Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1982
35
Birgir Björn Sigurjónsson
fyrir séreignarskipulaginu,
einkaframtaki og atvinnufrelsi,
eru þau, að ella geti menn ekki
aflað sér nægilegrar þekkingar
eða hagnýtt sér hana. Við get-
um orðað þetta svo, að við vit-
um aldrei fyrir, hver sé skyn-
samlegasta nýting framleiðslu-
tækjanna, heldur verðum við að
láta á það reyna með þeim sí-
fellda samanburði, sem felst í
samkeppni á markaði.
Itíkið eða markaðurinn?
Birgir Björn bendir á eina
frumstaðreynd atvinnulífsins,
sem er, að enginn hefur full-
komna þekkingu. En hann kann
ekki að draga rétta ályktun af
henni, sem er, að við verðum að
dreifa hagvaldinu og leyfa
mönnum að spreyta sig á mark-
aðnum. Hvað hefur hann verið
að gera í þessi 9 ár, frá því að
hann lauk viðskiptafræðiprófi?
Ég verð að benda honum á að
lesa bók Hayeks, Einstaklings-
hyggjti og hagskipulag (Indi-
vidualism and Economic
Order), sem gefin var út 1948,
en einnig er gott yfirlit yfir
þessar hugmyndir í bæklingi
eftir S.C. Littlechild frá 1978,
Veilur blandaða hagkerfisins
(The Fallacy of the Mixed Econ-
omy). Svipað má segja um kafl-
ann um ríkið í bókinni. Hann
kvartar undan því, að hagfræð-
ingar láti sér nægja að greina
þau lögmál, sem gildi á mark-
aðnum, en gefi ríkinu ekki gæt-
ur, þótt það gegni miklu hlut-
verki í atvinnulífinu. Þetta hef-
ur verið rétt til skamms tíma,
en í Bandaríkjunum er að verða
til ný og merkileg grein innan
hagfræðinnar, sem hefur ríkið
að viðfangsefni, almannavals-
fræðin (public choice theroy).
Almannavalsfræðingar
spyrja, hvaða lögmál gildi á
vettvangi stjórnmálanna,
hvernig sé valið á honum. Og
þeir hafa leitt rök að því, að á
þessum vettvangi sé oftar en
ekki valið á miklu óskynsam-
legri hátt en á markaðnum.
Menn verði að bera saman
markaðsviðskipti og ríkisaf-
skipti, en ekki draga þá ályktun,
ef markaðsviðskiptin séu ófull-
komin, að ríkisafskiptin hljóti
að vera heppilegri en þau. Menn
verði að muna, að stjórnmála-
menn séu mannlegir — þekking
þeirra er jafntakmörkuð og
okkar hinna, þeir eru breyskir
og mistækir eins og viðhinir.
Einn frumkvöðull þessarar nýju
greinar, bandaríski hagfræði-
prófessorinn Gordon Tullock,
tók gott dæmi á fundi, sem ég
sótti í Stokkhólmi fyrir
skömmu. Hann sagði, að sá, sem
léti sér þau rök nægja fyrir
ríkisrekstri, að einkarekstur
væri ófullkominn, væri eins og
dómari í keppni tveggja söng-
kvenna, sem hlustaði á aðra
þeirra syngja og veitti hinni
síðan verðlaunin! Spurningin er:
Hvað gerir ríkið betur en ein-
staklingarnir á markaðnum?
Það kann að gera sumt betur
(þótt sumir hagfræðingar efist
um það), en annað gerir það
miklu verr, eins og allir vita af
eigin reynslu. Ég verð að benda
Birgi Birni á að lesa bókina
Hagfræðilega greiningu stjórn-
málanna (The Economics of
Politics) eftir James Buchanan
o.fl., sem gefin var út 1978, ef
hann ætlar að fræðast um,
hvaða gætur hagfræðingar hafa
gefið ríkinu.
