Morgunblaðið - 26.02.1983, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 26.02.1983, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1983 5 Rádstefna Varðar: Þróun íslenzkra þjóðmála í ljósi stefnu Sjálfstæð- isflokksins LANDSMÁLAFÉLAGIÐ Vördur er nú að undirbúa ráðstefnu um „I’róun íslenzkra þjóðmála í Ijósi stefnu Sjálfstæðisflokksins", og verður hún laugardaginn 5. marz frá hádegi og fram til um kl. 7. Efni ráðstefnunnr eru sex undirstöðuer- indi, hringborðsumræður og almenn- ar umræður um málefnin. Gunnar Hauksson, formaður Varðar setur ráðstefnuna og ráðstefnustjóri verð- ur Davíð Sch. Thorsteinsson. Erindi flytja: Markús Örn Ant- onsson, borgarfulltrúi, um „Sjálfstæði sveitarfélaga og valddreifingu.“ Pétur Blöndal, stærðfræðingur, um „Skattheimtu á íslandi og hlut hins opinbera." Bjarni Bragi Jónsson, hagfræðing- ur, um „Stjórn peningamála og lánamarkaðinn". Víglundur Þor- steinsson, formaður FÍI, um „At- vinnumál", Björn Bjarnason, blaðamaður, um „Utanríkismál og viðskiptatengsl". Eftir kaffihlé verða hringborðsumræður, en þátttakendur auk ræðuflutn- ingsmanna eru Geir Hallgríms- son, Sverrir Hermannsson, Eyjólf- ur K. Jónsson, Salome Þorkels- dóttir og Davíð Oddsson. Stjórn- andi hringborðsumræðna er Jónas Bjarnason. Aðalfundur Bandalags kvenna um helgina AÐALFllNDUR Bandalags kvenna í Reykjavík verður um helgina á Hótel Sögu og stendur yfir bæði á laugardag og sunnudag. Rétt til setu eiga 3 fulltrúar frá liðlega 30 kven- félögum; svo og stjórn Bandalagsins, eða um 100 manns. Formaður Bandalagsins er Unnur Ágústsdóttir. Ellefu nefndir um ýmsa mála- flokka starfa milli aðalfunda og skila þær tillögum til fundarins, sem ræddar verða og afgreiddar, auk vanalegra aðalfundastarfa. I ályktun frá uppeldis og skóla- nefnd segir m.a.: „Aðalfundurinn lýsir ánægju sinni yfir „tillögu til þingsályktunar um eflingu heimil- isfræðslu í grunnskólum", sem nú liggur fyrir Alþingi — mál 131 1982. Jafnframt leyfir fundurinn sér að beina þeirri áskorun til hæstvirtra alþingismanna, að þeir sýni málinu þann áhuga og vel- vilja að afgreiða þingsályktunar- tillöguna jákvætt á þessu þingi." 54 kandídatar brautskráðir frá háskólanum AFHENDING prófskírteina til kandídata fer fram við athöfn í há- tíðasal háskólans í dag. Rektor há- skólans, prófessor Guðmundur Magnusson, ávarpar kandídata en síðan afhenda deildarforsetar prófskírteini. Að lokum syngur Há- skólakórinn nokkur lög undir stjórn lljálmars Ragnarssonar. Að þessu sinni verða braut- skráðir 54 kandídatar og skiptast þeir þannig: Embættispróf í guð- fræði 2, aðstoðarlyfjafræðispróf 1, embættispróf í lögfræði 1, BA- próf í heimspekideild 12, próf í ís- lensku fyrir erlenda stúdenta 1, BS-próf í raungreinum 13, kandí- datspróf í viðskiptafræðum 14, BA-próf í félagsvísindadeild 10. REYKJANESKJORDÆMI Ég minni á prófkjörið um helgina og hveí sjálfstœðis- fólk í Reykjaneskjördœmi til þátttöku. Jafnframt vonast ég til þess að mér verði veittur áframhaldandi stuðningur í 1. sœti á framboðslista Jiokksins í kjördæminu. Risabflasýnmg hjá Daihatsu um helgina Tryggið ykkur bfla fyrir hækkan- irnar um mánaðamótin. Viö erum nú að taka í notkun nýjan og glæsilegan sýn- ingarsal fyrir okkar bíla, sem gerbreytir aðstöðunni til aö þjóna viðskiptavinunum. Af því tilefni efnum við til stórglæsilegrar bílasýningar í dag og á morgun á öllum nýj- ustu gerðum af Daihatsu Charade, Taft og Charmant. Komið og skoðið Daihatsu salinn og alla gæðabílana frá Daihatsu. Daihatsuumboðið, Ármúla 23

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.