Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐI.Ð, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1983 Kvenréttindafélag Islands: Lára Sigurbjörns- dóttir kjörin heiðurs- félagi á aðalfundinum KVENRÉTTINDAFÉLAG íslands hélt aéalfund sinn 21. mars sl. og var Esther Guémundsdóttir, þjóðfélagsfræóingur, endurkjörin formaður fé- lagsins til næstu tveggja ára. Aðrir í stjórn eru: Guðrún Gísladóttir, varaformaður, Arnþrúður Karlsdóttir, Ásdís J. Kafnar, Ásthildur Ket- ilsdóttir, Hlédís Guðmundsdóttir, Jónína M. Guðnadóttir, María Ás- geirsdóttir og Oddrún Kristjánsdóttir. Esther Guðmundsdóttir formaður afhendir Láru Sigurbjörnsdóttur heið- ursskjal til staðfestingar kjöri hennar sem heiðursfélaga. Kirkjur á landsbyggðinni: Messur á sunnudaginn BORGARNESKIRKJA: Messa á sunnudaginn kl. 11. Altarisganga. Organisti: Jón Þ. Björnsson. Sr. Þrobjörn Hlynur Árnason. REYÐARFJARÐARKIRKJA: Á morgun, laugardag, barnastund kl. 10.30. Fermingarguðsþjónusta á sunnudaginn kl. 10. Sóknar- prestur. ODDAKIRKJA: Fermingarguðs- þjónusta kl. 12 á hádegi. Sr. Stef- án Lárusson. STÓRÓLFSHVOIiíKIRKJA: Ferm- ing á sunnudaginn kl. 14. Sr. Stef- án Lárusson. KIRKJUHVOLSPRESTAKALL: Söngæfing kirkjukóranna þriggja og safnaðarfólks í prestakallinu verður í Hábæjarkirkju á morgun, laugardaginn, kl. 14, undir stjórn Sigrúnar Huldu Jónasdóttur og fleiri söngstjóra. Fermingarguðs- þjónusta í Hábæjarkirkju á sunnudag kl. 14. Auður Eir Vil- hjálmsdóttir sóknarprestur. SKÁLHOLTSKIRKJA: Ferming- arguðsþjónusta kl. 14. Sóknar- prestur. Orkukostnaður óheyrilega hár STJÓRN SSA fjallaði á fundi sínum á Eskifirði 22. f.m. um orkuverð á sambandssvæðinu, einkum kostnað við hitun íbúða með rafmagni. Fyrir fundinum lágu rökstuddar ályktanir sveitarstjórna á Höfn í Hornafirði, Stöðvarfirði og Seyðisfirði. Nefndar sveitarstjórnir telja að orkukostnaður meðalheimilis nemi nú helmingi af launum verkamanns í dagvinnu. Það er einróma álit stjórnarinn- ar, að hið gífurlega háa verð á raf- orku til hitunar húsa sérstaklega, og margfaldur munur á húshit- unakostnaði á höfuðborgarsvæð- inu annarsvegar, og í velflestum byggðarlögum hins vegar, sé stórhættulegur fyrir þróun byggð- ar í landinu. Gæti hann leitt til fólksflótta frá þeim byggðum sem verst eru settar í þessum efnum. Stjórn SSA skorar á viðkom- andi stjórnvöld að ráða bót á þessu ófremdarástandi. Jafnframt heitir stjórnin á þingmenn Aust- urlands að veita málinu brautar- gengi. (ílr frétUktilkynninfpj) Varastjórn skipa þær Erna Bryndís Halldórsdóttir, Erna Indriðadóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir. Á aðalfundinum var Lára Sig- urbjörnsdóttir kjörin heiðursfé- lagi. Lára hefur starfað lengi og vel fyrir félagið og var hún fyrst kosin í stjórn þess 1949, varafor- maður var hún 1953—1964 og formaður KRFÍ 1964-1969. Auk þess hefur hún átt sæti í stjórn Menningar- og minn- ingarsjóðs kvenna. Á aðalfundinum kynnti Vil- borg Harðardóttir, blaða- fulltrúi, drög að frumvarpi að nýjum jafnréttislögum, en hún er formaður nefndar er endur- skoðað hefur lögin um jafnrétti karla og kvenna frá 1976. í lok fundarins var samþykkt eftirfarandi áiyktun: „Aðalfundur KRFÍ haldinn að Hallveigarstöðum 21. mars 1983 fagnar því að sett hefur verið á stofn athvarf fyrir konur, sem þurfa að flýja heimili sín vegna ofbeldis. Fundurinn skorar á fé- laga KRFÍ að styðja þetta merka framtak, og bendir sér- staklega á fjársöfnun, sem fara á fram dagana 8. og 9. apríl nk.