Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 38
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1982
Fjárhagsáætlun Kópavogs 1982:
Gatnagerð um helm-
ingur nýframkvæmda
FJÁRHAGSÁÆTLUN Kópavogs-
kaupstaðar var samþykkt á fundi
bæjarstjórnar Kópavogs þann 26.
febrúar sl. Hclstu tekjur eru útsvör
sem nema 81,6 milljónum króna, aó-
stöóugjöld 10,8 milljónir króna, fast-
eignaskattar 22,5 milljónir króna og
hlutdeild í innheimtu söluskatts að-
flutningsgjalda 17,2 milljónir.
Af helstu útgjaldaliðum má
nefna 33,3 milljónir króna sem
varið verður til félagsmála, til
fræðslu- og menningarmála eru
„VIÐ KEIKNUM með, að fi 18-20
skip hingað til lands í sumar, sem er
um 20% aukning frá fyrra ári,“ sagði
Böðvar Valgeirsson, forstjóri Ferða-
skrifstofunnar Atlantic, í samtaii við
Mbl., er hann var inntur eftir því
hversu mörg erlend skemmtiferðaskip
kæmu hingað til lands á vegum Atlan-
tic í sumar.
Boðvar sagði aðspurður, að skipin
yrðu hér á landi frá byrjun júní-
mánaðar og fram í lok ágústmánað-
ar. „Þau koma yfirleitt hingað til
Reykjvíkur og stoppa í mörgum til-
samtals áætlaðar 23,7 milljónir,
til almenningsgarða og rekstrar
og viðhalds gatna og holræsa fara
16,5 milljónir.
Framlag til rekstrar strætis-
vagna verður 7,0 milljónir. Hluti
Kópavogs í rekstri Slökkviliðs
Reykjavíkur er áætlaður 2,2 millj-
ónir króna, til rekstrar heilsu-
gæslustöðvarinnar er áætlað að
verja 1,3 milljónum, kostnaður við
nefndir, ráð og aðalskrifstofur er
áætlaður 6,7 m.kr.
fellum í tvo daga. Síðan fara mörg
þeirra ennfremur til Akureyrar og í
sambandi við það verður hluti af
farþegunum fluttur landleiðina til
Akureyrar, ýmist þjóðveginn eða yf-
ir hálendið," sagði Böðvar ennfrem-
ur.
Böðvar sagði aðspurður, að um
80% af farþegum þessara skipa
væru Þjóðverjar, en ennfremur færi
í vöxt að Bandaríkjamenn kæmu
hingað, t.d. væru tvö skip með
-Bandaríkjamönnum væntanleg í
sumar.
Að lokum má nefna, að af
rekstrartekjum bæjarsjóðs verður
varið 34,2 milljónum til nýfram-
kvæmda. Að viðbættum sérstök-
um tekjum vegna nýframkvæmda,
þ.e. gatnagerðargjöldum og ríkis-
framlögum verða nýframkvæmdir
bæjarsjóðs samtals 57,6 milljónir
króna. Þar af verður meira en
helmingi varið til framkvæmda
við götur bæjarins, eða um 31
milljón króna.
Leiðrétting
í FRÉTl' Morgunblaðsins í gær,
sunnudaginn 7. marz, er sagt frá sýn-
ingu á leikritinu Skjaldhamrar í Loga-
landi á vegum UMF Reykdæla. Mein-
legar villur slæddust inn í fréttina.
Fyrir það fyrsta var sagt, að leikstjór
inn héti Kllert Ingólfsson, en hann
heitir Evert Ingólfsson.
Þá var sagt að Ungmennafélag
Reykdæla hefði áður glímt við þetta
leikrit. Hið rétta var, að félagið
hefði áður glímt við erfið leikrit. í
þriðja lagi var myndatexti rangur.
