Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1983 43 Aagot Magnúsdótt- ir - Minningarorð Fædd 12. ágúst 1919 Dáin 28. mars 1983 Ég vil í örfáum orðum minnast móðursystur minnar, Aagot Magnúsdóttur, sem jarðsett verð- ur í dag. Það er erfitt að skrá niður allar minningarnar, sem nú koma upp í hugann, erfitt að tjá tilfinningar sínar á blaði. En ég vil reyna, Gotta átti það skilið. Ég kynntist Gottu ekki fyrr en ég fór að fullorðnast dálítið. En æ síðan hélzt milli okkar góð og traust vinátta. Oft leið of langur tími milli þess sem við sáumst, en sambandið rofnaði aldrei alveg, og auðvelt var að taka þráðinn upp að nýju, þegar við hittumst aftur. Við áttum of mikið hvor í annarri, til að vinátta okkar gæti nokkurn tíma rofnað alveg. Ég minnist sérstaklega jólanna sem hún var hjá okkur í Miðstræt- inu. Það voru gleðileg jól, fyrir okkur öll. Það var gott að hafa hana hjá sér, og hún mat það svo sannaríega mikils. Það var ekki til það sem hún ekki vildi fyrir mig gera. Þannig var hún við alla. Ég man sérstaklega hvað við hlógum mikið saman. Alltaf hlustaði hún á allt sem ég hafði að segja henni, allt það sem ég hafði afrekað það og það skiptið, hún lagði orð í belg, þar sem við átti, og saman hlógum við dátt að vitleysunni í mér. Hún var alltaf tilbúin að hlusta, gleðj- ast með manni. Það var svo ofur auðvelt að hlæja með henni. Minningarnar eru margar. Gotta var góð kona, sem gott er að minnast. Hún hafði gengið í gegn- um meiri þolraunir í lífinu en margur annar. Einhver hefði bug- azt. En alltaf reis hún upp aftur, gafst aldrei alveg upp. Undir það síðasta var lífið orðið henni mjög erfitt. Kannski var hvíldin það sem hún þráði mest og þarfnaðist. Samt er svo ósköp erfitt að sætta sig við að fá aldrei að sjá hana né heyra framar. Það vantar svo mikið, þegar hún er farin. Mamma og fjölskyldan minnast hennar líka. Við viljum þakka henni fyrir allt og allt. Við eigum margar góðar minningar um Gottu, sem geymast en gleymast aldrei. Aðalheiður Birgisdóttir Eitt orð, eitt Ijód, eitt kvein frá kvaldri sál er kveója mín. Ég veit þú fyrirgefur. En seinna gef ég minningunum mál, á meðan allt á himni og jörðu sefur. Þá flýg ég yfir djúpin draumablá, í dimmum skógum sál mín spor þín rekur. I*ú gafst mér alla gleði, sem ég á. Þú gafst mér sorg, sem enginn frá mér tekur. Þessi perla Davíðs frá Fagra- skógi er mér ofarlega í huga er ég nú stend andspænis láti ástkærrar móður minnar. Allar götur frá því ég var lítill drengur og fram til hinstu stundar hennar, var hún mitt athvarf og akkeri sem ég gat ávallt leitað til þegar mótlæti og erfiðleikar knúðu dyra. Þrátt fyrir sinn eigin vanmátt, einkum hin síðari árin, var hún ávallt boðin og búin að miðla þeirri ást og um- hyggju er hún bar í svo ríkum mæli til okkar ástvina sinna, brosa til okkar af djúpum sefa í gegnum tárin. Hversu þakklát erum við ekki fyrir samvistir með þeim sem við elskum og fyrir þau áhrif sem það hefur á okkur. Við minnumst broshýrra unaðsstunda við bólstað okkar hér á þessari jörð meðan allt lék í lyndi, þegar blessuð sólin hlær glaðiegast, þeirra daga er ferskur blær lífsgleðinnar syngur óð til alls sem lifir. Ef skjótt skipast veður í lofti og þegar ský dregur fyrir sólu þá fyllumst við örvæntingu og við verðum að leyta til