Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.03.1982, Blaðsíða 48
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1982 Engin óvænt úrslit í bikarkeppninni Liverpool tapaði heima í 1. deildarkeppninni ÞAI) VORIJ miklar sviptingar í 8-li<)a úrslitum ensku bikarkeppn- innar á laugardaginn eins og jafnan, en aA þessu sinni tókst aó Ijúka öll- um leikjunum, þ.e.a.s. úrslit fengust, engin jafntefli. Leikur dagsins var vióureign Lundúnalidanna ('helsea og Tottenham, en merkilegust var atburóarrásin í leik 2. deildar lió- anna Leicester og Shrewsbury. Þar skiptu leikmenn Leicester þrívegis um markvöró vegna meiósla aðal- markvaróarins. Var staðan 2—1 fyrir Shrewsbury þegar hræringarn- ar hófust, en leiknum lauk með stór sigri Leicester þrátt fyrir allt, loka- tölurnar 5—2. Larry May skoraói fyrsta mark leiksins fyrir Leicester strax á 5. mínútu, en síðan jafnaói Itates og Kaey náði síðan forystunni fyrir Shrewsbury. Þá meiddist Mark Wallington. markvörður og fyrirliói Leicester, og til að byrja með fór Alan Voung í markið. Leicester jafn- aði fyrir hlé er ('olin Griffin sendi knöttinn í eigið net. Voung meiddist svo og fór þá Steve Lyncx í markið um hríð. Það stóð ekki lengi, Voung kom aftur inn á völlinn og fór í markið. Var Lynex þá frelsinu svo feginn, að hann óð fram í sóknina og lagði upp þriðja rnark Leicester sem Jim Melrose skoraði á 59. mínútu. Tíu mínútum síðar gerði Gerry Lin- eker út um leikinn með fjórða mark- inu og Melrose setti síðan punktinn yftr i-ið er hann bætti fimmta mark- inu við á lokamínútunni. Úrslit leikja urðu annars sem hér segir: Bikarkeppnin: ('helesa — Tottenham 2—3 WBA — Coventry 2—0 QPR — Crystal Palace 1—0 Leicester — Shrewsbury5—2 1. deild: Birmingh. — Man. Utd. 0—1 Ipswich — Everton 3—0 Liverpool — Bright. 0—1 1— 11. DEILD Soulhampton 29 15 5 7 53 40 54 Swansoa 28 15 4 H 43 34 52 .Manrheslcr 1 td. 27 14 H 5 40 20 50 Ipswich 25 15 2 H 47 35 47 \rscnal 27 13 7 7 22 IX 45 Livprpool 26 11 5 7 45 23 45 Manchcstcr ('ity 2X 12 H 8 41 31 44 Brit;hton 2H II 11 5 31 27 44 Tottcnham 2.1 13 4 5 19 22 41 Nottingham K. 25 10 K K 2K 31 3K Kvcrton 2H 9 10 9 34 14 37 Wf8l Ham 27 K 12 7 45 37 15 Notts t ouniy 27 9 7 11 41 41 34 Aston Villa 2S H 10 10 32 35 34 Stoke < ’ít.V 2K 9 5 14 30 39 32 Wwt Bromwkh 22 7 K 7 2K 25 29 HirmmL'ham 25 5 9 12 35 42 24 ('ovrntry 27 5 5 15 35 51 24 U’cds 1 nited 24 5 5 12 20 3K 24 W olvcrhampton 28 5 5 15 17 45 24 Sundcrland 25 4 7 15 IK 40 19 Middlcshroutíh 25 2 10 14 1K 17 15 2. DEILD Luton Town 25 17 5 3 53 25 57 W atford 27 14 K 5 44 2K 50 Kothcrham 29 15 3 II 44 34 4K Hlarkhurn 36 13 9 K 37 27 4K ShcffM ld VVc*d. 10 11 K 9 3K 37 47 Oldham 10 12 10 K 3K 13 45 ({uccnN l'ark 2H 11 5 9 34 23 44 Ncwrasth* 2X 11 5 10 36 29 44 ('harlton 10 11 10 9 19 39 41 Harnslcy 2M II 5 II 36 27 39 < 'hclsca 25 II 5 9 35 34 39 1 lcktHtcr 24 10 K 6 13 23 18 Norwirh 2K II 4 13 34 39 37 ( amhndgc 2H 9 5 13 29 31 31 Kollon 2í> 9 5 15 25 18 12 Derhy ( 'ounly 2K K 5 14 36 54 30 < >ric*nt 25 H 5 11 22 12 29 Shrcwshury 25 7 7 11 22 14 2K ( rystal l'alarc 21 7 5 11 16 20 26 ('ardiff 27 7 4 16 24 19 25 (irimshy 24 4 10 10 25 19 22 VVrcxham 25 5 4 15 22 36 22 Middlesbr. — Wolves 0—0 Man. City — Arsenal 0—0 N. County — South. 