Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1983 15 Hvenær má fremja Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Ríkisútvarpið hljóðvarp: GLÆPUR OG REFSING eftir Fjodor Dostóéfskí í þýðingu og leikgerð Árna Bergmanns. Leikstjóri: Hallmar Sigurðsson. Leikhljóð: Hreinn Valdimarsson. í mikið var ráðist um pásk- ana á vegum leiklistardeildar Ríkisútvarpsins. Flutt var leik- gerð Glæps og refsingar, en eins eins og kunnugt er þykir skáldsaga Dostóéfskís með viðameiri bókmenntaverkum. Árni Bergmann er höfundur leikgerðarinnar og einnig þýð- andi. Glæpur og refsing var flutt í tveimur hlutum og reyndi lengd leikgerðarinnar á þolrifin í hlustendum. Þeir sem hlustuðu til enda höfðu þó er- indi sem erfiði. Ég skal játa að fyrri hluti leikgerðarinnar orkaði ekki mjög sannfærandi á mig. Þessi hluti var fyrst og fremst kynn- ing á þjóðfélagsástandi í Pét- ursborg 1865 og ekki síst hugar- ástandi Raskolnikofs stúdents. Mörg smáatriði voru dregin fram. Leikgerðin virtist ein- göngu ætla að verða þokkaleg upprifjun skáldsögu. Leikgerð- in tók aftur á móti aðra stefnu í síðari hlutanum. Einstök at- riði fengu rækilegri umfjöllun og hlustandinn komst betur inn í verkið. Víða voru vel grund- völluð samtöl og dramatísk. Þýðingin hljómmikil og kjarn- yrt. Raskolnikof er fátækur og hefur gefist upp við nám. Hann er háður okurkerlingu og gríp- ur til þess ráðs að drepa hana morð? og ræna. Systir kerlingar verð- ur vitni að morðinu og Raskoln- ikof neyðist til að drepa hana líka. Hann ímyndar sér að sé hugsjónin nógu stór hafi menn rétt til að fremja glæp. Við Sonju segir hann: Ég vildi verða eins og Napóleon. Þess vegna framdi ég morð. Ég vildi komast yfir peninga kerlingar og lifa á þeim. En Raskolnikof breytir málflutningi sínum og segir fyrrnefnd orð lygi. Illskan greip mig, heltók mig. Þröng herbergi og lág til lofts þrengja að sálinni. Raskolnikof hafði birt eftir sig grein 1 tímariti þar sem hann réttlætir glæpi séu þeir framdir af óvenjulegum mönn- um í nafni hugsjónar. Lög- reglufulltrúinn hefur lesið greinina og er ljóst frá upphafi að Raskolnikof er sekur. Hann hvetur Raskolnikof til að játa þótt annar maður hafi viður- kennt glæpinn. Sonja tekur í sama streng og fær Raskolnik- of til að falla á kné í marg- menni og gera kristilega játn- ingu. Raskolnikof er dæmdur mildum dómi, fær átta ára Síb- eríuvist og Sonja fylgir honum. Trúarleg mystík og kristileg viðhorf Dostoéfskís koma vel fram í leikgerð Árna Berg- mann. Það er hið kristilega hugarfar ásamt félagslegri vandlætingu sem ráða ferð. Kannski er enginn Guð til? seg- ir Raskolnikof að vísu, en það verður minnsta kosti að lifa eins og hann sé til er niður- staða Dostóéfskís. Oft hefur verið talað um hve mótsagnakenndur Dostóéfskí hafi verið og bent á hans eigin æviferil í því sambandi. Hann Fjodor Dostóéfskí þróaðist sjálfur frá uppreisn til íhaldssamrar skoðunar. En margslunginn er eiginlega orð sem best á við hann, enda sann- ast það á Glæpi og refsingu og ekki síður öðrum verkum hans. Hallmar Sigurðsson leik- stjóri safnaði um sig ungum leikurum í útvarpsleikritinu um Glæp og refsingu. Það var ekki laust við byrjendabrag, en ágætum árangri náði að mínum dómi Pálmi Gestsson í hlut- verki Raskolnikofs. Sólveig Pálsdóttir og Guðbjörg Thor- oddsen lögðu sig einnig vel fram. Meðal eldri og reyndari leikara má nefna Þóru Frið- riksdóttur, Bríeti Héðinsdóttur, Erling Gíslason og Sigurð Karlsson. Leikhljóð Hreins Valdimarssonar