Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1982 Nígeríuskreiðin: Þrjár bankaábyrgð- ir eru á leiðinni Brenndist þegar benzíntankur sprakk LIDLKGA tvítugur maður brenndist talsvert í andliti og á líkama á sunnudag er benzíntankur úr bfl, sem hann var að gera við, sprakk. Atvikið átti sér stað um kl. 15.30 að Smiðjuvegi 52 í Kópavogi. Maðurinn hafði tekið benzíntankinn úr bflnum og vann við að logsjóða þegar tankurinn sprakk. Maðurinn var fluttur í slysadeild Borgarspítalans. SAMLAGI skreiðarframleið- enda hafa borizt tillkynningar um, að þrjár bankaábyrgðir séu á leiðinni til landsins vegna kaupa Nígeríumanna á skreið. Þegar þær hafa borizt verður strax hafist handa við afskipanir á skreið og er búizt við, að talsvert magn fari í lok þessa mánaðar. Yfirvöld í Níg- eríu hafa enn ekki gefið út leyfi fyrir þetta ár né ákveðið innkaupsverð á skreið, en nokkrir innflytjendur hafa fengið framlengd þau innfiutn ingsleyfi, sem þeir áttu í lok síðasta árs. Þar á meðal eru leyfi fyrir innfiutningi á fyrr nefndum sendingum Skreið- arsamlagsins. Uppstillingarnefnd Framsóknar í Reykjavík klofin: Meirihlutinn færir Jóstein niður í fjórða sæti en Sigrúnu upp í þriðja „Mjög ánægður,“ segir Jósteinn, „þetta verður baráttan um 4. sæti hjá Framsókn og 11. hjá sjálfstæðismönnum“ llppstillingarnefnd fram- rún Magnúsdóttir, sem hafn- kvæmt tillögu meirihluta nefndar- Magnúsdóttir. 4. Jósteinn Krist,- '■ ' — ... ...... innar: 1. Kristján Benediktsson. 2. n ix e Gerður Steinþórsdóttir. 3. Sigrún Uppstillingarnefnd fram sóknarmanna í Reykjavík er klofin í afstöðu sinni til borg- arstjórnarlistans. Meirihluti nefndarinnar mun samkvæmt heimildum Mbl. leggja til að Jósteinn Kristjánsson verði færður niður í fjórða sæti, úr þriðja sætinu sem hann hlaut í prófkjöri flokksins, en Sig- Reyklaus dagur Reykingavarnanefnd hefur ákveð- ið að dagurinn í dag skuli vera „reyklaus dagur" og í því sambandi hefur nefndin skorað á reykingafólk að reykja ekki í dag a.m.k. og helzt að hefja bindindi á reyk og láta 9. marz verða fyrsta daginn í því bind- indi. I þessu sambandi hafa börn komið með heim úr skólum áminningu um reyklausa daginn og í fjölmiðlum er minnst á skað- semi reykinga. Þetta er í annað sinn, sem reyk- ingavarnanefnd gengst fyrir reyk- lausum degi. I fyrsta sinn var reyklaus dagur árið 1979. Útvarpað frá framboðsfundi stúdenta STÚDENTARÁÐ Háskóla íslands verður með opinn framboðsfund á miðvikudagskvöld vegna kosning- anna til Stúdentaráðs og Háskóla- ráðs næst komandi fimmtudag. IJt- varpað verður frá framhoðsfundin- um á 90,90 metrum á FM-bylgju og hefst útvarpssendingin klukkan 20. Þrjú félagasamtök stúdenta bjóða fram til kosninganna, eru það Vaka, félag lýðræðissinnaðara stúdenta, Verðandi, félag vinstri- manna og Umbótasinnar. Á fram- boðsfundinum fær hvert félag 30 mínútur til ráðstöfunar, en fjöldi ræðumanna er hins vegar ekki takmarkaður. Kjörfundur vegna kosninganna á fimmtudag hefst klukkan 9 ár- degis. Verða kosnir 13 fulltrúar stúdenta í Stúdentaráð og 2 til rún Magnúsdóttir, sem hafn- aði í fjórða sæti í