trúartrausts- ins til þess að bugast ekki, en móð- ir mín hefur fært mig nær trúnni á þann dag sem umvafinn er birtu lífsins og útilokar dauðann. Misjafnt er hlutskipti okkar mannanna á þessari jörð. Til allr- ar blessunar eru það margir sem búa við hamingjusamt líf, auðnast að lifa um langan aldur í faðmi fjölskyldu sinnar og vina. En hinir vilja oft gleymast sem þola verða andstreymi og á sum okkar eru lagðar slfkar byrðar að sligast er undan farginu. Eftir ótímabært lát föður míns og systur má segja að mömmu hafi kalið á hjarta. Við það bættist að hún átti við heilsu- leysi að stríða í áratugi og voru þær ófáar skurðaðgerðirnar sem lagðar voru á hennar grönnu og veikbyggðu herðar. Hugtakið vinur er að mínu mati oftar en ekki misskilið, misnotað og í reyndinni ósegjanlega stórt í þeim skilningi er ég legg í það og þeir vilja týnast „vinirnir" í blá- móðu fjarlægðarinnar þegar á lið- sinni þeirra þarf að halda. En er það ekki einmitt veikleiki okkar mannanna barna hversu auðvelt við eigum með að gleyma og van- rækja, leiða hjá okkur erfiðleika meðbræðra okkar og systra þegar síst skyldi og neyðin er hvað stærst? í firringu nútímans hefur manneskjan og það sem hún stendur fyrir týnst. Gildismatið á tilgangi lífsins hefur brenglast og fánýti veraldlegra gæða skipar heiðurssess í „kamesi" manna. Fjölskyldu- og ættarbönd hafa rofnað, sú staðreynd er hvoru tveggja í senn dapurleg og ómann- eskjuleg. Við, sem stóðum henni mömmu næst, bárum ætíð þá von í brjósti að hún myndi ná heilsu sinni á nýjan leik, að henni öðlaðist sá þróttur, lífsvilji og glaðværð sem við munum svo vel eftir og oft virtust þær vonir ætla að rætast. En andstæðingurinn var voldugur og einn bandamanna hans var ein- manakenndin. Hana skal enginn vanmeta fyrr en reynt hefur. Á sama hátt og vinur, þá er von- in undursamlega stórt og fallegt hugtak og hversu eftirminnilega hefur ekki Þúríður Guðmunds- dóttir gert voninni skil í þessum ljóðlínum: Veistu að vonin er til hún vex inni í dimmu gili, og eigiróu leid þar um |»á leitaðu í urðinni leiUðu i syllunum hvar þau sitja lítil og veikbyggð vetrarblómin lítil og veikbyggð eins og vonin. En brást vonin þegar allt kemur til alls? Ég veit að mamma mín á góða heimkomu. Ég veit að tekið verður á móti henni með opinn faðminn. Og ég veit að þján- ingarnar eru yfirstaðnar. Lífið og ljósið hafa sigrað dauðann. Hún mamma verður jarðsett við hlið hans pabba sem hún tregaði svo mjög alla tíð. í tindrandi aug- um barnabarnanna mun um ókomna tíð endurspeglast sú fölskvalausa ást og fegurð er hún bar í brjósti til okkar. Minningin um hana mun enn á ný verða mitt athvarf og akkeri. Megi algóður Guð blessa minn- ingu móður minnar. Ó.Á.Þ. Sigríður Jóhanns dóttir - Minning Löngum starfsdegi er lokið. Langan starfsdag eiga þeir að baki sem starfað hafa frá alda- mótum og allt fram á þennan dag. Þeir hafa skilað þjóðinni verð- mætum sem aldrei verða metin til fjár og aldrei hafa hlotið þau laun að kveldi sem þeir áttu skilið. Ein þeirra er Sigga á Arnarhóli, eins og hún var kölluð, hennar hlutverk varð, eins og flestra kvenna, þjónustuhlutverk. Þannig kynntist ég henni, þar sem ég 10 ára gömul kom á heimili Magn- þóru fósturdóttur hennar og Guð- jóns, eiginmanns Magnþóru. Þar var Sigga heimilisföst. Fékk