Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 36
)
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1982
W\jouS -Pi'nnst þér?Fara_ þessi horn
m'er beturf"
.. að halda upp á
fyrsta brúðkaupsaf- f
mœlið og tala um það
tuttugusta og fimmta.
Í* Rag U.S. Pat. Off.-aD rtghts rasarvad
1982 Los Angotoe TIhm Syndieata
Þegar hann er einn heima geri ég
þetta. Annars er ískápurinn i
hættu!
HÖGNI HREKKVÍSI
„EKKI KAtLA X HANN l’/HAr Á ME0AH Éá EG...
Hvaða ráð gagna bezt
til að eyða geitungum?
- eru þeir eins
hættulegir
og sagt er
„Geitungar hafa tekið sér ból-
festu hér á landi.“ Þessa frétt sá ég
í blaði fyrir tveim til þrem árum og
var ekki frekar um það rætt
hverskonar flugur þetta væru. Ég
hefi nokkrum sinnum farið í heim-
sókn til Svíþjóðar, til sonar míns er
býr þar og komist þar í kynni við
flugur þessar. Ég hafði sérstaklega
verið varaður við að stugga við
flugum þessum og allra síst að slá
til þeirra, ef þær settust á mig ber-
an, því bit þeirra væri það slæmt,
að til læknis þyrfti að komast sem
fyrst, ef maður yrði fyrir biti og
þess væru dæmi að menn hefðu
hlotið bana af. Þótti mér furða að
ekki skyldi sagt frekar frá flugna-
tegund þessari, í tilefni af því að
þær væru búnar að taka sér ból-
festu hér á landi.
Ég dvel á Laugarvatni í sumar-
bústað á hverju sumri og hafði ég
séð eina og eina flugu í trjágróðrin-
um þar. Það var svo ekki fyrr en sl.
sumar að mér þótti nóg um og er
tilefni þess að ég segi hér frá
reynslu minni af flugum þessum.
Konan mín hafði orð á því, að hún
sæi geitunga fyrir ofan dyrnar, er
hún gengi um. Ég hafði hinsvegar
ekki veitt þessu athygli fyrr en við
vorum búin að dvelja þarna nokkra
daga. Ég var þá að dunda eitthvað
á blettinum fyrir utan bústaðinn,
og ég veitti því athygli að stöðugur
straumur geitunga var úr skógin-
um að húsinu og fóru þeir undir
þakskeggið, ýmist fyrir ofan dyrn-
ar, eða til annars endans á bú-
staðnum. Þegar ég fer að aðgæta
betur sé ég að krossviður, sem sett-
ur hafði verið undir þakskeggið í
stað þéttra rimla, sem að jafnaði
eru settir þar, hafði undið upp á sig
til endanna fyrir ofan dyrnar og úti
á horninu og við það myndaðist op,
er geiturnarnir fóru inn um. Ég tók
mig þegar til og negldi upp endana,
en ég hafði ekki að fullu lokið því
verki er geitungarnir sóttu svo að,
að ég sá mitt óvænna að fara inn.
Gluggi er fyrir ofan dyrnar, svo við
gátum fylgst með geitungunum
fyrir utan. Eftir örstutta stund er
kominn hópur geitunga er lét ófrið-
lega að komast ekki inn á sínum
rétta stað. Geitungar eru stórir,
loðnir með röndum og syngur hátt
í þeim. Eftir nokkra stund setti ég í
mig kjark og skaust út og niður í
Kaupfélag og keypti flugnaeitur,
sem átti að úða. Þegar ég kom aft-
ur að bústaðnum réðist ég til at-
lögu við þá tvo hópa, sem þar voru,
annar eins hópur var við endann,
eins og yfir dyrunum. Ég gætti mín
að fara ekki nær en nauðsynlegt
var, til að koma úðanum á þá, því
mér hafði verið sagt úti í Svíþjóð
að þeir ættu það til að ráðast gegn
þeim er þá áreittu að stinga. í
fyrstu leit út að svo ætlaði að
verða, en þeir flugu hver af öðrum
út í skóg, eftir að hafa fengið á sig
úðann. Ég skaust inn er ég taldi
mig hafa nóg að gert. Gegnum
gluggann fyrir ofan dyrnar sáum
við að þeir þyrptust að jafnt og þétt
aftur, sennilega aðrir en þeir er frá
höfðu horfið. Ég fór nokkrum sinn-
um aftur út til atlögu við þá og
þeim smá fækkaði. Komið var
kvöld og við fórum niður í gufu og
þegar við komum þaðan aftur sást
enginn geitungur, nema dauður, við
héldum þar með að björninn væri
unninn. Nei takk, morguninn eftir
voru komnir þó nokkrir, alltaf að
reyna að komast undir þakskeggið,
en nú hafði ég fengið nóg, því ég
hafði varla matarlist af ógleði er
hafði altekið mig í bardaganum
daginn áður. Nú tók konan við og
úðaði og úðaði hvert sinn sem geit-
Eru engin takmörk til?
Jóhannes Benediktsson skrifar:
Yelvakandi góður.
A maður virkilega að trúa því
að stjórnendur í þessu landi hafi
hvorki skynbragð né skilning á
því, sem þeir sjálfir kalla jafna
aðstöðu fólksins í landinu og
gildi þess fyrir þjóðar hag. Það
er eitthvað á þessa leið sem hug-
urinn reikar þegar maður les í
dagblöðunum um 83 prósent
hækkun þungaskatts af land-
flutningabílum, og í sama blaði
síendurteknar yfirlýsingar
ráðamanna, að tryggja verði
jafna búsetu fólksins í landinu,
enda sé það megin forsenda auk-
ins hagvaxtar. Alltaf þessi sami
barlómur kann einhver að segja.
Ég spyr: Er einhver sem vill
skipta á hæsta vöruverðinu,
hæsta orkuverðinu, lélegustu
samgöngunum og lægstu laun-
unum — þetta eru lífskjör íbúa
hinna dreifðu byggða, hvað sem
hver segir og verður það á með-
an stjórnvöld keppast við að
skipta landinu upp í byggileg og
óbyggileg svæði.
Margt fleira mætti segja um
þessi mál. En að lokum þetta:
Ég held að fólkið úti á lands-
byggðinni sé hætt að trúa því að
það sé baggi á þjóðfélaginu og
skora ég á alla landsbyggðar-
menn að skera upp herör gegn
því hrópandi óréttlæti sem ríkir
í þessum málum.
Jóhanncs Bcnediktsson.
Fyrirspum um veiðarfæri laxveiðibátsins:
Hversu margir önglar eru á 50 km langri Iínu?
Ég las það í blaði þínu um
daginn, Velvakandi góður, að
Landhelgisgæzlumenn hefðu
farið um borð í færeyskan lax-
veiðibát til að athuga afla og
veiðafæri. Hafi Færeyingarnir
verið búnir að fá 600 laxa á línu
— og nú kemur rúsínan í pylsu-
endanum: Línan er sögð vera 50
km á lengd. Það er vissulega
fróðlegt að fá að heyra ná-
kvæma lýsingu á þessum veiðar-
færum. Hvernig er svo langri
línu komið fyrir um borð í skipi
af þessari stærð. Hve margir
önglar eru á svona línu og fleira
sem máli skiptir.
------------ Gamall sjóari.