Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1982 For tæt paa Jóhanna Kristjónsdóttir For taet paa eftir Lars Lund- gaard virðist við fyrstu sýn vera hálfgildings reyfari; óþekktur maður finnst skotinn í dönskum smábæ og það er hald manna að hann hafi verið utangarðsmaður og fáir þekkt hann. Skömmu síðar er annar flækingur drepinn og þá fer að æsast leikurinn. I Ijós kem- ur að sá hinn fyrri var á sínum tíma mektarmaður og umsvifa- mikill í sínum bransa og var við- staddur, þegar undarlegt slys varð í veizlu nokkurra virðulegra Rotarymanna á þessum slóðum fyrir æði mörgum árum. Verður nú að íhuga málið frá fleiri hliðum en áður, það er trúlegt að hér sé á ferðinni flóknara mál en talið var og það bendir allt til þess að hinir ýmsu Rotary-menn haldi hlífi- skildi yfir þeim sem verknaðinn framdi. Þetta er sosum læsileg bók, en árásir höfundarins á samtök Rot- ary, Lions og fleiri ámóta fóru ansi mikið fyrir ofan garð og neð- an og þar var ekki sannfærandi frá sagt, fyrir utan að það er engu líkara en höfundur hafi skrifað þetta beinlínis til að klekkja á slíkum samtökum, án þess að ástæðan fyrir því skiljist. Þessi bók, er því leyti nýstárleg að kvenmaður er í hlutverki lög- regluforingjans sem leysir málið, Anne Nielsen er meira að segja kölluð heim úr sumarfríinu sínu til að fara með málið. Hún hefur mikið lið í kringum sig og það er mikið reykt og drukkin ókjör af kaffi eins og við á í svona sögum. Anne Nielsen er ekkert mjög klók, þótt málið upplýsist um síðir og hún er heldur ekki frekar en aðrar persónur skýrlega upp dregin. Lars Lundgaard er fæddur 1945 og hefur áður sent frá sér smá- sagnasafn sem heitir „Kærlighed Lars Lundgaard om torsdagen" og skáldsögurnar „Manden som styrtede ned“ og „Den sidste nat“. Það er forlagið Fremad sem sendir frá sér þessa bók. Ifið bjóóum nú fáeina Suzuki Alto á einstaklega hagstæðu verði og greiðslukjörum , Verð kr. 77.000 Utborgun kr. 50.000 Mismunur greiðist með 6 jöfnum mánaðargreiðslum Missið ekki af upplögðu tækifæri til að eignast nýjan bíl á góðum kjörum S Sveinn Egi/sson hf. suzuki Skeifan 17. Sími 85100 sðzilKI kr. 50.000 ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? Þl AL'GI.YSIR LM AU.T I.AND ÞEGAR ÞL ALGLYSIR I MORGLNBLAÐINL Kínverjar: Minnka yfirbygg- ingu í stjórnkerfinu Peking, 8. marz. AP. KÍNVERSKA STJÓRNIN samþykkti um helgina ýmsar að- gerðir, sem allar miða að því að draga úr mikilli yfirbyggingu í stjórnkerfi landsins. í reynd þýða þessar breytingar m.a., að fækkað verður um M% \ ráðuneytum. Þá voru lögð niður ráðherraembætti og einn þeirra sem missti starf sitt var Wang Lei viðskiptaráðherra, sem hefur sætt opinberri gagn- rýni öðru hverju síðan sumarið 1980. í ráðstöfunum þessum felst, að varaforsætisráðherrar verða tveir í stað þrettán áður, fækkað verður ráðuneytum og stjórnarskrifstof- um úr 98 í 52 og fækkun starfsliðs verður um sautján þúsund manns. Fréttastofan Hsinhua sagði, að sumir þeirra sem sagt væri upp, væru hvort eð er að komast á eft- irlaunaaldur og aðrir myndu verða sendir í endurhæfingu og þjálfun til að þeir gætu síðan lið- sinnt starfsmönnum og stjórnar- erindrekum og gert þá hæfari til að gegna störfum sínum. Samkvæmt nýju áætluninni, má ekkert ráðuneyti hafa fleiri en fjóra aðstoðarráðherra og aldurs- takmark þeirra skal vera 60 ár. Ráðherrar eiga ekki að vera eldri en 65. Nú háttar málum svo, að í sumum ráðuneytum eru allt að 20 aðstoðarráðherrar og samtals voru í landinu um eitt þúsund ráðherrar og aðstoðarmenn þeirra. Tvær konur, sem fyrir voru í ríkisstjórninni, fengu aukin áhrif, Chen Muhua mun fara með mál- efni utanríkis-, verzlunar- og efnahagsmála og Gian Zhengying varð vatnsöflunar- og orkuráð- herra. Blað- buróar- fólk óskast Hraunbær Hraunbær III frá 152—198 Úthverfi Langholtsvegur IA frá 71 — 108 Langholtsvegur II frá 110—150 Hringið í síma 35408 pinrgmn' irlntfrib FÆST í BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI Hópferðabílar 8—50 farþegar Kjartan Ingimarsson sími 86155, 32716. ■ ■ íbúöa- og atvinnulóðir í vor veröur úthlutað 7 lóöum viö Nesveg/Austur- strönd undir íbúöa- og atvinnuhús. 3 hús veröa 6 hæöa þar sem gert veröur ráö fyrir atvinnustarfsemi á 2 neöstu hæöunum. 4 hús veröa 3—4 hæöir þar sem gert verður ráö fyrir atvinnustarfsemi á 1—2 hæöum. Gert er ráö fyrir 12—14 íbúöum í lægri húsunum og 20—26 í hærri húsunum. Umsóknir sendist bæjarstjóra fyrir 15. apríl nk. Skipulagsnefnd Seltjarnarness.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.