Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 42
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1982 • Aldursforsetinn Jóhannes Haraldsson 42 ára úr UMFG tekur vel á mótherja sínum í úrslitaglímunni í 65 kg flokki. En það dugði ekki til. Kriatián EinwMon. • Bjarni Friðriksson Ar- manni. íslandsmeistari í 95 kg flokki. I I i • Halldór Guðbjörnsson JFR. íslandsmeistari í 71 kg flokki. Óskar varpar aftur yfir 20 m ÓSKAR Jakobs.son ÍR og Einar Vilhjálmsson IJMSB sigruðu iirugg- lega þegar skóli þeirra, Texas- háskóli, maetti tíu öðrum bandarísk- um háskólum í rrjálsíþróttakeppni í borginni I-aredo í Texas á laugar- dag. Góð frammistaöa þeirra lagði grunninn aó sigri skólans í stiga- keppninni, en það hafði skólaliðinu ekki tekist frá 1975. „Oskar varpaði kúlunni 20,01 metra og kringlunni 57,40 metra, það ógnaði honum enginn í þessum greinum," sagði Oddur Sigurðsson KR í spjalli við Mbl. , en hann er skólafélagi þeirra Oskars og Einars. „Og Einar kastaði spjótinu 70,80 metra“. Illjóp fyrst á rúmlega 1:58 í riðli, en síðar um daginn hljóp ég á 1:55,0 í úrslitum. Þetta er nýr heimur fyrir mig, og ég held mér lítist ekkert á að snúa mér að 800 metrum. Það getur þó verið að ég hlaupi aftur 800 í vor, mér finnst ég eiga tvær til þrjár sek- úndur inni,“ sagði Oddur. Hann varð sjötti í hlaupinu, sigurvegarinn hljóp á 1:51 mín. Oskar og Oddur keppa um næstu helgi á bandaríska háskólameistara- mótinu, Oddur í 4x400 metra boð- hlaupi og Óskar í kúluvarpi, en tak- ist honum vel upp er hann líklegur til verðlauna á mótinu. Tveir vamtanlegir mótherjar hans hafa varpað yfir 20 metra innanhúss í vet- „Ég keppti í 800 metra hlaupi. ur. Löng ferð fyrir einn landsleik FERI) íslenska knattspyrnulands- liðsins til Arabalandanna hefur heldur betur breyst frá því sem í upphafi var ætlað. Þegar málið fór af stað, var um stórferð mikla að ræða, 17 sólarhringa úthald með sex lands- leikjum gegn þremur þjóðum. Átti að leggja í hann á laugardaginn síð- astliðinn, en breytingar á ferðaáætl- uninni hafa verið örari en veður breytingar á Islandi og er þá mikið sagt. wmmmmmmmmmmmt Staðan í dag er sú, að liðið held- ur utan á fimmtudaginn og mun leika aðeins einn leik í ferðinni, gegn Kuwait sunnudaginn 14. mars. Heim er liðið síðan vænt- anlegt 16. mars. Ferðin hefur því styst úr 17 sólarhringum í tæpa sex. Er hætt við að slík ferð verði æði þreytandi fyrir landsliðs- mennina, en bara flugið frá Lund- únum til Kuwait stendur yfir í 7 klukkustundir. __________~ 88 Engin 38 KEPPENDUR tóku þátt í fyrri hluta íslandsmeistaramótsins í júdó sem fram fór um síðustu heigi í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Keppt var í sjö þyngdarflokkum karla. Keppni var mjög hörð í öllum flokkum og mikið var um snarpar viðureignir. í 60 kg flokki glímdu til úrslita Gunnar Jóhannesson og Gunnar Jónasson. Þar var um hraustleg átök að ræða og mikill kraftur var í glímu þeirra félaga. Sigur Gunn- ars Jóhannessonar var nokkuð sanngjarn, en hann hafði frum- kvæðið, lengst af. í 65 kg flokki glímdu Karl Erlingsson 19 ára gamall og kempan Jóhannes Har- aldsson sem orðinn er 42 ára. Jó- hannes, sem hefur verið Islands- meistari síðastliðin þrjú ár, varð nú að láta í minni pokann. Karl var greinilega sterkari aðilinn og hafði betur þrátt fyrir að baráttu- viljann vantaði ekki hjá Jóhann- esi. Karl er efnilegur júdómaður sem á án efa eftir