Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.04.1983, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1983 Útvarpið og samsærisból- ur Björns Bjarnasonar — eftir Hallgrím Thorsteinsson Björn Bjarnason, blaðamaður á þessu dagblaði, hefur tvisvar sið- ustu daga reynt að gera mig og störf mín á Fréttastofu útvarps tortryggileg í augum lesenda hlaðsins. 1 páskablaði 30. mars sl. birtist löng grein eftir hann, þar sem hann rakti þá viðamiklu og harðskeyttu kjarnorkuvopnaum- ræðu, sem átti sér stað hér á landi og sem teygði reyndar anga sína út fyrir landsteinana, vorið og sumarið 1980. í Morgunblaðinu 6. apríl sl. rit- ar Björn Bjarnason svo aðra grein. Þar er hann enn að rifja upp kjarnorkuvopnadeilurnar 1980 en í þetta skipti með sér- stakri áherslu á fréttaflutningi mínum af þessum málum. f þeirri grein er sumt ónákvæmt en verri eru þó getsakir Björns Bjarnason- ar um „þátttöku" mína í þessum málum. Afskipti mín af þessum umræðum 1980 voru eingöngu fréttalegs eðlis. Getgátur Björns Bjarnasonar um að ég hafi óafvit- andi verið skipulega notaður sem verkfæri annarra eða þá að ég „hafi verið virkur þátttakandi í málinu frá upphafi", eins og hann kemst að orði í grein sinni 6. apríl, eru rugl. Björn Bjarnason segir að viðbrögð mín við grein sinni 30. mars, sem höfð voru eftir mér í Þjóðviljanum daginn eftir, bendi til slíkrar „þátttöku". Þessar ásakanir Björns Bjarna- sonar eru alvarlegri en svo að und- ir þeim verði setið mótmælalaust. Þetta er spurning um starfsheiður og spurning um sanngirni. Á einum stað í grein sinni 6. apríl segir Björn Bjarnason að það sem skilji á milli okkar snerti ekki varnarmál heldur vinnubrögð. Ég fellst á þetta sjónarmið. Björn Bjarnason og margir fleiri gerðu athugasemdir við vinnubrögð mín við gerð Víðsjárþáttar eftir kvöld- fréttir 20. maí 1980, þar sem ég fjallaði um vígbúnaðarkapphlaup stórveldanna og hugsanlega tilvist kjarnorkuvopna á Keflavíkur- flugvelli. Tilefni þess, að ég fór að kanna þessi mál í fréttaskýringarþættin- um Víðsjá á sínum tíma var tví- þætt. í fyrsta lagi höfðu Samtök herstöðvaandstæðinga þá um hríð haldið því fram að kjarnorkuvopn væru hugsanlega geymd á fslandi. Samtökin tiltóku erlendar heim- ildir fyrir þessum staðhæfingum sínum, sem mér fannst í sjálfu sér ástæða til að kanna nánar. Mér var ekki sagt að gera það, mér var ekki att út í að gera það og hér var ekkert samsæri herstöðvaandstæð- inga, Alþýðubandalagsins né nokkurra annarra á ferðinni um að misnota Ríkisútvarpið í póli- tískum tilgangi. Onnur ástæða fyrir því að ég ákvað að taka málið fyrir var sú að á Alþingi var þá nýlega komin fram þingsályktun- artillaga fimm þingmanna úr þremur flokkum um að Alþingi setti lög sem bönnuðu alla með- ferð kjarnorkuvopna á íslensku yfirráðasvæði. Björn Bjarnason grefur upp tæplega þriggja ára gamalt minnisblað sitt um símtal okkar tveggja 20. maí 1980, og sér á því, að í símtalinu hafði hann sagt mér að „sér fyndist varla til- efni fyrir útvarpið að gera sér- stakan mat úr því þótt nokkrir þingmenn hefðu endurflutt gamla þingsályktunartillögu". Þarna greindi Björn Bjarnason og Fréttastofu útvarpsins á, eins og svo oft síðan. Þær tvær forsendur, sem ég hef tiltekið