Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 40
Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 Síminn á afgreiöslunni er 83033 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1982 Kjarvalsmynd á 127 þúsund HNOVALLAMYND eftir Jóhannes S. Kjarval var slegin á málverkaupp- boði Klausturhóla í gær á 103 þús- und krónur, sem með söluskatti ger ir 127.205 krónur, eða nálega 13 milljónir gkróna. Önnur Kjarvalsmynd, sú er Guðmundur Axelsson keypti úr eigu dansks greifa, var slegin á 50 þúsund krónur, sem með sölu- skatti gerir 61.750 krónur. Júní ’81 - marz ’82: Afengi og tóbak hækk- aði um 53% Verdbótavísitala hins vegar aðeins um 39% ÁFENGI og tóbak hækkaði að meðaltali um 10% l.marz sl. eins og skýrt hefur verið frá, en alls hefur áfengi og tóbak því hækk- að um liðlega 53% frá því í júní- byrjun á síðasta ári, en á sama tíma hefur verðbótavísitala hækkað um liðlega 39%, eða 14 prósentustigum minna. l.jósm. Mbl.: Kristján Friðjón Þórðarson dómsmálaráðherra um ÍSAL-málið: Kuligowski til Frakklands Kemur aftur til lands- ins um mánaðamótin PÓLSKI stórmeistarinn Adam Kuligowski hélt af landi brott á sunnudag. Hann fór til Frakk- lands, þar sem hann tekur þátt í sveitakeppni í skák en síðar í vikunni heldur hann til New York til þátttöku í skákmóti. „Ég er ákaflega ánægður með þær viðtökur sem ég fékk hér á landi og er ákveðinn í að koma aftur um mánaðamótin þegar mótinu í New York er lokið," sagði Kuligowski í sam- tali við Mbl. áður en hann hélt af landi brott. Kuligowski sagði, að hann hefði hug á að dvelja hér á landi næstu miss- erin. Stórmál sem ég tel eðlilegt að ráð- herranefndin ræði við dr. Miiller AUar áfengis- og tóbakshækk- anirnar fjórar á þessu tímabili hafa verið umfram hækkun verð- bótavísitölunnar, en misjafnlega mikið. í byrjun júní á síðasta ári hækkaði áfengi og tóbak um 10%, en verðbótavísitala hins vegar um 8,01%. í byrjun september sl. hækkaði áfengi og tóbak um 10%, en verð- bótavísitala um 8,99% í byrjun desember sl. hækkaði áfengi og tóbak svo um 15%, en á sama tíma hækkaði verðbótavísi- tala um 9,92%. Loks hækkaði áfengi og tóbak um 10% í byrjun marz sl., en verð- bótavísitala hækkaði hins vegar um 7,51%. Gunnar Thoroddsen og Steingrímur Hermannsson telja, ad iðnaðarráðherra standi rétt að málum „ÞETTA er stórt mál sem varðar ríkisstjórnina alla og ég tel eðlilegt, að þriggja manna ráðherranefndin ræði við dr. Miiller," sagði Friðjón Þórðarson dómsmálaráðherra, sem setið hefur í þriggja manna ráð- herranefndinni sem fjallað hefur um ISAL-málið í fjarveru forsætisráð- herra, er hann var spurður álits á svari iðnaðarráðherra, Iljörleifs Guttormssonar, til dr. Miillers, þar sem hann býður honum til einkavið- ræðna, en dr. Miiller hafði áður lýst sig reiðubúinn til viðræðna við ráð- herranefndina. Aðspurður um sama mál sagði forsætisráðherra m.a., að hann vænti þess að hann og Stein- Smygluðu hass- olíu í iðrum sér HÆSTIRETTUR ógilti í gær framlengdan gæzluvarðhalds- úrskurð, sem kveðinn var upp á mánudag í síðustu viku í ávana- og ITkniefnadómstóinum yfir manni, sem mikið hefur komið við sögu fíkniefnamála hér á landi. Gæzluvarðhald var fram- lengt til 17. marz, en maðurinn hafði setið í gæzluvarðhaldi á fjórðu viku. Maðurinn er grunaður um meiri háttar fíkni- efnamisferli. Kmbætti ríkissak- sóknara gerði ekki kröfu til þess, að hinn framlengdi gæzlu- varðhaldsúrskurður yrði stað- festur. Maðurinn kom til landsins um áramótin og var fíkniefna leitað á honum en engin fundust. Skömmu síðar var komið til dreifingar hér á landi mikið magn af hassolíu. I kjölfarið var maður handtekinn og bar hann, að hann hefði ásamt fyrrnefnd- um manni farið til Indlands og fest kaup á hassolíu. Maðurinn var handtekinn og viðurkenndi hann, að hafa farið í umrædda ferð til Indiands. Þeim félögum bar ekki saman um hve mikið magn þeir festu kaup á, en eftir því sem næst verður komist var það á bilinu 300 til 400 grömm. Andvirði þessa hassolíumagns nemur á markaði eitthvað á milli 270 þúsund til 360 þúsund krónum. Mennirnir smygluðu hassolí- unni með því að setja hana í smokka og gleypa þá og geyma í iðrum sér. Þetta er í fyrsta sinn, að spurst hefur til íslendinga á Indlandi gagngert til að festa kaup á hassi. Vitað er, að menn hafa farið í innkaupaleiðangra til Pakistans og einnig Afganist- ans. Fyrir nokkrum árum var