Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1983 Norðanmennirnir Steingrímur Ingason og Auðunn Þorsteinsson aka saman í Tommarallinu á Datsun 1800, en hér sjást þeir keppa gegn hvor öðrum í íscrossi á Húsavík og er Datsun Steingríms fyrir framan Escort Auðuns. .j*_ ^ o—. ^ Fjölmargir stefna á sigur FYRSTA ralikeppni ársins, svo- kallað Tommarall ’83, rennir úr hlaði við Þróttheima á morgun, laugardag. 44 rallökumenn á 22 keppnisbflum eru skráðir til leiks í keppni, sem er um 300 km löng og stendur í tvo daga. Ræst verður kl. 10.00 á laugardag og komið í mark rúmlega fjögur síðdegis. Á sunnu- dag hefst keppnin á ný kl. 9.00 og koma keppendur þeir er eftir verða í endamark um kl. 15.15 síðdegis. Akstursleiðirnar í rallinu eru að segja má sniðnar fyrir áhorf- endur. Báða daganna eru sömu leiðir eknar, og hefst fyrsta sér- leiðin af 16 í Kapelluhrauni við Straumsvík klukkan 10.15. Eru síðan þrjár leiðir meðfram Keflavíkurveginum, sú síðasta hefst við Voga. Halda rallkapp- arnir síðan út á Reykjanes og aka þar fram og til baka, en koma svo til baka eftir þeim leið- um sem fyrst voru eknar. Vega- lengdin sem ekin er á sérleiðum er um 70 km og hver glötuð sek- únda dýrmæt. Verður keppnin væntanlega svo jöfn að ekkert má útaf bera svo keppendur hrapi ekki niður um mörg sæti, t.d. ef springur eða þess háttar. í skjóli vetrar hafa ökumenn und- irbúið bíla sína af kostgæfni og átta nýir ökumenn koma fram í sviðsljósið í Tommarallinu. I samtali við Morgunblaðið hefur rúmlega helmingur ökumanna lofað sigri, eða a.m.k. verðlauna- sæti og því verður ekkert gefið eftir. Nokkrir keppendanna eru þó líklegri til stórræða en aðrir. Birgi Bragason og óskar Gunnlaugsson á RS Skoda má telja líklegustu mennina til að setja hraðann i keppnina, sem aðrir verða síðan að fylgja. Margir keppendanna eru hins vegar með það á hreinu að Skoda Birgis ljúki ekki keppni, en hann mun væntanlega sýna þeim í tvo heimana og setja stefnuna á sig- ursætið. Jón S. Halldórsson verður í fararbroddi á 130 hest- afla BMW ásamt bróður sínum Einari. Jón náði þriðja sæti í Varta-rallinu á sl. ári, en það var síðasta rallkeppni ársins. Logi Einarsson ekur endurbættum Escort-bíl sem hann náði ágæt- um árangi á á sl. ári. Með honum fer Ásgeir Sigurðsson. Lada 1600 Ævars Hjartarsonar og Berg- sveins ólafssonar á eftir að koma mörgum í opna skjöldu, en kraftur bílsins á að vera slíkur að hann reykspólar í öllum gír- um eftir götum bæjarins, eins og einhver sagði í gamni. Birgir og Hreinn Vagnssynir aka nýsmíð- aðri Cortinu 200 í Tommarallinu, en Birgir sýndi stórgóð tilþrif á slökum bíl sl. ár. Má því búast við honum í skottinu á forystu- bílunum. SAAB 99 Ævars og Halldórs Sigdórssona þykir með traustlegri bílum rallsins og þéttur akstur ætti að tryggja honum eitt af toppsætunum. Hafsteinn Hauksson og Birgir Viðar Halldórsson munu aka Escort 1600 lánsbíl í rallinu og frétti blm. að nýbyrjað væri að taka upp vélina í bílnum! Þeir ættu að sýna góð tilþrif á annars fremur slökum bíl. Að norðan koma tveir skæðir keppnisbílar, annar þeirra er Datsun 1800 Steingríms Ingasonar og Auðuns Þorsteinssonar, en þeir eru vanir að keppa gegn hvor öðrum, en slógu að þessu sinni saman i sunnanferð. Þeir félagar voru í fyrsta og öðru sæti 1 íscrossi, sem fram fór á Húsavík nýlega. Bróðir Steingríms, Þorsteinn Ingason, mætir einnig til keppni og ekur glælsilegum BMW Turbo knúnum 170 hestafla vél, ásamt Sighvati Sigurðssyni. Þetta mun vera kraftmesti bíll rallsins. Glænýr keppnisbíll mun verða með, en það er Toyota Corolla 1600 Halldórs Úlfarssonar og Tryggva Aðalsteinssonar, sem gerður er út með aðstoð Toyota- umboðsins. Þeir verða að teljast skæðir í toppbaráttunni. Af upptalning- unni hér að ofan er ljóst að keppnin verður grimm og líklegt að Reykjanesleið skeri úr um hver sigrar. Á morgun birtir Mbl. stutta umsöng allra kepp- enda um hvað þeir ætla sér í rallinu og birtist það því stuttu áður en þeir leggja af stað. G.R. „Kominn tími til að sinna öðr- um áhugamálum“ * — segir rallkappinn Omar Ragnarsson „FRÁ mínum bæjardyrum séó, þá erum við Jón búnir að keppa svo lengi í rallakstri, að það er kominn tími til að hvfla sig og fara að sinna öðrum áhugamálum,” sagði rall- kappinn Ómar Ragnarsson er Morgunblaðið spurði hann hvers- vegna þeir bræður tækju ekki þátt í Tommarallinu um næstu helgi. „Maður verður framvegis fremur í þessu til gamans en til að sigra,“ sagði ómar. „Það er óvíst, hvort við keppum eitthvað í sumar. Ég hef tekið að mér fjölmörg verkefni og því spurn- ing hvort maður á nokkuð að vera að stressa sig við að ná ein- hverjum röllum. Ég mun fylgj- ast með framgangi mála úr fjar- lægð. Það má segja, að við höf- um náð takmarki okkar í rall- akstri. Fyrst var það að verða íslandsmeistarar, síðan að verja titilinn og loks að sigra titilinn þrisvar í röð. Það er búið, þann- ig...