Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 46
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1982
Golfklúbburinn Keilir 15 ára:
Keilir stendur í stórræðum
stækkar golfvöll sinn úr 12
holum í fullkominn 18 holu völl
Goirklúbburinn Keilir í Hafnar
Tirði var formlega stofnaður 25. apríl
1967. Aðdragandi þess var sá að
nokkrir áhugamenn í golfi úr
Keykjavík, Hafnarfirði, Garðabæ og
Kópavogi höfðu óformlega rætt með
sér um hugsanlega aðstöðu fyrir
golfvöll á einhverjum heppilegum
stað í nálægð þessara byggðar
kjarna. Upphafsmenn þessara mála
voru Hafsteinn Hansson, Jónas Að-
alsteinsson og Jóhann Níelsson
ásamt mörgum öðrum ágætum
mönnum. Fyrsti fundur um málið
var haldinn í október 1966 þar sem
m.a. þáverandi forseti GSÍ, Sveinn
Snorrason, mætti og liðsinnti fund-
armönnum um ýmsar upplýsingar er
gagnlegar voru. Kosin var nefnd til
að leita eftir landi í áðurnefndum
byggðarlögum. Mættu fundarmenn
hvarvetna skilningi og góðum hug
forsvarsmanna en niðurstaðan var
sú, að forystumenn Hafnarfjarðar
bæjar léðu máls á landi sem nefnist
llvaleyri, sem er grösugur tangi að
suðvestanverðu við innsiglinguna til
Hafnarfjarðar. Klasir þessi grösuga
hæð við víðast úr Hafnarfirði og er
eins og vin í frekar hrjóstugu um-
hverfi. Af Hvaleyrinni er víðsýnt til
allra átta og er það ráðamönnum
Hafnarfjarðarbæjar til mikils sóma
að nýta slíkan stað sem útivistar-
svæði en mestan þakkarhug bera fé-
lagar klúbbsins til Kristins Guð-
mundssonar fyrrverandt bæjarstjóra
fyrir hans góða skilning er snerti
ýmislegt er varðaði starfsemi félags-
skaparins og bæjarfélagsins.
Upphaflega voru gerðar 6
brautir á Hvaleyrinni og voru þær
leiknar til ársins 1972 en þá var
völlurinn stækkaður í 9 holu völl.
Eftir 1972 er völlurinn kominn í 12
holur og hefur v'erið leikinn þann-
ig til dagsins í dag.
Það hefur verið áhugamál fé-
lagsmanna í Keili um langan tíma
að stækka völlinn í fullkominn 18
holu golfvöll. í því tilefni var leit-
að til Þorsteins Einarssonar
fyrrverandi íþróttafulltrúa ríkis-
ins sem beitti sér fyrir því að
hingað komu sænskir golfvallar-
arkitektar sem unnu síðan að
skipulagi 18 holu vallar. Sú tillaga
reyndist þegar til kom óviðráðan-
leg fjárhagslega og eins hitt að
sænska skipulagið gerði ráð fyrir
nánast óraunhæfum landvinning-
um austur af núverandi golfvall-
arstæði. Einn félagi klúbbsins,
Ólafur Marteinsson tók sig þá til
og endurskipulagði golfvöllinn þó
með hliðsjón af fyrri tillögum og
er það samdóma álit fróðra manna
að mjög vel hafi til tekist.
í dag stendur Keilir í stórræð-
um, en það er einmitt stækkun
vallarins úr því sem hann er í dag,
12 holur, í fullkominn 18 holu
golfvöll. Núverandi stjórn klúbbs-
ins hefur sett sér það markmið að
síðsumars 1983 verði framkvæmd-
um 1. áfanga lokið og völlurinn
kominn í leikhæft ástand. Völlur-
inn eins og hann er fyrirhugaður
rúmast að mestu leyti innan þess
svæðis sem hann er á í dag, en ein
brautin færist þó suðurfyrir nú-
verandi vallarstæði og við stækk-
unina má segja að ekkert lands-
væði fari til spillis, t.d. verður ekki
hjá því komist að fórna núverandi
æfingasvæði undir braut, en unnið
er að því að finna annað svæði
fyrir æfingar. Einn höfuðkostur
við þessa nýju áætlun er að leik-
aðstaðan í dag raskast ekki og
unnt verður að leika völlinn við
núverandi aðstæður allan fram-
kvæmdatímann eða þangað til 30
mín. fyrir opnun nýja vallarins til
að gefa vallarstarfsmönnum tæki-
færi til að skera holur á nýjum
flötum.