fyrir umfjöllun minni í Víðsjá 20. maí 1980, þóttu verðskulda, að málið fengi pláss í Víðsjá. Þegar ég fór að kanna heimildir Samtaka herstöðvaandstæðinga fyrir því að kjarnorkuvopn kynnu að vera staðsett í Keflavík höfðu þau þessar heimildir ekki tiltæk- ar. Ég ákvað þá að hafa samband við Center for Defense Informa- tion í Bandaríkjunum. Ástæðan var sú að þegar ég var við nám í Bandaríkjunum 1976 hafði ég séð rit frá þessari stofnun þar sem ís- land var merkt sem eitt af þeim ríkjum þar sem Bandríkjaher geymdi kjarnorkuvopn. Björn Bjarnason hefur hins vegar hjá sér á minnisblaði að ég hafi sagt honum í áðurnefndu símtali okkar, að ég hafi „rætt við mann hjá bandarískri stofnun, sem teldi að hér væru kjarnorkuvopn og ... séð hjá honum kort þar sem ísland væri merkt á sama veg og ríki með kjarnorkuvopn". (Leturbreyting mín.) Hér gerir Björn Bjarnason sig uppvísan að grófri ónákvæmni eða þá að hann er vísvitandi að reyna að fóðra samsærishugar- fóstur sitt með rangfærslum. Það er rétt hjá Birni Bjarnasyni að þegar símtal okkar átti sér stað 20. maí 1980, hafði ég þegar haft samband við stofnunina Center for Defense Information og rætt við William M. Arkin, rannsókn- armann þar. En að ég hafi séð þetta kort hjá einhverjum manni hjá bandarískri stofnun sem teldi að hér væru kjarnorkuvopn er beinlínis rangt. Ég talaði við William M. Arkin í síma. Og kort- ið hafði ég séð í háskóla á vestur- strönd Bandaríkjanna nokkrum árum áður. Center for Defense Information er á austurströnd Bandaríkjanna og þangað hef ég aldrei komið. Hvað er Björn Bjarnason að reyna að sanna með því að vitna í slitrótt minnisblað, sem orðið er tæplega þriggja ára gamalt? „Mér var ekki sagt að gera það, mér var ekki att út í að gera það og hér var ekkert samsæri herstöðvaandstæðinga, Alþýðubandalagsins né nokkurra annarra á ferðinni um að misnota Ríkisútvarpið í pólitísk- um tilgangi,“ William M. Arkin sagði mér í símtali okkar 19. maí 1980, að CDI hefði í tímariti sínu, Defense Monitor í febrúar 1975 leitt líkur að því, að á íslandi væru geymd kjarnorkuvopn. í greininni var lögð til grundvallar sú staðreynd að á Keflavíkurflugvelli eru stað- settar flugvélar sem geta borið þannig vopn. Þessi staðreynd að viðbættu hlutverki herstöðvar- innar í Keflavík bentu til þess að þar gætu verið kjarnorkuvopn. Arkin taldi þetta hins vegar engan veginn sanna tilvist kjarnorku- vopna á íslandi og var jafnvel ef- ins um að CDI hefði haft eitthvað til síns máls í greininni 1975. Hann sagðist þó vilja kanna málið betur og okkur kom saman um að ég hringdi í hann aftur daginn eft- ir, sem var útsendingardagur Víð- sjárinnar. Eftir þetta símtal var ég nokkurn veginn búinn að sjá fram á væntanleg efnistök í um- fjöllun minni: að heimildir her- stöðvaandstæðinga um kjarnorku- vopn hér væru byggðar á líkum, og það frekar hæpnum, ekkert nýtt hafði komið fram í málinu síðan 1975. En þegar ég talaði svo við Arkin daginn eftir, var annað hljóð í honum. Hann hafði fundið tilvísun í handbók sjóhers Banda- ríkjanna um kjarnorkuvopna- öryggismál í upplýsingabæklingi herstöðvarinnar á Keflavíkur- flugvelli. Með þessu taldi hann að líkurnar á því að kjarnorkuvopn væru á Keflavíkurflugvelli