Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1982
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, ReykjSVÍk.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, simi 83033. Áskrift-
argjald 110 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 7 kr. eintakiö.
Rifist um
stjórnkerfi
ForvÍKÍsmenn vinstri meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur rif-
ust harkalega í síðustu viku, þegar til umræðu komu hugmyndir
þeirra sjálfra um breytingu á stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Eins og
menn muna lögðu vinstri flokkarnir megináherslu á tvö atriði í áróðri
sínum fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1978: Fengju þeir meirihlut-
ann myndi stjórnkerfi Reykjavíkur breytt frá „einræðisháttum"
íhaldsins og stórátak yrði gert í skipulagsmálum. Eftir að reynslan
hefur sýnt, að í skipulagsmálum komast vinstri menn ekki að neinni
skynsamlegri niðurstöðu, áttu ýmsir stuðningsmanna þeirra von á
því, að þeir myndu slá sér upp á „stjórnkerfismálinu", þar myndi
þeim takast að reka af sér slyðruorðið.
Þessi von stuðningsmanna meirihlutans hefur ekki ræst frekar en
aðrar. Fyrirvaralaust lagði framsóknarmaðurinn í formannssæti
stjórnkerfisnefndar nefndina niður. Fyrir borgarstjórn lögðu komm-
únistar eigin tillögur, framsóknarmenn sínar og kratar sínar. í borg-
arstjórn sögðu kratar, að tillögur kommúnista miðuðu því að „treysta
völd flokkseigenda og flokksrekenda", slík skipan væri á Norðurlönd-
um talin viðhalda „klíkum og ættum við völd í jafnvel meira en 100
ár...“ Framsóknarmenn mótmæltu hugmyndum kommúnista um 7
pólitíska borgarstjóra og sögðu um hugmyndir krata, að þær væru
„endemis tillögur". I sömu andrá og kommúnistar viðurkenndu, að
öllu samráði forsvarsmanna meirihlutans við hinn almenna borg-
arbúa hefði hnignað í tíð vinstri meirihlutans, reyndu þeir að klóra í
bakkann með tillögum um nefndabákn utan um „virkt lýðræði" að
kommúnískri fyrirmynd.
Málgagn framsóknarmanna, Tíminn, hefur talið það vinstri meiri-
hlutanum í borgarstjórn helst til framdráttar, að hann skuli hafa
komið sér saman um einn borgarstjóra. Nú getur Tíminn ekki lengur
hampað því skrautblómi, því að kommúnistar vilja nú fá 7 borgar-
stjóra að mati framsóknarmannsins, sem lagði niður stjórnkerfis-
nefndina. Sjálfur vill framsóknarmaðurinn vængstýfa borgarstjór-
ann með því að leggja skrifstofu borgarstjórnar undir forseta hennar
og skrifstofustjóra — sem sé hafa tvo borgarstjóra.
Það stendur ekkert eftir við lyktir kjörtímabilsins, sem vinstri
flokkarnir geta gert að sameiginlegu baráttumáli. Eins og á hefur
verið bent eru þeir sundraðir um stórt og smátt. Fyrir utan skipu-
lagsmálin og stjórnkerfið má nefna kaupin á listaverkinu Lífshlaupi
eftir meistara Kjarval, vegna sundurlyndis vinstri manna hafa
Kjarvalsstaðir ekki eignast það — vandræðalegar tilraunir kommún-
ista til að varpa ábyrgðinni í því máli yfir á Sjálfstæðisflokkinn
líkjast aðeins yfirklóri þeirra yfir sambandsleysið við borgarbúa.
Kosningar í háskólanum
Stúdentar í Háskóla íslands ganga til kosninga á fimmtudaginn og
velja fulltrúa til setu í stúdentaráði og háskólaráði. Nú er um ár
liðið síðan málum stúdenta var bjargað úr höndum vinstri manna.
