Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1982
19
Ungliðaáróður í Kína. Hópur kínverskra ungmenna útskýrir hér fyrir jafnöldrum sínum innihald herferdar til styrktar kenningum sósíalismans. Er
haldinn sérstakur slíkur mánuður og hófst hann fyrir skömmu.
Norðmenn og
Rússar ræða
fiskveiðimál
Moskvu, 8. marz. AP.
VLADIMIR Kamentsev, sjávarút-
vegsrádherra Sovétríkjanna, fer til
Noregs á morgun, þriðjudag, til við-
ræðna um sjávarútvegsmál að sögn
Tass.
Kamentsev sagöi Tass að fisk-
veiðar Rússa og Norðmanna ættu
sér „jákvæða sögu“, sem grund-
vallaðist á meginreglum „góðra
nágrannasamskipta og gagn-
kvæms skilnings".
Hann gaf í skyn að rætt yrði um
hagnýtingu og skiptingu aflans á
Barentshafi og Noregshafi. Þjóð-
irnar hefðu gert með sér níu
samninga „sem gerði kleift að
ræða og leysa mikinn fjölda ólíkra
mála ef vilji væri fyrir hendi".
Rússar eru fúsir til að sam-
þykkja að skipzt verði á „reynslu"
í fiskveiðitækni, vinnslu sjávar-
afla og fiskirækt og fiskivernd,
sagði Kamentsev. Hann hvatti til
„víðtæks samstarfs báðum aðilum
til góðs“.
Khomeini dauður
eða ekki dauður?
London, 8. marz. AP.
ÍRÖNSK stjórnvöld reyndu um helgina að sannfæra landa sína um að það
væri alrangt að Khomeini trúarleiðtogi væri fársjúkur og jafnvel látinn.
Sögusagnir af þeim toga hafa verið á kreiki og heldur magnazt en hitt.
íranska útvarpið las upp ávarp
sem sagt var að Khomeini hefði
samið um helgina, en það dugði þó
ekki til að kveða niður sögurnar.
írönsk blöð birtu um helgina stór-
ar myndir af Khomeini, sem voru
sagðar nýjar. Iranskir útlagar í
London sögðu að væru þetta nýjar
myndir og þær einu sem tiltækar
væru, hlyti eitthvað stórmikið að
vera að.
í brezka blaðinu Times er frá-
sögn eftir Charles Hargrove
fréttaritara blaðsins í íran þar
sem segir að íranskir útlagar þar
dragi stórlega í efa, að Khomeini
HENRY Kissinger fyrrum utanrík-
isráðherra segir í endurminningum
sínum að Leonid Brezhnev, leiðtogi
Sovétríkjanna, hafi gefið í skyn í
samtali í maí 1973 að Rússar kynnu
Handtóku 50
unglinga
Kaupmannahöfn, 6. marz. AP.
Oeirðalögregla Kaupmanna-
hafnarborgar lét í dag til skarar
skríða gegn hópi unglinga, sem
yfirtóku auða byggingu um
skamma hríð. Voru þeir að mót-
mæla húsnæðisskortinum í
borginni.
Um 50 voru handteknir, en
þetta er í fjórða sinn á jafn-
mörgum mánuðum, að ungl-
ingar hertaka auðar bygg-
ingar í tilraun sinni til að
koma upp eins konar „ungl-
ingamiðstöðvum". Ungl-
ingarnir, sem aðallega voru á
aldrinum 12—20 ára, létu
grjóti og flöskum rigna yfir
lögregluna, en voru yfirbugað-
ir áður en langt um leið.
sé við eðlilega heilsu. Þann 22.
febrúar hafi Teheran-útvarpið
leikið segulbandsupptöku með
glænýrri ræðu Khomeinis, en þeg-
ar betur var að gáð, reyndist það
vera gömul ræða.
Mönnum ber ásamt um að
Khomeini hafi hvorki sést á al-
mannafæri né heldur látið í sér
heyra — fyrr en þá um helgina —
síðustu tvær vikur. Sé það ekki
sennilegt að allt sé með felldu þar
sem Khomeini hafi jafnan notað
flest tækifæri til að koma boðskap
sínum til skila.
að gera fyrirbyggjandi árás á Kína
að því er fram kemur í útdrætti í
Time.
Kissinger, sem Newsweek segir
að verði bráðlega skipaður for-
maður nýrrar ráðgefandi nefndar
um viðskipti austurs og vesturs,
segir að í veiðiferð norðaustur af
Moskvu hafi Brezhnev talað af til-
finningahita um „mannætu-
tilhneigingar" Kínverja og smíði
þeirra á kjarnorkuvopnum.
Brezhnev sagði að Rússar gætu
ekki sætt sig við þetta aðgerðar-
lausir og „eitthvað yrði að gera“.
Kissinger taldi að Brezhnev
væri að fiska eftir þegjandi sam-
þykki Bandaríkjamanna, en
kvaðst enga hvatningu hafa veitt
honum, aðeins sagt að vaxandi
máttur Kínverja væri eitt þeirra
vandamála sem undirstrikuðu
mikilvægi þess að leysa deilumál
friðsamlega.
Þegar Brezhnev sagði að banda-
rísk hernaðaraðstoð við Kínverja
gæti leitt til stríðs sagði Kissinger
að „sagan sannaði að Bandaríkja-
menn mundu ekki láta sig árás á
Kína engu skipta".