væru mun meiri en hann hafði talið áð- ur. Og þetta var mín frétt í málinu: Nýjar áður óþekktar upplýsingar, sem höfðu ótvírætt fréttagildi. Þetta er kjarni málsins í mínum afskiptum af þessum málum. Eins og ég tók fram áðan gerðu ýmsir athugasemdir við vinnu- brögð mín við gerð Víðsjárþáttar- ins 20. maí 1980. Sumt af þeirri gagnrýni átti rétt á sér. Ýmislegt fleira hefði geta komið fram í þættinum það kvöld. Hægt hefði verið að vitna í umræður á Alþingi um þessi mál aftur i tímann eins og Björn benti mér á. Fréttin um áðurnefnda tilvísun sópaði hins vegar öðru efni út úr þættinum eins og oft gerist í fréttum. En fréttastofan hélt líka áfram með málið. í fréttum klukkan 19, miðvikudaginn 21. maí, gerði ég grein fyrir þeim sjónarmiðum sem áður hafa komið fram gegn full- yrðingum um kjarnorkuvopn á ís- landi og í fréttatíma klukkan 19, fimmtudaginn 22. maí, átti ég ít- arlegt viðtal við Geir Hallgríms- son, formann utanríkismálanefnd- ar Alþingis, þar sem afstaða ís- lenskra stjórnvalda var útlistuð enn frekar. Og fréttastofan hélt áfram með málið. Heill Víðsjár- þáttur, ekki bara hluti hans eins og 20. maí, var lagður undir málið 3. júní. í grein sinni 6. april, segir Björn Bjarnason, að um kvöldið 3. júní hafi fréttastofan rætt við Ólaf Jóhannesson, utanríkisráð- herra, og fleiri um málið og fært það í skynsamlegra samhengi en ég hafði gert 20. maí. Ég ætla ekki að leggja dóm á það hvað er skyn- samlegur fréttaflutningur og hvenær fréttir eru óskynsamlegar, en ég vil taka fram, að það var ég sjálfur sem átti viðtalið við ólaf Jóhannesson og drjúgan hlut að máli í gerð þáttarins. Við vorum að halda áfram með málið. Björn Bjarnason, blaðamaður, spyr í grein sinni 6. apríl hvers vegna mér og Ólafi Ragnari Grímssyni, þingmanni Alþýðu- bandalagsins hafi ekki dottið ( hug að fá einhvern annan en Björn Bjarnason til að ræða þessi mál í fréttum 21. maí, í kjölfar fréttar- innar kvöldið áður, fyrst hann neitaði. Hér er Björn Bjarnason enn að reyna að klína saman Al- þýðubandalaginu og fréttastofu útvarps samkvæmt ævagamalli uppskrift Morgunblaðsins. Stað- reyndin er sú, eins og Björn Bjarnason veit þó líklega alveg sjálfur, að Ólafur Ragnar Gríms- son ræður ekkert við hvern er tal- að í útvarpsfréttum, frekar en Björn Bjarnason ræður því hvort þingsályktunartillaga er ástæða til fréttaumfjöllunar eða ekki. Ástæðan fyrir því að ég vil fá Björn Bjarnason í viðtal vegna þessa máls var náttúrulega sú að hann er margfróður um þessi mál, eins og nú hefur svo berlega komið á daginn, tæpum þremur árum seinna. Ástæðan fyrir því að ég nefndi neitun hans í viðtalinu þeg- ar Þjóðviljinn hafði samband við mig vegna greinar Björns Bjarna- sonar 30. mars, var sú að blaða- maður Þjóðviljans spurði mig út í þetta atriði. Ég var ekki að gera það að aðalatriði, eins og Björn Bjarnason heldur fram í grein sinni 6. apríl augljóslega til að styrkja samsæriskenningar sínar. I grein sinni 6. apríl skorar Björn Bjarnason á mig að færa rök fyrir nokkrum fullyrðingum mínum, sem Þjóðviljinn hafði eft- ir mér 31. mars, og sem voru Hallgrímur Thorsteinsson, fréttamaður hljóövarps. viðbrögð mín við grein Björns Bjarnasonar í Morgunblaðinu daginn áður. Þar sagði