Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 45
\ 24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1982 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1982 25 Rússar hrepptu sinn fyrsta heimsmeistaratitil í handknattleik: Lokastaðan LOKASTAÐAN í heimsmejatarakeppninni varö þessi: 1. Rússland 2. Júgóslavía 3. Pólland 4. Danmörk 5. Rúmenía 6. A-Þýskaland 7. V-Þýskaland 8. Spánn 9. Ungverjaland 10. Tékkóslóvakía 11. Svíþjóó 12. Sviss Tvö lió skáru sig nokkuð úr í keppninni Þróttur íslandsmeistari í blaki karla: Lítill meistarabragur á liði Þróttar er þeir tryggðu sér titilinn I.lTILL meistarabragur var á Þrótt- urum þegar þeir tryggdu sér ís- landsmcistaratitilinn meó sigri yfir IIMSE um hclgina. Fyrstu hrinuna unnu Þróttarar 15—10 en töpuðu þeirri næstu 15—10. Þriðju hrinuna vann Þróttur 15—9 og þá síðustu 15—11. ÍS sigraði UMFL með þremur hrinum gegn engri í fremur dauf- um ieik á sunnudaginn. Fyrstu hrinuna unnu þeir létt 15—6 og bar þá mest á Steingrími Sigfús- syni hjá IS sem smassaði mjög vel og áttu Laugvetningar ekkert svar við góðum leik hans fyrr en í ann- arri hrinu þegar Hreinn Þorkels- son kom inná hjá þeim og sýndi að hann hefur ekki alveg gleymt hvernig á að blokka. En þrátt fyrir góöan leik Hreins þá vann ÍS aðra hrinuna 15—8 og þá þriðju 16—14. Laugdælir léku við UMSE á laugardaginn og sigruðu Eyfirð- ingarnir með þremur hrinum gegn einni (15—19, 15—6, 9—15 og 15-4) Víkingur og Þróttur léku á föstudagskvöldið og áttu Þróttar- ar í hinu mesta basli með Víking eins og svo oft áður í vetur. Fyrstu hrinuna unnu Víkingar 15—8eftir að Þróttur hafði verið yfir 8—4. í annari hrinu snérist dæmið við og unnu Þróttarar 15—13 eftir að hafa verið undir 7—13. í næstu tveimur hrinum var allur kraftur úr Víkingum og vann Þróttur þær 15-9 og 15-3. Einn leikur var í annari deild karla um helgina þar sigraði HK lið Samhygðar með þremur hrin- um gegn engri (15—9, 15—6 og 15-6). ÍS-stúlkurnar urðu íslandsmeistarar í blaki um helgina ÍS-stúlkurnar tryggðu sér ís- landsmeistaratililinn með því að sigra UBK á fóstudaginn með þrem- ur hrinum gegn einni í fremur dauf- um leik. IS lék mjög vel í fyrstu og annarri hrinu og unnu þær 15—9 og 15—6, en í þeirri þriðju tókst Rreiðabliki að sigra 15—9. Fjórðu og síðustu hrinuna unnn stúdínur 15—9 án mikillar fyrirhafnar. A sunnudaginn léku þessi lið síðan aftur og nú veittu Kópa- vogsstelpurnar meira viðnám og var mikil barátta í þeim. Fyrstu hrinuna unnu Breiðablik 15—9 og var þá búið að vera mjög jafnt þar til staðan var 10—9 fyrir UBK. Aðra hrinuna vann IS örugglega 15—6, og þá næstu 15—9. Fjórðu hrinuna vann svo UBK léttilega 15—3. Urslitahrinan varð mjög spennandi þó að ekki liti út fyrir það í byrjun. Breiðablik komst I 10—2 og allt útlit fyrir að þær færu með sigur af hólmi. En af miklu harðfylgi tókst ÍS að jafna 10—10 og komast yfir 13—11, 14— 13 og 15—14 en ekki tókst þeim að fá þetta eina stig sem vantaði og Breiðablik jafnar 15— 15 og fékk síðustu tvö stigin og sigraði 17—15 og leikinn 3—2. í þessum tveimur leikjum bar mest á Auði Aðalsteinsdóttur