Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1982 Skotið fram hjá markinu Bókmenntlr Hannes H. Gissurarson Fyrri grein Birgir Björn Sigurjónsson: Frjálshyggjan Svart á hvítu 1981, 261 bls. Ungur samhyggjumaður, Birgir Björn Sigurjónsson, hef- ur skrifað bók, sem hann nefnir „Frjálshyggjuna". hann segist á bókarkápu vera hagfræðingur frá Háskóla íslands, en er reyndar viðskiptafræðingur þaðan og hefur síðustu 9 árin stundað framhaldsnám í hag- fræði í útlöndum, einkum í Sví- þjóð. Það er alltaf ánægjulegt, þegar ungir menn reyna að hefja rökræður um stjórnmál, og því verður að fagna framtaki Birgis Björns. En kapp er best með forsjá, segir í fornum fræð- um, og því er ekki að leyna, að finna má að ýmsu í þessari bók. Sá er minnsti gallinn á henni, að hún er skrifuð á óskýru og óíslenskulegu máli, flatneskju- legu mjög. Ég hef reyndar nokkrar áhyggjur af því eftir lestur hennar og ýmissa rit- gerða í Fjármálatídindum (svo að ekki sé minnst á skýrslur Þjóð- hagsstofnunar), að íslenskir viðskiptafræðingar leggi ekki nægilega áherslu á að vanda tungutak sitt. Þetta kann að vera af því, að þeir hafi misst sambandið við tunguna, því að flest þau rit, sem þeir lesa, eru á útlensku, en líklega má fremur kenna leti, óvandvirkni og hugs- unarleysi um það. Ég nefni þó tvo íslénska hagfræðinga, sem skrifa auðskiljanlegt og tilgerð- arlaust alþýðumál og kunna að taka dæmi úr veruleikanum, til þess að gera hugmyndir ljóslif- andi fyrir lesendum sínum — þá Jónas H. Haralz og Ólaf Björnsson. Af þeim geta menn eins og Birgir Björn lært sitt hvað, en ekki síður af lestri góðra, íslenskra bókmennta. Ekki bók um frjálshyggjuna Mesti gallinn á bók Birgis Björns er sá, að hún er alls ekki um það, sem hún á að vera um, skot hans geiga, því að þeim er ekki miðað á markið. Þessi bók er ekki um frjálshyggjuna, heldur um tiltekna skoðun á hagfræðinni, sem hefur til skamms tíma notið nokkurrar hylli og fræðast má um af frægri bók Páls Samuelssons, Ilagfræði (Economics), en Birgir Björn hefur sennilega lesið þá bók, er hann stundaði nám í Viðskiptadeild. Þetta er kenn- ingin um „blandaða hagkerfið", þannig að færð eru rök fyrir því, að markaðsviðskipti séu hagkvæm til lausnar ýmsum samlífsvanda manna, en víðtæk ríkisafskipti einnig nauðsynleg, einkum til að halda jafnvægi á markaðnum, en einnig til að ná ýmsum „félagslegum" mark- miðum, svo sem fullri atvinnu og jafnvægi í byggð landsins. Þetta kallar Birgir Björn „ný- nýklassíska" hagfræði og „velferðarhagfræði" og rekur réttilega til þeirrar breytingar eða „byltingar", sem varð með kenningu Johns Maynards Keyness í Altæku kenningunni um atvinnu, vexti og peninga (General Theory of Employ- ment, Interest and Money) 1936. Að sjálfsögðu verður að gera greinarmun á frjálshyggjunni og þessu. Það er ruglandi að nota sama nafnið um þetta hvort tveggja. Prjálshyggjan er stjórnmálahugmynd, en þetta er (eða öllu heldur var) tiltekin skoðun á hagfræði, tiltekið við- mið í hagfræði (eða „paradigm", svo að orð vísindaspekingsins Tómasar Kuhns sé