Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1982 13 Þeir kasta ekki steinum sem í glerhúsi búa Athugasemd vegna yfirlýsinga Öddu Báru Sigfúsdóttur og Eiríks Tómassonar Eftir Sjöfn Sifíurbjörnsdóttur, borgarfulltrúa Það er alrangt, sem segir í yfirlýsingum Öddu Báru Sig- fúsdóttur og Eiríks Tómas- sonar, að ég hafi látið skila því inn á fund í miðjum klíð- um, að ég væri forfölluð vegna veikinda. Hið rétta er, að ég tilkynnti forföll vegna veikinda vel tímanlega fyrir upphaf fundar. Það er sömuleiðis alrangt, sem segir í sömu yfirlýsingu að lengi hafi verið reynt að fá mig til fundar í nefndinni en án árangurs. Ég hefi sótt 14 fundi af 17, sem haldnir hafa verið í stjórnkerfis- nefnd, en ekki getað mætt á 3, í einu tilviki vegna veik- inda, hinn 1. marz sl. en í hinum tilvikum báðum vegna annarra fundarhalda þ.e. í stjórn Kjarvalsstaða. Aldrei var boðaður fundur í stjórn- kerfisnefnd á tímabilinu frá 14. maí til 10. sept. þ.e. í hartnær 4 mánuði og lang- tímum saman í vetur var ekki hægt að halda fundi í nefndinni vegna fjarvista formanns í útlöndum, að ég held við kantsteinalagnir í Saudi-Arabíu, þar við bætt- ist nokkur tími án möguleika á fundarhöldum í stjórnkerf- isnefnd, vegna fjarvista Öddu Báru Sigfúsdóttur, m.a. í útlöndum, á jafnréttis- ráðstefnu, en áhugi Alþýðu- bandalagsins á þeim málum virðist nú einkum bundinn við útlönd. Ég vísa því á bug sem rakalausum þvættingi ásök- unum þeirra skötuhjúa um að svo erfitt hafi verið að fá mig á fundi að leggja hafi orðið stjórnkerfisnefnd fyrirvaralaust niður, en á engan hátt hafði verið gefið til kynna, að fundurinn 1. marz yrði síðasti fundur nefndarinnar, jafnframt harma ég ódrengilega fram- komu þeirra beggja í þessu máli. Það er sömuleiðis alrangt sem segir í yfirlýsingum þeirra félaga, að ég hafi ekki viljað afgreiða tillögur um dreifingu valds í borginni. Hið rétta er, að ég vildi ekki samþykkja tillögur um aukna miðstýringu og aukið flokksræði en út á það og það eitt ganga tillögur Alþýðu- bandalagsins. Tillögur um hverfafélög og atvkæða- greiðslur allra borgarbúa um einstök mál er síðbúin kosn- ingabrella, enda starfa nú þegar hverfafélög víða í borginni og hafa lengi gert og njóta til þess fjárstuðn- ings borgaryfirvalda. Um atkvæðagreiðslur allra kosningabærra manna um einstök mál er það að segja, að jafnaðarmenn í borgar- stjórn Reykjavíkur munu Sjöfn Sigurbjörnsdóttir „Ég vísa því á bug sem rakalausum þvættingi ásökunum þeirra skötuhjúa um að svo erfitt hafi verið að fá mig á fundi að leggja hafi orðið stjórn- kerfisnefnd fyrirvara- laust niður, en á engan hátt hafði verið gefið til kynna, að fundurinn 1. marz yrði síðasti fundur nefndarinnar, jafnframt harma ég ódrengilega framkomu þeirra beggja í þessu máli.“ væntanlega styðja tillögur þaraðlútandi eða flytja sínar eigin strax í upphafi kjör- tímabils næstu borgarstjórn- ar, sem við teljum réttmæt- ara að ákveði fyrirkomulag þessarra mála en við, sem missum umboð okkar í maí nk. Hitt er svo annað mál. að sú borgarstjórn, sem nú sit- ur, eins og allar aðrar á und- an henni, getur hvenær sem er efnt til atkvæðagreiðslu meðal borgarbúa um stór- mál. Til þess þarf engar stjórnkerfisbreytingar. Það er ámælisvert brot á samstarfssamningi vinstri flokkanna að leggja stjórn- kerfisnefnd einhliða niður, án þess að fulltrúi Alþýðu- flokksins fengi tækifæri til þess að segja nokkuð þar um. Þar með var samstarfi meiri- hlutaflokkanna varðandi endurskoðun á stjórnkerf- ismálum borgarinnar end- anlega slitið. Þar sem kjör- tímabili núverandi borgar- stjórnar líkur innan skamms og samstarf vinstri flokk- anna um stjórn á málefnum Reykjavíkurborgar hefur að öðru leyti gengið nokkuð vel, munum við alþýðuflokks- menn ekki láta þessa uppá- komu setja mörk sín á vinstra samstarfið í borgar- stjórninni, þann stutta tíma, sem eftir er af kjörtímabil- inu. Samkaup NESCO Manufacturing fyrir öll Norðurlönd gera okkur kleift að bjóða þessi 10” alhliða gæða litsjónvarpstæki frá Japanska stórfyrir- tækinu Orion-Otake á aðeins 4.890.“ Notkunarmöguleikar eru fjölþættir: a i QTnn iiM A(Hver se9ir að iitsi°nvarpst*ki • 1 1 V-J1 VJl \ þurfi endilega aðverastórt?) • í SVEFNHERBERGIÐ • í GNGUNGAHERBERGIÐ • í SUMARBÚSTAÐINN • í TJALDIÐ m \ DII IISJIVJ (Tengisnura fyrir w 1 DILII ll 1 vindlingakveikjara fyrirliggjandi) • í BÁTINN • Á HÓTEUIERBERGIÐ • Á SJÚKRAHÚSIÐ • Á VINNUSTAÐINN Tækið gengur fyrir 12V rafgeymi auk vanalegs 220V rafstraums. Notar minni straum við 12V en nokkurt annað litsjón- varpstæki, eða aðeins um 20 W. Tækið er geysilega næmt á rásum 2-12. Finnskt stórfyrirtæki sem er sérhæft í sjónvarpstækni og prófaði tækið, við hin erfiðu finnsku skilyrði (skógar, fjöll),gaf því einkunnina „excellent”, frábært, fyrir mót- tökunæm i. í tækinu er innbyggt mjög öflugt, tvöfalt loftnet Petta er mest selda litsjónvarpstækið í sínum stærðarflokki í Svíþjóð og Finn- landi í ár. Tækinu fýlgir þriggja ára ábyrgð á myndlampa, öllum hlutum og efni. Bns árs ábyrgð á vinnu. Á tækinu er sjö daga skilaréttur (reynslutími) * Ofangreint verð miðast við staðgreiðslu. AUGLÝSINGASTOFA KRISTÍNAR HF 80.40

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.