Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1982 47 Norska skemmtiferðaskipið Ilmatar. Norðmenn koma í „víking“ í sumar Hækkun ábyrgðartrygginga: Tryggingafélögin vænta svars frá ráðuneytinu innan tíðar „ÞESSI mál eru öll í athugun um þessar mundir og medferðar hjá Tryggingaeftirlitinu, en það liggja ekki fyrir neinar ákveðnar prósentu- tölur varðandi einstaka þætti. Við hins vegar leggjum fram okkar for sendur og álit á stöðunni eins og hún er í dag,“ sagði Ólafur B. Thors, forstjóri Almennra trygginga, í sam- tali við Mbl., er hann var inntur eftir því hversu mikla hækkun trygg- ingafélögin hefðu farið fram á á ábvreðartrvíirinram. Ólafur B. Thors sagði hins veg- ar, að félögin hefðu nú fengið 7,51% hækkun, eða sem næmi vísitöluhækkuninni 1. marz sl., en það framreiknað næstu tólf mán- uði þýðir tæplega 34% hækkun. „Það verður síðan ráðuneytisins og eftirlitsins, að meta þessar for- sendur okkar og ákveða hversu hækkunin verður mikil," sagði Ólafur B. Thors ennfremur. AðsDurður sagði Ólafur, að tryggingafélögin ætluðu að bíða með að senda bráðabirgðareikn- inga eins og venja hefur verið undanfarin ár. „Við erum að vona það, að málið liggi það ljóst fyrir, að hægt verði að taka ákvörðun þegar fyrri hlutann í þessum mán- uði. Við ætlum okkur'því ekki að senda út bráðabirgðakvittanir fyrr en ljóst er að svo fer ekki," sagði Ólafur B. Thors, forstjóri Almennra trygginga að síðustu. NOKSKA ferðaskrifstofan Bennet ( Osló og norskra dagblaðið Aftenpost- en hafa ákveðið að efna til sérstakrar ferðar á skemmtiferðaskipi í sumar, sem nefnist „I vesturvíking“. í ferð- inni verða Skotland, Orkneyjar, Hjalt- land, Færeyjar og ísland heimsótt. Færeyska blaðið Dimmalætting skýrir frá því fyrir skömmu, að skemmtiferðaskipið Umatar hafi verið leigt til ferðarinnar, en það tekur 350 farþega og er verðið fyrir farþega á bilinu 5.100 krónur til 12.200 krónur. Þessi ferð er farin í tilefni af því að nú er talið að al- mennt séu liðin um 1000 ár síðan víkingarnir tóku sér bólfestu í um- ræddum löndum. Áætlað er að Ilmatar leggji af stað í ferðina frá Osló hinn 5. sept- ember næstkomandi og á skipið að koma til baka þann 17. september. Bókmenntakynn- ing BSRB í Reykja- vík og á Akureyri Bókmenntakynningar BSKB í Keykjavík og á Akureyri. MIÐVIKUDAGINN 10. marz klukk- an 20.30 heimsækir Jónas Árnason rithöfundur opinbera starfsmenn að Grettisgötu 89. Helgi Seljan alþing- ismaður talar um rithöfundinn, Baldvin Halldórsson leikari les upp og Jónas og Valur Óskarsson kenn- ari syngja Ijóð Jónasar. Laugardaginn 13. marz klukkan 14 heimsækir síðan Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur opin- bera starfsmenn á Akureyri að Hótel Varðborg. Hjörtur Pálsson dagskrárstjóri kynnir höfundinn og Jóhann Pálsson leikari les upp ásamt Indriða. Hollustuvernd rfkisins: Tveir sækja um forstjórastöðu TVKIR sóttu um stöðu forstjóra Hollustuverndar ríkisins, en um- sóknarfrestur um starfið rann út 1. marz sl. Að sögn Páls Sigurðssonar, ráðuneytisstjóra í heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu, sóttu um starfið þeir Örn Bjarnason, lækn- ir, og Eggert Ásgeirsson, fyrrver- andi framkvæmdastjóri Rauða kross íslands. — Málið hefur nú verið sent stjórn Hollustuverndar ríkisins til umsagnar, en síðan mun ráðherra taka ákvörðun um veitinguna, sagði Páll Sigurðsson ennfremur. Ný leiðrétting á Flökkulífi UNDIRRITUÐUM er bæði Ijúft og skylt að leiðrétta hvimleiða missögn í Flökkulífi þar sem sagt er frá Bandaríkjaför Ólafs Jóh. Nigurðs- sonar skálds. Þar segir ranglega að hann hafi hlotið bandarískan styrk til lang- dvalar við Columbia-háskólann, en raunin er sú að hann hlaut ofurlítinn styrk frá Menntamála- ráði til vesturfarar og varð að kosta háskóladvölina að mestu sjálfur. Þessi missögn mín í Flökkulífi er ekki sprottin af illum hvötum, heldur einfaldlega byggð á misskilningi. ilannes Nigfússon, L, SHARP rísandi merki -UJ l.'IU^tvm Í umntmwi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.