Daginn efir segir Kissinger að
Anatoly Dobrynin sendiherra hafi
lagt áherzlu á að Brezhnev hefði
meint hvert einasta orð sem hann
sagði um Kína.
Habib
nokkuð
ágengt
í Miðausturlöndum
Jerúsalem, 8. mar/. AP.
SÉRLEGUR sendimaður
Bandaríkjanna í Miðaustur
löndum Fhilip Habib, virðist
hafa náð árangri í málamiðl-
unarstarfi sínu og tekizt að
treysta vopnahléð á landa-
mærum ísraels og Líbanons,
sem hefur verið heldur veiga-
lítið um langar tíðir.
ísraelskir embættismenn
skýrðu frá þessu í dag, en
þeir bættu við að Habib
hefði ekki orðið neitt ágengt
í því að draga úr spennu og
tortryggni milli ísraela og
skæruliða Palestínumanna í
Suður-Líbanon. Habib átti
fundi með Shamir, utanrík-
isráðherra ísraels og hann
ræddi nokkru síðar við Beg-
in og mun á þeim fundi hafa
gert honum grein fyrir við-
ræðum við leiðtoga Jórdaníu
og Sýrlands.
Habib vildi ekki tjá sig
um málið frekar venju og
hélt því næst til Washington
síðdegis í dag, mánudag.
Ef það reyndist rétt að
Habib hafi tekizt að treysta
vopnahléð í Suður-Líbanon,
verður það að teljast meiri
háttar áfangasigur, því að í
þeim hluta hefur verið mjög
ófriðlegt svo árum skipti og
berjast þar ýmsar fylkingar.
Brezhnev hótaði
árás á Kínverja
New York, 8. marz. AP.
Bretar argir vegna
frétta um ræðuflutn-
ing Reagans í þinginu
SanU Barbara, London, 8. marz. AP.
RONALD REAGAN forseti Bandaríkjanna mun ávarpa sameiginlegan fund
hjá Lávarðadeildinni og Neðri málstofunni, er hann verður í Bretlandi í
sumar, og verður hann fyrsti bandaríski forsetinn sem það gerir og sá fyrsti
síðan de Gaulle ávarpaði sameinað brezkt þing árið 1960.
Frá þessu skýrði talsmaður
Hvíta hússins um helgina og brezk
blöð og fjölmiðlar brugðust
ókvæða við. Talsmaður Thatcher
forsætisráðherra Breta sagði að
málið væri í athugun og myndi
verða birt tilkynning um það síð-
ar, þegar gengið hefði verið frá
dagskrá heimsóknarinnar. Stað-
fest var að Reagan og kona hans
myndu verða gestir Elísabetar
drottningar í Windsor-kastala.
Meðal brezkra þingmanna er
ánægja mjög blendin ef til þess
kemur að Reagan flytji nefnt
ávarp, því að margir þingmanna
eru t.d. mjög andsnúnir kjarn-
orkustefnu Bandaríkjaforseta og
mjög gramir honum vegna stuðn-
ings hans við herforingjastjórn E1
Salvador.
Auk þess að fara í heimsókn til
Bretlands, mun Reagan einnig
dvelja í fáeina daga í Frakklandi
að sitja fund sjö iðnríkja og fara
síðan til Ítalíu, hitta þar Jóhannes
Pál páfa II og helztu ráðamenn
landsins. Hann mun fara og hitta
Schmidt í Bonn og sitja síðan fund
forvígismanna NATO-ríkjanna
þann 10. júní.
Ekki tengsl milli
valíumneyzlu og
brjóstakrabba?
New York, 8. marz. AP.
NÝJAR rannsóknir á neyzlu valíums
stangast á við fyrri fullyrðingar, um
aó langvarandi neyzla valíums kynni
að valda brjóstakrabba.
I Lancet, tímariti brezku lækna-
samtakanna, segir að könnun
þessi hafi verið gerð við Boston-
háskólann og í samvinnu við
Hoffman-Laroche, lyfjafyrirtækið
sem framleiðir valíum. Þeir sem
að rannsókninni stóðu kynntu sér
valíumnotkun hjá 1236 konum
með brjóstakrabba og 728 konum
sem haldnar voru öðrum krabba-
meinum. Þeir komust að þeirri
niðurstöðu, að konum sem nota
valíum að staðaldri — að minnsta
kosti fjóra daga í viku og í sex
mánuði eða lengur — virðist ekki
\?/
ERLENT
meira hætta búin en öðrum kon-
um og tíðni á brjóstakrabba ekki
meiri meðal þeirra.
Fyrri rannsókn sem vísað er til
var gerð í Montreal í Kanada og
komst hópur sérfræðinga að þeirri
niðurstöðu að á byrjunarstigi
brjóstakrabba geti neyzla valíums
flýtt útbreiðslu sjúkdómsins.
Ungmenni
fórust í
eldsvoða
l>ondon, 7. marz. AP.
TVÖ ungmenni létust í elds-
voða, sem kviknaði í hús-
gagnaverkstæði. Voru á milli
20—30 unglingar í veislu á efri
hæð hússins er eldurinn
braust út á laugardagskvöld.
Tókst öllum að komast út
nema tveimur, sem brunnu
inni.