Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1982 3 Þriðja fjölhæfniskip- ið í flota Hafskips HAFSKIP undirritadi nýverid samninga í Osló við Fred Olsen-félagið um kaup Hafskips í þriðja fjölhæfniskipinu af því félagi. Er þetta skipið Barok, systurskip Selár og Skaftár, en Hafskip fær skipið afhent síðar í þessum mánuði. Hið nýja skip er smíðað 1972 og er búið opnanlegum skut, akstursramp og tveimur stórum vörulúgum á hlið. Það er 2.828 svokölluð „dauðvigtar- tonn“ og hefur 225.000 kúbikfeta flutn- ingsrými. í skipinu er búnaður til hleðslu á 118 tuttugu feta gámum, auk flutnings á vörupöllum, bifreiðum og annarri vöru. Ganghraði skipsins er 15 sjómílur og það brennir svartolíu. Skipið verður í siglingum til megin- lands Evrópu og Bretlands, en Selá, sem^verið hefur í þessum flutningum mun flytjast yfir á Skandinavíuáætl- un félagsins, í stað Lynx, sem Ríkis- skip hefur nú fest kaup á. Með tilkomu Selár á Skandinavíu- áætlun Hafskips mun flutningageta félagsins aukast þar, en til vandræða hefur horft á undanförnum mánuðum vegna takmarkaðs rýmis. Ragnar Kjartansson, framkvæmda- stjóri Hafskips, sagði í samtali við Mbl., að kaupverð skipsins væri um 3 milljónir dollara, eða um 32,5 milljón- ir íslenzkra króna. Annars er þetta skip, að því leyti frábrugðið systur- skipunum, að það tekur fleiri gáma og brennir minni olíu. í nokkurn tíma höfum viö ekki get- aö fengið þann fjölda af SAAB 99 sem viö hefðum þurft. Þetta hefur oröiö til þess aö biðlistar hafa myndast. En nú þarf enginn að bíöa lengur því þaö eru 28 SAAB 99 bílar árgerö 1982 á leiðinni til landsins, og 200 væntanlegir á næstu tveimur mánuö- um. Nú er því aö taka viö sér, og tryggja sér bíl. Verö á SAAB 99 eru sem hér segir: SAAB 99 SAAB 99 2ja dyra 4ra dyra kr. 148.600 kr. 158.400 Innifaliö í verði: Ryövörn-skráning- — fullur bensíntankur. Fáðu þér SAAB99með framhjóla- drifi og þú flautar á ófærð eftir það. 7ÖGGURHR SAAB UMBOÐIÐ BÍLDSHÖFÐA 16, SÍMI 81530

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.