hjá ÍS og einnig átti Þóra Andrésdótt- ir góðan leik, þó einkum i fyrri leiknum. Hjá UBK var Þórunn Guðmundsdóttir best. SUS. léku léttan og skemmtilegan handknattleik. Þar sat leikgleðin og leikreynslan í fyrirrúmi. Danska landsliðið náði frábær- um árangri. Sennilega sínum besta í HM-keppni frá upphafi. Danir léku mjög agaðan hand- knattleik og höfðu mjög góðum markverði á að skipa. Lið Vestur- Þjóðverja var ekki nægilega sterkt. Stenzel hefur prufað 39 leikmenn á síðasta ári í landslið- inu og ekki fundið neinn fastan kjarna. Mjög góðir leikmenn voru ekki í liðinu og það bitnaði tví- mælalaust á því. Lið Sviss og Svía sýndu ekkert sérstakt í keppninni og þurfa bæði að yngja upp og bæta við sig. - ÞR • Nokkrir hinna sovésku heimsmeistara hampa hér hinum glæsilega verðlaunagrip. Þetta eru Vladimir Belov, Juri Shevzov, Oleg Gagin og Mikhael Vassiliev. ei langt frá sér og náðu að jafna. Rétt fyrir leikslok náðu Júgóslav- ar aftur tveggja marka forystu, 22—20, en með öryggi og seiglu tókst Rússum enn að jafna metin, 22— 22. Júgóslövum tókst enn að komast yfir, 23—22, og rétt rúm mínúta til leiksloka. En Rússar misnotuðu ekki næstu sókn sína, þrátt fyrir mikla spennu og pressu tókst þeim enn að jafna metin, 23— 23. Síðasta sókn Júgóslava rann svo út í sandinn án þess að þeim tækist að skora. Því þurfti að framlengja til að ná fram úrslitum í leiknum. Framlengt var í 2x5 mínútur. Fyrri hlutann var aðeins eitt mark skorað og voru Rússar þar að verki. Þegar síðasti spretturinn hófst voru þeir því í forystu, 24— 23. Þeim tókst að bæta tveim- ur mörkum við og breyta stöðunni í 26—23. í raun og veru gerðu þeir út um leikinn á þessum kafla. Nú brugðu Júgóslavar á það ráð að leika maður á mann. Mikill darr- aðardans hófst nú á gólfinu en Rússar héldu forskoti sínu og lauk leiknum með öruggum sigri þeirra, 30—27. Maður leiksins var án efa markvörður Júgóslava, Mirko Basic. Hann varði hreint ótrúlega vel og þar á meðal fimm vítaköst í leiknum. Erfitt var að gera upp á milli annarra leikmanna. Liðin unnu saman sem ein sterk heild. MÖRK RÚSSA: Kidajev 5, Anpil- ogov 5, Schenzov 5, Gagin 3, Belov 3, Vasilev 4, Rymanov 2, Karscha- kewitsch 2, Nowitzki 1. MORK JÚGÓSLAVA: Elezovic 4, Zovko 3, Fejzula 5, Jurina 5, Vuj- ovic 2, Bojovic 2, Krivokapic, Is- akovie og Grubic allir tvö mörk. Dómarar í leiknum voru norsk- ir, þeir Antonsen og Bolstad og þóttu þeir dæma leikinn mjög vel. ÞAD VORU hin sterku lið Júgóslava og Rússa sem léku til úrslita í heimsmeistarakcppninni í hand- knattleik að þessu sinni. Leikur lið- anna bauð upp á allt það besta sem hægt er að óska eftir í einum leik. Góður varnar og sóknarleikur. Frábær markvarsla. Snjallar leik- fléttur, gott línuspil og hraðaupp- hlaup. Síðast en ekki síst mikil • Júgóslavneski línumaðurinn Petrit Feijula smýgur á milli þeirra Belovs og Kuzhniruks og skorar eitt af mörkum Júgóslava í úrslitaleiknum. Símamyndir AP. spenna frá upphafi leiksins allt til loka hans, því úrslit fengust ekki fyrr en eftir framlengingu. Þegar venjulegum leiktíma var lokið var staðan jöfn, 