Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1982 meginhlutverki sínu að skapa fólki góða og örugga afkomu. Við fáum 200 mflurnar ekki aftur: Hvað tekur nú við? Hér fer á eftir í heild ræða sú, sem Davíð Sch. Thor steinsson, fráfarandi formað- ur Félags ísl. iðnrekenda, flutti á ársþingi iðnrekenda sl. fóstudag: Fundarstjóri, iðnaðarráðherra, virðulegu gestir, góðir félagar. Þetta er í síðasta sinn, sem ég tala á ársþingi Félags íslenskra iðnrekenda sem formaður félags- ins. Ég hef nú gegnt því embætti í átta ár og ákvað fyrir all löngu að gefa ekki aftur kost á mér, því ég tel rétt að nýir menn séu kvaddir til starfa og að þeir fái að spreyta sig. Þessi ár hafa verið mér í senn afar lærdómsrík og yfirleitt ánægjuleg, enda þótt ég hafi oft orðið fyrir sárum vonbrigðum með framgang mála. Ýmislegt hefur áunnist, en þó engan veginn eins margt og ég hefði óskað, því enn er ótal margt ógert, þannig að eftirmaður minn mun hafa ærin verkefni að glíma við. Það, sem þó hefur áunnist, hef- ur fyrst og fremst verið að þakka frábærum samstarfsmönnum og þeim styrk, sem stuðningur ykkar félagsmanna við mig, hefur veitt mér. Á engan held ég að sé hallað, þó ég noti þetta tækifæri til að þakka þeim Hauki Björnssyni og Vali Valssyni fyrir samstarfið öll þessi ár. Kerfið ekki viðurkennt ósigur sinn í hita baráttunnar gefst sjaldan tækifæri til að staldra við og meta árangurinn. Sennilega hafa bandamenn í síðari heimsstyrjöld- inni í raun verið búnir að sigra stríðið á árinu 1942, en það tók Þjóðverja þrjú ár til viðbótar og milljónir mannslífa, áður en upp- gjöf var viðurkennd. Þannig er það kannski stundum einnig á mörgum öðrum sviðum. T.d. hygg ég að sigur sé í raun unninn í ýms - um baráttumálum okkar iðnrek- enda og aðeins skorti viðurkenn- ingu kerfisins svokallaða á því. Nýjasta dæmi um þetta er furðu- leg uppákoma sem var nú i vik- unni, þegar Fjármálaráðuneytið gaf út reglugerð um svonefnt toll- afgreiðslugjald. Þar er ákveðið að innlendur iðnaður greiði slíkt gjald af aðföngum sínum, en jafn- framt skuli það ekki lagt á innfluttar samkeppnisvörur frá EFTA og EBE. Þetta gengur þvert á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar og ég trúi ekki að þetta hafi verið ætlun Alþingis, þegar lög um tollafgreiðslugjald voru samþykkt á dögunum. Oft hef ég verið i mestu vand- ræðum með hvað ég ætti að segja á þessum vettvangi undanfarin ár og oft hefur mig mest langað til að flytja sömu ræðuna aftur og aftur. Ég hef, að ég held, alltaf verið gagnrýndur fyrir það, sem ég hef sagt — stundum vafalaust með réttu — stundum hefur mér þó fundist gagnrýnin ósanngjörn. Það á meðal annars við þegar ég hef verið að fjalla um starfsskil- yrði atvinnuveganna. Á undan- förnum árum hef ég margítrekað kvartanir okkar iðnrekenda um það, að iðnaðurinn hafi ekki sömu starfsskilyrði og aðrir höfuð- atvinnuvegir þjóðarinnar. Nú hefur það hins vegar gerst, að fyrir liggur skýrsla sérstakrar nefndar, svonefndrar Starfsskil- yrðanefndar, sem forsætisráð- herra skipaði í september 1980. Ég hygg að ekki sé ofmælt þegar sagt er, að niðurstöður nefndarinnar staðfesta í öllum aðal atriðum, að kvartanir okkar iðnrekenda hafa fyllilega verið á rökum reistar. Skýrsla Starfsskilyrðanefndar, sem verður til sérstakrar umræðu hér í dag, er mjög ítarleg og fróð- leg, en það sem skiptir nú megin- máli er, að hún lendi ekki upp í hillu hjá hinum skýrslunum, held- ur verði grundvöllur fram- kvæmda. Því aðeins kemur allt þetta mikla starf nefndarinnar að gagni. Um hvað hafa ræðurnar snúist? En hvað er það, sem