Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1982 Tveir létust í snjóflóðum Innsbruck, 7. marz. AP. TVEIR mcnn létust í dag er snjó- skriður féllu á sitt hvorum staðnum. Að auki er eins saknad. í öðru flóðinu urðu níu manns undir því. Einn lést, en sjö tókst að bjarga sér af eigin rammleik. Einn hefur enn ekki fundist. í Ötztal-dalnum lenti snjóflóð á fjórum ferðamönnum. Þrír sluppu lifandi úr því en sá fjórði lést sam- stundis. Ekki er lengra síðan en í janúar, að 12 manns létust í snjóflóði í Austurríki. Dómar yfir morðingj- um Sadats Kairó, 8. marz. Al*. IJM HELGINA voru kveðnir upp í Kairó dauðadómar yfir fimm mönnum, sem voru fundnir sekir um að ráða Sadat forseta af dög- um í októbermánuði sl. Sautján menn aðrir fengu fangelsisdóma frá nokkrum árum og upp í ævi- langan en tveir menn voru sýknað- ir af ákærum. Formaður dómsins dr. Samil Fadel skýrði fréttamönnum frá þessu úti fyrir dómssalnum. Meðal þeirra sem voru dæmdir til dauða var Khaled El-Islamb- ouly sem af flestum er talinn að- almaðurinn í málinu. Sak- borningarnir voru ekki í dóm- salnum er dómarnir voru lesnir upp, því að þeir höfðu nokkru áður haft uppi hávær hróp og köll og ávirðingar um Sadat og voru því fluttir brott. Hosni Mubarak forseti verður að staðfesta alla dómana. Veður víða um heim Akureyri Reykjavík Amsterdam Aþena Barcelona Berlin Brtiasel Chicago Dyflinni Feneyjar Frankfurt Fœreyjar Genf Helsinki Hong Kong Jerúsalem Jóhannesarborg Kaupmannahötn Kairó Las Palmas Lissabon London Los Angeles Madrid Malaga Mallorca Mexíkóborg Miamí Moskva New York Nýja Delhi Osló París Perlh Rió de Janeiró Rómaborg San Francisco Sfokkhólmur Sydney Tel Aviv Tókýó Vancouver Vínarborg 3 skýjað 1 haglél 6 heiðskírt 14 skýjað 10 léttskýjað 9 heiðskírt vantar -6 snjókoma 9 rigning 10 skýjað 8 heiðskírt 5 léttskýjað 5 heíðskirt 1 heiðskírt 15 rigning 15 heiðskirt 23 heiðskírt 5 heiðskírt 23 heiðskirt 19 skýjað 15 heiöskírt 10 heiðskirt 25 skýjað 15 heiðskírt 16 léttskýjaö 9 skýjað 22 skýjað 27 heiöskírt -1 skýjaö 3 rigning 21 heiðskírt 3 heiðskírt 7 skýjað 21 heiðskirt 27 skýjað 13 skýjaö 15 skýjað 6 heiöskírt 30 heiðskfrt 19 heiðskírt 7 heíðskirt 8 heiðskfrt 11 heiðskírt Brezhnev er hann ræddi við Jaruzelski hershöfðingja á dögunum. Hneyksli í KGB ógnar Brezhnev Dauði mágs hans veldur heilabrotum BROTTVIKNING yfirmanns sovézka verkalýðssambandsins hefur leitt í Ijós alvarlega vankanta í verkalýðskerfinu að sögn bandarískra sérfræð- inga og ber vott um aukin völd Konstantíns Chernenko, sem getur orðið arftaki Leonid Brezhnevs. Jafnframt virðist dauði yfirmanns KGB, Semj- on Tsvigun hershöfðingja, í janúar hafa staðið í sambandi við valdabar áttu f Kreml. Það gæti bent til þess að Leonid Brezhnev forseti sé að missa stjórn á þróuninni að sögn sérfræðinga. Tsvigun hershöfðingi var mágur Brezhnevs og Los Angel- es Times segir að hann hafi framið sjálfsmorð eftir orða- sennu um spillingu á æðstu stöð- um. Sovézkur blaðamaður segir að Tsvigun hafi tekið eitur eftir misheppnaða tilraun til að sjá um að leynilögreglan KGB stæði ein að rannsókn á viðkvæmu máli. Annar heimildarmaður telur að Tsvigun hafi svipt sig iífi eftir harðar umræður við hugsjóna- fræðinginn Mikhail Suslov, sem einnig lézt í janúar, sex dögum á eftir Tsvigun. Umræðunum mun hafa lokið þannig að Suslov sagði við Tsvigun: „Þú