1—1 Swansea — Stoke 3—0 West Ham — Aston V. 2—2 Lundúnarimmur I tveimur af fjórum leikjum 8-liða úrslitanna áttust við Lund- únalið, en rígurinn er gífurlegur og því mátti litlu muna að upp úr syði á áhorfendapöllunum. Reynd- ar sauð upp úr á Loftus Road, þar sem QPR og Palace áttust við, miklir erkifjendur þar á ferðinni. Þegar tvær mínútur voru til leiksloka var staðan enn jöfn, 0—0. Þá gerðist það, að Clive A11- en skoraði fyrir QPR, en hann lék áður með Palace. Því voru áhang- endur Palace ekki búnir að gleyma og létu ekkert tækifæri ónotað til að baula á Allen. Og strákur not- aði sjálfur tækifærið er hann skoraði markið þýðingarmikla, hljóp að Palace-aðdáenda-kjarn- anum og steytti hnefann glottandi til skrílsins. Þoldu þeir það illa og stökk vænn hópur þeirra inn á völlinn og vildi leggja hendur á Allen. Sá hann sæng sína út- breidda og hljóp undan. Var háður þarna mikill eltingaleikur sem endaði ekki fyrr en lögreglan kom Allen til hjálpar og hljóp uppi bol- ana. Er leikurinn var síðan flau- taður af hlupu leikmenn og dóm- arar til búningsklefa eins fljótt og kostur var og var það vel, því upp- þot mikið hófst samstundis og var flogist á úti á vellinum og uppi á pöllunum drjúga stund eftir að leik lauk. Á Stamford Bridge var allt troðfullt, enda erkifjandinn og nágranninn Tottenham í heim- sókn. Tottenham gekk illa í fyrri hálfleik og rétt fyrir leikhlé skor- aði Mike Fillery fyrir Chelsea beint úr aukaspyrnu. En bikarhaf- inn Tottenham hafði ekki hug á að sjá af gripnum og leikmenn liðsins mættu tvíefldir til leiks í síðari hálfleik. Steve Archibald jafnaði og síðan skoraði Glenn Hoddle glæsilegt mark með þrumuskoti af 25 metra færi. Ekki höfðu Tott- enham-menn sagt sitt síðasta orð, Mike Hazzard bætti þriðja mark- inu við og sýndist sigurinn þá vera í höfn. Svo var þó ekki, Alan Mey- es skoraði fyrir Chelsea á 64. mín- útu og síðustu 20 mínúturnar eða svo reyndi Chelsea mjög að jafna. Ómerkilegasti leikurinn Leikur 1. deildar félaganna WBA og Coventry'var litlausasti bikarleikurinn að þessu sinni, en WBA sigraði örugglega og hefir gengi Coventry verið hrikalega lélegt síðustu tvo mánuðina. Cirel Regis skoraði glæsilegt mark í fyrri hálfleik, tuttugasta mark hans í vetur og var markið ljósasti punktur leiksins. Garry Owen skoraði mikið heppnismark í síð- ari hálfleik og var sigur WBA þar með öruggur. Southampton tapaði stigum Southampton, efsta liðið í 1. deild, mátti teljast heppið að ná einu stigi gegn Notts County er liðin mættust í Nottingham. Kev- in Keegan skoraði fyrir South- ampton í fyrri hálfleiknum, en eft- ir það var aðeins eitt lið á vellin- um. Hvað eftir annað skall hurð nærri hælum hjá efsta liðinu og gamla kempan Alan Ball bjargaði af marklínu eigi sjaldnar en þrisv- ar er mark virtist óumflýjanlegt. En NC tókst þó að tryggja sér eitt stig og