Morgunblaðið - 12.06.1982, Side 45

Morgunblaðið - 12.06.1982, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ1982 45 Þau eru mörg viðhorfin til Heilagrar ritningar, eins og fram kemur í máli bréfritara. Störf sjómanna verði metin að verðleikum Sjómaður skrifar: Ég verð að lýsa áhyggjum mínum yfii stöðunni í fiskveiði- málum þjóðarinnar, sem kemur fram í aflatakmörkunum, lokun á veiðisvæðum og fleiri slíkum ráðstöfunum, sem hafa haft neikvæð áhrif á afkomu og at- vinnuöryggi fiskimanna á síð- ustu árum. Það er ljóst að fisk- verð hefur ekki haldið í við verð- bætur launafólks í landi. Ef ekki hefði komið til aukið aflamagn á síðustu árum, hefði afkoma sjó- manna almennt verið mjög slæm. Þar við bætist, að olíuvandinn er að hluta leystur á kostnað sjómanna. í stað þess, að það ætti að vera verkefni allrar þjóðarinnar, að leysa þann vanda sem olíukostnaður veldur útgerð hverju sinni. Þegar svona er litið á framlag sjómanna til þjóðarbúsins, þá er ekki að furða þó hlutur fiskimanna sé ekki goldinn í hlutfalli við það erfiði sem sjómannsstarfið út- heimtir. Þá er ljóst, að sú fisk- veiðistefna sem stjórnvöld fylgja núna, muni óhjákvæmi- lega bitna á kjörum sjómanna, þó ekki sé á bætandi. Nú er kom- inn tími til að stjórnvöld viður- kenni það erfiði og þær hættur sem sjómannsstarfið hefur í för með sér, samfara fjarvistum frá heimilum, fjölskyldum og menn- ingalífi, og að sjómannsstarfið sé ekki goldið í hlutfalli við framlag sjómanna. En hvað er hægt að gera, svo það sé hægt að bæta það ástand sem nú ríkir í fiskveiðimálum okkar íslend- inga. Það verður að stöðva inn- flutning á nýjum skipum um- fram eðlilega endurnýjun. Láta fulltrúa sjómanna og útgerð- armanna taka virkan þátt í ákvörðunum um skrapdaga og kvóta kerfisins. Virðingarfyllst, Hákon Jónas Hákonarsson Þessir hringdu . . Klifurreinar Forvitinn hringdi og langaði til að vita, hver ætti réttinn á klif- urreinum, eins og þeim sem eru á Hellisheiðinni, sín hvoru megin upp Kambana, þ.e.a.s. þegar þær sameinast veginum og hann verð- ur ein akrein á ný. Klifreinar eru, eins og kunnugt er gerðar fyrir umferð stærri bíla, svo þeir verði ekki til þess að tefja umferð, þegar á brattann er að sækja og þeir komast ekki nema hægt yfir. For- vitinn kvaðst oft hafa velt því fyrir sér, hver ætti réttin, þegar farið væri út af þeim. Ef það væri vinstri akgreinin, væri sá mögu- leiki fyrir hendi að menn lokuðust inni á hægri akreininni, klifur- reininni, í mikilli umferð. Ef hinsvegar hægri akreinin ætti réttinn, þá gæti það sjálfsagt skapað hættu, því vegurinn væri beint áframhald af vinstri akrein- inni. Þessu er hér með komið á framfæri. Reiðhjóli stoliö Kolbeinn Einarsson hringdi og sagði sínar farir ekki sléttar, því 9. maí, fyrir rúmum mánuði síðan, hefði hjólinu hans verið stolið og hefði ekkert fréttst af því síðan, þrátt fyrir mikla eftirgrenslan. Þetta var silfurgrátt Peugot drengjareiðhjól, sem hann hafði ekki átt nema í hálfan mánuð þeg- ar það hvarf, en hann hafði verið búinn að safna sér fyrir því í 1—2 ár. Hjólið hvarf frá heimili hans að Háaleitisbraut 111, sem er blokk, um kvöldið. Það var læst með venjulegum slöngulás, en hvarf án þess að tangur né tetur sæist af lásunum, eða nokkur um- merki fyndust. Þeir sem geta sagt til hjólsins eða einhverjar upplýs- ingar gefið, eru beðnir að hafa samband við Velvakanda sem mun koma þeim á framfæri. Vegna ófrágengnu gangstéttarinnar Hafsteinn Þorsteinsson símstjóri hringdi vegna þess sem íbúi við Dvergabakka 18 hafði að segja í Velvakanda, fimmtudaginn 10. júní, um ófrágengna gangstétt þar við húsið. Hafsteinn vill taka það skýrt fram, þannig að það valdi engum misskilningi að frágangur gangstétta væri ekki á ábyrgð símans, heldur heyrði það alger- lega undir gatnamálastjóra, hann sæi um allar hellulagnir og upp- steypu gangstétta vegna bilana hjá símanum og þeir hjá símanum mættu ekki einu sinni koma ná- lægt því þann 6.3. 