átt ekki annarra kosta völ en að skjóta þis“ Fréttum um mál Tsvigun ber ekki saman: sumir segja að hann hafi reynt að hylma yfir hneyksli, aðrir segja að hann hafi háð misheppnaða baráttu gegn hneyksli. Síðari skýringin kemur heim við þau ummæli starfsmanns KGB í desember í samtali við vestrænan fulltrúa að KGB reyr.di að taka við stjórn langrar baráttu sem hefur verið háð gegn spillingu af MVD, ríkislögreglunni, á þeirri for- sendu að ríkislögreglan væri gegnsýrð af spillingu. Þremur dögum eftir lát Tsvig- un fékk Suslov heilablóðfall sem dró hann til dauða 25. janúar. Annað er ekki að sjá en að dauði hans hafi verið eðlilegur. Sögusagnirnar um Tsvigun eru aðeins ein vísbendingin af mörgum um að völd Brezhnevs séu að komast í hættu. Sirkus- hneykslið á dögunum snerti fjöl- skyldu hans. Brottvikning Alexei I. Shibayev úr stöðu yfirmanns verkalýðssambandsins átti sér stað aðeins 11 dögum áður en þing hreyfingarinnar kemur saman og á sama tíma og margt bendir til þess að Brezhnev eigi í pólitískum erfiðleikum. Brottvikningin er m.a. sett í samband við ástandið í Póllandi og talin stafa af því að menn séu almennt farnir að gera sér grein fyrir því að verkalýðshreyfingin gæti ekki hagsmuna verka- manna nógu vel. Blair Ruble, sérfræðingur í sovézkum verkalýðsmálum í Kennan-stofnuninni í Washing- ton, segir að þetta tákni ekki að meiriháttar verkföll eða vinnu- stöðvanir séu í uppsiglingu í Sovétríkjunum eins og í Póllandi þegar Samstaða var og hét. En síðan í desember hafa birzt greinar í sovézkum blöðum þar sem verkalýðssambandið er gagnrýnt fyrir að standa ekki nógu dyggan vörð um velferð- armál verkamanna og öryggi á vinnustöðum. Þessi gagnrýni og brottvikn- ing Shibayev kemur heim við stefnu og pólitískan metnað Chernenko að dómi Ruble. Hann telur að Chernenko vinni nú að því að leggja grundvöll að völd- um sínum í framtíðinni á svipað- an hátt og Brezhnev gerði á valdatíma Nikita Krúsjeffs. Annar sérfræðingur, Jerry F. Hough við Duke-háskóla, segir að brottvikning Shibayevs virð- ist áfall fyrir Andrei P. Kiril- enko, sem lengi hefur verið tal- inn líklegur arftaki Brezhnevs. Verkalýðsmálin hafa heyrt und- ir Kirilenko, en nú hefur Chern- enko snúið sér að því sviði og rekið mann sem telja má stuðn- ingsmann Kirilenko, segir Hough. Hann bendir á að Brezhnev hafi lagt áherzlu á að Chernenko sé hlynntur umbótum og vilji auka framleiðni. Hann telur lík- legt að Chernenko muni beita sér fyrir auknum áhrifum verka- manna á stjórn fyrirtækja, en ólíklegt sé að nokkrar breytingar eigi sér stað fyrr en Brezhnev fari frá. Fiskimenn loka bryggju í Hamborg Ilamborg, 8. marz. AP. NÍU fiskiskip lokuðu bryggju álvers- fyrirtækisins Dow Chemical í Ham- borg í dag til að mótmæla mengun, sem þeir segja að stafi frá úrgangi úr verinu á Saxelfi. Heinz Östmann, talsmaður fiskimanna á Saxelfi er berjast fyrir verndun fiskimiða sinna, sagði að þeir hefðu fengið fregnir um að yfirvöld hefðu leyft Dow Chemical að losa allt að sex lestir af úrgangi í fljótið. Yfirvöld bönnuðu í fyrra sölu á vissum fisktegundum sem veiðast í Saxelfi, aðallega ál, þar sem hann væri ekki hæfur til neyzlu vegna eiturefna. Fiskimenn svör- uðu með miklum mótmælaaðgerð- um á bátum sínum til að krefjast þess að fljótið yrði hreinsað. Östmann sagði að skipin sem mótmæltu mengun Dow Chemical yrðu kyrr