Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 22
30 MORGUNBL,AÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1982 Þorvaldur Garðar Kristjánsson: Rammalöggjöf um framhaldsskóla Farið var að vinna að frumvarpsgerð um fram- haldsskóla fyrir 8 árum. Frumvarp var fyrst lagt fram fyrir 6 árum og fjórum sinn- um hafa slík frumvörp verið lögð fram, alltaf í nokkuð breyttu formi. Þetta kom fram í máli Þorvaldar Garð- ars Kristjánssonar (S) í um- ræðu um stjórnarfrumvarp um framhaldsskóla. Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S) lagði áherzlu á að skólarnir þyrftu í senn að þjóna þörfum einstaklinga til þroska og þekk- ingar — og lúta jafnframt að- stæðum í atvinnu- og þjóðlífi. Til þess að slíkt takizt sé nauðsyn- legt að dreifa skólakerfinu sem mest — og að þau sveitarfélög eða svæði, sem nýta þjónustuna og gerst þekkja aðstæður, hafi sem beinust stjórnunartengsl við skólann. Það er nauðsynlegt að setja rammalöggjöf um rekstur, framkvæmd og samskipti, en forðast að binda þessa þætti í einu og öllu, eins og virðist að stefnt í þessu frumvarpi. Þorvaldur vék síðan að fjöl- brautaskólum, sem stofnaðir hefðu verið í tilraunaskyni. Þrátt fyrir ýmsa kosti slíkra skóla væri ekki einsýnt, að þeir verði gerðir að fyrirmynd allra framhalds- skóla. Hvorttveggja sé að námsskrár þeirra séu víða ófull- komnar og á þyki skorta, að sumt sérgreint nám, sem stofnað hefur verið til, tryggi viðkomendum réttindi að námi loknu. Blindgöt- ur gagnvart atvinnulífi og gagn- vart frekara námi eru miklu al- varlegri, sagði hann, en blindgöt- ur innan framhaldsskólanna sjálfra, enda eiga þeir að geta ráðið fram úr hinu síðartalda sjáifir. Þingmaðurinn sagði að verk- efni ráðuneytisins, sem varða framhaldsskóla, mætti greina eftir tveimur meginsjónarmiðum. Annars vegar verkefni, sem það ræður við, svo fáliðað sem það er, hins vegar umsjón með námsefni í grunngreinum, sem öllum á að vera sameiginlegt. Ráðuneytið getur greinilega ekki, af eigin rammleik, gert öllum nauðsyn- legum eða æskilegum námsbraut- um framhaldsskólanna nægileg skil frá grunni, þótt það geti litið eftir að settum reglum sé fram- fylgt. Jafnframt þarf ráðuneytið að koma á, halda við og greiða fyrir sambandi milli skólastiga. A þetta hefur mjög skort. Skóla- stigin þrjú hafa að mestu verið ein um sín mál og horft í eigin barm. Þessi skortur á eðlilegu sambandi milli skólastiga er án efa ein af meginorsökum þess, að nú þyki nauðsyn, að löggjafinn láti framhaldsskólana sérstak- lega til sín taka. Framhaldsskólarnir hafa vegna sambandsleysis við hin skólastigin tvö, hvorki getað lag- að sig að breytingum, sem orðið hafa að grunnskólum né skilað eigin breytingum upp á háskóla- stig. Ég hefi ekki komið inn á fjár- mál framhaldsskóla, sem þetta frumvarp leiðir hjá sér, en menntamálaráðherra segir að von sé á heildarfrumvarpi eða löggjöf frá hans hendi um skóla- kostnað, sem hlýtur að koma þessari umræðu við. Þingmaðurinn varpaði síðan fram ýmsum fyrirspurnum um samráðsaðila við samningu frum- varpsins, hverjum það hafi verið sent til umsagnar í núverandi mynd, hefur t.d. verið leitað um- sagnar Háskóla íslands og sam- starfsnefndar framhaldsskóla? Ennfremur spurði Þorvaldur, hvað liði í meðferð þingsályktun- ar, samþykktri í maí 1981, um at- hugun á því, hver áhrif breyt- ingar á skólahaldi hafi haft á ár- angur nemenda í grunnskólum og framhaldsskólum. Hvers vegna eru felldir út úr frumvarpinu skólar eins og Leik- listarskóli íslands og Myndlist- arskóli Islands? Að