notað). Birgir Björn er í rauninni að eltast við hálfdauðar hugmynd- ir í þessari bók sinni. Annað Sannleikurinn er sá, að Birgir Björn Sigurjónsson er að eltast við hálfdauðar hagfræðihugmyndir í þessari bók sinni, en síður en svo að gagnrýna frjáls- hyggju, þótt hann haldi það sjálfur. Hagfræðingar eru að hafna kenningu Keyness, eins og þessi mynd úr Time frá 27. ágúst 1979 sýnir. viðmið er að leysa það, sem Keynes lagði til á sínum tíma, af hólmi í hagfræðinni. Það sýnir þessa breytingu eða „gagnbyltingu", að bók Sam- uelsons er ekki lengur kennd í viðskiptadeild, heldur ný og miklu betri bók eftir Edwin Dolan, Frumatriði hagfræðinnar (Basic Economics), en hann starfar í hefð austurrísku hag- fræðinganna, þeirra Carls Mengers, Ludwigs von Misess og Friedrichs Hayeks. Fyrstu kaflarnir í bók Birgis Björns eru því tilgangslitlir, en í þeim gagnrýnir hann sumar forsend- ur „nýnýklassistanna". Hverjar þeirra gagnrýnir hann einkum? Forsenduna um fullkomna sam- keppni og hina um fullkomna þekkingu. Hann bendir rétti- lega á, að þær hafi lítið sem ekkert veruleikagildi. Sam- keppnin hefur aldrei verið full- komin og þekking mannanna ekki heldur, markaðskerfið er aldrei í þeirri „kjörstöðu" skynsamlegustu nýtingar allra framleiðslutækjanna, sem það á að vera í samkvæmt forsendun- um, það er aldrei í því stærð- fræðilega jafnvægi, sem svissn- eski hagfræðingurinn Leon Walras lýsti á nítjándu öldinni. iH'kking mannanna ófullkomin Þessi er kjarni málsins, þetta haglíkan er óraunhæft (þótt það kunni stundum að vera nyt- samlegt til skilningsauka). En hvað hefur Birgir Björn sannað með þessu? Ekkert annað en það, að hann hefur ekki lesið rit frjálshyggjuhugsuða eins og Friedrichs Hayeks rækilega (þó að hann nefni hann nokkrum sinnum í bókinni). Hayek gagn- rýnir þessar forsendur báðar. Hann segir, að samkeppnin sé aldrei fullkomin, en hann segir, að þessi eigi ekki heldur að krefjast. Það, sem máli skipti í þessu viðfangi, sé, að allir eigi kost á að keppa, með öðrum orð- um, að markaðurinn sé opinn. Er einhver samkeppni ekki betri en engin fyrir neytendurna? Segjum sem svo, að stórfyrir- tæki sé eitt um að framleiða einhverja vöru. Hvað sýnir það, ef markaðurinn er opinn, þ.e. aðgangur annarra fyrirtækja að honum er ekki takmarkaður með lögum eða öðrum afskipt- um ríkisins? Það sýnir, að eng- inn annar treystir sér til að keppa við stórfyrirtækið um að framleiða jafnvandaða vöru á jafnlágu verði. Til þess kunna að vera ýmsar ástæður, stórfyr- irtækið kann að ráða yfir betri tækni eða meira fjármagni en önnur fyrirtæki, en það breytir því ekki, að enginn annar treystir sér til að veita betri þjónustu en það. Þetta er því alls ekki óæskilegt, ef — og sú forsenda er mjög mikilvíeg — aðgangur annarra að mark- aðnum er ekki takmarkaður. Hitt er annað mál, að raunveru- leg einokun er óæskileg, en hún hefur næstum því alltaf orðið til vegna ríkisafskipta, ekki þrátt fyrir hana. Það er einnig rétt, að þekking manna er ófullkomin, neytend- ur vita síður en svo alltaf, hvað þeir eiga að