við bryggju álversins í að minnsta kosti hálfan mánuð og mundu reyna að koma í veg fyrir uppskipun úr vöruflutningaskip- um sem koma með hráefni. Fiskimenn á Saxelfi krefjast einnig aðstoðar frá yfirvöldum, aðallega nýrra laga um hreinsun fljótsins. Sluppu med tæpar 3 milljónir marka (■öppingcn, V l*ýskalandi, 8. mars. AP. RÆNINGJAR rændu aðfaranótt mánudags bankastjóra og dóttur hans á heimili þeirra í Göppingen. Annar ræningjanna flutti síðan dótturina um set, en hinn hélt með bankastjóranum til banka hans. Krafðist hann 2,7 milljóna marka lausnargjalds ef bankastjórinn vildi sjá dóttur sína aftur á lífi. Varð hann að sjálfsögðu við kröf- um ræningjans. Dótturinni var sleppt en ekkert hefur spurst til ræningjanna. Furðuský rannsakað Topcka, Kansas, 7. marz. AP. FLUGSTJÓRI U-2 könnunarflugvél- ar flaug í rúmlega 16 km hæð um helgina og kannaði í sex tíma um- merki furðuskýs sem hefur sézt frá jörðu. Flugvélin flaug gegnum skýið í 50—60.000 feta (15—18 km) hæð yfir Mexíkóflóa. Vísindamenn vona að sýnishorn úr ferðinni færi svar við uppruna skýsins, sem er talið stafa frá eldgosi er hafi farið fram hjá mönnum, í Asíu eða á Kyrrahafi. Aðrar hugsanlegar skýringar á skýinu, en ólíklegri, eru að átt hafi sér stað kjarnorkusprenging, sem ekki hafi verið tilkynnt um, eða að loftsteinn hafi sprungið. Marxisti veldur uppnámi í V erkamannaflokknum l.ondon, 8. marz. AP. TILVONANDI frambjóðandi Verkamannaflokksins hefur valdið uppnámi í flokknum með ræðu þar sem hann varaði við blóðsúthellingum og hvatti til þess að brezku valdastéttinni yrði kollvarpað. italista". Sá sem uppnáminu olli er Pat Walls, yfirlýstur marxisti sem hefur verið valinn frambjóðandi Verkamannaflokksins í Bradford North. Hann er félagi í samtökum trotskýista, „The Militant Tend- ency“, sem hófsamir menn í Verkamannaflokknum vilja reka. Walls sagði í ræðu, sem Sunday Times sló upp á forsíðu, að „marx- istísk Verkamannaflokksstjórn" mundi steypa „ríkisapparati kap- „Það hefði í för með sér að kon- ungdæmið yrði lagt niður ásamt lávarðadeildinni, hershöfðingjar, aðmírálar og flugmarskálkar yrðu reknir ásamt háttsettum embætt- ismönnum, lögreglustjórum, dóm- urum og svoleiðis fólki," sagði Walls. Hann varaði við því að nema því aðeins að „valdi valdastéttarinn- ar“ í þessu kapitalistarríki yrði hnekkt „munum við standa frammi fyrir möguleika á borg- arstyrjöld í Bretlandi og þeim hræðilegu dauðsföllum óg eyði- leggingum og blóðsúthellingum sem það mundi hafa í för með sér.“ Walls er einn sex félaga „Milit- ant Tendency", sem vinstrisinnað- ar flokksdeildir hafa valið í fram- boð fyrir Verkamannaflokkinn í kosningunum 1984. Undirnefnd framkvæmdastjórnar flokksins átti að koma saman í dag, mánu- dag, og búizt var við því að hún hvetti til þess að nýtt val á fram- bjóðanda færi fram í Bradford, ekki af því að Wails sé rnarxisti heldur á þeirri tæknilegu forsendu að sitthvað hefði verið við at- kvæðagreiðsluna að athuga. Hófsamir menn eru æfir vegna þess að flokkurinn skuli sam- þykkja að marxistar séu í kjöri fyrir flokkinn. Þeir leggja hart að Michael Foot flokksforingja að reka Militant Tendency úr flokkn- um eða í það minnsta að koma í veg fyrir að menn úr félaginu verði frambjóðendur þar til flokk- urinn hefur rannsakað samtök trotskýista.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.