Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1982 29 festing tnanna Framsóknarflokkur: 1. Skúli Sigurgrímsson, 2. Ragnar Magnússon, 3. Jón Guðlaugur Magnússon, 4. Katrín Oddsdóttir, 5. Bragi Árnason, 6. Guðrún Einarsdóttir og var kosning ekki bindandi í sæti. — Þetta er góð útkoma fyrir Sjálfstæðisflokkinn og ég vil þakka þeim sem studdu okkur í prófkjörinu og öllum, sem lögðu hönd á plóginn við fram- kvæmd þess, sagði Richard Björgvinsson, sem er efsti maður á lista sjálfstæð- ismanna. — Ég tel okkur hafa sterkan lista og við hefðum ekki náð þessum árangri nema með einingu allra sjálfstæð- ismanna og er árangurinn staðfesting á þessari einingu. Þátttakan er í minnsta lagi, en vel má líta á hana sem skoð- anakönnun, sagði Richard ennfremur. — Ég er mjög ánægður með útkomuna og vona að hér sé að skila sér sameining sjálfstæð- ismanna, sagði Arnór Pálsson sem skipaði sæti á S-lista við síðustu kosningar. — Þessi hópur kemur til með að geta unnið vel saman sem er mjög þýðingarmikið og ég þykist viss um að það geti hann og geri. Þátttakan var að vísu ekki mikil og trúlega of lítil til að mynda sér ákveðnar skoð- anir, en úrslitin sýna þó stefn- una, sagði Arnór einnig. því þó ítalska sé þar töluð og ítölsk áhrif ríkjandi, er hún talin sérstæð og ólík meginlandi Italíu um margt, enda þar mætzt fjölbreytilegir menningarstraumar. Stærsta borgin á Sikiley er að sögn Ingólfs Palermo, en sú fræg- asta Taormina og er ferðamanna- bærinn Giardini Naxos steinsnar frá henni, við „sítrónuströndina" undir hlíðum sjálfrar Etnu. Að sögn Ing- ólfs hefjast ferðirnar til Sikileyjar þann 8. apríl nk. og standa þær fram í október nk. Hann sagði mjög mikla eftirsókn eftir ferðunum og væri nú þegar upppantað í margar þeirra. Pétur Björnsson sem starfað hef- ur hjá Útsýn í átta ár verður aðal- leiðsögumaður á Sikiley i sumar. Hann fjallaði í hádegisverðarboðinu um helstu þætti í menningu og sögu eyjarinnar og kynnti síðan við- stadda Sikileyjarbúa og túlkaði málflutning þeirra. Fyrstur tók til máls fulltrúi borgarfulltrúa Giard- ini Naxos, þá fulltrúi ferðamálaráðs eyjarinnar, auk þess fleiri viðstadd- ir. Þeir báru allir mikið lof á mót- tökurnar sem þeir hefðu fengið hér- : lendis. Lýstu síðan landi sínu og þjóð nokkrum orðum og sögðust geta lofað íslendingum því, að á Sikiley fengju þeir nóg af sól og góðar mót- tökur. Þrátt fyrir að Islendingar töl- uðu fáir ítölsku og líklega enginn Sikileyjarbúi mikið í íslenzku, þá væri háttur Sikileyjarbúa að tjá sig með hjartanu og gætu þeir því full- vissað okkur um að við fengjum jafngóðar móttökur og þeir hefðu fengið hér. Hádegisverðarboðinu lauk með því að skemmtikraftarnir sikileysku tóku lagið fyrir viðstadda og Ingólf- ur þakkaði gestum komuna. A myndinni eni frá vinstri til hægri: Anton Dolin, Helgi Tómasson, Sveinn Einarsson, John Gilpin og Jón Stefánsson. Þjóðleikhúsið: Ballettinn Giselle frumsýndur IIINN kunni ballett Giselle verður frumsýndur í Þjóðleikhúsinu nk. lostudag. Anton I)olin og John Gilpin hafa æft ballettinn og stjórna sviðssetningu í samein- ingu. Danshöfundur er Anton Dol- in. Ilann reisir dansana á uppruna- legri gerð eftir Jean ('oralli og Jul- es Perrot auk Mariusar Petipa. Tónlistin er eftir franska tónskáld- ið Adolphe Adam. Með hljómsveit- arstjórn fer Jón Stefánsson og konsertmeistari er Guðný Guð- mundsdóttir. En 10 manna kamm- ersveit skipuð félögum úr Sinfón- íuhljómsveit íslands leikur undir. Iæikmynd og búningar eru eftir hinn breska leikmyndahönnuð William Chappell. Helgi Tómasson ballettdans- ari kom hingað til lands í gær. Hann mun dansa annað aðal- hlutverkið á fyrstu 6 sýningun- um. Helgi, sem hefur verið aðal- dansari hjá New York City Ball- et undanfarin ár, hefur dansað hlutverk í Giselle víðs vegar um heim. Það er því öldungis gleði- efni að Helgi hafi séð sér fært að taka þátt í þessari sýningu Þjóð- leikhússins. Enda lét Sveinn Einarsson þjóðleikhússtjóri í ljós mikla ánægju yfir komu Helga á blaðamannafundi sem haldinn var í tilefni af frumsýn- ingu ballettsins. Er Helgi var spurður að því hvað tæki við að þessu verkefni loknu kvaðst hann hafa mikið á prjónunum. Fyrst færi hann til Miami á Florida til að taka þátt í sýningu. En þar kæmu margir frægir dansarar fram. Síðan mundi hann dansa á vegum leikhúss