Fleiri rök má að sjálfsögðu
sækja í hagfræðina fyrir að
taka markaðsviðskipti fram
yfir ríkisafskipti. Allir hag-
fræðingar þekkja rökin fyrir
því, að verðbreytingar á mark-
aðnum séu ómissandi upplýs-
ingar, svo að fyrirtæki og heim-
ili geti lagað sig að síbreyti-
legum aðstæðum, og að sér-
þekking einstaklinganna nýtist
ekki, nema þeir hafi valdið.
Birgir Björn minnist og á, að
frelsið er takmarkað í mark-
aðsskipulaginu. Þetta er rétt.
En hvar er það meira en í því?
INNKAUP HE
ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SÍMI 22000 - PÓSTHÓLF 1012
SÖLUSTJÓRI: HEIMASÍMI 71400.
Seltuvaröar álplötur meö innbrenndum litum.
Auðveldar í uppsetningu, hrinda frá sér
óhreinindum og þarf aldrei aö mála.
Álklæðið þökin og losnið við eilíft viðhald - það
er ódýrara þegar til lengdar lætur.
Einnig bjóðum við ýmsar gerðir klæðninga á
veggi og loft - úti sem inni.
Leitið upplýsinga, við gefum verðtilboð og
ráðleggingar ef óskað er.
VARANLEC
LAUSN
á þök, loft og veggi
Erindi flutt í kvöld:
Uppbygging
plöntusam-
félags í
gömlu túni
í DAG, þriðjudag 9. mars, heldur
l»óra Ellen Þórhallsdóttir erindi á
vegum Lífrræðifélags íslands, sem
hún nefnir „Uppbygging og endur
nýjun plöntusamfélags í gömlu
túni“.
I erindinu verður fjallað um
rannsóknir á því, hvernig plöntu-
tegundir í beittu túni raða sér
saman í samfélag og hvernig sam-
félagið endurnýjast við það að ein
planta deyr og önnur kemur í
hennar stað. Athuganir leiddu í
Ijós, að breytingar í slíku túni eru
nokkuð örar, þótt það sé oft mjög
stöðugt hvað varðar tegundasam-
setningu. Ennfremur koma fram
við athuganir ýmis gróðurmynst-
ur, þótt túnið sé einsleitt að sjá.
Frekari rannsóknir sýndu, að
samkeppnisáhrif milli hinna ýmsu
tegunda ráða sennilega miklu um
viðhald gróðurmynstursins.
Erindið verður haldið í stofu 101
í Lögbergi og hefst kl. 20.30. öllum
er heimill aðgangur.
TYPARBsíudúkur frá Du Pont er níósterkur
jarðvegsdúkur ofinn úr polypropylene.
^Hann er léttur og mjög meófærilegur.
TYPAR síudúkur leysir alls konar jaróvatns-
^vandamál.
TYPAR er notaður í ríkum mæli í stærri verk-
um svo sem í vegageró, hafnargerð og
^stíflugeró.
TYPAR sludúkur er ódýr lausn á jaróvatns-
vandamálum við ræsalagnir við hús-
byggingar, lóðaframkvæmdir, íþrótta-
_ svæði o.s.frv.
TYPAR siudúkur dregur úr kostnaði við jarð-
vegsskipti og gerir þau jafnvel óþörf
og stuðlar að því, að annars ónýtan-
legan jaröveg megi nota. Dúkurinn
kemur sérstaklega vel aö notum í
ódýrri vegagerð, hann dregur úr aur-
bleytu ( vegum þar sem dúkurinn að-
skilur malarburðarlagió og vatnsmett-
að moldar- eða leirblandaðan jarðveg.
Notkun dúksins dregur úr kostnaði
vió vegi, „sem ekkert mega kosta”, en
leggja verður, svo sem aó sveitabýl-
@um, sumarbústöðum o.s.frv.
TYPAR er fáanlegur í mörgum geröum, sem
hver hentar til sinna ákveðnu nota.
Síðumúla32 Sími 38000