Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1982 Áframhaldandi uppbygging Kosningar til stúdenta- og há- skólaráðs fara fram fimmtudag- inn 11. mars. Þrír listar eru í kjöri. A listi Vöku, félags lýð- ræðissinnaðra stúdenta, B listi Féíágs vinstri manna og C listi Félags umbótasinnaðra stúd- enta. I þeirri kosningabaráttu, sem nú er í fullum gangi, hefur Vaka lagt ríka áheyrslu á að stúdentar kynni sér vel stefnu Vöku í hagsmunamálum stúd- enta, og beri saman árangur nú- verandi meirihluta við það þrotabú sem vinstri menn skildu eftir sig. Núverandi meirihluti Vöku og umbótasinna í stúdentaráði hef- ur á þessum vetri staðið fyrir veigamiklum breytingum, stúd- entum til hagsbóta. Flest öll stefnumál Vöku hafa séð dagsins ljós. Rekstri Félagsstofnunar stúd- enta hefur verið gjörbreytt. Fé- lagsstofnun stúdenta er nú rekin af hagkvæmni og leitað er allra leiða til að bæta reksturinn enn frekar. Hefur Vökumaðurinn Sverrir Ólafsson, sem er fulltrúi stúdenta í stjórn Félagsstofnun- ar, komið þar mikið við sögu. Matsölu stúdenta hefur verið breytt, býður hún lægra verð en í tíð vinstri manna en er samt rekin hallalaus. Stúdentablaðinu hefur verið breytt í nýtt og betra blað, en ritstjóri þess er Vöku- maðurinn Auðunn S. Sigurðsson. Blaðið hefur verið stækkað um helming og rekstrargrundvöllur þess tryggður. Viðgerðirnar á stúdentagörðunum eru í fullum gangi og er stefnt að því að ljúka þeim næsta haust. Hefur verið komið traustari fótum undir ferðaskrifstofu stúdenta, m.a. með nýstofnuðu ferðamálaráði stúdenta. Loksins er í sjónmáli að sú áraianga krafa náms- manna, um að lánað sé eftir fullu framfærslumati Lánasjóðs íslenskra námsmanna, verði að raunveruleika. En nýtt frum- varp um námslán er komið fram á Alþingi. Fulltrúi stúdenta í stjórn lánasjóðsins er Vökumað- urinn Sigurbjörn Magnússon. Vökumenn leggja starf sitt í stúdenta- og háskólaráði fyrir dóm stúdenta í kosningunum þann 11. mars. Valið stendur um áframhaldandi uppbyggingu eða vinstri ládeyðu. X—A. Stúdentablaðið Stúdentablaðið hefur verið talsvert til umræðu meðal stúd- enta og er því rétt að birta hér stefnu Vöku í málefnum blaðs- ins: „Halda verður áfram þeirri stefnu sem núverandi meirihluti hefur fylgt að tengja Stúdenta- blaðið skólalífinu og umræðum um bein hagsmunamál stúdenta. Endurskoða verður reglugerð um ritnefnd blaðsins með það í huga að virkja hana betur til þessara starfa. Leggja verður áherslu á að lækka tilkostnað við blaðið með því að skera niður kostnað og auka hlutfall auglýsinga í blað- inu. Segja ber upp samningum við SÍNE um útgáfu sameiginlegs blaðs og hafna umsókn BISN um aðils að Stúdentablaðinu. Stúd- entablaðið skal vera innanskóla- blað Háskólans þar um málefni hans og stúdentalíf til umfjöll- unar. Til að styrkja samstöðu og efla samvinnu með öðrum námsmannahreyfingum í sam- eiginlegum hagsmunamálum verði jafnframt unnið að því að ná samkomulagi við SÍNE, BÍSN og LMF um útgáfu veglegs blaðs — Námsmannablaðið — sem komi tvisvar út yfir veturinn. Stúdentablaðið verði gefið út mánaðarlega yfir veturinn nema þá tvo sem Námsmannablaðið kemur út.“ Á þessu eina ári sem Vaka hefur setið í meirihluta í Stúd- entaráði hefur verið gert stór- átak til að lyfta blaðinu upp úr þeirri lágkúru sem vinstri menn höfðu komið því í. Stúdentablað- ið fjallar nú um stúdentalíf og hagsmunamál stúdenta í mun ríkari mæli en áður og stúdentar eru farnir að líta á blaðið sem sitt eigið blað og eru farnir að skrifa meira í blaðið. Þessi þróun er mjög jákvæð og mikil- vægt að haldið verði áfram á sömu braut. í ljósi fenginnar reynslu af útgáfu blaðsins á þessu ári leggur vaka til að ann- ar háttur verði hafður á sam- vinnu námsmannasamtakanna (SHÍ, SÍNE, BÍSN, og LMF) í út- gáfumálum eins og segir í stefnu Vöku hér að ofan. Slíkt fyrir- komulag myndi tryggja enn bet- ur það markmið að gera blaðið að skólablaði stúdenta og vekja með þeim áhuga á baráttumál- um stúdenta og félagslífi þeirra. Auk þess mundi með hinu svo- kallaða „Námsmannablaði" skapast betri grundvöllur en nú er fyrir sameiginlega umfjöllun allra námsmannasamtakanna um þau mál sem við eigum augljóslega sameiginleg. Vaka mótmælir ríkis- einokun fjölmiðla Á stefnuskrárstefnu Vöku í síðasta mánuði var samþykkt ályktun um fjölmiðlamál. Þetta efni hafa Vökumenn ákveðið að verði til umræði á aðalfundi EDS (lýðræðissinnaðra stúdenta í Evrópu). Ályktunin var svo- hljóðandi: „Vaka telur lög um starfssemi útvarps hérlendis löngu út sér gengin. Einokun ríkisins á öllu útvarpi er orðin úrelt í ljósi tækniframfara síðustu áratugi og áhöld um réttmæti hnenar með tilliti til stjórnarskrár ís- lendinga. Ríkiseinokun á prentuðu máli var afnumin hérlendis meðan ís- lendingar lutu erlendu kon- ungsveldi og þykir mörgum furðu sæta hversu treglega hliðstæðar breytingar ætla að fást nú þegar völdin eru í hönd- um okkar sjálfra. Vaka telur vænlegra að lög- gjafinn fylgist með þeirri þróun sem verður í þessum málum og taki afstöðu til hennar tíman- lega heldur en að látið verði reka á reiðanum eins og raunin hefur orðið á. Lagt er til að einokun ríkisins í fjölmiðlunarmálum verði aflétt og einkaaðilum gefinn kostur á útvarpsrekstri." Gunnar J. Birgisson, Sigurbjörn Magnússon. Framboðslisti Vöku til Stúdentaráðs 4. Óskar Sverrisson, 5. Guðbjörg Sigurgeirs- viðskiptafræði. dóttir, læknisfræði. 1. Gunnar Jóhann Birgisson, lagadeild. 6. Eyjólfur í. Eyjólfsson, viðskiptafræði. Martha Eiríksdóttir, viðskiptafræði. Baldvin Einarsson, lagadeild. Framboðslisti Vöku til Háskólaráðs 2. Lína Guðlaug Atladóttir, viðskiptafræði. 7. Kristján Jónsson, viðskiptafræði. 3. Anton P. Þorsteinsson, læknadeild. 8. Pétur Gunnarsson, lagadeild.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.