þóttu mér vel valin, ekki síst í síðari hlutan- um. Þeir Árni Bergmann og Hall- mar Sigurðsson settu svip á þessa páska og þökk sé útvarp- inu fyrir um margt virðingar- verða tilraun. Við erum fremur fátækir af Dostóféfskí á ís- lensku og hér var að minnsta kosti athyglisverð kynning á hugmyndaheimi hans. Stórkostlegt suðurríkjarokk Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson Blackfoot. Highway Song — Live. Atco/Steinar. Vel kann að vera, að einhverj- um þyki það kyndugt upphaf á umsögn um plötu að hefja hana á spurningu, en það verður engu að síður gert hér. Hvað skyldu eftirtaldar hljómsveitir eiga sameiginlegt? Doc Holliday, Molly Hatchet, ZZ Top, Rossington Collins Band (reyndar nýhætt), Outlaws og .38 Special. Svarið er á þá leið, að allt eru þetta hljómsveitir í Suðurríkjum Bandaríkjanna og hafa skapað sér nafn sem slíkar, og hins veg- ar eiga þær það allar sammerkt að standa kunningjum sínum af svipuðum slóðum, Blackfoot, langt að baki. Það er hreint ekki átakalaust fyrir mig að kyngja því sisvona á einu bretti, að margar af þeim hljómsveitum, sem ég haft hvað mest dálæti á, skuli allt í einu stimplast „mediocre", en þannig er það bara. Þetta kann e.t.v. að hljóma niðrandi ummæli um ágætissveitir, en hjá því verður ekki komist ef setja á Blackfoot á sömu hillu. Sá flokkur er ein- faldlega gæðaflokkum ofar. Kynni mín af Blackfoot eru ekki nema rúmlega árslöng. Ég var þá á ferð í Bandaríkjunum og keypti fyrir forvitni sakir plötu þeirra, sem bar nafnið Marauder. Sú mun vera þriðja hljóðversplata þeirra kumpána, í kjölfarið á Strikes og Tomcatt- in’. Nú hafa þessir öðlingar sent frá sér hljómleikaplötu. Um hana verður ekki annað sagt en að hún sé „alle tiders" eins og þeir myndu orða það í Danmörku. Highway Song — Live er frómt frá sagt besta hljómleikaplata, sem ég minnist að hafa heyrt. Úrval góðra hljómleikaplatna hefur reyndar ekki verið neitt yfirþrymandi, en þær sem vel hafa tekist hafa óumræðilega lifað í minning- unni. Fjórmenningarnir í Blacfoot eru engir nýgræðingar á tónlist- arsviðinu. Nægir að berja þá augum til að sannfærast um slíkt. Hljómsveitin sem slík er hins vegar ekki verulega gömul. Það eru þeir Rick „Rattlesnake" Medlocke/gítar, Jackson „Thunderfoot" Spires/trommur, Greg T. Walker/bassi og Charlie „Daddy Long Legs“ Hargrett/- gítar, sem skipa þennan einvala kvartett. Tónlistin hjá Blackfoot er yndisleg blanda af kraftmiklu rokki og gömlum blús, krydduð með áhrifum Suðurríkjanna, sem sífellt verða vandfundnari í frumskógum ameríska sykur- poppsins. Allt frá því að hinn óviðjafnanlegi kynnir sveitar- innar hefur lokið starfi sínu og þar til áhangendur Blackfoot í Newcastle öskra sig hása af fögnuði er platan gegnumgang- andi geggjað fjör. David Lewis, einn gagnrýn- andi enska vikuritsins Sounds, ritar svo aftan á plötuumslagið. „Það er meira bit og eitur í tón- list Blackfoot, en í pytti fullum af skröltormum. Þegar maður hefur einu sinni orðið fyrir biti hefur maður ekki minnsta áhuga á að verða sér úti um móteitur." Fleyg orð atarna og ég get ekki annað sagt en það, að þær plötur, sem eiga eftir að verða á vegi mínum það sem eftir lifir þessa árs, mega vera rosalega góðar ef þær eiga að velta Highway Song — Live úr efsta sætinu. Ljóðstef baráttunnar Bókmenntir Ævar R. Kvaran Jóhann J.E. Kúld: LJÓÐSTEF BARÁTTUNNAR, Kvæði. Bókaútgáfan LEIFTUR, Reykjavík 1982. Það hefur orðið hlutskipti okkar íslendinga að bera beinin á köldu eylandi