Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1982 11 Rokkað með Matchbox Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson Matchbox. Rokkað með Matchbox. Spor Masp 3001. Hljómsveitin Matchbox gisti ísland skömmu fyrir jól á síð- asta ári og skemmti landslýð með tónlist sinni í danshúsi hér í borg. Ekki virtist annað en að gestum líkaði vel það sem strák- arnir höfðu upp á að bjóðá. Nokkru fyrir komu þeirra gaf nýstofnað útgáfufyrirtæki, SPOR, út nýjustu plötu þeirra „Flying colours" og við heim- sóknina hingað kviknaði sú hugmynd að gefa út safn af vin- sælustu lögum þeirra. Þessari hugmynd var hrundið í fram- kvæmd og útkoman er „Rokkað með Matchbox". í þessu safni eru 14 lög og hafa þó nokkur staldrað við á breska vinsældarlistanum. Þar mætti nefna lög eins og „Buzz Buzz a diddle it“, „Midnight Dynamos", „When you ask about love“ og „Over the Rainbow" og svo má ekki gleyma hinu geysivinsæla lagi „Marie, Marie", kannast ekki einhverjir við það lag? Hér er safnað saman rjómanum frá Matchbox, tónlistin er ljúf og þægiieg þótt hún risti ekki djúpt. Annars er ég ekki sammála ein- hverjum sem sagði að tónlistin væri Rokkabilly. Popp með Rokkabillyívafi er nær lagi. Þetta er þó ekki einhlítt því sumt sem drengirnir spila er hreint Rokkabilly. Nokkrar mannabreytingar hafa orðið í hljómsveitinni frá stofnun. Steve Bloomfield, aðal lagasmiður og fyrrum aðalgít- arleikari Matchbox ákvað á miðju síðasta ári að hætta að koma fram með félögum sínum til að geta einbeitt sér að laga- smíðinni og við tók Dick Callan. Nú í ársbyrjun tilkynnti hljómsveitin að bassaleikarinn Fred Poke myndi alfarið snúa sér að framkvæmdastjórn fyrir hljómsveitina. Ráðinn hefur ver- ið nýr bassaleikari og á meðan við íslendingar bíðum eftir næstu plötu ættu allir að geta dansað af sér veturinn með Matchbox. FM/AM Páskaferð 15 dagar. Brottför 6. apríl. Gististaðir Hotel Los Peli- canos, Apt Bermudas. London Páskaferð 7 dagar. Brottfarir 6. og 8. apríl. Gististaðir Holte Reg- ent Palace, New Mandeville Hotel. Nlexico Brottfarir 27. mars, 3. apríl, 1. maí., 15. maí. Með farar- stjóra. Brottfarir annan hvern laugardag án fararstjóra. Míma fíU aur Koma Blómin em alltaí til prýði í Kornakúnst írá GLIT. Stórútsala

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.