“ Viltu spá einhverju um hugs- anleg úrslit í Tommarallinu? „Það er ekki hægt að spá öðr- um en Haffa sigri (Hafsteini Haukssyni.) Birgir Bragason verður númer tvö, ef Skódinn gengur, en því miður er það ólíklegt! Ég ætti frekar að spá Dóra Úlfars velgengni, Jón S. Halldórsson mun keyra eins og andskotinn ..., en ég spái því að Hafsteinn Hauksson og Halldór Úlfarsson verði í tveimur efstu sætunum,“ sagði Ómar Ragn- arsson að lokum. Það má með sanni segja, að áhugamónnum um rallakstur verði eftirsjá í þeim bræðrum, en vonandi láía þeir sjá sig sem fyrst í rall- keppni, því fáir eða engir hafa stuðlað meira að frangangi þess- arar íþróttar en „rauðhærðu" bræðurnir Ómar og Jón. G.G. Bræóurnir Ómar og Jón Ragnarssynir fagna hér sigri í Ljómarallinu 1981, eftir marga frækilega sigra hyggjast þeir draga sig að miklu leyti í hlé frá keppni í rallakstri. Lj6sm. Gunniaugur R. Þriðju áskrift- artónleikar Tón- listarfélags Akur- eyrar á morgun ÞRIÐJU áskriftartónleikar Tónlist- arfélags Akureyrar verða í Borgar- bíói laugardaginn 9. aprfl kl. 17. Efn- isskrá hafa kennarar við Tónlist- arskólann á Akureyri undirbúið. Þrettán hljóðfæraleikarar flytja tónlist allt frá 16. öld til okkar tíma eftir tónskáldin: Sam- uel Barber, Bizet, Árna Björnsson, Manuel de Falla, Maurer, Quilter, Max Reger, Schein, Schumann, Andreas Spirea og Verdi. Leikið verður á blásturshljóðfæri, strokhljóðfæri, píanó og flutt sönglög. Flytjendur eru Atli Guðlaugs- son, Edvard Fredriksen, Halldór Halldórsson, Hrefna Hjaltadóttir, Jóhann ó. Ævarsson, Jonathan Bager, Kristinn Örn Kristinsson, Lilja Hjaltadóttir, Magna Guð- mundsdóttir, Michael J ón Clarke, Roar Kvam, Soffía Guðmunds- dóttir og Þuríður Baldursdóttir. Orkuveröi mótmælt af oddvitum í Dalasýslu MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning: „Fundur oddvita allra sveitarfé- laga í Dalasýslu, haldinn að Laug- um 16. marz, 1983, samþykkir eft- irfarandi: Ekki verður lengur unað við það gífurlega misrétti, sem er á orkugjöldum heimila og fyrir- tækja eftir landshlutum. Fundurinn minnir á yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 5. maí, 1982, um jöfnun hitakostnaðar og skorar á hana að framfylgja þeirri yfirlýsingu. Fundurinn telur jöfnun orku- verðs brýnasta byggðamálið í dag og raunar forsendu þess, að komið verði í veg fyrir byggðaröskun með þeim afleiðingum, sem allir ættu að gera sér grein fyrir.“ Þá var iðnaðarráðherra og þing- mönnum Vesturlands sent bréf sama efnis. Austan Eden eftir Steinbeck komin út KOMIÐ er út hjá Bókaklúbbi Arnar og Örlygs fyrra bindi bókarinnar Austan Eden eftir John Steinbeck. Þýðandi er séra Sverrir llaraldsson. Sagan Austan Eden er tvfmælalaust ein þekktasta skáldsaga bandarfska Nóbelsverðlaunaskáldsins John Emst Steinbecks, segir f fréttatilkynningu frá Erni og Örlygi. Þegar bókin kom fyrst út árið 1952, var Steinbeck þegar orðinn heimsþekktur rithöfundur, enda ferill hans búinn að standa f hálfan þriðja áratug. Með þessari sögu hófst hann þó til enn meiri vegs en áður, enda sagan af mörgum talin besta skáldsaga hans, ef Þrúgur reiðinnar er undanskilin. Austan Eden er örlagasaga banda- rískrar fjölskyldu, Task-fjölskyldunn- ar. Hún hefst f Connecticut árið 1863 þegar heimilisfaðirinn, Cyrus Task, kemur heim frá borgarastyrjöldinni. Flestum mun í fersku minni að gerð- ir hafa verið sjónvarpsþættir eftir sög- unni og voru þeir sýndir hér á landi haustið 1982. Svo sem gefur að skilja var þó stiklað á stóru f þáttunum, en samt gaf myndaflokkurinn nokkra hugmynd um efni og framsetningu bókarinnar. Fyrra bindi Austan Eden er 250 blað- síður. Það er unnið f Prentsmiðjunni Hólum hf. Wterkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiöill!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.