Hvaleyrarvöllurinn stendur á
ævafornu ræktuðu túni enda eru
brautir og flatir sennilega hvergi
betri í landinu. Jarðvegur er eins
og best verður á kosið frá náttúr-
unnar hendi undir golfvöll, blanda
af mold og sandi.
Einn af kostum vallarins um-
fram aðra velli er sá að leiktíma-
bil er mun lengra sem orsakast af
hinum góða jarðvegi og ekki veiga
minni þáttur er sá að völlurinn
stendur lágt yfir sjávarmáli. Til
dæmis er leiktímabil yfir sumarið
frá apríl og fram í október eða 7
mánuðir og þeir hörðustu leika ár-
ið um kring ef snjór hindrar ekki
leik sem er undantekning frá regl-
unni. Mót hafa verið haldin milli
jóla og nýárs á Hvaleyrinni og var
eitt slíkt haldið sl. gamlársdag.
Mörg vegleg golfmót hafa farið
fram á Hvaleyrinni. Fyrir tveim
árum gaf Toyota-umboðið á ís-
landi nýja bifreið í tilefni 10 ára
afmælis Toyota-keppninnar hjá
Keili og eru það lang veglegustu
verðlaun er í boði hafa verið í
íþróttakeppni hérlendis. Flugfélag
Islands og síðar Flugleiðir hafa
staðið fyrir hinum árlegu Þotu-
keppnum og hafa þotur félagsins
flogið lágt yfir Hvaleyrina keppn-
isdagana og gefið keppninni
skemmtilegan og litríkan blæ.
Fleiri fyrirtæki og einstaklinga
mætti nefna er borið hafa góðan
hug til klúbbsins en það yrði of
löng upptaining.
Gífurleg sókn er nú í golfíþrótt-
ina og flykkjast hundruð manna í
þessa íþróttagrein á hverju ári.
Gildismat og viðhorf til golfsins
hafa breyst með árunum og hér
áður fyrr var ekki laust við að örl-
aði á fordómum í garð íþróttar-
innar en það er liðin tíð. Sennilega
eru fáar íþróttagreinar sem gera
jafn miklar kröfur til tækni og
einmitt golfið. Að neyta líkams-
burða í íþróttum er vægast sagt
hæpin viðmiðun til árangurs en
aðal golfsins er að hugur og hönd
starfi saman. Nú er svo komið að
heilar ættir og heilu fjölskyldurn-
ar snúa sér að golfi sem einmitt er
ein þeirra íþróttagreina sem er
opin allri fjölskyldunni.
Golfklúbburinn Keilir hefur
ekki farið varhluta af þessari
þróun og varð um 25% aukning á
félagatölu klúbbsins á sl. ári og
bendir allt til þess að aukning
verði all verulega meiri á þessu
ári. Klúbburinn hefur á undan-
förnum árum haft á sínum snær-
um Þorvald Ásgeirsson golfkenn-
ara og hefur hann verið klúbbnum
mikil lyftistöng, sérstaklega ungl-
ingum, en Keilir hefur lagt
áherslu á unglingastarfsemi. Kon-
ur eru einnig orðnar fjölmennar
og mjög virkar í golfstarfseminni
og er það ánægjuleg þróun. Til
marks um það, þá hlutu tvær kon-
ur kosningu í stjórn Golfsam-
bands íslands fyrir skömmu í
fyrsta skipti í 40 ára sögu sam-
bandsins en GSI er elsta sérsam-
band innan íþróttahreyfingarinn-
ar. Nýliðar munu nú sem fyrr eiga
þess kost að fá tilsögn hjá kennara
klúbbsins í sumar án endurgjalds.