ég að það væri illt til þess að vita að sterkir fjölmiðlar eins og Morgunblaðið virtust geta verið andsnúnir upp- lýsingamiðlun. Ástæðan fyrir því að ég segir þetta er sú, að viðbrögð þessa blaðs við fréttinni 20. maí 1980, sem flutt var sem hrein upp- lýsing, voru þau að gera viðkom- andi fréttamann og samstarfs- menn hans vafasama í augum les- enda sinna. Morgunblaðið sagði í leiðara 24. maí 1980, að mótmæla- aðgerðir herstöðvaandstæðinga þá um vorið hefðu „greinilega verið skipulagðar með þeim hætti, að stig af stigi skyldi magna áróður- inn“ og að hápunktinum hafi svo erið náð, „þegar fréttamaður hljóðvarpsins tók sér fyrir hendur, að leita „staðfestingar" á því í út- löndum, að hér væru kjarnorku- vopn“. Síðar í leiðaranum sagði að útvarpsráði bæri „skylda að kanna þátt starfsmanna útvarpsins í þessu máli, og hvaða ástæða hafi þótt til að verja svo löngum tíma í að fjalla um þetta gamla mál eins og um nýja frétt væri að ræða“. (Leturbreyting mín.) Þetta er málið — blaðið snérist gegn flutn- 2 ingi frétta og vildi láta athuga fréttamennina. Fréttin fól í sér áður óþekktar upplýsingar og vakti umtal. Hún átti rétt á sér. Hún var ekki partur af „leik“ neinna sem Björn Bjarnason skrifaði grein sína 30. mars til að koma í veg fyrir að endurtæki sig. Björn Bjarnason vill að ég færi rök fyrir því hvers vegna ég telji hann vilja halda málinu í gamla farinu sem hann þekkir og hvers vegna hann þoli ekki önnur sjón- arhorn. Það sem hér er um að ræða er einfaldlega það að mér finnst Björn Bjarnason ekki geta fellt sig við að áhugi fólks á því hvað herstöðin aðhefst geti verið sprottinn frá öðru en kommún- isma, Sovétríkjunum, Alþýðu- bandalaginu og herstöðvaand- stæðingum á Islandi. Þetta er gamla farið, Kalda stríðið, slagur Morgunblaðsins og Þjóðviljans. Við Björn Bjarnason erum ósammála um vinnubrögð. Varn- armálaumræðan hér á landi gæti verið allt önnur og frjórri ef menn kæmust upp úr þessu leiðindafari. Bifreiða- stöðvar á gangstéttum BORGARSTJÓRN vísaði til annarrar umræðu í gær tillögu um breytingu á lögreglusam- þykkt Reykjavíkur sem kveð- ur á um heimild til að leggja bifreiðum á gangstéttir í borg- inni. Tillagan felur í sér að borgarráð geti heimilað bif- reiðastöður á gangstéttum á nánar tilgreindum svæðum í borginni. Þó mega bifreiða- stæðin aldrei taka meiri breidd af gangstétt en svo að eftir sé 1,5 metrar fyrir aðra umferð. Jafnframt er áskilið að þessi bifreiðastæði skuli vera merkt sérstaklega. Fatasendingar til Póllands NÚ HEFUR staðið yfir söfnun á vegum Góðtemplarareglunnar á fatnaði til nauðþurfta fólks í Póllandi. Ingþór Sigurbjörnsson hefur séð um framkvæmdina og sagði hann í samtali við Mbl. að fólk hefði brugðist vel við söfn- uninni, og hefðu margir lagt þar bæði hug og vörur til víða um land. Einnig bæri sérstaklega að þakka Arnóri Hannibalssyni dósent fyrir ómetanlega aðstoð við framkvæmd söfnunarinnar. Ingþór sagði ennfremur að við- takendur í Póllandi hefðu sent íslensku þjóðinni og þeim sem standa að söfnuninni innilegar þakkir. A myndinni eru Ingþór Signrbjdrnsson (Lv.) og Arnór Hannibalsson vió hluta af þeim vönam sem sendar voru til Pollands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.