prófkjörinu taki þriðja sætið. Að öðru leyti leggur meirihlutinn til að sex efstu sætin verði í samræmi við niðurstöður prófkjörsins. Samkvæmt heimildum Mbl. verður til- laga meirihluta uppstillingar nefndar lögð fyrir fulltrúa- ráðsfund nk. mánudag. Jósteinn Kristjánsson sagði í viðtali við Mbl. í gær, að hann hefði ekki frétt neitt af þessu, en þessar fréttir kæmu sér ekki á óvart. „Ég bauð þetta sjálfur á sínum tíma“, sagði hann „og ég tel þetta sterkan lista. Ég er mjög ánægður með þetta sæti, lít á það sem baráttusæti og mun gera allt sem hægt er til að vinna það. Þetta er að mínu mati baráttan um 4. sæti hjá Framsókn og 11. sæti sjálfstæðismanna og ég mun gera allt til að Framsókn hljóti þetta sæti.“ Minnihluti nefndarinnar stend- ur ekki að þeirri tillögu sem lögð verður fyrir fulltrúaráðsfundinn. Óánægja minnihlutans mun sam- kvæmt heimildum Mbl. stafa að áðurnefndri breytingu, einnig eru uppi óánægjuraddir með listann í heild sem telja að hann sé ekki nægilega sterkur. Efstu sæti list- ans munu eftirtaldir skipa sam- Magnúsdóttir. 4. Jósteinn Krist,- jánsson. 5. Sveinn G. Jónsson. 6. Auður Þórhallsdóttir. Verðbætur til loðnu- skipa ákveðnar í dag? Fulltrúar Landsambands íslenzkra útvegsmanna áttu fund með Stein- grími Hermannssyni sjávarútvegs- ráðherra í gærmorgun vegna hug- mynda þeirra og sjómanna um greiðslur úr Aflatryggingasjóði til þeirra loðnuskipa, sem ekki fengu að Ijúka við úthlutaðan loðnukvóta. Grímsey: Bátur slitnaði upp og gjöreyðilagðist (•rímscy, 8. mar/.. 1982. SIGURBJÖRN EA 88, 11—12 tonna bátur, sfitnaði upp hér í höfninni í gærkvöldi og rak upp í fjöru og eyði- lagðist. Báturinn, sem var smíðaður í Bátalóni var einn sex slíkra hér á eyjunni. Einn fórst í fyrra og svo þessi. Það er hins vegar engan bilbug að finna á mönnum og það var þegar farið að huga að því að fá nýjan bát á staðinn í gær. Fréttaritari. Komið hefur fram, að Már Elísson fiskimálatjóri , sem einnig er for maður stjórnar Aflatryggingasjóðs er með aðrar hugmyndir um greiðsl- ur úr sjóðnum til viðmkomandi skipa, en fulltrúar útgerðarmanna og sjómanna í sjóðsstjórn. Fundur útgerðarmanna með sjávarútvegsráðherra stóð nokkra stund í gærmorgun og er annar fundur boðaður með öllum aðilum að Aflatryggingasjóði í dag klukk- an 11. Þeir, sem Morgunblaðið ræddi við í gær, sögðu að á fundin- um í dag væri ætlun manna að ná samkomulagi um greiðslur úr sjóðnum til loðnuskipanna og yrði að líkindum reynt að fara ein- hvern milliveg milli hugmynda fulltrúa útgerðarmanna og sjó- manna og fiskimálastjóra. Sögðu menn að nauðsyn bæri til að ná samkomulagi í dag, og væru allir sammála um það, því ella þyrfti sjávarútvegsráðherra að gefa út sérstök lög um bætur til skipanna, en menn vildu forðast að það þyrfti að gera. Engin innflutningsleyfi hafa verið gefin út í Nígeríu fyrir þorskhausum og eru nokkrar birgðir í landinu. Á síðasta ári voru samtals fluttir út héðan um 235 þúsund pakkar af hausum. Þessar upplýsingar koma fram í fréttabréfi Skreiðarsamlagsins og þar kemur einnig fram, að á síð- asta ári seldi samlagið og afskip- aði 150 