Undir myndinni stóð „Myndin er
tekin á sýningu ...“, en átti að
standa: Leikstjóri ásamt leikendum
klappa miíu."d, J$MS Árnason, upp
á sviðið, en hann var viðstaaauf
frumsýninguna. Hlutaðeigandi eru
beðnir velvirðingar á þessum vill-
tw*?~—••••■• •
18-20 skemmtiferðaskip
hingað á vegum Atlantic
Frá bfl&sýningu Egils Vilhjálmsson&r hf. og Fiatumboðsins.
Skotar veita gjafir
í SÍÐUSTU viku fór fram sérstök
Skotlandskynning að Hótel Loft-
leiðum á vegum hótelsins og
Ferðaskrifstofu Kjartans Helga-
sonar. Hópur Skota var í því tilefni
staddur hér á landi.
Á hádegisfundi Rotarymanna
í Skiphóli í Hafnarfirði veittu
Skotarnir Einari Halldórssyni,
bæjarstjóra og Stefáni Jónssyni,
forseta bæjarstjórnar, vináttu-
bréf og gjafir frá borgarstjóra
Glasgow og borgarstjórn.
Stálu vinn-
ingsmiðum
frá SÍBS
BROTIST var inn í skrifstofur Vöru-
happdrættis SÍBS í Suðurgötu 10 að-
faranótt röstudagsins 5. mars sl. Var
meðal annars stolið svartri skjala
möppu með nokkrum fylgiskjölum. í
möppunni voru aðallega reikningar
sem búið var að greiða ýmsum versl-
unum og fyrirtækjum sem innleyst
höfðu vinningsmiða í happdrættinu
fyrstu daga marsmánaðar. Reikning-
unum fylgdu tilheyrandi vinnings-
miðar.
Þá var einnig stolið mörgum
árituðum vinningsmiðum sem
raðað var i kassa sem geymdur
var í skrifstofunni. Vinningsmið-
arnir voru frá árinu 1981 og úr 1.
og 2. flokki 1982 (janúar og febrú-
ar).
Þar sem ekki er loku fyrir það
skotið, að þjófurinn freisti þess að
framvísa einhverjum af þessum
vinningsmiðum í verslunum eða
annars staðar og komast þannig
yfir vörur eða peninga, er nauð-
synlegt að vara verslanir og fyrir-
tæki við að taka við umræddum
miðum sem greiðslu.
Þeir viðskiptavinir happdrætt-
isins sem hafa ekki enn tekið út
vinninga sína frá þessu tímabili,
eru beðnir að framvísa vinnings-
miðum sínum á aðalskrifstofu
happdrættisins í Suðurgötu 10 eða
hafa samband við þann umboðs-
mann happdrættisins sem seldi
miðana.
Eins og áður er sagt, eru þessir
vinningsmiðar úr 1.—12. flokki
1981 og 1. og 2. flokki (janúar og
febrúar) 1982, en verslanir geta
hinsvegar óhræddar tekið við
vinningsmiðum úr 3. flokki 1982
(mars 1982), sem mun bráðlega
fara í umferð.
Ástæða er til að hvetja fólk til
að láta Rannsóknarlögreglu ríkis-
ins vita, ef það verður vart við
gögn sem hugsanlega geta verið úr
þessu þýfi. (Frétutilkynninj; frá RLR)
Egill Vilhjálmsson hf.
A myndinni eru Stefán Jónsson, forseti bæjarstjórnar Hafnfirðinga, og
('hristopher J. Day, fulltrúi ferðamálaráðs Skota.
„Þess er skammt að bíða að bændur
fari að verj*a hesta sína með mannafla“
EITT af þeim erindum, sem Búnað-
arþingi hafa borizt, er bréf Björns
I’álssonar, fyrrum alþingismanns og
bónda að Löngumýri þar sem hann
fer fram á að ákvæðum búfjárrækt-
arlaga um hvað teljist lausaganga
stóðhesta verði breytt og það sé
skilgreint nákvæmlega hvað telja
skuli lausagönguhcst.