hefði ekki verið ósann- gjarnt þó þau hefðu verið fleiri. Það var Gordon Mair sem markið skoraði. Keppínautarnir söxuðu á forskotið Helstu keppinautarnir létu tækifærið sér ekki úr greipum ganga og minnkuðu forskot South- ampton með góðum sigrum. Swansea fékk Stoke í heimsókn og í miklu slagveðri gersigraði velska liðið mótherja sinn. Robbie James skoraði tvívegis og Jeremy Charl- es skoraði eitt mark. Stoke átti ekkert svar og varla skot á markið sem kallandi er því nafni. Manchester Utd. gaf ekkert eft- ir og sigraði eitt af botnliðunum, Birmingham, án teljandi erfið- leika og einnig án þess að sýna annað en miðlungsleik. Garry Birtles skoraði sigurmark United eftir voðaleg varnarmistök Byrons Stevensons í fyrri hálfleik. Stev- enson hugðist senda knöttinn til markvarðar síns, en knötturinn komst aldrei á leiðarenda, hann stöðvaðist í drullunni og Birtles fékk afar auðvelt tækifæri fyrir vikið. Síðar í leiknum sóaði hann þremur stórgóðum möguleikum. Og Ipswich reif sig upp eftir tapleikina að undanförnu og sigr- aði Everton stórt og örugglega. John Wark skoraði fyrsta markið og Alan Brazil bætti glæsilegu marki við fyrir leikhlé. Eric Gates skoraði þriðja markið í síðari hálfleik og yfirburðir Ipswich voru þá engu minni en í fyrri hálf- leik. Óvænt tap Liverpool Sveiflurnar hjá Liverpool hafa verið miklar að undanförnu og á P • Steve Archibald jafnaði fyrir Tottenham • Mike Hazzard skoraði þriðja markið laugardaginn mátti liðið þola 0—1 tap á heimavelli sínum gegn Brighton, liði sem reyndar tapar afar sjaldan. Eins og vænta mátti var Liverpool meira og minna í stórsókn, en varnarleikur Brigh- ton var frábær og gnæfði þar upp úr Steve Foster, miðvörðurinn ungi sem margir sjá sem lands- liðsmann um ókomin ár. Brighton átti svo nokkrar skyndisóknir. Markið var ekki í hópi fallegustu sem sést hafa í vetur, Andy Rit- chie potaði í netið eftir skallafyr- irgjöf frá Robinson. Alan Hansen var síðasti maður til að snerta knöttinn áður en hann hafnaði í netinu, BBC taldi markið fremur sjálfsmark. Það gekk á ýmsu er West Ham og Aston Villa leiddu saman hross sín. Gordon Cowans skoraði snemma leiks fyrir Villa, en Ray Stewart jafnaði fyrir hlé úr víti sem Trevor Brooking fiskaði. í síð- ari hálfleik var röðin komin að West Ham að ná forystunni, Belgíumaðurinn Van Der Elst skallaði laglega í netið. en skömmu síðar stóð 2—2, Peter Withe var á ferðinni og tryggði Villa annað stigið. I markalausu leikjunum var það helst að frétta, að Trevor Francis haltraði talsvert slasaður af leik- velli í viðureign Man. City og Ars- enal. Francis varð fyrir meislum sínum snemma í leiknum og eftir að hann hvarf af velli var aldrei um skikkanlegan sóknarleik að ræða. City sótti meira, en varnar- liðið mikla Arsenal stóðst áhlaup- in. Middlesbrough var mun betri aðilinn í markalausum leik gegn Wolverhampton þar sem tveir af helstu fallkandídötunum mættust. Næst því að skora komst liðið í seinni hálfleik, er Bill Woof átti skot í stöng. Leikurinn þótti furðu góður miðað við hvaða lið áttu í