ég hef verið að tala um undanfarin ár? Ég hef talað um verðbólguna, þau vandamál sem hún skapar at- vinnulífinu og hvernig hún heldur niðri lífskjörum á Islandi. Ég hef talað um dulbúið at- vinnuleysi og hvernig það heldur niðri lífskjörum á íslandi. Ég hef talað um að fjármagni sé veitt þangað, sem það gefur flest atkvæði, en ekki mestan arð, og hvernig það háttarlag heldur niðri lífskjörum á íslandi. Ég hef talað um að enn renna 9/io hluta af tæknilegu nýtanlegri vatnsorku okkar ónotaðri til sjáv- ar og hvernig það heldur niðri lífskjörum á íslandi. Ég hef talað um mismunandi starfsskilyrði atvinnuveganna og hvernig þau halda niðri lífskjör- um á Islandi. Ég hef talað um að atgervis- flóttinn undanfarinn áratug, bæði hafi haldið og muni halda niðri lífskjörum á Islandi. Ég hef talað um hvernig skiln- ingsleysi á þýðingu allmennra jákvæðra rekstrarskilyrða at- vinnuveganna heldur niðri lífs- kjörum á Islandi. Ég hef talað um að seinagangur stjórnvalda að aðlagast fríverslun héldí niðri lífskjörum á Islandi. Ég hef talað um hvernig óraunhæfir kjarasamningar halda niðri lífskjörum á Islandi. En það, sem gengið hefur sem rauður þráður í gegnum allar þessar ræður, eru tvær spurn- ingar, sem báðum er enn ósvarað: Hvert ætlum við? Hvað viljum við? Hvert ætlum við? Hvað viljum við Því miður hefur umfjöllun mín um þessi mál ekki tekist betur en svo, að enn hefur ekki hafist nein alvarleg umræða um þessi þjóðfé- lagslegu meginmarkmið okkar Is- lendinga. Enn er eins og allir telji það sjálfsagt, að við og niðjar okkar búum hér á íslandi um ókomin ár við sí batnandi lífskjör svona eins og af sjálfu sér, þetta sé svo sjálf- sagt, að ekki þurfi að eyða tíma í að ræða það. En því miður er þetta ekki svona einfalt. Um þessi mál verð- ur að ræða og það verður að marka langtímastefnú. Sofandaháttur þjóðarinnar í þessu meginmáli er stórhættu- legur. Fáum 200 mflurnar ekki aftur Ég vil biðja þá, sem mál mitt heyra að hugleiða hvernig ástand- ið á íslandi væri í dag, ef við hefð- um ekki unnið fullan sigur í deii- unni við útlendinga um aðra aðai- auðlind okkar íslendinga — fiski- miðin. Hvað ætli byggju margir menn á íslandi í dag, ef enn væri hér 12 mílna fiskveiðilögsaga? Og hver væru lífskjörin þeirra, sem þá byggju hér enn? I framhaldi af því held ég að hollt sé að minnast þess að við fáum 200 mílurnar ekki aftur. Við erum búin að fá þær — við erum búin að njóta góðs af þeirri aukn- ingu þjóðartekna, sem þær færðu okkur, en við fáum ekki þá aukn- ingu tvisvar. Hvað tekur nú við? Hvað er það nú, sem á að standa Ræða Davíðs Sch. Thorsteins- sonar á ársþingi félags ísl. iðnrekenda sl. föstudag undir aukningu þjóðartekna fjölg- andi þjóðar? Þessum spurningum er ósvarað með öllu. Stóriðja Mörgum virðist þó að hluti af svarinu liggi nokkuð í augum uppi. Ég sagði áðan að fiskimiðin væru önnur auðlind okkar. Hin auðlind- in er að sjálfsögðu orkan og hana þurfum við og eigum við að nýta. Við iðnrekendur erum þeirrar skoðunar, að hér eigi að rísa orkufrekur iðnaður, sem væri eðli- legur þáttur í alhliða iðnþróun. Ég held að það eigi hins vegar í raun og veru eftir að taka þessa ákvörð- un. Mér sýnist menn enn vera að deila um það fyrst og fremst, hvort tala eigi yfir höfuð nokkuð við erlenda menn um þessi mál. í þessa umræðu finnst mér skorta það raunsæi, að við verðum að við- urkenna, að þekkingu á uppbygg- ingu og rekstri margvíslegra orkufrekra iðnfyrirtækja, svo og fjármagn til slíkra fyrirtækja, verður að flytja inn í landið. Hvernig haga á fyrirsjáanlegri samvinnu við útlendinga um þessi mál er ákvörðun, sem taka á í hverju einstöku tilviki og þá að miða við það sem hentar okkur ís- lendingum best hverju sinni. Stóriðja og nýting orkulindanna er því hluti af svari við spurning- unni um það, hvað nú taki við á íslandi. En hér kemur fleira til. SjónarHpilinu britt iokiÓ Það er ýmislegt, sem gert hefur það að verkum, að undanfarinn áratug hefur verið hægt að dylja það hvert stefnir I atvinnu- og búsetumálum okkar. Þár má meðal annars nefna: 1. Stækkun landhelginnar. 