Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1982 31 Alþingi í gær: í stuttu máli • Ein lög vóru samþykkt á Al- þingi í gær. Efnisatriði þeirra varða óhlutbundna kosningu til sveitarstjórna. Að talningu lok- inni skal kjörstjórn skylt að setja notaða kjörseðla undir inn- sigli kjörstjórnar. Að kærufresti loknum skal kjörstjórn eyða hin- um innsigluðu kjörseðlum og telst störfum hennar ekki lokið fyrr en það hefur verið gert. • Guðrún Helgadóttir (Abi), Jóhanna Sigurðardóttir (A), Matthías Bjarnason (S) og Níels Á. Lund (F) flytja frumvarp til breytinga á barnalögum, sem fjallar um rétt foreldra til fjöl- skylduráðgjafar, er taki til fræðslu um uppeldi barna, leið- beiningar í sambúðar- og skiln- aðarmálum og annarra málefna er varða hag og þroska barna. Félagsmálaráðuneytið skal starfrækja miðstöð fjölskyldu- ráðgjafar og skal sálfræðingur veita henni forstöðu. • Matthías Bjarnason (S) mælti fyrir nefndaráliti og breytingartillögu við frumvarp um breytingu á lögum um vá- tryggingarstarfsemi, sem fjallar um rekstraráætlun tryggingar- eftirlits og gjald vátryggingarfé- laga af frumtryggingariðgjöld- um og endurtryggingariðgjöld- um. • Jón Kristjánsson (F) flytur tillögu til þingsályktunar um 5 ára áætlun um uppbyggingu flugvalla á Austurlandi. Tillagan gerir ráð fyrir því að flugvöllur á Egiisstöðum verði miðstöð flug- samgangna við Austurland. • Svavar Gestsson, félags- málaráðherra, mælti fyrir stjórnarfrumvarpi að lyfsölulög- um í neðri deild Alþingis í gær. • Steingrímur Hermannsson, samgönguráðherra, mælti fyrir stjórnarfrumvarpi um flutn- ingssamninga og ábyrgð við vöruflutninga á landi. • Pálmi Jónsson, landbúnað- arráðherra, mælti fyrir frum- varpi um fóðurverksmiðjur. • Böðvar Bragason (F) tók sæti á Alþingi í gær í fjarveru Þórarins Sigurjónssonar. • Karvel Pálmason (A) mælti fyrir frumvarpi til breytinga á orlofslögum, þess efnis, að verkalýðsfélögum skuli heimilt að semja um hagkvæmara fyrir- komulag á greiðslu orlofsfjár en nú er, m.a. að ávaxta þessa fjár- muni á heimaslóðum. • Sighvatur Björgvinsson (A) mælti fyrir frumvarpi um orlofssjóð aldraðra. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐDÍU Evita opnuð UM SÍÐUSTl' mánaðamót opnaði Lára Davíðsdóttir hárgreiðslustofuna Ev- itu að Blönduhlíð 35, gengið inn frá Stakkahlíð. Þar var áður hárgreiðslu- stofa Olu Stínu. Lára Davíðsdóttir er meistari í hárgreiðslu og hefur sótt námskeið hér heima og erlendis. Hún rak áður hárgreiðslustofuna Aþenu ásamt öðrum meistara. Evita er opin sem hér segir: mánudaga 9—12, þriðjudaga til föstudaga 9—18 og laugardaga 8—13. Leikklúbbur- inn Saga á Akur- eyri æfir nýtt íslenzkt leikrit LEIKKLÚBBURINN Saga á Akur eyri æfir nú leikritið „Onnu Lísu“ eftir Helga Má Barðason, sem skrif- aði verkið sérstaklega fyrir klúbbinn og í samráði við leikhóp og leik- stjóra. „Anna Lísa“ skiptist í þrjá þætti og fjallar hver þáttur um stúlkuna Önnu Lísu á mismunandi aldursskeiðum, samskipti hennar við fjölskyldu, vini og umhverfi. Talsvert er um söng og dans í leik- ritinu, sem er fyrsta verk höfund- arins í fullri lengd. Hann hefur áður gefið út t'vær Ijóðabækur og skrifað smásögur og styttri leik- þætti. Leikstjóri er Þröstur Guð- bjartsson, en hlutverk í leikritinu eru alls 11. Leikmynd vinna leik- stjóri og leikhópur í sameiningu. Með helstu hlutverk fara Guð- björg Guðmundsdóttir, Sigurður Ólason og Sóley Guðmundsdóttir, sem leikur Önnu Lisu. Stefnt er að frumsýningu á Ak- ureyri um miðjan apríl. Danskur músíkleikflokkur hefur boðið Sögu að sýna Önnu Lísu í Danmörku næsta sumar, en enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort klúbburinn þekkist það boð. Mun fjárhagsstaða Sögu eftir sýningar á Önnu Lísu hér á landi skera úr um það. Formaður leikklúbbsins Sögu er Jóhanna Birgisdóttir. Saga er unglingaleikhús og hið eina sinnar tegundar á Islandi. Félagar eru allir á aldrinum 15—22 ára. líf og fjör allan sólarhringinn Rimini - einn vinsælasti sumarleyfisstaöur Evrópu - hefur á skömmum tíma unnið hug og hjörtu (slendinga á öllum aldri. Vinsældir þessa óviöjafnanlega baöstaöar byggjast öðru fremurá bví margfræga lífi og fjöri sem þar er stöðugt að f inna, gnægð af spennandi ævintýrum fyrir börn og fullorðna ásamt fullkominni hvíldar- og sólbaðsaðstöðu sem alla heillar. Margbreytilegt mannlíf í aðlaðandi umhverfi er það fyrsta sem vekur athygli þeirra á Rimini. Veitingastaðir, diskótek, skemmtistaðir og næturklúbbar skipta þúsundum og alls staðar er krökkt af kátu fólki. Endalaus ævintýri fyrir böm og fullorðna Vegna sérstöðu sinnar meðal sólbaðsstaða Adríahafsins laðar Rimini árlega að sér fjölda listamanna hvaðanæva að. Leiksýningar, hljómleikar og hvers kyns skemmtilegar uppákomureru því daglegir viðburðir - jafn- vel þegar þeirra er síst von. Sérlega ódýrirog góðirveitingastaðir ásamt fyrsta flokks íbúðum og hótelum fullkomna ánægjulega dvöl þína á Rimini. Þaulreyndir fararstjórar eru ætíð til taks og benda fúslega á alla þá fjölmörgu mögu- leika sem gefast til að njóta lífsins í ógleymanlegu umhverfi. • Tivolí • Skemmtigarðar • Sædýrasöfn • Leikvellir • Hjólaskautavellir • Tennisvellir • Mini-golf • Hestaleigur • Go-cars kappakstursbrautir • Rennibrautasundlaugar HeiUandi skoðunarferðir Róm - 2ja daga ferðir Feneyjar - „Hin sökkvandi borg Flórenz - listaverkaborgin fræga San Marinó - „frímerkja-dvergrikið o.fl.o.fl. r/ Adriatlc Rivlera of Emllla - Romagna (Italy ) RIMINI sólarstvönd Samvinnuferdir - Landsýn Islendinga í sumar AUSTURSTRÆTI 12 - SIMAR 27077 & 28899

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.