að ná langt. Hinn harðskeytti judógarpur óvænt • Karl Erlingsson Ár- manni 19 ára, varð íslands- meistari í 65 kg flokki. glímunni og var Sigurður vankað- ur í smá stund eftir meðferðina. Bjarni Friðriksson var hinn ör- uggi sigurvegari í 95 kg flokki. Kolbeinn Gíslason sigraði í 95 kg flokki eftir mikla baráttu við Há- kon Halldórsson. Ekki var annað úrslit 2. Jóhannes Haraldsson UMFG. 3. Magnús Jónsson Árm. Gamla kempan Jóhannes Har- aldsson varð nú að láta sér nægja 2. sætið, en hann hefur margoft orðið Islandsmeistari, m.a. síðustu þrjú ár í röð. Karl er aðeins tví- tugur að aldri. - 71 kg. 1. Halldór Guðbjörnsson JFR. 2. Hilmar Jónsson Árm. 3. Jón Hjaltason ÍBA. Gunnar Guðmundsson UMFK. - 78 kg. 1. Kári Jakobsson JFR. 2. Níels Hermannsson Árm. 3. Ómar Sigurðsson UMFK. Gísli Wíum Árm. Kári keppti nú aftur í þessum flokki eftir nokkurra ára hlé og sigraði örugglega. Ómar mátti sjá af meistaratitlinum og eitthvað munu meiðsli á fæti hafa háð hon- um. - 86 kg 1. Gísli Þorsteinsson Árm. • Einn keppandinn fær smá flugferö hjá mótherja sínum. Mörg lagleg brögd sáust í glímunum á mótinu. Halldór Guðbjörnsson var ekki í vandræðum með bæta við einum Islandsmeistaratitli í safn sitt en hann vann 71 kg flokkinn nokkuð örugglega. Kári Jakobsson sigraði í 78 kg flokki eftir nokkra ára hlé og glímdi vel. Sýndi Kári að hann hefur engu gleymt. Gífurlega hörð barátta var háð í 86 kg flokki. Eftir harða viðureign sigraði Gísli Þorsteinsson Sigurð Hauksson. Gísli hengdi Sigurð í að sjá en júdómennirnir væru í góðri æfingu og vel undir Norður- landameistaramótið búnir, en það verður hér á landi innan skamms. Urslit í mótinu urðu þessi: - 60 kg. 1. Gunnar Jóhannesson UMFG. 2. Gunnar Jónasson Gerplu. 3. Kristján Ársælsson Árm. Karel Halldórsson Árm. - 65 kg. 1. Karl Erlingsson Árm. 2. Sigurður Hauksson UMFK. 3. Kristján Valdimarsson Árm. - 95 kg. 1. Bjarni Friðriksson Árm. 2. Runólfur Gunniaugsson Árm. 3. Birgir Össurarson Árm. + 95 kg. 1. Kolbeinn Gíslason Árm. 2. Hákon Halldórsson JFR. - ÞR. Lið Þórs frá Akureyri, sigurvegarar í 2. deildinni í körfuknattleik. Aftari röö frá vinstri: Gylfi Kristjánsson þjálfari, Roger Behrends, Ríkharö Lúövíksson, Guömundur Björns- son, Jóhann Sigurðsson, Eiríkur Sigurösson, Þóröur Stefánsson, Jón Már Héöinsson og Þórarinn Sigurösson. Fremri röö frá vinstri: Konráö Óskarsson, Erlingur Jóhannsson, Valdemar Júlíus- son, Þórhallur Vilhjálmsson og Björn Sveinsson. Þór, Akureyri, sigurvegari í 2. deild I.ið l»órs frá Akrueyri sigraði um helgina í 2. deildinni í körfuknatt- leik er úrslitakeppni deildarinnar fór fram fyrir norðan um helgina. Fjögur lið léku í úrslitakcppninni, en auk Þórs voru það Breiðablik, Iþróttabandalag Vestmannaeyja og lið íþróttafélags Menntaskólans á Egilsstöðum. IJrslit leikja urðu sem hér segir: Þór _ ÍV 87-69 Breiðablik — ÍV 84—86 ÍME — ÍV 72-78 Þór — Breiðablik 77—76 Þór - ÍME 104-90 Einum leik er ólokið, en það er leikur Breiðabliks og ÍME og mun hann fara fram í Reykjavík um næstu helgi. Eins og á þessum úrslitum sést unnu Þórsarar IV og ÍME nokkuð örugglega en leikur þeirra við Breiðablik var hnífjafn og úrslita- karfan ekki skoruð fyrr en á síð- ustu sekúndunni — Blikarnir raunar miklir klaufar að tapa leiknum. Vestmannaeyingar urðu í öðru sæti en Breiðablik og ÍME eiga eftir að leika um þriðja sætið. — SH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.