23—23. Og það voru lcikmcnn Júgóslava sem höfðu boltann síðustu mínútu leiks- ins. Taugar rússnesku leikmann- anna voru þandar til hins ýtrasta en með hörðum varnarleik tókst þeim að verjast og ná framlengingunni. í henni sýndu þeir svo klærnar. Þeir virtust hafa ótakmarkað úthald og kraft og náðu þeir þriggja marka for- skoti í framlcngingunni og sigruðu svo með 30 mörkum gegn 27. Lið Rússa tapaði ekki einu stigi í heims- meistarakeppninni, vann alla sína leiki með nokkrum yfirburðum. Sýn- ir það vel hversu sterkt lið þeirra er. Gangur leiksins Það var greinilegt á leik- mönnum beggja liða að mikil taugaspenna þjakaði þá í upphafi leiksins. En hún hvarf er líða tók á leikinn. Fyrri hálfleikur var mjög jafn þrátt fyrir að lið Rússa hefði frekar frumkvæðið í leiknum. Staðan í hálfleik var 13—12, fyrir Rússa. Júgóslavar hófu síðari hálfleikinn af miklum krafti og tókst að ná tveggja marka forystu, 14—12. En Rússar misstu þá aldr- Sigruðu Júgóslava eftir framlengdan leik, 30-27 ÞAD ER mál manna hér í Vestur- Þýskalandi að leikirnir í heims- meistarakeppninni hafi verið góðir handknattleikslega séð, sagði Jó- hann Ingi Gunnarsson fyrrverandi landsliðsþjálfari í handknattleik er Mbl. spjallaði við hann í gær. Jó- hann hafði þetta að segja um liðin sem tóku þátt í keppninni: Tvö lið skáru sig nokkuð úr. Það voru Rússland sem var án efa með jafnasta og sterkasta liðið í keppninni. Júgóslavar voru og með sterkt lið en vantaði tilfinn- anlega eina skyttu í viðbót. Markvörður liðsins var frábær. Lið Austur-Þjóðverja olli von- brigðum. Þar hefur greinilega orð- ið um afturför að ræða. Spánverj- ar voru óvenju mistækir í keppn- inni, náðu góðum leikjum en á milli datt botninn úr góðum leik þeirra. Tékkar sýna ekki neinar framfarir. Lið Ungverja 1 virðist aldrei ná að sýna sitt rétta andlit á stórmótum sem HM. Pólverjar Yfirburðir Svía gegn liði Sviss ÞAD VORU lið Svíþjóðar og Sviss sem léku til úrslita um II. og 12. sætið í keppninni. Lið Svía sigraði mjög örugglega með 25 mörkum gegn 17. Svíar höfðu yfir allan leik- inn og var sigur þeirra sanngjarn. Ungverjar og Tékkar léku um 9. og 10. sætið. Eftir fremur jafnan leik tókst liði Ungverja að síga fram úr undir lok leiksins og sigra með sex marka mun, 24 — 18. V- Þjóðverjar sigruðu Spánverja með 19 mörkum gegn 15 í leik liðanna um 7. og 8. sætið. Fyrrverandi heimsmeistarar höfnuðu því í sjöunda sæti í keppninni. Og ekki þótti heimamönnum mikið til þess árangurs koma. • Morten Stig Christiansen reynir markskot, en pólski varnarmúrinn er fjölmennur og þvælist fyrir. Það eru kempurnar kunnu Klempel og Panas sem sækja að Danan- um, en Bjarne Jeppesen er á línunni og fer fremur lítiö fyrir honum. Símamynd AP. Óhagstæð dómgæsla var þung á metunum - er Pólverjar unnu Dani naumlega og nældu í bronsverðlaunin á HM Dortmund. Al*. VAFASÖM dómgæsla kom danska handknattleikslandsliðinu í koll er leikið var til úrslita um þriðja sætið á IIM gegn Pólverjum. Pólverjar sigruðu í leiknum 23—22, en það var danska liðið sem leiddi nánast allan leikinn, stundum með allt að fjórum