ís- lendingur hnepptur um skeið í fangelsi í Afganistan fyrir kaup á hassi. grímur Hermannsson myndu ræða við iðnaðarráðherra og dr. Miiller að afloknum fundi þeirra, en Stein- grímur Hermannsson sagði aftur á móti, að mál þetta væri tvímælalaust í höndum iðnaðarráðherra og hefði hann samkvæmt öllum lögum og reglum rétt til að ræða við hann sjálfur. Friðjón Þórðarson sagði einnig, að hann reiknaði með að mál þetta yrði rætt á ríkisstjórnarfundi sem halda á árdegis í dag. Steingrímur Hermannsson er fulltrúi Framsókn- arflokksins í ráðherranefndinni, en auk hans skipa hana Gunnar Thor- oddsen forsætisráðherra og Hjör- leifur Guttormsson iðnaðarráð- herra. Steingrímur sagði, er Mbl. ræddi við hann: „Þetta er mál sem er tvímælalaust í höndum iðnaðar- ráðherra og hann hefur samkvæmt öllum reglum og lögum forystu um, svo það er rétt að hann ræði málið við dr. Múller. Ráðherranefndir eru fyrst og fremst til að spara ríkis- stjórnarfundi og þær eiga að vera viðkomandi ráðherrum til aðstoðar í stórum málum. Svo þó ráðherra- nefnd hafi verið skipuð í þetta mál, þá er það að sjálfsögðu í höndum iðnaðarráðherra." Aðspurður um hvort hann og Gunnar Thoroddsen myndu einnig ræða við dr. Múller svaraði hann: „Það getur orðið, ég geri ráð fyrir að við hittum hann líka.“ Svar forsætisráðherra, Gunnars Thoroddsen, er hann var spurður álits var svohljóðandi: „Islenzk stjórnskipun kveður á um verka- skiptingu milli ráðherra. Hver þeirra hefur sín lögákveðnu verk- efni. Þannig fer iðnaðarráðherra með iðnaðar- og orkumál, þar á meðal málefni ÍSAL, eins og fyrir- rennarar hans hafa einnig gert. En fjölmörg mál og sérstaklega stórmál eins og álverið í Straumsvík eru auðvitað rædd á ríkisstjórnarfund- um. Þá er ráðherrum frá hinum stjórnaraðilunum oft falið að fjalla um mál með fagráðherrunum og m.a. að undirbúa tillögur til ríkis- stjórnar. í þessu deilumáli nú um álverið höfum við Steingrímur Her- mannsson verið valdir til þess. Ég vænti þess að forstjóri Alu- suisse komi hingað til fundar í marzmánuði og eftir viðræður iðn- aðarráðherra og hans, geri ég ráð fyrir að við Steingrímur ræðum við þá um lausn vandamálanna þar sem hækkun á rafmagnsverði er mest aðkallandi, en mörg önnur atriði er þar um að ræða.“ Hlíf felldi samn- ingana vid ÍSAL Verkamannafélagið HJíf í Hafnar- fírði felldi á laugardag samkomulag verkalýðsfélaganna og íslenzka ál- félagsins hf. Hins vegar hafa málm- iðnaðarmenn, rafvirkjar, bygg- ingamenn og verzlunarmenn allir samþykkt samningana. Verka kvennafélagið Framtíðin í Hafnar firði hefur cnn ekki fundað um samningana. Meðal Hlífarmanna mun ráðgert að halda annan félags- fund á fimmtudag. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins mun það einna helzt hafa verið gagnrýnt meðal félags- manna í Hlíf, að þriðja vaktin er felld niður. Fellur vaktaálag því niður í 24% í stað 36% áður. Hins vegar er þriggja mánaða aðlögun- artími á þessar breytingar og í samningunum tókst að koma í veg fyrir starfsmannafækkun og launalækkun. Vinnutími verður hins vegar skemmri. Bónusgreiðsl- ur verða fastar miðað við það sem áður var. Verzlunum verður heimilt að hafa opið á laugardögum „MANUDAGA til fostudaga skal heim- ilt að opna sölustaði klukkan 08.00 og loka skal þeim eigi síðar en klukkan 18.00. Á laugardögum skal heimilt að hafa sölustaði opna klukkan 08.00— 12.00.“ Þetta kemur fram í bréfi skrifstofustjóra borgarstjórnar varð- andi tillögur um breytingar á 2. grein samþykktar um afgreiðslutíma verzl- ana í Reykjavík, sem lagt var fyrir borgarráð fyrir skömmu. Ennfremur segir: 2. málsgrein 2. greinar orðist svo: Auk þess, sem að framan greinir er verzlunum heimilt að hafa opið á eftirtöldum tímum: Allt að 8 stundir á mánudegi til föstudags klukkan 18.00—22.00 á tímabilinu 1. september — 31. maí. Verzlanir mega þó ekki nýta þessa heimild á fleiri dögum en 2 í hverri Viku. Allt að 4 stundir á mánudegi til föstudags klukkan 18.00-22.00 á tímabilinu 1. júní — 31. ágúst. Verzl- anir mega þó nýta þessa heimild fleiri daga en einn í hverri viku. Borgarráð samþykkti á fundi sín- um, að leggja til við borgarstjórn, að framangreindar breytingar verði samþykktar. í fyrstu umræðu í borg- arstjórn 2. marz sl. voru breyting- arnar samþykktar samhljóða, en þær koma til lokaafgreiðslu á næsta fundi borgarstjórnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.