Höfðu þeir haft meirihluta í stúdentaráði um nokkurt árabii, stjórn
þeirra einkenndist af glundroða og geðþóttaákvörðunum. Er raunar
ótrúlega margt líkt með óstjórn vinstri manna í málefnum stúdenta
og því stjórnleysi, sem setur svip sinn á vinstri meirihlutann í
Reykjavík.
I ár hafa Umbótasinnar og Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta,
farið með meirihluta í stúdentaráði. Þegar litið er yfir kosningablöð
og stefnuskrár þeirra, sem nú sækjast eftir fylgi stúdenta, er greini-
legt, að vinstri menn eru með allt annað í huga en hagsmuni stúdenta.
Þeir vilja aðeins nota stúdentasamtökin sem tæki til að koma á
framfæri sérviskulegum sjónarmiðum sínum í alþjóðamálum eða
ímyndaðri stéttabaráttu. Bæði Vaka og Umbótasinnar hafa sett fram
málefnalegar stefnuskrár. Er greinilegt, að þessir aðilar vilja vinna
skipulega að því að bæta hag stúdenta. Til dæmis ríkir nú allt annað
viðhorf í starfsemi Félagsstofnunar stúdena en fyrir ári, fram-
kvæmdahugur í stað gjaldþrotastefnu.
Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, hefur um margra áratuga
skeið verið starfsvettvangur þeirra forvígismanna stúdenta, sem
bestan vörð hafa staðið um hag stúdenta. Það er rétt hjá Gunnari
Jóhanni Birgissyni, efsta manni á lista Vöku að þessu sinni, að félagið
er fyrsta stúdentahreyfingin, sem markaði heilsteypta stefnu i hags-
munamálum þeirra. Af stefnuskrá Vöku nú má ráða, að félagið er enn
vettvangur þeirra, sem vilja gæta hagsmuna stúdenta.
Ósæmilegur málflutningur
r
ISAL, eða álverið í Straumsvík, lýtur íslenskum lögum, það er
íslenskt fyrirtæki. Frá því að fyrirtækið hóf starfsemi 1969 hafa
mörg hundruð ef ekki margar þúsundir íslendinga starfað þar og eru
þeir jafn góðir íslendingar eftir sem áður. Heildartekjur Islendinga
af fyrirtækinu nema frá upphafi 3400 milljónum nýkróna að núvirði
eða 340 milljörðum gamalla króna. Málflutningur Þjóðviljans um
forstjóra og starfsmenn ÍSAL er með öllu ósæmilegur — fer þeim
skriffinnum heimskommúnismans, sem fyrir þeim árásum standa,
síst að ásaka þessa fjölmörgu íslendinga um að vera „þjóna eriends
valds“.
Sameiginlegt prófkjör flokkanna í Kópavogi:
Árangurinn er stað
á einingu sjálfstæðis
- segir Richard Björgvinsson, efsti maður á lista Sjálf-
stæðisflokksins sem fékk yfir 40% atkvæða
Rirhard Björgvinsson
Stjórnmálaflokkarnir fjórir
efndu til sameiginlegs prófkjörs
í Kópavogi sl. laugardag og tóku
þátt í því 2.600 manns eða 27,2%
þeirra sem á kjörskrá eru, en
þeir eru alls um 9.600. Úrslit
urðu sem hér segir:
Alþýðuflokkur hlaut 396 at-
kvæði eða 15,17% sem þýðir
einn mann, Framsóknarflokk-
ur 560 atkvæði, 21,46%, sem
þýðir 2 menn, Sjálfstæðis-
flokkur 1.059 atkvæði, 40,57%,
sem þýðir 5 menn og Alþýðu-
bandalag 595 atkvæði, 22,8%,
sem gerir 3 menn.
Efstu menn listanna eru:
Sjálfstæðisflokkur: 1. Rich-
ard Björgvinsson 619 atkvæði,
2. Bragi Mikaelsson 671, 3.
Ásthildur Pétursdóttir 651, 4.
Guðni Stefánsson 578, 5. Arn-
ór Pálsson 524, 6. Jóhanna
Thorsteinsson 335. Kosningin í
5 efstu sætin er bindandi.
