Morgunblaðið - 26.02.1983, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1983
„Verðum að flytja inn í húsið
Vl o 1 -plr01*0 — segja Torfi Júlíus Karlsson
Ilctll IVdl dfU I V III og Ingunn Jóhannesdóttir
Borgarnesi, 15. febrúar.
„HÚSIÐ er rúmlega fokhelt.
Við ætlum að setja upp ofnana
þegar þeir koma og milliveggina
og flytja svo inn í það hálfklár-
að. I*að er ekki um annað að
ræða því dýrt er að þurfa að
kynda á tveimur stöðum og auk
þess sparast húsaleigan. Við
verðum að setja upp einhverjar
hillur fyrir fot og bráðabirgða-
eldhús því innréttingarnar verða
að bíða fyrst um sinn.“ Þetta
sögðu Torfi Júlíus Karlsson og
Ingunn Jóhannesdóttir í Borg-
arnesi. Þau eru að byggja 135
fermetra einbýlishús í nýju
hverfi í Borgarnesi, svokölluðu
Bjargslandi.
BJARTSYNIS-
FÓLKÍ
BYGGINGAR-
BASLI
v___________y
Húsið, sem er timbureiningahús
frá Selfossi, keyptu þau í sumar og
létu setja á grunn sem þau steyptu
í fyrra. Torfi er vélstjóri að mennt
og starfar sem jarðýtustjóri hjá
litlu verktakafyrirtæki sem hann
á sjálfur helminginn í. Ingunn og
Torfi eru bæði 28 ára gömul og eru
að byggja í fyrsta skipti. Þau eiga
þrjá stráka, átta, fjögurra og eins
árs gamla.
„Við vinnum eins mikið í þessu
sjálf og mögulegt er,“ sögðu þau
Torfi og Ingunn, „en húsið stendur
núna í sex til sjöhundruð þúsund-
um króna. Það höfum við fjár-
magnað með Húsnæðismála-
stjórnarlánunum, lífeyrissjóðsláni
og láni hjá Sparisjóðnum. Þetta
hefur þó ekki dugað til og hafa
pabbi og mamma Torfa hjálpað
okkur þegar allt hefur verið að
komast í strand. Óhætt er að segja
að þetta hefði ekki gengið hjá
okkur ef við hefðum ekki átt þau
að.
Við erum að bíða eftir ofnunum
núna, en þegar þeir koma ætlum
við að reyna að vinna það sem eft-
ir er sem allra mest sjálf, enda
ekkert að gera á ýtunni núna, og
flytja svo inn í húsið hálfkarað í
vor. Framhaldið verður síðan að
fara eftir því hvort eitthvað verð-
ur að gera á ýtunni í sumar."
Það eru ekki mörg ár síðan að
þeir sem voru að byggja höfðu
margir á orði að þeir hefðu aldrei
haft það betra en einmitt á meðan
Torfi Júlíus Karlsson og Ingunn Jóhannesdóttir með syni sína þrjá; Karl Helga átta ára, Halldór Vilberg
fjögurra ára og Sigurpál Helga, sem er eins árs. Á myndinni gluggar fjölskyldan í teikningar að nýja
hÚSÍnU. MorgunblaAið/ Ht’ltfi.
Nýja byggðastefiiu
— eftir Hrafnkel A.
Jónsson, Eskifirði
Byggðastefna hefur verið
stefnumál allra stjórnmálaflokka
síðasta áratug og í nafni hennar
hefur átt sér stað atvinnubylting
víða um land. Hjá því fer hinsveg-
ar ekki að í nafni byggðastefnu
hafa líka verið gerð stórfelld mis-
tök og fjárfest meir af kappi en
forsjá. Yfirlýst markmið byggða-
stefnunnar hefur verið að skapa
því fólki sem býr utan Stór-
Reykjavíkursvæðisins sömu eða
sem líkust lífskjör og þar. For-
sendur þessa eru vissulega rétt-
lætismál. Hinu skyldu menn samt
aldrei gleyma að hverjum og ein-
um er frjálst að velja sér búsetu
þar sem hann helst vill og því ætti
takmark þjóðfélagsins að miðast
við það að gera fólki þetta kleift,
en ekki að skapa lífsskilyrði sem í
krónum talið væru þau sömu hvar
sem er á landinu.
Helsti vandi Austfirðinga við að
ná svipuðum lífskjörum og t.d.
íbúar í Reykjavík felst í lakari
þjónustu og óhagstæðu orkuverði.
Ef litið er til þess á hvern hátt
megi bæta þjónustuna, þá verður
fyrst fyrir, að sökum smæðar
markaðarins þrífast þjónustu-
fyrirtæki illa og munu að óbreytt-
um aðstæðum aldrei veita hlið-
stæða þjónustu og t.d. í Reykjavík.
En er þá engin leið til úrbóta?
Tvennt má benda á til lausnar,
annars vegar miklu hærri verð-
lagning þjónustu á landsbyggðinni
en í Reykjavík, það er leið sem
flestir munu hafna, hins vegar er
stórátak í samgöngumálum sem
gæti gjörbylt allri aðstöðu þjón-
ustufyrirtækja í fjórðungnum og
skapað grundvöll undir blómlegan
þjónustuiðnað sem jafnframt
verkaði sem kjarabót fyrir neyt-
endur. Af því sem hér að framan
segir tel ég stórbætt samgöngu-
kerfi annan helsta þáttinn í því að
raunveruleg byggðastefna skili
varanlegum árangri.