langt norður í Atlantshafi. Ókunnugum kann að þykja slíkt hörð örlög. Lesið hef ég ameríska skáldsögu þar sem því er beitt sem refsingu að flytja menn til ís- lands. Þetta kalda nafn á einnig sinn þátt í orðrómi um það, að hér á landi hljóti að vera illbyggilegt mönnum sökum veðurfars. Sem betur fer veit fólk í öðrum löndum lítið um golfstrauminn og þann stórkostlega þátt sem hann á í því að milda veðrið hérna norður við Dumbshaf. Að vísu eru veður hér mislynd, eins og þessi vetur hefur sýnt, en allt hefur þetta sína kosti í för með sér. Þegar landrými sök- um fólksfjölgunar er að verða eitt mesta vandamál hnattarins býr fámenn þjóð á þessu stóra og hrjóstruga landi. Þar er veðráttu einnig þannig farið, að það gerir menn ekki værukæra. Hún krefst athafna, dugnaðar, framtaks. Og það er einmitt þetta einkenni þessara litlu þjóðar sem hvar- vetna vekur aðdáun hugsandi manna sem hingað koma. Ekki fleiri manneskjur en mynda smá- borg erlendis verða hér á landi að halda uppi fullkomnu lýðræðisríki með öllu sem því tilheyrir og gerir það með sóma. Þetta er ókunnug- um næstum óskiljanlegt. Og ef til vill hefði þetta óvíða annars stað- ar geta gerst. Þetta er ekki land fyrr letingja, heldur dugandi fólk. Hrjóstrugt land og mislynd veðrátta býður aðeins tveggja kosta völ: farðu héðan eða láttu hendur standa framúr ermum! í þessu liggur gæfa íslensku þjóðar- innar. Þetta er uppeldisstaður atorkusamra manna. Þá hefur fámenni þjóðarinnar annars vegar en hins vegar kröfur hennar til virðuleiks og sjálfstæðis einnig gert enn ítarlegri kröfur til íbú- anna sem einstaklinga. Til þess að svo hafi getað orðið hefur fjöl- hæfni hvers íbúa skipt meginmáli. Kröfur svo fárra einstaklinga til þess að teljast þjóð og fullvalda sjálfstætt ríki gera því margfald- ar kröfur um fjölhæfni til hvers íbúa. Og það er einmitt þetta heil- brigða stolt og atorka sú sem það kostar að fullnægja því, sem hefur verið gæfa þessarar þjóðar. Hún krefst meira af einstaklingum sín- um en aðrar þjóðir og reynir því á fleiri hæfileika. Eitt af því sem vekur hvað mesta athygli erlendra manna sem hér á landi dveljast eitthvað að ráði er einmitt fjölhæfni Is- lendinga. Fámenni þjóðarinnar gerir þær kröfur til okkar að við verðum iðulega að vinna fleiri störf og ólíkari en almennt er meðal erlendra þjóða. Sannast hér hið fornkveðna: að neyðin kennir naktri konu að spinna. Sannleik- urinn er sá, að flestir einstakl- ingar geta miklu fleira en þeir hafa hugmynd um, fyrr en í raunir rekur. íslendingar sanna það þjóða best. Það þykir því varla tiltökumál hér á landi, þótt óbreyttur verka- maður eða sjómaður gerist til dæmis rithöfundur og jafnvel skáld, þrátt fyrir að lítið hafi orð- ið getað úr skólagöngu. Þeir sem sökum fátæktar og erfiðleika hafa farið á mis við slíkt, bæta úr því með sjálfsnámi, því ekki skortir menn dugnað hér á landi. Ég hef með athygli og aðdáun t.d. fylgst með ritverkum eins slíks manns, en það er Jóhann J.E. Kúld. Á undanförnum 40 árum hefur hann skrifað a.m.k. 10 bækur, sem ég tel allar góðar bókmenntir. Það sem gefur þessum bókum sérstakt gildi er það, að hér skrifar alþýðu- maður beint úr reynslu sinni af lifinu. Hann skrifar einungis um það sem hann gjörþekkir af eigin reynslu. Þessar bækur hafa því sérstakt gildi sem heimildir um lífsviðhorf, baráttu og dagleg störf ákveðinna stétta á þessari öld. Þannig er þáttur þessa höfundar aðdáunarverður í baráttu verka- lýðsins fyrir mannúðlegum kjör- um og