Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL1983 Frá vinstri bankaráðsmenn: Árni Gestsson, Hannes Þ. Sigurðsson, Þorvaldur Guðmundson, Leifur ísleifsson, Sverrir Norland, Höskuldur ólafsson, bankastjóri, Hjörtur Hjartarson, fundarstjóri, Kristján Oddsson, bankastjóri, Magnús E. Finnsson, fundarritari, Gunnlaugur J. Briem, fundarritari. Aðalfundur Verzlunarbankans: Aukning spariinnlána 62,5% Fjölbreytni í þjónustu við viðskiptamenn Aðalfundur Verzlunarbankans var haldinn laugardaginn 19. marz aö Hótel Sögu. Fundarstjóri var Hjört- ur Hjartarson, en fundarritarar Gunnlaugur J. Briem og Magnús E. Finnsson. Formaður bankaráðs, Sverrir Norland, verkfræðingur, og Hösk- uldur Ólafsson, bankastjóri, fluttu ítarlegar skýrslur um starfsemi bankans á liðnu starfsári og lögðu fram endurskoðaða reikninga hans. Hagur og rekstur bankans Niðurstöðutala rekstrarreikn- ings er 238,5 millj. kr. og hafði hækkað um 96,3% frá fyrra ári. Af rekstrartekjum eru vextir og verðbætur langstærsti liðurinn, eða 77,2% heildartekna. Rekstr- argjöld urðu samtals 236,4 millj. kr. og hækkuðu um 115,6 millj. kr. eða 95,6%. Bankinn greiddi á ár- inu innistæðueigendum 107,7 millj. kr. í vexti og verðbætur. Rekstrarkostnaður bankans varð 32 millj. kr. og hækkaði hann um 58% frá fyrra ári, sem er held- ur lægri en verðbólgan varð á ár- inu. Starfstöðvar bankans eru 7 og vinna 105 manns að bankastörf- um. Eigið fé bankans í árslok er 47,8 millj. kr. og jókst það á árinu um 17,6 millj. kr. Hlutafé er 17,2 millj. en á sl. ári voru gefin út jöfnun- arbréf til hluthafa að upphæð 5.7 millj. kr. Þá samþykkti aðalfund- urinn nú að gefa út á þessu ári jöfnunarbréf, sem svari 58,68% af eign hvers hluthafa í árslok 1982. Nemur sú upphæð 10,5 millj. Er hlutafé bankans eftir aukningu þessa 28 millj. kr. Endurmats- reikningur er í árslok 22,1 millj. og hafði hækkað á árinu um 9,5 millj. Varasjóður og óráðstafað fé nema 8,5 millj. og hækkuðu þeir liðir um 2,3 millj. á árinu. Hagnaður til ráðstöfunar varð 2.768 þús. kr. á móti 1.319 þús. kr. á árinu áður, en þá hefur verið greiddur skattur að upphæð 2.213 þús. kr. skm. sér- stökum lögum nr. 65/1982. Innlán — Útlán Heildarinnlán Verzlunarbank- ans námu í árslok 414,9 millj. kr. og jukust þau á árinu um 150,6 millj. eða um 57%. Spariinnlán hækkuðu um 134 millj. eða 62,5% en veltiinnlán um 32,9% Aukning spariinnlána er þannig í takt við almenna innláns- þróun í landinu á síðasta ári, sem var 60%. Hins vegar er aukning veltiinnlána aðeins rúmur helm- ingur af hlutfalli spariinnlána og sést af því, hversu lausafjárstaða fyrirtækja hefur veikst á árinu. Heildarútlán bankans námu í árslok 372,5 millj. kr. og hækkuðu þau á árinu um 132,5 millj. eða 54,9%. Stærsti hluti lána bankans fór til atvinnuvegarins verzlun og viðskipti, eða 43,9%, og lán til ein- staklinga námu 33,8% af heildar- útlánum. Hlutfall verðtryggðra útlána hækkaði á árinu úr 21,5% í ársbyrjun í 39,5% í árslok. Verziunarlánasjóöur Stofnlánasjóður bankans, Verzl- unarlánasjóður, veitti 117 ný lán á árinu að