Morgunblaðið - 12.06.1982, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1982
15
Kristinn Guðbrandsson
í Björgun —
Kristinn Guöbrandsson í
„Björgun" verður sextugur á
morgun. Hann er fæddur í Rakna-
dal við Patreksfjörð 13. júní 1922.
Um tvítugsaldur fluttist hann til
Reykjavíkur og hefur starfað hér
síðan. Árið 1950 stofnar hann
fyrirtækið „Björgun" hf., gerðist
þá framkvæmdastjóri þess og hef-
ur verið það frá þeim degi.
Kristinn hafði ekki dvalið hér
lengi, þegar nafn hans var orðið
vel þekkt hér í borg og jafnvel um
allt land, fyrir framúrskarandi
dugnað og lagni hans við að
bjarga strönduðum skipum og
bátum víðs vegar meðfram
ströndum landsins. Oft gerðist
það að Kristni og mönnum hans
tókst að ná út skipi, sem aðrir,
sextugur
eftir ítrekaðar tilraunir, töldu
vonlaust að bjarga. Ekki hef ég
tölu á þessum björgunum á reið-
um höndum, en þeir sem best
þekkja til, álíta þær vart undir 40.
En þótt Kristni tækist björgun-
arstarfsemin vel, varð honum
fljótt ljóst að björgun strandaðra
skipa gat aldrei orðið atvinnuveg-
ur, sem dyggði til lífsframfæris
(Guði sé lof). Því varð það hann
réðist í að kaupa sanddæluskip frá
Þýskalandi. Þetta mun hafa skeð
fyrir um það bil 25 árum síðan.
Hér hafði þá um nokkurt skeið
verið starfandi danskt sanddælu-
skip við dýpkun á höfnum o.fl. Það
var því orðið ljóst að nokkurt
verkefni væri fyrir slíkt eða slík
skip, jafnvel árið um kring. Fyrir-
tæki Kristins mun nú hafa yfir að
ráða þremur slíkum skipum, sem
öll virðast hafa næg verkefni að
vinna. Ber þar hæst dýpkanir og
uppfyllingar á vegum Reykjavík-
urhafnar.
Kristinn hefur nú komið sér upp
ágætri aðstöðu við Ártúnshöfða,
með tilheyrandi vinnuvélum, til
greininga á sjávarsandi og möl.
En áhugamál Kristins ná langt
út fyrir sand og möl. Hann hefur
um áratuga skeið sýnt fiskrækt-
armálum mikinn áhuga. Hann og
félagar hans hafa í mörg ár rekið
tilraunastöðvar með fiskeldi í
Hveragerði eða nágrenni og á
landareign hans, Tungulæk við
Skaftá. Þá hafa hann og félagar
hans nú nýlega stofnað til félags-
skapar við Norðmenn norður í
Kelduhverfi. Það mun vera fyrsta
laxeldisstöð hér á landi, þar sem
laxinn er alinn upp, þar til hann er
hæfur til átu, en gengur aldrei til
hafs.
Fyrir á að giska þremur áratug-
um síðan, byggði Kristinn fjöl-
skyldu sinni myndarlegt sumar-
hús í landareign sinni, Tungulæk í
hraunjaðrinum vestan Skaftár.
Þegar sæmilegt vatnsrennsli er í
Skaftá, myndar lækurinn litla
tæra rennu í kolmórauðu jökul-
vatninu, niður með árbakkanum.
Þar í vatnamótunum er oft dágóð
veiðivon, stór sjóbirtingur úti í
Skaftá og smábleikja uppi í lækn-
um. í fjölda ára höfum við, örfáir
félagar Kristins, átt ánægjulegar
stundir þar fyrir austan, í upphafi
og við lok hins löglega veiðitíma.
