Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1982 Opið bréf til alþingismanna frá kaupmanni á landsbyggðinni Kæru þingmenn. Nú liggur það alveg ljóst fyrir að mest öll verslun í dreifbýli var á árinu 1980 rekin með umtals- verðu tapi. Óhætt mun að fullyrða að útkoman á árinu 1981 er litlu betri. Veltuaukning virðist hafa orðið töluverð umfram verðbólgu, en það dugar ekki til að vega upp á móti kostnaðaraukningunni. í ljósi þessara staðreynda má segja að verslunin á landsbyggðinni sé á undanhaldi og búast má við veru- legum samdrætti í þjónustu og vöruvali ef þessari þróun verður ekki snúið við. En eigum við þá möguleika á að rétta við? Ég held að svo sé, og ég held að það getum við án þess að álagning og þar með vöruverð þurfi að hækka af þessum völdum. Að vísu er nauðsynlegt að leið- rétta álagninguna á hina ýmsu vöruflokka og helst af öllu að gefa hana frjálsa, en í heildina þarf það ekki að koma út sem hækkun vöruverðs. Það er líka ýmislegt annað sem gera þarf og það er einmitt það sem þið, ráðamenn þjóðarinnar, þurfið að taka til gaumgæfilegrar athugunar, og það fyrr en seinna. Leyfið mér að benda ykkur á nokkra möguleika: 1. Sérstakur skattur á verslun- arhúsnæði verði afnuminn. Þessi skattur hefur hvort eð er aldrei verið hugsaður sem tekjuöflun fyrir ríkissjóð. 2. Aðstöðugjaldsprósentan verði verulega lækkuð og þessi skatt- eimta helst afnumin, svo óréttlát sem hún er. Aðstöðugjaldið er í engu samræmi við afkomu fyrir- tækja og heldur ekki í neinu sam- ræmi við þá þjónustu sem bæjar- félögin þurfa að veita þeim sem greiða. Sveitarfélögunum mætti bæta þetta tekjutap, t.d. úr Jöfn- unarsjóði sveitarfélaga svo og með því að tekjuskattur af þessum fyrirtækjum renni til viðkomandi bæjarfélags. Hér þykir ykkur sjálfsagt skjóta skökku við, en við verðum að gera ráð fyrir að ef versluninni verði sköpuð eðlileg rekstrarskilyrði komi hún til með að skila tekjuafgangi, eins og aðrar undirstöðuatvinnugreinar þjóðarinnar eiga að gera. 3. Launaskattur verði lækkaður til samræmis við aðrar atvinnugr- einar. 4. Versluninni verði endurgreidd- ur sá kostnaður sem er samfara innheimtu söluskatts og annarra skatta. Hér eru um verulegar upp- hæðir að ræða og óeðiilegt að ekki komi greiðsla fyrir. Verslunin er stærsti innheimtuaðili ríkissjóðs og jafnframt sá eini sem vinnur kauplaust. 5. Yfirvöld innkalli verslunarleyfi þeirra sem ekki hafa opnað versl- un. Jafnframt verði sett ný lög um veitingu verslunarleyfa og það tryggt að þau hljóti aðeins þeir sem uppfylla það sjálfsagða skil- yrði að reka verslun. Pöntunarfé- lög verði afnumin og eftirliti kom- ið á með að heildverslanir afgreiði ekki til annarra en þeirra sem til- skilin leyfi hafa. Með þessu mundi stóraukast inn- heimta ríkissjóðs á söluskatti. 6. Ríkisfyrirtækjum verði skylt að beina viðskiptum sínum, eftir því sem við verður komið, til verslana í því bæjarféiagi sem þau eru rek- in í. Allir sem til þekkja vita að þetta mundi í raun ekki auka rekstrarkostnað ríkisfyrirtækj- anna, en efla heimaversiunina öll- um til hagsbóta. Ég hef áður í skrifum mínum rakið það hverra hagsmunir eru hér í veði. Hér er ekki verið að fara fram á ríkisstyrk versluninni til handa. Hér er á ferðinni brýnt hagsmunamái allra sem að standa; kaupmanna, starfsfólks, verslana, neytenda og bæjarfé- lagsins og í raun allra lands- manna. I baráttu sinni fyrir bættum starfsskilyrðum verslunarinnar hafa kaupmenn reynt að forðast að verða einn af þrýstihópum þjóðfélagsins og enn sem komið er hefur það tekist. Kæru þingmenn. Látið nú loks- ins verkin taia. Sýnið okkur nú fram á að þið berið hag allra landsmanna fyrir brjósti. Sýnið okkur í verki að þið séuð í alvöru fylgjandi því að landið allt haldist „En eigum við þá mögu- leika á að rétta við? Ég held að svo sé og ég held að það getum við án þess að álagn- ing og þar með vöruverð þurfí að hækka af þessum völdum. Að vísu er nauðsyn- legt að leiðrétta álagninguna á hina ýmsu vöruflokka og helst af öllu að gefa hana frjálsa, en f heildina þarf það ekki að koma út sem hækk- un vöruverðs.“ * byggð og að sjálfstæði þjóðarinn- ar sé ofar öllu. Með bestu kveðjum og von um árangursríkt starf. Gísli Blöndal kaupmaður, Seyðisfirði. Garður: Fjölmennt í prófkjöri H-listans (•arði, 8. marz. UM HELGINA fór fram próf- kjör H listans, lista sjálfstæð- ismanna og annarra frjáls- lyndra. Alls tóku 254 þátt í prófkjörinu en í síðustu hreppsnefndarkosningum hlaut flokkurinn liðlega 200 atkvæði. Finnbogi Björnsson varð í efsta sæti, Sigurður Ingvars- son í öðru sæti, Ingimundur Guðnason í þriðja sæti, Karl Njálsson fjórði og Unnar Már Magnússon fimmti. Nokkra athygli vakti að fjórir efstu menn fengu yfir 75% atkvæði og tveir efstu menn um 90%. Framantaldir menn voru allir á lista H-listans við síð- ustu hreppsnefndarkosningar en þá fékk listinn 2 menn af fimm í hreppsnefnd. Arnór. Islandi ;ð síðumúla Húsgagn^sýning i S“SSér hús^ögn sem "16«^'^ Einkaumboð á íslandi Við tögnum komu hönnuðir Noregs, línu með íegurð, t Rybo húsgögn m< SIÐUMULA 2 - SIMI 39555 Christian. ih

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.