upphæð 40,2 millj. kr. Starfsfé Verzlunarlánasjóðs kem- ur að stærstum hluta frá Lífeyr- issjóði verzlunarmanna, sem lán- aði 33,5 millj. á síðasta ári. Þá veitti Framkvæmdasjóður íslands sjóðnum 9 millj. kr. lán og var þetta fjármagn ásamt eigin fé sjóðsins endurlánað verzlunarfyr- irtækjum vítt og breitt um landið. Útistandandi lán Verzlunarlána- sjóðs námu 118,8 millj. kr. í árs- lok. Lán Verzlunarlánasjóðs og önnur lán bankans til verzlunar nema samtals 21,6% af heildar- lánum innlánsstofnana til einka- verzlunar í landinu. Viöskipti við SeÖlabanka Inneign Verzlunarbankans á bundnum reikningum í Seðla- banka íslands var i árslok 113,8 millj. kr. og hafði aukist á árinu um 45,6 millj. eða 66,8%. Lán hjá Seðlabankanum voru í árslok 26,6 millj. og þar af endurseld afurða- og framleiðslulán 6 millj. Inneign á viðskiptareikningi i Seðlabanka var í árslok 10,3 millj. en lausa- fjárstaða bankans var oft erfið á árinu, svo sem bankakerfisins í heild. I heild varð jákvæð breyting 31 á stöðunni gagnvart Seðlabanka um 41,1 millj. og er nettóstaða við Seðlabankann 97,5 millj. kr. í árs- lok. Á síðasta ári tóku gildi nýjar og harðari reglur um viðskipti inn- lánsstofnana og Seðlabanka. Markmið þeirra ráðstafana var að hvetja innlánsstofnanir til að huga vel að lausafjárstöðu sinni. Þannig ákvað Seðlabankinn stig- hækkandi refsivexti frá 70—150%, ef yfirdráttarskuld myndast á viðskiptareikningi inn- lánsstofnunar. Fjölþætt þjónusta Bankinn hefur kappkostað að veita viðskiptamönnum sínum fjölþætta þjónustu. Safnlán, launalán og fjármálaleg ráðgjöf eru þættir, sem teknir hafa verið upp á siðustu árum. í fyrra gerðist bankinn eignaraðili ásamt Út- vegsbankanum að Kreditkortum sf. Það fyrirtæki er í samvinnu við Eurocard, sem er eitt stærsta kreditkortafyrirtæki í heimi. Bankinn getur þannig boðið við- skipta- mönnum sínum bæði inn- lenda og erlenda kreditkortaþjón- ustu. Leyfi til notkunar kredit- korts erlendis er þó háð leyfi Seðlabanka íslands. Þá hefur bankinn nýlega kynnt þjónustukerfi fyrir húsfélög fjöl- býlishúsa. Byggist það á inn- heimtu húsgjalda, útreikingi á breytingu á vísitölu, greiðslu krafna á húsfélagið til kröfueig- enda á réttum tíma o.s.frv. Eru fleiri slík verkefni á döfinni hjá bankanum og er tölva bankans lykillinn að þeirri starsemi, en Verzlunarbankinn er eini bankinn, sem er með eigin rafreikni. Bankinn rekur nú 6 útibú, fjög- ur í Reykjavík, eitt í Keflavík og eitt í Mosfellssveit. Á þessu ári mun bankinn opna starfsstöð í Húsi verzlunarinnar á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklu- brautar, en aðrir eigendur þess húss hafa nú flutt alla starfsemi sína þangað. Bygging Húss verzl- unarinnar er mikið og myndarlegt átak. Er gert ráð fyrir að flytja ýmsa starfsemi þangað í áföngum eftir aðstæðum, en bankinn hefir leigt þann hluta húsnæðis síns, sem eigi verður nýttur um sinn til bankastarfsemi: Útibú verður opnað þar á þessu ári eins og fyrr sagði, gert er ráð fyrir að flytja rafreiknideild bankans þangað í náinni framtíð. Formaður bankaráðs