Morgunblaðið - 26.02.1983, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1983
"FÉLflól HNOROPOV SEfilR RE> VIÐGCTUM HflFT Þffi) JRFNVEL BETRR"
Mótmælin gegn hvalveiðum hafa áhrif:
Norskur freðfiskmarkaður
í Bandaríkjunum
Fimm milljón dala samningi Frionor
viö Long John Silver sagt upp
Krá J.tn Krik [,aun í ()sln.
uni. Sai»l hcfur verió upp cins árs samningi að andvirði fimm milljónir dollara, cða
um l(HI milljónir ísi. Króna. við dólturfyrirtæki norska stórfyrirt;ckisins Frionor í
Itandaríkjunum. I*ar mcð cr frcðfiskmarkaður Norðmanna í Bandaríkjunum í
ha'ttu.
Samninj;urinn var við veitinga-
húsakeðjuna Long John Silver, sem
vildi ekki halda áfram Viðskiptum
við Frionor vegna hótana hvalvernd-
unar- og annarra náttúruverndun-
armanna um að hætta að skipta við
fyrirtæki, sem selja fiskafurðir frá
hvalveiðiþjóðum.
Ástæðan til þessara hótana nátt-
úruverndunarmanna var sú að Norð-
menn ætla að halda áfram hvalveið-
um með köldum skutlum eftir 15.
apríl, þegar bann Alþjóðahvalveiðir-
áðsins við hvalveiðum á þann hátt
gengur í gildi. Norðmenn hafa einnig
mótmælt algeru banni við hvalveið-
um frá 1986.
Félagsskapurinn „The Humane
Society of USA“ (Mannúðarfélagið)
hefur sent félagsmönnum bréf, sem
gerir flestum kleift að bera kennsl á
fisk frá hvalveiðiþjóðum.
Thor Listau sjávarútvegsráðherra
segir að harma beri sé sagt upp stór-
um samningum við norsk fyrirtæki
vegna afstöðu Norðmanna til hvalv-
eiða. „Við ræðum nú hvalveiðimálið
við bandarísk yfirvöld og vonumst
til að finna lausn, sem leiði til þess
að Bandaríkin setji ekki opinbert
bann á norskar fiskafurðir.“
Málið var rætt við bandarísk yfir-
völd þegar K°are Willoch forsætisr-
áðherra var í Bandaríkjunum fyrir
er í hættu
skömmu. Norðmönnum fannst t.d.
formaður utanríkisnefndar Öld-
ungadeildarinnar, Charles Percy,
sýna mikinn skilning á rökum Norð-
manna fyrir því að hvalveiðum yrði
haldið áfram. Hins vegar er nafn
Percys efst meðal undirskrifta undir
óvenjuharðorðu bréfi til bandaríska
viðskiptaráðuneytisins þar sem
krafizt var refsiaðgerða gegn hvalv-
eiðiþjóðum.
Uppsögn Long John Silver á sam-
ningnum við Frionor hefur hleypt
illu blóði í virka stuðningsmenn
hvalveiða, sem hugsa sér nú til
hreyfings.
Frionor seldi í fyrra freðfisk að
verðmæti 72 milljónir norskra króna
(um 194 millj. ísl. kr.) á Bandaríkj-
amarkað og gerði ráð fyrir að selja
fyrir 100 milljónir króna (um 440
millj. ísl. kr.) á þessu ári. Long John
Silver, sem hótanir hvalverndun-
armanna beindust fyrst og fremst
gegn, hefur keypt 15% af afurðum
Frionor í Bandaríkjunum.
Heildarfiskútflutningur Norð-
manna til Bandaríkjanna nam 396
milljónum norskra króna (rúmum
einum milljarði ísl. kr.) í fyrra. Þar
af var seldur freðfiskur fyrir 207
milljónir norskra króna (rúml. 540
millj. ísl. kr.
Mengele segist
hafa verið verk-
færi annarra
Ekki er óhugsandi, að draumur Simons W'iesenthals nasistaveiðara að
góma „Kngil l)auðans“, Josef Mengele, verði að veruleika, því engillinn
er fundinn. I»að var franskur fréttamaður sem hafði upp á Mengele, sem
nú er 72 ára gamall, í auðnum Paraguay.
ERLENT.
Kínverjar og
Sovétmenn taka
upp þráðinn á ný
l’eking, 25. febrúar. AP.