hlut. 2. deild: Blackburn 4 (Miller, Stonehouse, Bell, Garner) — Derby 1 (Swindle- hurst) Bolton 1 (Jones) — Cardiff 0 Grimsby 0 — Luton 0 Newcastle 1 (Varadi) — Barnsley 0 Oldham 0 — Rotherham 3 (Seas- man 2, Moore) Sheffield W. 1 (Taylor) — Charl- ton 1 (Robinson) Watford 0 — Cambridge 0 Enska knatt- spyrnan Knatt- spyrnu- úrslit England, 3. deild: Bristol C — Oxford 0—2 Exeter — Burnlev 2—1 Huddersf. — Gilíingham 2—0 Lincoln — Brentford 1-0 Milwall — Doncaster 0—2 Plymouth — Carlisle 1—0 Portsmouth — Walsall 1—0 Keading — Preston 2—1 Swindon — Bristol K. 5—2 England, 4. deild: Blackpool — Aldershot 0-2 Bourncm. — Peterb. 1 — 1 (’rewe — Stockport 0—2 Hartlep.— Sheffield IJtd. 2-3 Hereford — Scunthorpe 2—1 Mansfield — Darlington 2—3 l’ort Vale — Bury 0—0 Tranmere — Torquay 1 — 1 Wigan — Hull 2—1 Skotland: Aberd. — Kilmarn. 4—2 Queens P. — Forfar 1-2 Kangers — Dundee 2—0 SL Mirren — Dundcc lltd. 1—0 Eins og sjá má, var hér um skosku bikarkeppnina að ræða. En við skulum samt hressa upp á minnið með því að birta stöð- una í úrvalsdeildinni: < Vllir 22 14 5 .1 43—21 33 Sl. Mirrcn 21 10 7 4 32—22 27 KangtTs 21 9 8 4 33—25 2« llibrrnian 24 8 9 7 26—20 25 Ux rdecn 20 8 7 5 25—19 23 Dundt-f I td. 20 8 6 6 29—19 22 Ítalía Ascoli — Cagliari 2—1 Bolognia — Ávellino 1—1 Catanzarro — Como 0—0 Eiorentina — Koma 1—0 Inter Milan — AC Milan 2—1 Juventus — Torínó 4—2 Napólí — Cesena 2—2 lldinese — Genoa 3—2 Juventus og Eiorcntina eru efst og jöfn með 32 stig hvort lið, Inter hefur 28 stig og Koma hefur 26 stig. Holland Maastricht — Koda JC 1—2 AZ’67 Alkmaar — Utrecht 2—1 llaarlem — Deventer 3—1 Nec Nijmegen — PSV 0—4 Eeyenoord — Nac Brenda 0—0 Willem 2. — Sparta 2—1 Tvente — Den haag 2—0 De Graafschap — Ajax 1—4 l’ec Zwolle — Groningen 0—4 PSV viðist ekki líklegt til að gefa eftir forystusætið í deild- inni, liðið lék frábærlega gegn Nec Nijmegen. Willy Van Der Kcrkhof, Hallvar Thoresen, Huub Stevens og Kob Lands- bergen skoruðu mök liðsins. Ajax er það lið sem líklegast er til að veita I*SV keppni, en liðið vann stórsigur á útivelli gegn De Graafschap. Johan Cruyff sýndi gamla góða takta þó ekki skoraði hann í leiknum, cn Cruyff hefur öðrum fremur ver- ið maðurinn á bak við vel- gengni Ajax síðustu mánuðina. La Ling, Dick Schonaker, Wim Kieft og Sören Lerby skorðu mörk liðsins. PSV er efst sem fyrr segir, liðið hefur 36 stig, en 22 umferðum er lokið. Ajax er í öðru sæti með 33 stig, en síðan koma Alkmaar og Utrecht með 30 stig hvort félag. PSV hefur unnið 17 af 22 lcikjum sínum, tvö jafntefli og þrjú töp. Markatalan 51—21. Enn glæsi- legri er þó markatala Ajax, 76—33. Spánn: V alladolid — Keal MadridO—0 Atl. Bilbao — Real Betis 5—1 Osasuna — (’adiz 6—I Espanol — Las Palmas 2—I Valencia — Gijon 1—0 Zaragoza — Castellon 3—2 llercules — Barcelona 2—2 Sevilla — Santander 4—0 Atl. Madr. — Real Socied. 2—0 Barcelona hefur nú náð 5 stiga forystu í deildinni, liðið hefur 41 stig, en Keal Sociedad og Kcal Madrid hafa 36 stig hvort félag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.