ég að dvelja á þessu heimili þegar skóla- tíminn var ekki samfelldur, á milli tíma, í þrjú ár. Borðaði ég þar og drakk eins og eitt af systkinunum. Reyndar kynntist ég umhyggju Siggu fyrst er hún var fengin til að sitja yfir okkur systrunum á kvöldin þegar foreldrar okkar fóru út. Umhyggju sem lýsti sér í því að aldrei yrði of varlega farið, sú umhyggja átti ekki alltaf skilning æskunnar, sem lítt sést oft fyrir. Þeirrar umhyggju hafa notið fimm börn þeirra Magnþóru og Guðjóns, en Magnþóru ól hún upp frá barnæsku. Varð það hennar lífsstarf að vera á heimili þeirra, ætíð til þjónustu reiðubúin. Veit ég að systkinin hugsa margt er þau kveðja Siggu í huganum, nú þegar allt og allir eru á fleygiferð, með börn í dagvistun og slíkt. Fáir fastir punktar eru í tilverunni í líkingu við það, að alltaf var Sigga til staðar að hlýja kaldar hendur, þerra tár og sjá um að eitthvað gott væri til í munninn, t.d. klein- ur o.fl. En það er ekki hægt annað en gleðjast yfir að fengin er kær- komin hvíld. Hvíli Sigríður í friði. Matthildur Björnsdóttir „Verður skyggn að sólu sestri sál er losnar holds við ok stjarnan skæra skín í vestri skoða ég hana í vökulok." G.T. óvíða er jafn víðsýnt og frá Arnarhóli í V-Landeyjum. í norð- ur blasir við fagur fjallahringur með Heklu í öndvegi, í austri gnæfa Eyjafjalla- og Mýrdalsjök- ull, en til suðurs blasa við Vest- mannaeyjar og hin ómælanlega vídd Atlantshafsins, þar sem öld- urnar eilíflega berja Landeyja- sand. Á þessum bæ ól mestan sinn aldur heiðurskonan Sigríður Jó- hannsdóttir. Hún fæddist 10. maí 1894 og lést 29. mars 1983. For- eldrar hennar voru Katrín Jóns- dóttir og Jóhann Tómasson og voru þau merkishjón. Einn albróð- ur átti Sigríður, Halldór, og tvo hálfbræður, Böðvar og Vilmund, frá fyrra hjónabandi Katrínar. Einnig ólu þau Katrín og Jóhann upp tvö fósturbörn, Ingileifu og Kristinn. Öll eru þau nú látin. Sigríður var fönguleg kona, vel greind, víðlesin og afar vel verki farin. Henni féll aldrei verk úr hendi á meðan hún var einhvers megnuð. Trygglynd var hún og frændrækin með eindæmum. Það var sólskinsdagur þegar Magnþóra Magnúsdóttir, nýfædd, var tekin inn á heimilið að Arn- arhóli. Ekki var það þó sólskins- dagur í lífi Magnþóru og hennar sex systkina, en þá fyrr um daginn hafði Magnús faðir Magnþóru lát- ist úr lungnabólgu. Ekki var ætlunin að Magnþóra yrði á Arnarhóli til langdvalar, en forlögin höguðu því þannig að hún ílentist þar og féll það að mestu í hlut Sigríðar Jóhannsdóttur að sjá um uppeldi Magnþóru, þar sem foreldrar Sigríðar voru þó all- nokkuð við aldur. Sigríður eignað- ist ekki börn, en hún tók miklu ástfóstri við Magnþóru og var ávallt mjög kært með þeim. Undirrituð dvaldi á Arnarhóli átta sumur sem barn og var min mesta tilhlökkun að komast þang- að sem fyrst á vorin og dvelja þar fram á haust. Eru mér þessi sum- ur ógleymanleg og það, að fá að kynnast sveitalífinu eins og það var þegar hesturinn enn var þarf- asti þjónninn, var ekki lítið upp- eldisatriði. Sigríður var mér mjög góð og ekki voru þeir fáir aukabit- arnir sem hún stakk að mér. Mér er minnisstætt hve vel hún tók á móti þeim sem minna máttu sín og komu til skammrar dvalar að Arnarhóli. Gekk hún þá úr rúmi fyrir þeim og hlynnti að þeim á allan hátt. Þegar að því kom