HÁTTSETTUR sovéskur embættismaður, Alexandcr Bovin, hélt í dag áleiðis
heim frá Kína eftir hálfsmánaðarlanga dvöl þar í landi og viðræður við
kínverska ráðamenn. Viðræður Kínverja og Sovétmanna um samskipti land-
anna eiga að hefjast á ný í Moskvu á sunnudag.
Talið er víst, að Bovin haldi
rakleiðis á fund Yuri Andropov til
að skýra frá því sem honum og
kínversku ráðamönnunum fór á
milli. Heimsókn Bovin til Kína
hefur lýst á þann hátt, að sá sov-
éski hafi „snuðrað" mikið, en orðið
lítt ágengt.
Kínverjar bundu árið 1979 enda
á formlegar viðræður við Sovét-
menn um samskipti landanna,
sem hafa verið stirð um árabil,
þegar sovéski herinn réðist inn í
Afganistan.
Talið er, að viðræðurnar á milli
Kínverja og Sovétmanna í Moskvu
á sunnudag snúist fyrst og fremst
um gagnkvæmar aðgerðir í þá átt
að draga heri sína frá landamær-
unum, en Kínverjar hafa ítrekað
lýst yfir áhyggjum sínum að und-
anförnu vegna sovésks herafla við
landasmærin. Ennfremur er talið,
að viðskipti, tækniþróun, íþróttir,
menntunarmál og eitt og annað
beri á góma í viðræðum full-
trúanna.
Hefndaraðgerðir
Hópur reióra franskra vínbænda safnaöist fvrir nokkru saman á brú
skammt frá Narbonnc og veltu bifreiö ofan á stafla af brcnnandi
hjófbörðum til þess að láta í Ijós óánægju sína meö innflutning á
ítölskum vínum.
Fréttamaðurinn átti viðtal við
Mengele og bar hann sig aum-
lega. „Ég er ekkert annað en
blóraböggull Júðanna, þeir gera
sér ekki grein fyrir að ég var
bara peð sem stjórnað var frá
æðri stöðum. Adolf Eichman er
sökudólgurinn, hann var sjalfur
gyðingur, en stóð samt fyrir
fjöldamorðunum. Sjálfum var
honum stillt upp í sinni stöðu
fyrir tilviljun. Það var einungis
vegna þess að hann talaði tungu
gyðinga."
Mengele er sjálfur sagður
bera ábyrgð á dauða 250.000
gyðinga. Hann er læknir að
mennt og í gereyðingarbúðunum
vasaðist hann í umfangsmiklum
rannsóknum á því hversu mikið
mannslíkaminn þoldi. Hann lét
klæðalausa vannærða gyðinga
síga ofan í jökulkalt vatn, gaf
öðrum bensín í æð og þannig
mætti áfram telja. Enginn
hinna 250.000 gyðinga sem
Mengele sá fyrir lést fyrr en eft-
ir óhugnanlegar pyntingar.
Ollum ríkisstarfsmönnum
gert að stunda líkamsrækt
Aa(;an, (>uam, 25. febrúar. AP.
VÍÐA KREPPIR skórinn aö í
þeirri cfnahag.slægö, scm nú ríkir
víöast hvar í hciminum. Ástandiö á
eynni Guam í Kyrrahafinu er
kcimlíkt því sem víðast gcrist.
Því vakti það litla athygli þeg-
ar ríkisstjórinn á Guam, Ricardo
Bordallo, fyrirskipaði stjórn eyj-
arinnar í vikunni að herða sult-
arolína. Viðbrögð fólks snerust
hins vegar upp í forundran er í
ljós kom, að fyrirskipun ríkis-
stjórans var bókstaflegrar
merkingar.
Bordallo lét yfirmenn ríkisins
í vikunni útbúa æfingapró-
gramm fyrir sjálfa sig og starfs-
menn þeirra og framvegis verður
þeim gert skylt að stunda lík-
amsrækt. Reglulegt eftirlit verð-
ur og haft með líkamsþunga
starfsmanna.
Æfingar þessar eiga að hefj-
ast um miðjan næsta mánuð og
til þess að auka á áhuga manna
verður komið á sérstökum mót-
um þar sem menn úr ýmsum
greinum ríkisrekstrarins koma
saman og etja kappi saman.
Um 100.000 manns búa á eynni
og ríkið er stærsti vinnuveitand-
inn. Segir Bordallo ákvörðun
sína um líkamsræktina byggða á
því, að tölur hafi sýnt, að
starfsmenn séu afkastameiri í
vinnu séu þeir vel á sig komnir
líkamlega.