2. Gífurlegar erlendar lántökur — að verulegum hluta til neyslu, en ekki til arðbærrar fjárfest- ingar. Sem dæmi má nefna, að við jukum erlendar skuldir okkar um 10 millj. nýrra króna á hverjum einasta degi allt síð- astliðið ár, á laugardögum, sunnudögum, jólum, páskum, já jafnvel 1. maí. 3. Brottflutning rúmlega 5000 manns á síðastliðnum 10 árum, sem hefðu margir hverjir lík- lega átt í erfiðleikum með að fá vinnu við sitt hæfi hérlendis. 4. Dulbúið atvinnuleysi, sem ég fyrir fáum árum benti á að gæti numið e.t.v. á bilinu 15—20 þús- und manns. Ég held að tímabil þessa sjón- arspils sé senn úti og að við blasi nakinn raunveruleikinn. Raunveruleikinn blasir við Raunveruleikinn er sá, að við höfum þegar uppskorið árangur- inn af stækkun landhelginnar. Við getum ekki aukið erlendar eyðslu- skuldir með sama hraða og hingað til, án þess að draga niður lífskjör afkomendanna. Þótt fólksflóttinn hafi sem betur fer stöðvast á síð- asta ári, getum við ekki komið í veg fyrir stóraukna fólksflutninga úr landi á næstu árum, ef ekki verður breytt um stefnu gagnvart atvinnuvegunum. Til þess að stöðva atgervisflótt- ann og fá einhverja hinna brott- fluttu til að flytjast heim, til þess að stöðva söfnun erlendra skulda, til þess að bæta lífskjörin og til þess að tryggja sjálfstæði þjóðar- innar, verður að auka framleiðsl- una í þessu landi. Við verðum að auka framleiðsl- una, því á henni lifum við. Fram- leiðslan er grundvöllur allra lífs- gæðanna. Það er framleiðslan í þessu landi, sem stendur undir velferðarríkinu. Þegar ég fæddist voru 8% launþega opinberir starfsmenn. Nú eru þeir u.þ.b. 26%. Auðvitað er það framleiðsl- an sem þessi yfirbygging hvílir öll á. En nú virðist sem þetta undir- stöðuatriði sé gleymt. Nú er talið eðlilegt, að fyrirtækin séu rekin með tapi. Núll-stefnan hefur tekið völdin. Gjörbreytt stefna gagnvart atvinnuvegunum Það er því orðið brýnt viðfangs- efni, að stefnunni gagnvart at- vinnuvegunum verði breytt. En hvaða stefnu á þá að taka upp gagnvart atvinnuvegunum? Á þessu ársþingi hefur verið lög fram endurnýjuð stefnuskrá Fé- lags íslenskra iðnrekenda. I upp- hafi þessarar stefnuskrár er að finna meginviðhorf til atvinnulífs- ins og iðnaðarins sérstaklega. Þar segir m.a.: „Iðnaðurinn verður að búa við þær aðstæður, að hann hafi eðli- legan starfsgrundvöll og njóti jafnréttis við aðrar atvinnugrein- ar, svo að honum sé ekki bægt frá þeim áhrifum á atvinnulíf þjóðar- innar sem hann að öðru jöfnu gæti haft, þ.e. verið vaxtarbroddur efnahagslegrar nýsköpunar og leiðandi afl í sókninni til bættra lífskjara. Til þess að svo megi verða, telur Félag íslenskra iðn- rekenda nauðsynlegt: — Að skipulag efnahagslífsins grundvallist á frjálsu mark- aðshagkerfi og jöfnum starfsskilyrðum atvinnuveg- anna. — Að skattlagning sé almenn, mismuni hvorki atvinnugrein- um né eínstaklingum, og stuðli að auknum hagvexti. — Að stjórn ríkisumsvifa lúti við- urkenndum arðsemissjónar- miðum, er leiði til aukinnar velferðar. —7Að gengi íslensku krónunnar verði ávallt skráð í samræmi við markaðsaðstæður, þannig að jafnvægi ríki í viðskiptum við önnur lönd.