hvað slík barátta gat kostað forystumenn hans hér fyrr á öld- inni. Þá er þáttur Jóhanns úr lífi íslenskra sjómanna ekki síður fróðlegur, þótt sem betur fer mik- ið hafi um þá og líf þeirra verið skrifað á íslensku. Ég hef vakið athygli á nokkrum bókum Jóhanns og mun því ekki endurtaka neitt af því hér. En hann er nú tekinn að eldast og hefur nú snúið sér fremur að ljóðagerð á gamals aldri og fer vel á því. Það er einkar hentugt form til þess að bregða ljósi í stuttu máli á menn og málefni, séð úr hæfilegri fjarlægð tímans. Ljóðabókin LJÓÐSTEF BAR- ÁTTUNNAR er þess konar bók. Og góð bók. Vitanlega eru kvæðin misjöfn að gæðum, eins og gengur, Jóhann J.E. Kúld en hér er þó ýmislegt að finna, sem er býsna vel ort. Þessi sonur gamla tímans yrkir vitanlega með hefðbundnum hætti, því með þeim kveðanda hefur hann lært kvæði forfeðra sinna og skáldanna, sem hann lærði að unna. í þessu sem öðru er hann sjálfum sér sam- kvæmur. Hann er barn síns tíma og reynir ekki að vera annað. Ein- mitt þess vegna bera ritverk Jó- hanns alltaf með sér svip raun- veruleiks og sannleiks. Yrkisefni Jóhanns í þessari bók eru hin margvíslegustu, því þar horfir aldraður maður yfir farinn veg: Hann yrkir um sjómenn og bændur, Eyjafjörð og íslensku þjóðina, skáld og völvur, og ekki leynir sér heldur ást hans á sögu þjóðarinnar og áhrif fornritanna. Um Völuspá yrkir hann t.d. þetta: l>u xiluspá aAvörun allra tíma, ógnsiöfum skráð af forvitrum anda. lxigmál skal virða ef líf á að standa, leiftrandi boðskapur himneskra fræða, kominn að ofan sem eldmessura>ða, til átaka hvetur, við dauðann að glíma. Meðal þeirra sumra, sem virðast hrækja á þá mold, sem þeir sjálfir eru þó vaxnir úr, og þykir allt ómerkilegt og einskisvirði sem ekki er samkvæmt nýjustu tisku og fjallar um böl nútímans, má gera ráð fyrir að gamall verka- maður og sjómaður, eins og Jó- hann Kúld, þyki ekki merkileg persóna né skoðanir hans mikils virði. En það eru þó einmitt menn af þessari gerð, sem alla tíð hafa verið sómi og styrkur þessarar þjóðar, hvað sem hver segir. Ég hika því ekki við að enda þessar línur með ljóði Jóhanns LANDIÐ MITT, því þær skoðanir sem þar lýsa sér munu hlýja hverjum góð- um dreng um hjartarætur, hvað sem allri tísku lýður: Landið mitt með eld og ísa, innvafíð í storku báls. I»ar sem fjöllin Tójfur rísa, Tónnum skreytt með grænan háls. AndsUeðunum ör þín lýsa, eyjan hvíta sagnamáls. Sólarland í sumarskrúði sveipað Ijóssins birtu og yl. Drýpur nætur daggarskrúði dagsins gróska verður til. Á þetta undur þjóðin trúði, því ei hræddist frost né byl. ísland mitt er faldað Tónnum, frostrósanna undraland. Byggt af vöskum víkingsmönnum, vosið þekkja og brim við sand. Ilér er þjóðin öll í önnum, í örlagavef að spinna band. hína mold og mið vér kjósum, möguleika í foss og hver. Kæktun lands og líf í ósum, látum vaxa upp fiskaher. I'jóðin verði rík af rósum í ranni þínum hvar sem er. Öll vér þökkum arfinn forna, islenskunnar stuðlamál. I>að mun eins og eldur orna, ylja, verma þjóðarsál. Bægir frá oss nóttu norna, notar orðsins beitta stál. l'pp með fánans frelsismerki, forum djarft og stefnum hátt. Sýnum þjóðarvilja í verki, vökumenn með þrek og mátt. Kram þú íslands stofninn sterki, stefna skal í sólarátt. I*á mun guð sem gaf oss landið ga*fu strá á vora braut. Styrkja og efla bræðrabandið, blessun veita og líkn í þraut. Vður sem að verkið vandið velsældin mun falla í skaut.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.