í Suður-Karólíufylki. Og í apríl hæfust svo æfingar á ballettum í New York sem flytja ætti í maí og júní. Helgi gat þess ennfremur að nú væri einn íslendingur við nám í skóla New York City- ballettsins. Það er Einar Sveinn Þórðarson. Er hann nú hingað kominn sérstaklega til að taka þátt í þessari sýningu. Af öðrum þeim sem taka þátt í sýningunni má nefna Per Arthur Segerström. En hann mun taka við hlutverki Helga Tómassonar. Ásdís Magnúsdóttir mun dansa hlutverk Giselle, en Ólafía Bjarnleifsdóttir hefur einnig æft hlutverkið. Enn fremur er ætl- unin að María Gísladóttir komi síðar og dansi Giselle sem gest- ur. Hlutverk Myrthu drottn- ingar dansa á víxl Guðmunda Jóhannesdóttir og Birgitte Heide. Að öðru leyti kemur allur íslenski dansflokkurinn fram í þessari sýningu ásamt leikurum og öðrum dönsurum. Með stærsta leikhlutverkið fer Mar- grét Guðmundsdóttir. Ballettinn Giselle var frum- fluttur í Parísaróperunni árið 1841. Hefur hann síðan verið settur á svið í mörgum löndum. Sagan er eftir þá Theophile Gautier og Vernoy de Saint- Georges. Þeir reistu hana á þýskri þjóðsögu sem Hinrik Heine skráði. Að þessari sýningu Þjóðleik- hússins á Giselle standa valin- kunnir menn. Anton Dolin og Johr Gilpin hafa mikla reynslu á sviði balletts. Hafa þeir bæði dansað aðalhlutverk i nafntog- uðum leikhúsum og sett víða upp balletta. Þess má geta að Anton Dolin hefur sett ballettinn Pas de Quatre á svið í Þjóðleikhús- inu. Var það á Listahátíð 1976 með íslenska dansflokknum. Einnig sá hann um uppsetningu sovéska ballettflokksins á sama ballett. En hann var fluttur í Þjóðleikhúsinu í fyrravetur. Afstaða reikistjarna hættuleg jörðinni? „SÚ SAGA hefur gengið manna á meðal, hérlendis sem erlendis, að á árinu 1982 muni reikistjörnurnar mynda beina línu út frá sól eða því sem næst, með hinum verstu af- leiðingum fyrir jarðarbúa," scgir m.a. í Almanaki fyrir ísland 1982 sem Iláskóli íslands gefur út. Upphafsmenn þessarar sögu eru sagðir vera tveir vísinda- menn, sem gáfu árið 1974 út bók um efnið. Telja þeir að hinn 10. mars, þ.e. á morgun, þegar reiki- stjörnurnar eru allar sömu meg- in við sólu, valdi þær svo gífur- legum sólgosum sem hafi m.a. þau áhrif að hræðilegir jarð- skjálftar verði. I þættinum „Ver- öld“ í Mbl. sl. sunnudag segir nánar frá þessu máli og þar kemur m.a. fram að aðrir vís- indamenn berjist hetjulegri bar- áttu við að leiðrétta þessa skoð- un. Hafa þeir sagt að reiki- stjörnurnar séu allar sömu meg- in við sólu á tímabilinu 24. janú- ar til 10. apríl og að Móður jörð sé síst meiri hætta búin 10. mars en aðra daga. I Almanakinu segir að bók vís- indamannanna hafi ekki orðið þeim til álitsauka þar sem þeir hafi farið frjálslega með stað- reyndir. Sést á myndinni sem fylgir hér með að nokkuð vantar upp á að reikistjörnurnar séu í beinni línu, en þessi er afstaða þeirra hinn 10. mars þegar þær mynda minnst horn séð frá sólu á þessu ári. Tcikningin hér sýnir afstöðu reikistjarnanna 10. mars 1982, en á tíma- bilinu 24. janúar til 10. apríl eru þær allar sömu megin sólar. Mynd úr Almanaki fyrir Island 1982. 11 rússnesk njósnadufl hafa fundizt á 10 árum RÚSSNESKA hlustunarduflið, sem fannst á dögunum undan landi er ellefta sovézka njósnaduflið, sem finnst hér við land síðan árið 1972. I^tndhelgisgæzlan heldur skrá yfir fund slíkra dufla og eru þau yfir leitt skoðuð af sérfræðingum Land- helgisgæzlunnar eða Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Í sumum tilfellum skoða báðir aðilar þessi njósnadufl eins og nú. Duflið var flutt til Keflavík- urflugvallar með þyrlu Varnar- liðsins. 1972: 28. október fannst dufl á reki við Vestmannaeyjar. 1975: 22. febrúar fundust tvö dufl rekin á land, annað við Stokksnes og hitt við Landeyjar- sand. 2. apríl fannst dufl rekið á Fossafjöru á Síðu. 3. apríl fannst dufl rekið á fjöru í Ófeigsfirði á Ströndum. 20. júní fannst dufl á reki út af Krísuvíkurbjargi. Fimm dufl fundust því á reki á fjögurra mánaða timabili árið 1975. 1976: 22. júní fannst dufl á reki út af Krísuvíkurbjargi. 1979: 6. maí fannst dufl á Þing- eyrasandi í Húnafirði. 22. júlí fannst dufl á reki utan við Grímsey. 22. ágúst fannst svo dufl á reki við Horn og loks er ellefta duflið það sem fannst und- an landi á dögunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.