“ Lifandi tónlist SATT-samtökin efna um helgina til tónleika í Klúbbnum, en sú nýbreytni að bjóða upp á lifandi tón- list að undanförnu hefur mælst mjög vel fyrir og að- sókn aukist jafn og þétt og voru t.d. um 400 manns á síðustu tónleikum. í kvöld, föstudag, kl. 21.45 kemur hljómsveitin Q4U fram og klukkustund síðar mætir BARA-Flokkurinn frá Akureyri á sviðið. Langt er nú um liðið síðan hljómsveitin lék síðast fyrir borgarbúa. Á morgun, laugardag, leika Möðruvallamunkarnir kl. 21.45 og klukkustund síðar koma Bergþóra Árnadóttir og Pálmi Gunnarsson fram . Heiðursgest- ir kvöldsins verða hjón frá Búð- ardal, Bjarni Hjartarson og Anna Flosadóttir. Flytja þau frumsamið efni. Vpstmannaeyjum, 28. mars. UNDANFARNA daga hefur lið kvikmyndagerðarmanna unnið hér að gerð nýrrar leikinnar kvikmyndar. Myndin á að heita „Nýtt IÍP‘ og fjallar um tvo unga og hressa náunga sem ákveða að bregða sér á vertíð til Eyja í von um skjótfenginn gróða. Segir myndin af lífi þeirra, starfi og ævintýrum í þessari stærstu verstöð landsins. Þeir félagar fengu „vinnu" í Vinnslustöðinni og hafa gengið þar til ýmssa starfa, gert að, hausað og ýmislegt annað tilfallandi. Þá hefur verið myndað á verbúð og til kvik- myndagengisins hefur sést í útsölu ÁTVR, um borð í Herjólfi og víðar. Leikstjóri myndarinnar og gegn sem Dúddi rótari í Stuð- jafnframt höfundur handrits er Þráinn Bertelsson. Ari Krist- insson er kvikmyndatökumaður, og framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins er Jón Hermannsson. Allt eru þetta menn úr hópi okkar reyndustu kvikmyndagerðar- manna. Aðkomumennina tvo á vertíð leika þeir Karl Ágúst Úlfsson og Eggert Þorleifsson. Báðir hafa þeir áður staðið framan við kvikmyndatökuvélar. Karl lék m.a. í Jóni Oddi og Jóni Bjarna og Hergilseyjarfíflið í Útlagan- um. Eggert sló eftirminnilega í Iggert Þorleifsson við ína í Vinnslustöðinni. mannamyndinni Með allt hreinu. Aðrir ieikarar sem fram koma í myndinni eru héðan úr Eyjum og má þar nefna til gam- alkunna leikara á borð við Unni Guðjónsdóttur, Svein Tómasson og Runólf Dagbjartsson. Þá er Sigurgeir Scheving aðstoðarleik- stjóri. Kvikmyndatakan hófst hér um síðustu helgi og ráðgert er að Ijúka henni á um mánaðartíma en síðan verða nokkur atriði tek- in upp í Reykjavík. - hkj. ,vinnu“ Karl Ágúst Úlfsson í hlutverki sínu og á greinilega f einhverjum erfið- Ipiknm Unnur Guðjónsdóttir og Ari Kristinsson kvikmyndatökumaður. Ljósmyndir/Sigurgeir Jónasson. Sveinn Tómasson og Signrgeir Scheving aðstoðarleikstjóri. Ævintýri á vertíð kvikmyndað í Eyjum Þráinn Bertelsson, leikstjóri og höfúndur handrits, og Runólfur Dag- bjartsson í hlutverki verkstjóra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.