þúsund pökkum af skreið og um 68 þúsund pökkum af haus- um til Nígeríu og 7.080 pökkum af skreið til Italíu, en þar hefur verið mikil eftirspurn og samlagið ekki annað henni. Aðalfundur Samlags skreiðar- framleiðenda fyrir framleiðsluár; ið 1980 var haldinn á fimmtudag. í stjórn þess voru kjörnir Þorvaldur Gíslason Grindavík, Karl Auð- unsson Hafnarfirði, Aðalsteinn Jónsson Eskifirði, Gísli Konráðs- son Akureyri, Benedikt Jónsson Keflavík, Ólafur B. Ólafsson Sandgerði og Rögnvaldur Óiafsson Hellissandi. Benedikt Jónsson var endurkjörinn formaður, Gísli Konráðsson varaformaður og Ólafur B. Ólafsson ritari. Fram- kvæmdastjórar fyrirtækisins eru Bragi Eiríksson og Hannes Hall. Elsa Alma Guð- mundsson látin ELSA Alma Guðmundsson, fædd Kalbow, eiginkona dr. Kristins Guð- mundssonar fyrrverandi utanríkis- ráðherra og sendiherra, lézt í Reykjavík síðastliðinn sunnudag, 92 ára að aldri. Elsa Alma var dóttir Christians Kalbows, kaupmanns í Berlín og konu hans Dorotheu, fæddrar Strawenow. Elsa fæddist 16. sept- ember 1889 og var yngst 5 systk- ina. Elsa kynntist eiginmanni sín- um, dr. Kristni, í Berlín er hann var þar við nám og giftist honum í ágúst 1927. Þau fluttust til íslands skömmu síðar. Síðar fluttust þau utan aftur er dr. Kristinn varð sendiherra íslands í Stóra-Bret- landi 1956. Þau bjuggu síðan er- lendis allt til 1967 meðan Kristinn gegndi embætti sendiherra víða um Evrópu. Síðan þá hafa hjónin búið í Reykjavík. Dr. Kristinn lifir konu sína. Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra um flugstöðvarbygginguna: Öll ríkisstjórnin verður að vera sam mála vegna stjórnarsáttmálans Ef einn ráðherra segir nei, þýðir það engin flugstöðvarbygging „ÉG VERÐ að bíða og sjá hvað kemur frá þessari nefnd, sem vinnur að endurskoðun málsins og á að skila áliti, en það er enginn vafi á því að það verður öll ríkis- stjórnin að vera sammála um framkvæmdirnar vegna stjórnar sáttmálans," sagði Úlafur Jóhann- esson utanríkisráðherra. er Mbl. spurði hann hvað liði svonefndu flugstöðvarmáli og hvenær tekin yrði ákvörðun um bygginguna, og nýtingu þeirrar lánsfjárheimildar sem gert er ráð fyrir á fjárlögum handaríska þingsins til byggingar innar. Utanríkisráðherra var að því spurður fyrir hvaða tíma hann teldi að hefja þyrfti fram- kvæmdir til að lánsfjárloforðið félli ekki úr gildi. Hann svaraði því til að hann hefði alltaf miðað við 1. október nk. en bætti við: „En mér skilst að það þurfi að vera búið að gera eitthvað áður og þar koma til útboð og eitt og annað þess eðlis, og hefur 1. apr- íl verið nefndur í því sambandi. Ég hef alitaf miðað við 1. októ- ber hvað þetta varðar." Ráðherra var spurður að því í lokin, hvort hann sem utanrík- isráðherra myndi beita sér fyrir því að umrædd lántökuheimild yrði nýtt. Hann svaraði: „Jú, en ég verð að bíða eftir niðurstöð- um nefndarinnar. Síðan verður öll ríkisstjórnin að vera sam- mála vegna stjórnarsáttmálans. Ef einn ráðherra segir nei, þá þýðir það engin flugstöðvar- bygging. Það er alveg hreint og klárt," sagði hann að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.