kaupa, og framleið- endur ekki heldur, hvað þeir eiga að framleiða. En hvernig eiga þeir að komast að því? Þeir hafa aðeins eitt ráð til þess, og það er að fara á markaðinn, „þreifa sig áfram", ef svo má segja. Samkeppnin er „discov- ery procedure", eins og Hayek segir, hún er risastór tilrauna- stofa, neytendur eru að rekast á vörur, uppgötva nýjar þarfir, framleiðendur eru að reyna að selja gamlar vörur eða nýjar, senda þær í tilraunaskyni á markaðinn. Þekkingin er hvergi tiltæk öll í einu, liggur hvergi fyrir, heldur verður hún til á markaðnum. Gróði atvinnurek- enda er fyrir það að uppgötva nýja þörf, áður en aðrir upp- götva hana, eða fyrir að vera á undan öðrum að finna nýja framleiðsluhætti, hann er í sem fæstum orðum fyrir að rata á réttar ákvarðanir og bæta við þekkinguna. Og sterkustu rökin radauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar ÉFélagsstari Sjálfstœðisfbkksins \ Fella- og Hólahverfi Bakka- og Stekkjahverfi Skóga- og Seljahverfi RABBFUNDUR Sjélfstæöisfélögin í Breiöholtí halda almenn- an fund fimmtudaginn 11. marz kl. 20.30 aö Seljabraut 54 (húsi Kjöts og fisks). Varaformaöur Sjálfstæöisflokksins Friörik Sophusson kemur og ræöir stjórnmálaviö- horfiö. Komum og spjöllum viö forystumenn okkar í stjórnmálum. Stjórnirnar Hvöt félag sjálfstæðiskvenna heldur félagsfund í Valhöll fimmtudaginn 11. marz kl. 20.30. Fundarefni: Heilbrigöismál — Hverjar eru efndir borgarstjórnarmeirihlutans á loforö- unum frá 1978 — Hvað vilja sjálfstæöismenn gera? Malshefjendur veröa Daviö Oddsson, borg- arfulltr. og Katrln Fjeldsted, læknir. Sjálfstæöisfólk er hvatt til aö fjölmenna. Stjórnin. Sjálfstæðiskvennafélag Árnessýslu Fundur veröur haldinn þann 11. marz í sjálfstæöishúsinu kl. 20.30. Framsöguerindi: Anna Magnúsdóttir, Margrót Þorgrímsdóttir, Guö- finna Ólafsdóttir og Ingveldur Slguröardóttir. Stjórnin Sauðárkrókur Sjálfstæöisfélögin á Sauöárkróki boöa til almenns fólagsfundar i kvöld þriöjudagskvöldiö 9. marz 1982. Fundurinn veröur haldinn i Sæborg og hefst kl. 20.30. Fundarefni: 1. Tillögur uppstillingarnefndar um framboöslista Sjálf- stæöisflokksins viö komandi bæjarstjórnarkosningar. 2 Hæoa i-riorik sopnusson. varaformaöur Sjálfstæöis- flokksins. 3. Önnur mál. Sjáltstæóistélögin Akranes Sjálfstæöiskvennafélagiö Báran heldur kvöldveröarfund i veitinga- húsinu Stillholti, þriöjudaginn 9. marz kl. 8.30. Fundarefni: Sýnikennsla i matreiöslu. Mætiö vel og stundvíslega. Nýlr télagar velkomnir Stjórnin Kópavogur Kópavogur Spilakvöld Hin vinsælu spilakvöld Sjálfstæöisfélags Kópavogs, halda áfram þriöju- daginn 9. marz í Sjálfstæöishúsinu kl. 21.00 stundvíslega. Nú veröur byrjaö á nýrri 4ra kvölda keppni, Veriö meö frá byrjun. Glæsileg kvöld og heildarverölaun. Allir velkomnir. Kafflveitingar. Stjórn Sjálfstæöistélags Kópavogs. Heimdallur Viðverutími stjórnarmanna Gísli Þór Gíslason veröur til viötals fyrir félagsmenn í dag eftir kl. 18.00 á skrifstofu Heimdallar í Valhöll, Háaleitlsbraut 1, síml 82098.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.