“ Með þessari stefnu er boðuð grundvallarbreyting a viðhorfum til atvinnulífsins, þar sem því er gefið tækifæri til að gegna því Ríkisvaldið láti atvinnulífíð í friði Af langri reynslu minni get ég sagt: Ég hef enga trú á skrifborðsiðn- þróun. Ég hef heldur ekki trú á gælu- verkefnum stjórnmálamanna og ég hef ekki trú á sértækum að- gerðum, styrkjum, niðurgreiðsl- um, útflutningsuppbótum, og ekki því að ríkisvaldið sé með nefið niðri í öllu. Þvert á móti — ég álít að ríkis- valdinu beri að skapa hinar al- mennu leikreglur á markaðinum, eins einfaldar og hægt er — frelsi einstaklingsins á að vera eins mik- ið og framast er unnt, en þó sé þess gætt að hann skerði ekki frelsi einhvers annars. Ríkisvaldinu ber þannig að skapa almenn starfsskilyrði, sem hvetja fyrirtæki og einstaklinga til aukinnar framleiðslu, fram- leiðni og nýjunga og síðan að láta atvinnulífið í friði. Frelsi forsenda framfara Það er margsannað, að framfar- ir hafa jafnan verið mestar í heiminum, þegar frelsi hefur ríkt, en stöðnun og afturför hefur jafn- an fylgt boðum og bönnum. í ágætri ræðu dr. Curt Nicolin, sem hann flutti hér í Reykjavík í síðustu viku, hélt hann því fram að meginorsök iðnbybltingarinnar miklu á 19. öld hefði verið sú, að atvinnulífið losnaði úr aldagöml- um viðjum — viðjum, sem bæði voru trúarlegs, heimspekilegs og stjórnmálalegs eðlis. Ég held að sú bylting í atvinnuháttum okkar, sem hófst árið 1904, þegar við fengum heimastjórn, renni stoð- um undir þessa fullyrðingu Nicol- ins. Orsök vandans, sem við stönd- um frammi fyrir nú, er að aftur er svo komið fyrir íslenskri þjóð, að atvinnulífið á íslandi er drepið í dróma ríkisafskipta': skilnings- leysis, boða og banna. Eini munur- inn er sá, að í þetta sinn eru það innlend stjórnvöld, sem smátt og smátt hafa smeygt snörunni um háls atvinnulífsins. Frelsisbarátta okkar á fyrri öld- um gegn erlendri stjórn tók lang- an tíma — vonandi mun frelsisb- arátta atvinnulífsins gagnvart innlendri stjórn ekki taka jafn langan tíma. Jón Sigurðsson, forseti, talaði um ágæti og nauðsyn frjálsrar verslunar. Nú á dögum er sá skilningur oft lagður í þetta hugtak að átt sé við frjálsa álagningu í heildsölu og smásölu. Ég álít þennan skilning alrangan, því ég tel að Jón Sig- urðsson hafi verið að tala um frjálst atvinnulíf, en ekki aðeins einn þátt þess, verslunina sjálfa. Lokaorð Það, sem við þurfum fyrst og fremst á að halda.er það umhverfi, sá jarðvegur, sem frjálst atvinnu- líf getur dafnað í, því sé jarðveg- urinn fyrir hendi sáir atvinnulífið sér af sjálfu sér og skapar þá ið- grænu velli, sem börn okkar geta þroskast og lifað á. Nýstofnuðu fyrirtæki má líkja við viðkvæma jurt — umhverfi at- vinnulífs á íslandi í dag má líkja við urð og það þýðir ekki að reyna að sá fyrir viðkvæmum jurtum í urð. Þrátt íyrir allt fínnst mér sem skilningur þjóðarinnar á nauðsyn þróttmikíls atvinnulífs sé að aukast. Mér finnst sem andblær frelsiskröfunnar sé að styrkjast. Ég treysti því, að honum munu brátt aukast svo ásmegin, að hann verði fær um að blása burt bæði þeirri lognmollu værukærni, sem ríkir, svo og þeim úreltu kenning- um, sem of lengi hafa ráðið stefnu stjórnvalda hér á landi gagnvart atvinnulífinu. Leyfist mér að lúka þessum orð- um með erindi ur aldamótakvæði fyrsta ráðherrans okkar: Starfið er marKt, en eitt er bræðra bandið, boðorðið, hvar sem þér í fylking standið, hvernig sem striðið þá og þá er blandið, það er Að elska, fyKgÍa og treysta á landið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.