Segir hann, að bezt væri að af-
nema ákvæði um sölu stóðhesta en
hafa hæfileg sektarákvæði til við-
komandi sveitarfélags. Björn seg-
ir, að hreppstjórar hafi tæpast
lagaþekkingu til að framkvæma
löglega sölu á hestum, sem eigi er
von, þegar sýslumenn skortir til
þess kunnáttu. „Ástandið er óþol-
andi eins og það er, fáist engin
breyting á því, verður þess
- segir Björn
Pálsson og fer fram
á breytingar á lög-
um um lausagöngu
stóðhesta
skammt að bíða að bændur sem
dugur er í fari að verja hesta sína
með mannafla," segir Björn á
Löngumýri meðal annars.
Orðrétt segir í bréfi Björns:
„í heimabyggð minni er algengt
að ungir bændur sem hafa gaman
af að láta á sér bera og eru leiðin-
lega innrættir hafa stundað það
að láta selja ógelta hesta takist
þeim á einhvern hátt að ná í þá.
Svo mikill hefur áhugi þeirra ver-
ið að þeir hafa tekið ógelta hesta
og ókynþroska trippi og afhent
þau hreppstjóra.
í búfjárræktarlögum er sagt að
ekki megi láta stóðhesta ganga
lausa. Ég skildi lögin þannig að
menn mættu ekki sleppa stóðhest-
um lausum af ásettu ráði en öðru
máli gegndi ef hestar slyppu úr
girðingu, hlið opnist eða hurð á
húsi. Þess munu dæmi að hestum
hafi verið hleypt úr girðingu af
illvilja.
Hæstiréttur skilur lögin á ann-
an veg og tekur engar afsakanir
eða orsakir til greina. Það er
ástæða fyrir því að allir hafa tap-
að stóðhestamálum nema ég.
Bændur eru friðsamir og óvanir
málatilbúnaði. Þeir hafa því oftast
borgað fyrir að fá hestana afhenta
eða sætt sig við sölu þeirra. Bænd-
ur í mínu héraði hlífast við að
hafa fullorðna stóðhesta af
greindum ástæðum. Það veldur
því að verulegur hluti af hryssum
bænda eru geldar til mikils tjóns
fyrir þá, einkum þegar þess er
gætt að auðvelt er að selja hrossa-
kjöt til annarra landa. Af greind-
um ástæðum er ljóst að þörf er á
að skilgreina betur hvað við er átt
þegar talað er um að eigi megi
láta stóðhesta lausa. Það þarf að
gera greinarmun á því hvort
stóðhestur er látinn ganga laus af
ásettu ráði eða hestur sleppur úr
girðingu, hlið er skilið eftir opið,
dyr opnast og svo framvegis.
Ennfremur þarf að ákveða hve
gömul hesttrippin þurfa að vera
til þess að seljast stóðhestar.
Hesttrippi eru vanalega gelt
tveggja vetra gömul. Útigengin
trippi er tæpast hægt að gelda
fyrr en í júlí. Útigengin hesttrippi
nýtast eigi hryssum, fyrr en þau
eru fjögurra til fimm vetra göm-
ul.“
— Fiatumboðið:
Fjölmargir
bflar seldust
á bflasýningu
EGILL Vilhjálmsson hf. og Fiat-
umboðid voni með bílasýningu um
helgina, þar sem sýndir voru níu bfl-
ar frá American Motors og Fiat.
Davíð Davíðsson, sölustjóri,
sagði í samtali við Mbl., að sýning-
in hefði gengið framar vonum. Það
hefði verið fullt hús báða dagana
og fjölmargir bílar hefðu selst.
Ljósmynd Mbi. Krwtján.
Aðspurður sagði Davíð, að jöfn
sala hefði verið á öllum gerðum,
allt frá Fiat Panda, sem kostar um
87 þúsund og upp í Eagle, fjór-
hjóladrifsbílinn frá American
Motors, sem kostar upp í tæplega
300 þúsund.