Keilisfélagar líta björtum aug-
um til framtíðarinnar og með
þessum nýju framkvæmdum vilja
þeir leggja sitt lóð á vogarskálarn-
ar til að styðja við og standa að
uppbyggingu golfíþróttarinnar í
landinu, almenningi til ánægju og
yndisauka.
Úr Þotukeppninni sl. ár. Henning A. Bjarnason flugstjóri, einn félagi í Keili,
heilsar upp á þátttakendur.
Sami áhuginn hjá unglingunum þó fjaran sé í klakaböndum.
Stjórn Keilis talið frá vinstri: Ásgeir Nikulásson ritari, Ólafur Ág. Þorsteins-
son formaður, Henning Á. Bjarnason stjórnarm., Sigurður Thorarensen
stjórnarm. og Ólafur Marteinsson gjaidkeri. Á myndina vantar Knút
Björnsson og Signrð Héðinsson.
• Hrefna Magnúsdóttir, Akureyri, í brantinni.
90 kepptu
Á SUNNUDAGINN fór fram í Hlíð-
arfjalli við Akureyri Akureyrarmót í
stórsvigi og var keppt í flokki karla
og kvenna og einnig í flokkum 12
ára og yngri. Þrátt fyrir að veður
væri fremur óhagstætt tókst mótið
ágætlega og voru keppendur alls um
90. Úrslit móLsins urðu sem hér seg-
ir:
Konur:
1. Nanna l**ifsdó»ir KA 140,44
2. Hrefna Magnúsdóltir KA 141,28
3. Ásla Ásmundsdóttir KA 143,20
Karlafl.:
1. Ilaukur JóhannsHon KA 131,73
2. Bjarni Bjarnason l*ór 132,00
3. Finnbogi Baldvinsson KA 132,58
II —12 ára fl., stúlkur:
1. Ilulda Svanbergsdóttir KA 107,68
2. Laufey ln»rsteinsdóttir KA 108,07
3. Kristín Jóhannsdóttir l»ór 108,56
11 — 12 ára fl., drengir:
1. Jón I. Árnason KA 104,08
2. Valdimar Valdimarsson KA 104,29
3. Kristinn SvanbergNson KA 104,60
10 ára fl., stúlkur:
1. Ása S. hrasUrdóttir l»ór 113,45
2. Kakel Keynisdóttir KA 120,15
á Akureyri
10 ára fl., drengir:
1. Sverrir Kagnarsson l»ór 104,91
2. Vilhelm l»orsteinsson KA 109,08
3. Heidar Jónsson KA 114,82
9 ára fl., stúlkur:
1. María Magnúsdottir KA 77,27
2. Mundína Kristinsdóttir KA 84,03
9 ára fl., dregnir:
1. Magnús Karlsson KA 73,33
2. Arnar M. Arngrímsson KA 81,64
3. Magnús Sa mundsson 82,73
8 ára fl., stúlkur:
1. Ilarpa llauksdóttir KA 80,05
2. Linda l’álsdóttir KA 83,88
3. Ijiufey Árnadóttir KA 89,29
8 ára fl., drengir
1. (.unnlaugur Magnússon KA 76,21
2. Stefán 1». Jónsson KA 77,95
3. Steingrímur l*orgeirsson KA 79,84
7 ára og yngri, stúlkur:
1. Ilildur O. l*orsteinsdóttir KA 95,44
2. Brynja II. I'orsteinsdóttir KA 102,62
3. I»órey Árnadóttir KA 106,01
7 ára og yngri, drengir:
1. Kóbert (■uómundsson l»ór 86,33
2. Kristján Kristjánsson 91,36
3. l»orleifur Karlsson KA 92,24 — re.