Fyrir þessar stundir og margar
fleiri á öllum þessum árum, viljum
við félagarnir þakka Kristni, um
leið og við óskum honum til ham-
ingju með áratugina sex. Einnig
flyt ég kveðju og árnaðaróskir
okkar allra til frú Gyðu, en hún
biður mig að segja frá því að þau
hjónin munu með ánægju taka á
móti afmælisgestum milli kl. 4 og
6 í dag, laugardaginn 12. júní.
S.F.
Páfí til
Póllands?
Varsjá, Póllandi, 10. júní. AP.
JOZEF Glemp erkibiskup til-
kynnti í dag 50.000 pílagrímum að
Pólverjar byggjust við Jóhannesi
Páli páfa II. í opinbera heimsókn
til Póllands 26. ágúst nú í sumar
þrátt fyrir ríkjandi herlög í land-
inu.
Glemp sagði þetta ósk allrar
þjóðar sinnar og tók fram að
landar hans ættu að geta tekið á
móti páfa með friði og spekt.
„Enginn ætti að óttast boðskap
páfa, þar sem hann boðar trú og
kærleika" sagði hann að lokum
og beindi orðum sínum augljós-
lega til yfirvalda.
Kirkjuleiðtogar og stjórnvöld
hafa hafið umræður um hugsan-
lega komu páfa og kirkjuyfir-
völd endurnýjuðu heimboð sitt
til páfa sl. þriðjudag. Páfi kom
síðast í opinbera heimsókn til
heimalands síns 1979, aðeins
tæpu ári eftir að hann var kjör-
inn í október 1978.
Rétt er að taka fram að
verðiið þarf ekki að vera ná-
kvæmt þar eð aðeins var um
skyndikönnun að ræða. Engu
að síður ætti það að gefa vís-
bendingu um verðið í grófum
dráttum.
Bestu pillurnar eru þær þrjár
efstu sem sýndar eru í töflunni.
Innihalda þær öll helstu víta-
mín, þ.á m. fólasín (fólinsýru) og
auk þess steinefnin járn, kopar
og zink í nokkurn veginn hæfi-
legum hlutföllum.
Tegundir sem reyndust lak-
ari að gæðum voru m.a. Geri-
komplex, Bisks Overplus, Livol
Universal, Anduvite, Pharmaco
Grænar, Toro, ABSDin og Bioc-
ical (Dr. Schieffen).
Eftir þennan samanburð er
nú síður mælt með Sanasol
vegna þess hve sú blanda inni-
heldur fá bætiefni og alls ekki
minierallán eða járnkraft, en
þessar tvær blöndur eru frá
sama fyrirtæki.
I öllum þeim fimm tegund-
um sem mælt er með er bæði A
og D-vítamín. Er þá óþarfi að
taka lýsi eða lýsispillur. Ef
bætiefnapillur eru ekki notað-
ar verða börn og unglingar að
taka lýsi.
Bætiefnatöflur
Tejfund Fram- leióandi Veró Innih.
Pharmaco, brún
ar Pharmoaco hf. 0,94 V.S
Livol, super Dansk Droge AS 0,43 V+S
Vita-mineral Dumex 0,44 V+S
Multitabs Ferrosan 0,53 V.S
Maxivit Lanes 1,34 V+S
V: vítamín S: Htrinefni (járn, zink, kopar)
Aldrei höfum viö boóið eins glæsilegt úrval og núna af notuðum
Mazda bílum í 1. flokks ástandi og með 6 mánaóa ábyrgð.
Nú þurfid þió ekki lengur ad vera sérfræóingar i því aó velja og
kaupa notaðan bíl, því að þið athugið útlit bílsins, ástand hjólbarða
og annars sem sést og við ábyrgjumst það sem ekki sést.
Athugið sérstaklega að veró notaðra bíla hefur lækkað eins og
nýrra.
Komió því á sýninguna í dag og tryggið ykkur úrvals Mazda bíl fyrir
sumarió, meóan lága verðið helst.
BÍLABORG HF
Smiöshöföa 23, sími 81299.
I
SÖLUSÝNING
á notuóum ÍH3ZD3 bílum
laugardag frá kl.10-4