Hinn megin þátturinn er nýting
hinna stórfelldu virkjunarmögu-
leika sem innan fjórðungsins eru.
Stóraukin hlutdeild heimamanna í
ákvarðanatöku og stjórnun við
orkuvinnslu og orkusölu er for-
senda þess að nýting orkulinda
innan fjórðungs verði á þann hátt
að hagsmuna Austfirðinga væri
gætt. Þess vegna er það beint
hagsmunamál hinna dreifðu
byggða og þá ekki síst Austur-
lands að Landsvirkjun verði leyst
upp og í hennar stað stofnaðar
landshlutaveitur.
Ódýr og næg orka er forsenda
atvinnu, það er því ekki eftir neinu
að bíða með að hefja nýtingu
þeirra virkjunarmöguleika sem
innan fjórðungs eru og þá með það
fyrir augum að selja hluta
orkunnar innlendum' eða erlend-
um aðilum á það hagstæðu verði
að sá hluti orkunnar sem kæmi
inn á almennan markað yrði
grundvöllur bættra lífskjara í
formi minni orkukostnaðar hjá
hefðbundnum atvinnurekstri og
minni kostnaðar almennings
vegna heimilisnota.
Enginn gengur þess dulinn að
mörg vandamál koma upp við upp-
byggingu orkufreks iðnaðar, en
það er hrein og bein uppgjöf að
hafna þeim möguleikum sem hann
skapar fyrir það eitt að upp kemur
vandi sem þarf að leysa. Það ætti
að vera öllum fagnaðarefni að fá
verkefni á borð við nýtingu vatns-
orkunnar til að glíma við. Það
tvennt sem helst þarf að varast í
þessu sambandi er annars vegar
mengun og hins vegar byggða-
röskun innan fjórðungs. Við þessu
er hægt að sjá ef forsjálni er höfð
við undirbúning og það haft að
markmiði að nýting orkulinda á
einum stað eigi að koma öllum til
góða og eigi að vera stuðningur við
byggð í landinu öllu en ekki hið
gagnstæða. Ekki verður svo skilist
við byggðastefnuna að ekki verði
með örfáum orðum vikið að hug-
myndum um breytt kosningalög
sem eiga að miða að því að minnka
misvægi atkvæða og hins vegar
nýja stjórnarskrá.
Þrátt fyrir mikla umfjöllun fjöl-
miðla um þessi mál er það svo að
almenningur hefur fátt sagt um
Hrafnkell A. Jónsson
málið. Staða þess er að mínum
dómi sú að á engan hátt er verj-
andi fyrir Alþingi að taka afstöðu
til þess. Áður en það gerist verður
að fara fram miklu meiri umræða
í þjóðlífinu, ekki síst þarf fólk í
hinum dreifðu byggðum að koma
sínum sjónarmiðum á framfæri.
Meginmarkmið nýrrar stjórn-
arskrár hlýtur að vera að skapa
meiri festu í þjóðfélaginu og auka
ábyrgð þeirra aðila sem með völd-
in fara. Til að ná því marki eru
tillögur Vilmundar Gylfasonar um
aðskilnað löggjafarvalds og fram-
kvæmdavalds og kosningu forsæt-
isráðherra eða forseta með stór-
auknu valdsviði best fallnar af
þeim hugmyndum sem að undan-
förnu hafa verið reifaðar. Til að
auka ábyrgð þingmanna er nauð-
synlegt að koma á einhverskonar
persónukjöri og kemur þá til álita *
að taka upp einmenningskjör-
dæmi.
Ef næst fram krafan um fullt
jafnræði í kosningarétti hlýtur að
koma upp sú krafa að verkaskipt-
ing ríkis og sveitarfélaga verði al-
gerlega stokkuð upp með það fyrir
augum að stjórnsýslan færist
heim í hérað og þá nær fólkinu, á
sama hátt er eðlilegt að tekjur af
gjaldeyrisöflun verði til ráðstöf-
unar hjá þeim sem undir henni
standa. Væri þá öllu réttlæti full-
nægt og hefði hver sitt.
Hver svo sem niðurstaða um-
ræðna um stjórnarskrá verður er
ljóst að þingmenn eru algerlega
umboðslausir til að fara að fikta
við hana á þeim tíma sem eftir
lifir þings.
Oryggismál rædd á fundi
Félags smábátaeigenda
Á AÐALFUNDI Félags smábáta-
eigenda í Reykjavík, sem haldinn
verður í húsi Slysavarnafélags ís-
lands klukkan 14 á sunnudag, flyt-
ur Ásgrímur Björnsson meðal ann-
ars erindi um öryggismál smábáta.
Þau mál hafa verið ofarlega á
baugi síðustu ár og þó nokkuð hafi
áunnizt er mikið verk óunnið í
þeim efnum. í Reykjavík eru á
þriðja hundrað smábátar, en um
70 þeirra eru í Félagi smábátaeig-
enda.
Aðstöðuleysi hefur verið vanda-
mál fyrir eigendur þessara báta á
liðnum árum, en þó hafa nokkrar
úrbætur verið gerðar. Verða þau
mál örugglega til umræðu á fund-
inum auk venjulegra aðalfund-
arstarfa.