mörkum. Jöfnunarmark Pólverja er þeir breyttu stöðunni í 22—22 þótti afar loðið, þar sem pólski marka- skorarinn steig ekki aðeins á línu er hann spyrnti sér inn í vítateig Dana, hcldur var hann einnig lentur inni í teignum áður en hann skaut á mark- RÍJMENINN Stinga setti nýtt met í markaskorun í heimsmeistarakcppn- inni í handknattleik í V-Þýskalandi. Stinga skoraði 65 mörk í keppninni. I öðru sæti varð Ungverjinn Kovacks með 56 mörk. Wunderlich varð í þriðja sæti með 40 mörk. í heims- meistarakeppninni árið 1978 setti ið. Rúmenskir dómarar gerðu enga athugasemd og þeir dæmdu síðan á Dani rétt fyrir leikslok og Waskiew- ic skoraði sigurmark Pólverja er að- eins 20 sekúndur voru til leiksloka. Sem fyrr segir leiddu Danir nær allan tímann og sérstaklega lék lið þeirra afar vel framan af. Jeppe- sen frábær í markinu, varnarleik- urinn traustur og sóknarleikurinn frískur og ákveðinn í samanburði við hinn kerfisbundna handknatt- leik Pólverja. Danir komust í 8—4 um miðjan fyrri hálfleik og var það mesti munur sem á liðunum Pólverjinn Klempel markamet, skor aði 47 mörk. Þannig að sjá má að metið er bætt verulega. ()g það er ekki lítið afrek að skora 65 mörk í keppni sem þessari, gegn jafn frá- bærum markvörðum og þar er að mæta. var í leiknum. Stundum var mun- urinn 3 mörk, þannig mátti sjá tölurnar 11—8, 12—9 og 13—10. En lokakafli Dana var ekki nógu góður og Pólverjar skoruðu tvö síðustu mörkin í hálfleiknum, staðan í leikhléi því 13—12 fyrir Danmörk. í síðari hálfleik var mikil spenna. Pólverjar reyndu ákaft að jafna metin og tókst það loks er staðan var 16—16. Virtist vera að syrta í álinn hjá Dönum, því Pól- verjar komust skömmu síðar yfir í fyrsta skiptið í leiknum, 18—17. En Danir tóku þá mikinn kipp, þeir skoruðu þrjú mörk í röð og breyttu stöðunni í 20—18. En þá fóru taugarnar að gefa sig. Pól- verjar jöfnuðu 21—21 og aftur 22—22 og var mark Pólverja þá afar umdeilt sem fyrr segir. Síð- asta orðið áttu svo Pólverjar. MÖRK DANA: Christiansen og Haurum 4 hvor, Rasmussen, Möil- er og Ström 3 hver, Nielsen og Jeppesen 2 hvor, Röpsdorf eitt mark. MORK PÓLVERJA: Klempel 7, Gawlik 5, Panas 4, Tluczinsky 3, Waskiewic 2, Miroeevic og Kaluz- inzky eitt hvor. Tottenham mætir Leicester í undanúrslitum BUID ER að draga í undanúrslit en-sku bikarkeppninnar í knatt- spyrnu, en leikir umferðarinnar fara fram laugardaginn 3. apríl. Þá mæt- ast Tottenham og Leicester annars vegar og WBA og QPR hins vegar. Breskir veðmangarar hafa nær allir lýst því yfir að Tottenham sé sigurstranglegasta liðið sem eftir stendur og kemur það ekki á óvart. Liðið er núverandi bikar- hafi og berst til sigurs á fjórum vígstöðvum, í deild, deildarbikar, Evrópukeppni bikarhafa og FA- bikarnum. Þá veðja flestir á það, að mótherji Tottenham á Wembl- ey verði West Bromwich Albion. Simamynd AP. • Pólska stórskyttan Jerzy Klempel skorar eitt af sjö mörkum sínum gegn Dönum á laugardaginn. Carsten Haurum t.v. og Mikael Ström t.h. eru of seinir til varnar. Rúmeninn Stinga setti markamet - skoraði 65 mörk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.