1981, hefði sím- inn látið viðkomandi starfsmenn gatnamálastjóra vita, að það þyrfti að ganga frá viðkomandi gangstétt og 30.7.1981 hefði reikn- ingurinn verið borgaður gatna- málastjóra, af símanum, fyrir þetta verk. Hafi því eitthvað verið ófrágengið þá sé það gatnamála- stjóra og hans manna. GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Þá væri fulldjúpt í árina tekið. Rétt væri: Þá væri fulldjúpt tekið í árinni. (Ath.: Þarna er í ekki forsetning, heldur atviksorð. Þess vegna mætti eins segja: Þá væri árinni fulldjúpt í tekið, þó að hin orðaröðin sé venjulegri.) > • > Bréfritara finnst störf sjómanna ekki metin að verðleikum. Þórir S. Guöberjgsson Vernd — Virkni — Vellíðan Er til fátækt á íslandi? Margt er ritað og rætt um þarfir aldraðra á okkar dögum og margt hefur verið gert fyrir þennan aldurshóp á síðustu ár- um. Allt gott sem gert er ber að þakka. Aldraðir eru þó sá hópur þjóðfélagsins sem síðastur mundi mynda svokallaða þrýsti- hópa til þess að koma málefnum sínum á framfæri til opinberra aðila eða berja bumbUr til þess að kjör þeirra yrðu bætt. Þeir sem njóta engra eftir- launa úr lífeyrissjóðum, búa ein- ir og þurfa á læknis- og sjúkra- þjónustu að halda geta nú fengið um 400 krónur frá Tryggingar- stofnun ríkisins. Sé nú dæmi tekið um einstakling sem þarf að leigja húsnæði á frjálsum mark- aði er algengt að þeir greiði um kr. 2.000 fyrir litlar íbúðir. Þá er þegar um helmingur mánaðar- launa þeirra þegar greiddur ein- ungis fyrir húsnæði. Þá er eftir að greiða fyrir rafmagn og hita og önnur föst útgjöld fyrir utan fæði og klæðnað. Það sjá allir sem um málefni aldraðra fjalla að þeim er mjög þröngur stakk- ur skorinn sem búa við slík kjör. Auk þessa kemur í ljós, að marg- ir aldraðir búa í mjög lélegum húsakynnum, niðurgröfnum kjöllurum, heilsuspillandi hús- næði eða í kvistíbúðum sem reynast mörgum mjög erfiðar vegna hreyfihömlunar eða hrörnandi heisufars. Það er því eðlilegt að margir spyrji: hvers eiga gamlir að gjalda? Hvert á aö leita og hvern á að spyrja? I mörgum tilvikum vefst það fyrir fólki hvert á að leita og hvar eigi helst að bera niður við ýmsar aðstæður. A. Sjúkrahús Þegar fólk veikist svo alvar- lega að talin er þörf á að leggja það inn á sjúkrahús er fyrst og fremst leitað til heimilislæknis eða viðkomandi héraðslæknis og hjá þeim er fengið læknisfræði- legt mat á því hvað þá er til ráða. Veikist viðkomandi snögglega um nótt, síðla dags eða um helgi ber að hringja í neyðarvakt lækna í Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Mosfellssveit og Kjalarnesi, en í Hafnarfirði og Garðabæ er unnt að fá upplýs- ingar um vaktir lækna í sama síma og hringt er eftir sjúkra- bifreið. Annars staðar á landinu er þetta víðast bundið embættum héraðslækna og heilsugæslu- stöðva og er ráðlegt að kynna sér slíkt nánar á hverjum stað. Á bls. 3 í símaskrá 1981 er sérstakt minnisblað símnotenda þar sem gefnir eru upp símar um vaktir lækna, sjúkrastofnanna, sjúkra- bifreiða, lyfjabúða o.s.frv. í Reykjavik og nágrenni. Nauðsynlegt er að hafa á hreinu hvernig unnt er aö ná til læknis eða sjúkrabifreiðar ef slys eða al- varleg veikindi ber að höndum. B. Dagspítalar/ dagvistarstofnanir Þegar dagvistarstofnanir/ endurhæfing eru tengdar sjúkrastofnunum þarf heimilis- læknir viðkomandi umsækjenda að leggja inn beiðni fyrir sjúkl- ing sinn. Þegar hins vegar er um að ræða dagvistardeildir eins og við þjónustuíbúðir við Dalbraut sem Félagsmálastofnun Reykja- víkurborgar rekur, getur fólk fengið sérstök umsóknareyðu- blöð sem liggja frammi á Félags- málastofnun Reykjavíkur, á Dalbraut og hjá heimilisþjón- ustu Reykjavíkurborgar, Tjarn- argötu 11. Á öllum þessum stöð- um eru einnig veittar nánari upplýsingar. C. Heimilishjálp Heimilisþjónusta er yfirleitt rekin á vegum félagsmálastofn- Hentugar íbúðir, dagvistarstofnanir, endurhæfing, heim- ilisþjónusta og heimahjúkrun þurfa að vera til staðar fyrir þú sem þurfa ú því að halda. ana sveitarfélaga. Þegar um veikindi, slys eða erfiðar aðstæð- ur er að ræða heima fyrir og við- komandi aðilar eru ekki færir um að sinna almennum heimil- isstörfum um skemmri eða lengri tíma er unnt að sækja um hjálp á skrifstofu heimilishjálp- ar og óska eftir hjálp Oft er málum svo háttað að heimilisþjónusta viðkomandi sveitarfélaga á erfitt með að sinna öllum beiðnum sem berast og á stundum hrannast jafnvel upp biðlistar, svo að stundum verður biðin erfið og löng þó að allt starfsfólk sé reiðubúið til að gera það sem hægt er. D.Heimahjúkrun Heimahjúkrun heyrir undir heilbrigðiskerfið og er því á veg- um Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, heilsugæslustöðva eða tengd héraðslæknisembætt- um út um land. Ef þörf er á heimahjúkrun, þar sem þarf að sprauta viðkomandi, skipta um umbúðir á sárum, hjálpa til við böðun o.s.frv. snúa viðkomandi aðilar sér til heimilislæknis eða þess læknis sem annast viðkom- andi mest. Þörf á heimahjúkrun er oft afar brýn líkt og með heimilishjálp og nauðsynlegt að gefa þeim miklu meiri gaum en fram til þessa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.