lokum ítrekaði Þorvaldur skoðun sína um nauðsyn ramma- löggjafar um framhaldsskóla, en huga þurfi vel að kennileitum í þjóðfélaginu og ekki reyra alla hluti í sama farið. Svipmyndir frá Alþingi Páll Pétursson (F), Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S) og Ólafur G. Einarsson (S). Viltnundur Gylfason (A) og Olafur Ragnar Grímsson (Abl). Halldór Ásgrímsson (F), Birgir ísleifur Gunnarsson (S), Guðmundur Bjarnason (F) og Guðrún Helgadóttir (Abl). Fjölgun dómara í Hæstarétti Islands: Atkvæðagreiðslu frestað að beiðni þing flokks formanns Alþýðubandalagsins Olafur Kagnar Grímsson, for maður þingflokks Alþýðubanda- lagsins, fór fram á það við forseta efri deildar Alþingis í gær, að at- kvæðagreiðslu (eftir aðra umræðu) um stjórnarfrumvarp um breyt- ingar á lögum um Hæstarétt Is- lands væri frestað, unz dómsmála- ráðherra hefði svarað fyrirspurn- um frá honum, frumvarpið varð- andi. Varð forseti við þeirri beiðni. Jón Helgason (F) hafði fram- sögu fyrir allsherjarnefnd þing- deildarinnar, sem mælt hafði með samþykkt frumvarpsins. Einstakir nefndarmenn áskildu sér þó rétt til að flytja eða fylgja breytingartillögum — og tveir nefndarmenn undirrituðu nefnd- arálitið með fyrirvara. Nefndin var sammála um að endurskoða þyrfti frumvarp til lögréttulaga, sem oft hefur verið lagt fram, en ekki náð fram að ganga. Helztu efnisatriði stjórnarfrumvarps- ins, sem nefndin mælir með að samþykkt verði, eru þessi: • 1) Dómendum Hæstaréttar verði fjölgað úr 7 í 8. Með því móti geti dómurinn starfað í tveim deildum í senn, sem þriggja manna dómur, er dæmi kærumál og minniháttar áfrýj- unarmál, og fimm manna dóm- ur, sem dæmdi meiri háttar mál. • 2) Hæstiréttur fái heimild til að ráða sérfróða menn til að- stoðar, eins og tíðkast erlendis, til að auðvelda störf og flýta þeim. • 3) í ákvæði til bráðabirgða er heimild til að setja 2 til 3 varadómara allt að 6 mánuði á ári, 1982 og 1983, og geti Hæsti- réttur þá starfað í tveimur 5 dómara deildum þann tíma. Ólafur Ragnar Grímsson (Abl) vildi fá svör við ýmsum fyrirspurnum , m.a. eftirfarandi: 1) Hafa hæstaréttardómarar kynnt sér þetta frumvarp og hafa þeir samdóma afstöðu til þess? 2) Eru þær hugmyndir, sem frumvarpið spannar, þ.e. um fjölgun dómara og ráðningu varadómara, komnar frá Hæsta- rétti eða dómsmálaráðherra? Er samræmi í því að rökstyðja fjölgun dómara með samansöfn- uðum óafgreiddum málafjölda, en gefa samtímis hæstaréttar- dómara frí frá störfum til að sinna samningu lagafrumvarpa? Þá taldi Ólafur í frásögur fær- andi, hve sératkvæðum hefði fjölgað mjög innan Hæstaréttar hin síðari árin, og spurði: Ef mál væri afgreitt með mótatkvæði í hugsuðum 3ja manna dómi, get- ur þá ekki sú staða komið upp, að niðurstaða dóms yrði önnur en vera myndi, ef allir 5 dómend- ur stæðu að verki? Sem fyrr segir var atkvæða- greiðslu frestað, en fram eru komnar tvær breytingartillögur: 1) Frá Eiði Guðnasyni (A), þess efnis, að 1. grein frum- varpsins falli niður, þ.e. fjölgun dómara úr 7 í 8, en Alþýðuflokk- urinn hefur tekið afstöðu gegn því frumvarpsatriði, en er hins- vegar samþykkur ráðningu sér- /róðra aðila að dómnum og heimild til ráðningar 2ja til 3ja varadómara hluta úr ári, og tal- aði Kjartan Jóhannsson (A) fyrir þeirri afgreiðslu í þing- deildinni í gær. 2)Frá Allsherjarnefnd, þess- efnis, að lögin taki gildi 1. júlí 1982 og að ákvæði 5. gr., er varð- ar hækkun sekta, taki til mála, er stefnt verði til Hæstaréttar eftir þann tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.