lagði borgina í rúst á nokkrum mínútum, en 32 þús. manns fórust. Hann fannst víða um Norðurálfu. Land- skjálftinn í Kalabríu 1783 lagði 400 þorp í rústir og 100 þús. manns fórust. Landskjálfti varð 83 þús. manns að fjörtjóni í Messína 1908. í Japan eru að jafnaði 600 landskjálftar á ári. í land- skjálfta, sem varð þar 1730 fór- ust 137 þús manns, 1. sept. 1923 fórust 180 þús. og svo mætti lelW#MaU — * . — . -..... HELGI JÓNSSON - LEIGUFLUG - AIRTAXI REYKJAVlKURFLUGVELLI Simi: (91-)10880(91-)10858 Leiguflug milli landa og innanlands Nelco 4Þ 900 LORAN C. 8 leiöa- og 30 punkta kerfi. Snertitakkar. Lítil fyrirferö. Til afgreiöslu strax. Framleiðsla í USA m/sjálfstýribúnaöi. 2 ára ábyrgö. Auðveldur aö lœra á. Verö kr. 14.235. Benco Bolholti 4, Reykjavík S: 91-21945/84077 /^Dcilc ♦ Carnegie námskeiðiÖ VEGNA MIKILLAR EFTIRSPURNAR ER NÝTT NÁMSKEIÐ AÐ HEFJAST: NÁMSKEIÐIÐ GETUR HJÁLPAÐ ÞÉR AÐ: ★ VERÐA BETRI RÆDUMAÐUR. ★ ÖDLAST HUGREKKI OG MEIRA SJÁLFSTRAUST. ★ KOMAST BETUR AFRAM í LlFINU. ★ STÆKKA VINAHÓP ÞINN OG VEROA VINSÆLL. ★ BÆTA MINNI ÞITT Á NÖFN, ANDLIT OG STAOREYNDIR. ★ HALDA ÁHYGGJUM í SKEFJUM OG DRAGA ÚR KVÍÐA. ★ HUGSA STANDANDI. FJÁRFESTING Í MENNTUN, GEFUR ÞÉR ARÐ ÆVILANGT. INNRITUN OG UPPLÝSINGAR í SÍMA 82411. í 82411 ( ( t 'nk«tU.*yfi á Islaruli iiaii (STJÓRNUN ARSKÓLIN N v (.\,>Kt.nu v Konráð Adolphsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.