Verzlun- arbankans er Sverrir Norland, verkfræðingur. Aðrir í stjórn eru Árni Gestsson, stórkaupmaður, Guðmundur H. Garðarsson, við- skiptafræðingur, Leifur ísleifsson, kaupmaður og Þorvaldur Guð- mundsson, forstjóri. Varastjórn skipa Hannes Þ. Sigurðsson, full- trúi, Hilmar Fengar, fram- kvæmdastjóri, Hreinn Sumarliða- son, kaupmaður, Jónas Eggerts- son, bóksali, og Kristmann Magn- ússon, forstjóri. Endurskoðendur eru Helgi V. Jónsson, löggiltur endurskoðandi, Magnús E. Finns- son, framkvæmdastjóri og Ólafur Haukur Ólafsson, stórkaupmaður. Kirkjur á landsbyggrtinni Fermingar á sunnudaginn Fermingarbörn í Oddakirkju, sunnudaginn 10. apríl kl. 12 á há- degi. Prestur: séra Stefán Lár- usson. Fermd veröa: Ásmundur Jón Pálsson, Freyvangi 22, Hellu. Garöar Jónsson, Heiövangi 7, Hellu. Guöjón Jóhannsson, Útskálum 9, Hellu. Guömundur Max Jónsson, Freyvangi 3, Hellu. Helgi Jónsson, Heiövangi 7, Hellu. Ólafur Valsson, Heiövangi 10, Hellu. Helga Oddný Hjaltadóttir, Hólavangi 24, Hellu. Fermingarbörn í Stórólfs- hvolskirkju, sunnudaginn 10. apríl kl. 14. Prestur: séra Stefén Lárusson. Fermd verða: Aöalsteinn Ingvason, Hlíöarvegi 3, Hvolsvelli. Bjarni Líndal Snorrason, Öldugeröi 22, Hvolsvelli. Sveinn Ægir Árnason, öldugerði 17, Hvolsvelli. Tryggvi Siguröur Bjarnason, Þinghóli, Hvolhr. Hafdís Þóra Árnadóttir, Hvolsvegi 21, Hvolsvelli. Sigrún Ágústsdóttir, Stórageröi 9, Hvolsvelli. Ferming i Skálholti 10. apríl 1983 kl. 14. Piltar: Brynjar Kristjánsson, Borgarholti. Hallur Sighvatsson, Miðhúsum. Matthías Ólafsson, Syðri-Reykjum. Sigurjón Sæland, Stóra-Fljóti. Þorlákur Ásbjörnsson, Víöigeröi. Þorsteinn Páll Sverrisson, Ösp. Þórarinn Þorfinnsson, Spóastööum. Stúlkur: Arnbjörg Traustadóttir, Einholti. Eilisif Bjarnadóttir, Helgastööum. Eva Hrund Pétursdóttir, Austurbyggö C, Laugarási. Guörún Björk Þrastardóttir, Birkiflöt. Jenny Gísladóttir, Kjarnholtum. Stella Björk Guöjónsdóttir, Reykjavöllum. Fermingarbörn í Hábæjar- kirkju í Þykkvabæ, sunnudaginn 10. apríl. Fermd veröa: Berglind Guöjónsdóttir, Háarima. Guömundur Þór Ágústsson, Brekku. Guömundur Páll Ólafsson, Háfi. Jóhann ívarsson, Háteigi. Jóna Maria Kristjónsdóttir, Tjörn. Fermingarbörn á Reyöarfirði sunnudaginn 10. apríl. Fermd veröa: Anna Heiöa Stefánsdóttir, Holtagötu 3. Ágúst Hreinn Sæmundsson, Túngötu 8. Björgvin Kristjánsson, Hjallavegi 7. Einar ísfeld Ríkharösson, Ásgeröi 7. Garðar Þ. Jónsson, Hafnargötu 2. Gísli Edvald Einarsson, Mánagötu 12. Guöný Ingibjörg Rúnarsdóttir, Mánagötu 13. Hjalti Gunnarsson, Eskihlíö. Inga Ósk Rúnarsdóttir, Hæöargerði 5. • Jóna Ragnhildur Guttormsdóttir, Brekkugötu 8. Jón Þór Björnsson, Heiöarvegi 10. Jónatan Guönason, Réttarholti 3. Kári Elvar Arnþórsson, Brekkugötu 7. Ólafur Höskuldur Ólafsson, Snæfelli. Sigríöur Helga Aöalsteinsdóttir, Heiöarvgi 13. Sigfús Heiöar Frímannsson, Heiöarvegi 16. Steinþór Hinrik Stefánsson, Heiðarvegi 29. Þórdís Björk Björnsdóttir, Túngötu 1. Þórarinn Guöjónsson, Mánagötu 29. Þorsteinn Þorsteinsson, Búöareyri 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.