Alþýðuflokkur: 1. Guðmund-
ur Oddsson, 2. Rannveig Guð-
mundsdóttir, 3. Kristín
Viggósdóttir, 4. Einar Long
Siguroddsson, 5. Sigríður Ein-
arsdóttir, 6. Hrafn Jóhanns-
son. Fyrstu tvö sætin eru
bindandi.
Alþýðubandalag: 1. Björn
Ólafsson, 2. Heiðrún Sverris-
dóttir, 3. Snorri Konráðsson, 4.
Lovísa Hannesdóttir, 5. Ás-
mundur Ásmundsson, 6.
Hjálmdís Hafsteinsdóttir og
Ágústa Sigurðardóttir, með
sömu atkvæðatölu. Kosning
var ekki bindandi í sæti.
Arnór l'álsson
Sandgerði:
273 gild atkvæði
- í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
SjálfstæðLsfélag Miðneshrepps
efndi um síðustu helgi til prófkjörs
í Sandgerði. Alls voru gild atkvæði
273 að tölu en gert er ráð fyrir að á
kjörskrá í vor verði milli 650 og
700 manns. Úrslit í prófkjöri
sjálfstæðismanna urðu sem hér
segir:
Jón H. Júlíusson hlaut 137 at-
kvæði í 1. sæti og alls 214 at-
kvæði, Gunnar Sigtryggsson
hlaut 91 atkvæði í 1.—2. sæti,
alls 187 atkvæði, Sigurður Þ. Jó-
hannsson 66 í 1,—3. sæti, alls
154, Sigurður Bjarnason 82 í
1.—4., alls 144, Jón Friðriksson
96 í 1.—5., alls 149, Reynir
Sveinsson 113 í 1.—6., alls 126 og
Pálína Guðmundsdóttir 122 í
1.—7. sæti.
Ferðaskrifstofan Útsýn kynnir nýjar ferðir:
Sikiley - „Krossgötur Evrópu
Austurlanda og Afríkuu
INGÓLFUR Guðbrandsson forstjóri
lltsýnar kynnti í hádegisverðarhoði að
llótel Loftleiðum í gær hið nýjasta í
ferðum ferðaskrifstofunnar Htsýnar,
en það eru þriggja vikna ferðir til Sik-
ileyjar í Miðjarðarhafinu. Viðstaddir
fundinn voru þekktir skemmtikraftar
á Sikiley sem sungu og dönsuðu fyrir
gesti, einnig ferðamálafrömuðir frá
Sikiley og bæjarfulltrúar ferðamanna-
bæjarins Giardini Naxos, en þangað er
þessum ferðum lltsýnar einmitt stefnt.
Þá voru einnig viðstaddir fulltrúar frá
Norður Ítalíu, en til Lignano á Ítalíu
hefur Útsýn skipulagt ferðir um nokk-
urra ára bil.
Ingólfur lýsti hinum nýja áfanga-
stað íslenzkra ferðalanga nokkrum
orðum í upphafi og kynnti við-
stadda. Hann sagði hina sikileysku
gesti hafa dvalið hérlendis frá því sl.
fimmtudag og hefðu þeir kynnt land
sitt og þjóð á Útsýnarkvöldum og
víðar. Þá gerði hann í nokkrum orð-
um grein fyrir ferðamannastaðnum
Giardini Naxos á Sikiley. Sikiley er
stærst eyja í Miðjarðarhafinu og
hefur hún oft verið nefnd „krossgöt-
ur Evrópu, Austurlanda og Afríku",
Skemmtikraftarnir frá Sikiley kvöddu viðstadda með því að taka lagið og má hér sjá fimm þeirra ásamt Ingólfi
Guðbrandssyni og nokkrum gesta. Lengst til vinstri er fulltrúi borgarstjórnar Naxos. Næstur honum Pétur Björnsson, þá
Ingólfur og lengst til hægri fulltrúar frá N-Ítalíu. Ljósm. Mbl. Kristján Einarsson.