að Magnþóra í dag, 8. apríl, er til grafar borin í Vestmannaeyjakirkjugarði Guð- laug Sigurðardóttir frá Skógum. Amma, en það höfum við sonur minn kallað hana síðan við tengd- umst henni árið 1969, var fædd 24. mars 1888 og var því að verða 95 ára. — Hún var dóttir hjónanna Jakobínu Skæringsdóttur frá Skarðshlíð og Sigurðar Sveinsson- ar frá Rauðafelli. Voru þau 10 systkinin og er nú Árni einn eftir, en hann býr í Eyjum. Þegar amma var 17 ára fór hún til Eyja og þar kynntist hún eiginmanni sínum, Kristmundi Jónssyni, sem látinn er fyrir allmörgum árum. Áttu þau eina dóttur barna, Jakobínu, giftist Guðjóni Helgasyni og þau stofnuðu sitt heimili í Reykjavík leið ekki á löngu þar til Sigríður og Jóhann faðir hennar urðu heimilisföst á heimili Magnþóru og Guðjóns, en þá var Katrín lát- in. Á heimilinu ríkti góður andi á milli hinna eldri og yngri og var Sigríður fimm börnum Magnþóru og Guðjóns sem besta amma, enda kölluðu þau hana aldrei annað. Guðjón lést árið 1981. í dag verður Sigríður lögð til hinstu hvílu í sinni ástkæru sveit, þar sem hugur hennar dvaldi löngum. Ég og fjölskylda mín sendum aðstandendum Sigríðar einlægar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Sigríður Guðbrandsdóttir Sigga amma, eins og við sögðum alltaf, er dáin. Ég kynntist ömmu þegar hún var komin vel yfir miðj- an aldur, en allt þar til hún missti heilsuna hafði ég ekki hugsað um að amma væri orðin svo fullorðin því svo vel bar hún aldurinn. Frá Amarhóli á ég mínar fyrstu minn- ingar með Siggu ömmu og Jóhanni afa. Amma var mjög létt á fæti og þurfti ég lengi frameftir að hlaupa við fót til að verða henni samhliða á göngu. Hún var mjög myndarleg til allra verka og eru þær enn til ófáar peysurnar, sem hún prjón- sem bjó með móður sinni í Reykja- vík, að Siðumúla 21, frá því á ár- inu 1973, en þá fluttumst við frá Eyjum vegna gossins. Eftir það kom hún ekki aftur til Eyja, fyrr en nú að ósk hennar verður upp- fyllt. Er ég rita þessar línur rifj- ast upp í huga mínum minningar, sem ég geymi með sjálfri mér og eru mér dýrmætar. I dag eru mér efst í huga þakkir fyrir allt sem hún var mér og að hún skyldi vera drengnum mínum svona góð amma, þó ekkert væru þau skyld og þó fjölskyldutengsl slitnuðu þá slitnuðu ekki vináttuböndin. Amma átti okkur eftir sem áður. Nú er hún horfin yfir móðuna aði fyrir einum til tveimur áratug- um. í dag hugsa ég um það starfs- þrek sem Sigga amma hafði og þá hjálpsemi við okkur öll systkinin. Jafnvel eftir að amma var komin í rúmið, var hugur hennar hjá okkur og fjölskyldum okkar. Við geymum minninguna um Siggu ömmu og megi Guð varð- veita hana. S.K.G. miklu og við minnumst hennar alltaf með virðingu og þökk. Megi Guð blessa minningu hennar. Margrét Eyjólfsdóttir, Siglufirði. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug vlö andlát og útför mannsins míns og fööur okkar, ODDS A. SIGURJÓNSSONAR, Hólagötu 24, Veatmannaeyjum. Mjög góöar þakkir eru færöar til starfsfótks sjúkrahúss Vest- mannaeyja, einnig til starfsfólks á deild 11-G Landspítalanum. Magnea Bergvinsdóttir, Rósa Oddsdóttir, Bergvin Oddsson, Guömundur Oddsson, Hrafn Oddsson, Svanbjörg Oddsdóttir, Lea Oddsdóttir, tengdabörn og barnabörn. Guðlaug Sigurðar dóttir - Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.