Morgunblaðið - 12.06.1982, Side 13

Morgunblaðið - 12.06.1982, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ1982 13 í lundi trjánna. Þar Mm fuglar ftjúga. Mjndir: Rapur Axelnnon | Barni vaggað í ró mað koaai. Við vatniö þar aam fiakar aynda. Skilyrði aatt. Von á unnuatanum. Indverska dansmærin Shovana Narayan í íslenzku óperunni: Líkaminn segir söguna við dunandi hljómfall Indverska dansmærin Shovana Narayan, sem dansar í íslenzku óperunni í kvöld, er í hópi fremstu dansara Indlands og hefur hún dansað víða um heim. Hún dansaði fyrir Morgunblaðs- menn á blaðamannafundi i gær og kynnti þar grundvallaratriði í dansi sínum, sem hefur þróast á 2000 ára tímabili. Dansstíll hennar heitir Kathak og þýðir sögudans. Með hreyfingum og svipbrigð- um talar dansarinn mál sitt, segir söguna sem hann er að túika hverju sinni. Hvert orð má túlka með ákveðinni hreyfingu og sum orð hafa marga möguleika í túlkun. Kathak er einn af sex þjóðlegum sígildum dansstílum í Indlandi og er þar ýmist um hraða eða rólega dansa að ræða. Sumir dansarnir byggjast fyrst og fremst á takti, en aðrir á látbragði. Það var ótrúlegt að sjá þessa indversku konu dansa af fádæma leikni og mýkt, hreyfingar hennar eru slíkar að hún gat látið eina af fjögur hundruð bjöllum á öklum sér hljóma eina sér. Hver dans segir sína sögu og er forvitnilegt að sjá hvernig dansarinn túlkar þá sögu með hreyfingum sínum við hið indverska hljóðfall. Danssýning Shovana tekur um það bil eina og hálfa klukkustund, en Shovana, sem kemur frá Delhí, er nær alltaf fengin til að dansa fyrir erlenda þjóðhöfðingja þegar þeir heimsækja Indland. Hefur hún dansað fyrir ýmsa þjóð- höfðingja, bæði frá Vesturlöndum og Austur- löndum, en þetta er í fyrsta skipti sem Shovana kemur fram á Norðurlöndum. Einn dans Shovana byggist á söguþræði þar sem fók fer niður að vatni til þess að njóta tilverunnar, en fötum þess er stolið. Þjófurinn finnst og síðan segir dansinn hvernig hann fékkst til að skila fötunum og fékk smjör að launum og hreyfingarnar eru svo myndrænar að auðvelt er fyrir fólk að lesa úr dansinum. Grundvallarþættir dansins byggjast á túlkun á ást, sorg, hlátri, reiði, undrun, friði, hryllingi og fleiri atriðum og dansarinn þarf að hafa mikla þjálfun til þess að geta túlkað söguna af öryggi. — á.j. Myndaget- raun Menn- ingarstofnun- ar Banda- ríkjanna Menningarstofnun Bandaríkj- anna stendur nú fyrir myndaget- raun í sýningarglugganum að Laufásvegi 19. Myndirnar eru af 14 þekktum Bandaríkjamönnum sem þátttakendur eiga að nefna. Svar með nöfnum og númerum á að senda Menningarstofnun Bandaríkjanna, Neshaga 16, merkt: „Getraun". Bókaverðlaun verða veitt þeim fjórum sem bestum ár- angri ná í getrauninni, en bæk- urnar eru til sýnis í glugganum. Skilafrestur er til 4. júlí, sem er þjóðhátíðardagur Bandaríkj- anna og verður þá dregið úr réttum lausnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.