Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1982 21 Símamynd AP. • Sovétmenn fagna, enda heimsmeístaratitill í höfn. Þetta eru þeir Sergeij Kushniruck og Alexander Karsakev ish. Sjá nánar um HM í máli og myndum á blaösíöum 24 og 26. Tap og sigur KARLALANDSLII) íslands í bordtonnis siyradi Færeyinga 5—1 í landsloik sem fram fór í hórshófn um helgina. Lngl- ingalandslió íslands mælti auk þess jafnóldrum sínum fær eyskum og tapaói 4—5. Miðherji Ul- landsliðsins gengur í KR IIINN mjög svo efnilegi mid- herji unglingalandsliðsins lijörn Rafnsson sem lék áður með HSH, hefur nú tilkynnt fé- lagaskipti yfir í KR. I»ar bætist KR-ingum góður liðsauki í framlínuna. Þorgils Óttar meö slitin liöbönd IKÍRGILS Ottar Mathiesen, línumaðurinn sterki hjá Kll, varð fyrir því óláni á æfingu fyrir skömmu, að liðbönd í vinstri ökkla slitnuðu. Atti pill- urinn að fara í uppskurð í morgun. Kr Ijóst að hann mun ekki leika meira með FH í vet- ur og er það geysilegt áfall fyrir liðið, því lokaspretturinn í 1. deildarkeppninni í handknatt- leik er senn að hefjast og FH á þar möguleika á efsta sætinu. Án Ottars verður þrautin vand- ráðnari. - RR Pétur Pétursson lék með Anderlecht og skoraði Lárus Guðmundsson komst einnig á blaö PÉTUR Pétursson vann aftur sæti sitt í aðaliði Anderlecht um helgina og greip tækifærið höndum tveimur er hann skoraði annað mark liðsins í 2—2 jafntefli gegn Beringen í belg- ísku deildarkeppninni í knattspyrnu. Kr það sjötta mark Péturs í vetur þrátt fyrir að hann hafi afar lítið fengið að spreyta sig með aðalliði félagsins, sýnir það hverslags markaskorari pilturinn í raun er. I>á lípróltlrl var l,árus Guðmundsson einnig í sviðsljósinu. en hann skoraði annað mark sitt í jafn mörgum leikjum um helgina. Markið dugði Waterschei þó skammt, liðið tapaði 1—2 fyrir FC Liege. Úrslit leikja urðu annars þessi: Winterslag — Waregem 1—0 Beveren — Mechlin 5—1 FC Brugge — Standard 0—3 Beringen — Anderlecht 2—2 Lierse — Tongeren 5—1 Kortrijk — Lokeren 1—1 Ghent — Antwerp 0—0 Molenbeek — Cercle Brugge 3—0 FC Liege — Waterschei 2—1 Standard Liege hefur tveggja stiga forystu, 35 stig að loknum 25 leikjum. I 2. sæti er Anderlecht með 33 stig, en Ghent hefur 32 stig. Síðan Antwerp og Lokeren með 30 stig. • Knattspyrnuliö Breiðablíks, sem um helgina varö íslandsmeistari í innanhúss- knattspyrnu. Liöiö sigraði KS í úrslitum meö 6 mörkum gegn 4. Sjá bls. 27. Ljósmynd Kristján Einarsson. Þrióji brunsigur Miillers í röð PETER Miiller frá Sviss sigraði í bruni heimsbikarkeppninnar sem fram fór í Aspen, Kolorado, um helg- ina. Priðji sigur hans í röð í þeirri grein og með sigri sínum skaust hann upp að hlið Steve Podborski frá Kanada í stigakeppni brunsins. Báðir hafa 115 stig. Tími Miillers í Aspen var 1:46,50 mínútur, en frekar lítt kunnur Kanadamaður að nafni Todd Brooker hafnaði í 2. sæti á 1:47,18. Þriðji varð Helmut Höfl- ehner frá Austurríki á 1:47,31. Herti Wiereither frá Austurríki, sem er þriðji í stigatöflunni, hafnaði í 4. sætinu á 1:47,35. Steve Pad- borski tókst illa upp að þessu sinni, hann varð að láta sér lynda 14. sæt- ið, tími hans var 1:48,67. Þorvaldur bætir sig og jafnar íslandsmet í 110 m grindahlaupi „ÉG ER tiltölulega sáttur við þetta á fyrsla móti, bæti mig bæði í 110 og 400 metra grindahlaupum, naga mig þo í handabökin yfir því að hafa ekki náð metinu í 110 metr- um. Vonandi fellur það síðar, því við hlupum upp í örlítinn mótvind að þessu sinni. Ctkoman hjá mér á fyrsta mótinu er þokkaleg, ég er í góðri æfíngtt og vonast bara til að bæta mig,“ sagði l’orvaldur l>órs- son frjálsíþróttamaður úr ÍR ísam- (ali við Morgunblaðið. I’orvaldur stundar nám við San Jose State háskólann í Kaliforníu og stóð sig með ágætum á frjálsíþróttamóti í Westwood í Kaliforníu á laugar- dag, stórbætti sinn fyrri árangur í 400 metra grindahlaupi og jafnaði íslandsmet Péturs Rögnvaldsson- ar í 110 metra grindahlaupi. „Ég varð annar í 110 metra grind á 14,6 sekúndum, og tæpu korteri seinna hlupum við 400 metra grindina, þar sem ég varð þriðji á 52,80 sekúndum," sagði Þorvaldur. Hann bætti sig í báð- um greinum, tvö sekúndubrot í 110 metrunum og rúma sekúndu í 400 metrunum, sem er ath.vglis- verður árangur á fyrsta móti og fvrirboði utn enn betri árangur. — Kr það ekki takmark hjá þér að bæta íslandsmetin í báð- um greinum í vor? „Ja, þetta virðist alla vega lofa góðu, og ég er í góðri æfingu. Ég er bjartsýnn og takmarkið er að bæta sig frekar. Það hillir undir metin og vonandi krækir maður í þau þegar frá líöur, það er bezt að taka ekki dýpra í árinni núna,“ sagði Þorvaldur. Hann var hógva>r í svörum og vildi forðast að gefa loforð sem ef til viil yrði ekki hægt að standa við, en Ijóst er að hann er í mikilli framför, og vart við öðru að bú- ast en hann ba'ti sig og metin eru í hættu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.